Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 RÓMARBRÉF eftirLeif Sveinsson i Amulius konungur í Alba Longa lagði þá bræður Romulus og Re- mus í kistu og hratt út í ána Ti- ber. Kistuna með þeim tvíburum rak á land og þar tók úlfynja við þeim og ól þá upp á úlfamjólk. Þetta var upphaf byggðar í Róm. Síðan er úlfynjan ímynd Rómar^ á öllum frímerkjum og styttum. Is- lendingar hafa löngum lagt leið sína tii Rómar, t.d. segir svo í Biskupasögum: „Til Róms fóru þau bæði hjón, áður en þau færi til íslands." Er hér átt við Gizzur ísleifsson er vígður var biskup 1082 og konu hans Steinunni Þor- grímsdóttur. Gizzur hafði verið farmaður fyrri hluta ævi sinnar og auðvelt hjá honum að velja hagkvæmustu leið til Róms. II Ólympíuleikarnir í Róm 1960 Hinn 21. ágúst 1960 hélt ég í mína fyrstu Rómarferð, sem áhorfandi á Ólympíuleikana. Flaug til Glasgow, þaðan til London og síðan til Róms, allt á einum degi. Gisting hafði verið tryggð á Al- bergo Senato við hið kunna torg Piazza della Rotonda, þar sem Pantheon gnæfir við himin, eina hof sem breytt hefur verið í kirkju. Beið ég þar fé'aga míns, Sveins H. Ragnarssonar nú félagsmála- stjóra Reykjavíkurborgar, en hann var væntanlegur með rútu Ferða- skrifstofu ríkisins, er lagt hafði upp frá Hamborg viku áður með fjölda Ólympíufara. A.m.k. sex lögfræðingar sóttu Ólympíuleik- ana héðan að heiman, þeir Knútur Hallsson, Sigurður Briem Jónsson, Tómas Ámason, Þórólfur Ólafsson auk okkar Sveins. Loks kom Sveinn í lest, því rútan hafði lent í óhappi í Ölpunum og orðið óöku- fær. 42 stiga hiti var marga ágúst- dagana, við héldum okkur inni á hóteli milli 11 og 15, en sóttum leikana annars mjög stíft, sáum 9 knattspyrnuleiki og úrslitaleikinn milli Dana og Júgóslava. Danir fengu á sig mark eftir 30 sekúnd- ur, skömmu seinna er einn Júgó- slavinn rekinn út af. Bello, hinn heimsfrægi ítalski dómari, skildi júgóslavnesku og mælti til hins brotlega leikmanns: „Þessi leik- völlur er byggður fyrir gentlemen, víkið af honum þegar í stað.“ Þrátt fyrir það, að Danir væru einum fleiri megnið af leiknum tókst þeim ekki að nýta þá yfirburði, fengu á sig annað mark í viðbót, úrslit 2:0 fyrir Júgóslava. Af íslensku keppendunum voru mestar vonir bundnar við Vilhjálm Einarsson í þrístökkinu. Andrés Andrésson miðill, er staddur var í Róm, hafði spáð honum 3. sæti, en hann lenti í 5. sæti með betri árangur en hann hafði náð, er hann var í 2. sæti í Melbourne 1956. Einna rpest umtalaður á leikunum var Cassius Clay, síðar Muhammed Ali, nefndur vestra Cassius „Kill- er“ Clay. Það fór um ítalina, er þeir heyrðu viðurnefnið og hvísl- uðu sín á milli: „Assassino". Hann sigraði í léttþungavigt í hnefaleik- um. Um þátt hestamanna á Ólympíuleikunum í Róm reit ég í „Hestinn okkar“, 1. tbl. 1961, maíhefti. Frá Róm hélt ég 14. september eftir 24 daga ógleym- anlega dvöl. III Rómarferð hin síðari Nú skal hafa á hátt Gizzurar biskups og halda til Róms með Halldóru konu mína. Flugum frá Keflavík 30. september til Kaup- mannahafnar og þaðan til Róms með Alitalia, lent í Róm 16.05. Bergljót dóttir okkar er þar mætt á flugvellinum að taka á móti okkur og haldið þegar til Starhot- el Metropole skammt frá járn- brautarstöðinni. Margt hefur breyst í Róm á 32 árum, en gam- an var að rölta um gömlu sögu- staðina, búið að hreinsa Fontana Di Trevi, þaðan er stefnan tekin á Piazza della Rotonda. Við setj- umst við útiborð hjá einu veitinga- húsinu, á næsta borði sitja tveir þingmenn með himinháan bunka Pantheon í Róm. af þingskjölum. Þinghúsið er í næsta nágrenni. Okkur líst vel á gamla hótelið okkar Sveins og pöntum herbergi frá 19. október. Daginn eftir höldum við með lest til Flórens og þaðan með rútu til Lido Di Camaiore, baðstaðar við strönd Miðjarðarhafsins. Október 1991 var afar sólríkur, öll hótel full út október. Nú bregður aftur á móti svo við, að október 1992 reynist sá vætusamasti síðan veð- urathuganir hófust á Ítalíu 1813. Þrumur og eldingar næstum dag- lega með tilheyrandi stórrigning- um, flóðum í ám, manntjóni og eigna. Samt dvöldumst við þarna í tólf daga, en sólardagar urðu aðeins fjórir. Sunnudaginn 4. okt. er farið í ökuferð til Portovenere við Skálda- flóann, sem svo er nefndur, þar sem Byron, Shelley og Keats, skáldmæringarnir ensku, dvöldu langdvölum og dásömuðu í verkum sínum. Þar snæddum við hádegis- verð með Bergljótu og unnusta hennar, Enrieo Mensuali. Síðan skoðuðum við kirkju Sankti Pét- urs, sem sést á meðfylgjandi mynd. Á heimleiðinni liggur leiðin í gegnum borgina La Spezia, sem er aðalherskipahöfn ítala. Þar er sjóliðsforingjaskólinn og skipa- smíðastöðvar. Heim er nú haldið og gekk allt vel, þar til við komum til Lido Di Camaiore, þar ekur bíll þvert fyrir okkur, þótt við séum á aðalbraut og árekstri verður ekki forðað. Bíll Enricos óökufær, ég marinn og blár á fæti, en aðrir farþegar lítt sárir. Ökuníðingar eru til alls staðar í heiminum, ekki Greinarhöfundur á trjádrumbin- um góða á leið til Via Reggio. „í einni ferðinni heyrð- ust allt í einu orgeltón- ar, Litaneum eftir Handel, ég snarstopp- aði, hlýddi hugfanginn á þessa tóna, upplifði eina áhrifamestu stund lífs míns. Gröf Rafhaels er í Pantheon og eykur það á helgi hússins í mínum huga.“ bara heima á Fróni. „Óhaltr skal ganga meðan báðir fætr eru jafn- langir" segir í Gunnlaugs sögu Ormstungu, svo ég reyni að bera mig mannalega, enda þrítryggður fyrir svona áföllum. Næstu daga röltum við um ströndina milli Via Reggio og Forte dei Marmi, en Lido er þar mitt á milli. Ég hvíli mig á tijád- rumbi, en þá kemur þar að maður einn og biður mig að flytja mig ögn til, svo hann geti líka sest. Síðan kemur kona hans og þá sprett ég upp og býð henni sæti mitt með tiginmannlegri sveiflu: „Signora". Meðfylgjandi mynd er af greinarhöfundi á drumbinum góða. Matstaðir eru yfirleitt ágæt- ir í Lido di Camaiore, hótel okkar Prestige stendur vel undir nafni, þótt við séum oftast einu gestirn- ir, þá er það samt þriggja stjörnu. Tólf daga dvöl okkar er lokið og við höldum til Flórens með lest frá Via Reggio. Mannhafið er ótrúlegt í Flórens, ég nefni þetta ferða- mannamengun, ekki viðlit að skoða það áhugaverðasta, nema standa tímunum saman í biðröð- um. Þar var ekki svo vitlaust að vera á ferðinni í vetur um jólaleyt- ið, þá voru engar biðraðir. Pitti- höllin er þó skoðuð og er það ógleymanleg heimsókn. Þröngt er á flestum matsölu- stöðum, en þá er fólk sett við borð hjá öðrum, og getur það leitt til skemmtilegra kynna. Fullorðin hjón frá Ostende í Belgíu deila með okkur borði á matsölustað í Flórens, skammt frá Dómkirkj- unni. Maðurinn hafði verið á tog- ara við ísland og komið til Reykja- víkur árið 1948 eftir að hafa lent í fárviðri miklu og skipið stórlask- að. Þau Bergljót taka tal saman og eru sammála um það, að ít- alska og belgíska stjórnin eigi það sammerkt að vera neikvæðar. Ætli flestum þjóðum þyki ekki sínar ríkisstjórnir neikvæðar. Ég segi þeim belgíska, að ég sé mik- ill Natosinni og.hafi m.a. setið veislu í ráðherrabústaðnum í Reykjavík með Henri Spaak, hin- um belgíska framkvæmdastjóra Nato. Hann trúir þessu mátulega, svo ég bæti við: „He was my fri- end.“ Þá var þeim belgíska öllum lokið, svo við kvöddum þessi geð- þekku hjón. Seinni hluta Flórensdvalar okk- ar búum við á Hotel Porta Rossa, elsta hóteli Flórensborgar. Það stendur við samnefnda götu, Via Porta Rossa. Skammt frá hótelinu er eitt merkasta íbúðarhús í Flór- ens, byggt um miðja 14. öld, Palazzo Davanzati. Þetta hús hef- ur nú verið endurhæft í sinni upp- runalegu mynd og búið samtíma- húsgögnum. Er stórkostlegt að geta virt fyrir sér, hvemig fólk bjó fyrir 600 árum. Enginn ferða- maður ætti að láta hjá líða að skoða þessa byggingu. Hádegisverð snæðum við þessa Flórensdaga ávallt á sama stað, skammt frá brúnni yfir Arno, Ponte Veccio, heitir sá veitinga- staður Celestino. Þegar Visakort eru notuð sem greiðslumáti,. vita þjónarnir ávallt í næstu heimsókn, hvaðan fólkið er. Urðu þessir ágætu þjónar málkunnugir okkur og töldu til tryggustu viðskipta- vina að koma sex daga í röð. Eftir rútuferð til Greve, smá- bæjar milli Flórens og Siena, þar sem Bergljót dóttir okkar og unn- usti hennar eru að búa sér heim- ili, er farið að hyggja á heimferð til Rómar. Hraðlestin er aðeins tvo tíma þessa leið og nú er haldið beint á Albergo Senato. Það fór vel um okkur á hótelinu þessa þijá daga. Péturskirkjan og Vatik- anið voru heimsótt í grenjandi rigningu, mannhafið samt svo mikið, að líktist síld í siglfirzkri tunnu. 1960 lifir kannske í hilling- um hjá mér, en þá fannst mér hæfilega margt fólk á þessum sögustöðum, en nú er ég ekki 33 ára, heldur 65, svo þar kann að vera skýringin. Alltaf er jafn gaman að koma á Piazza di Spagna (spönsku tröppumar) á kvöldin, þar í ná- grenninu býr fína fólkið,_ m.a. bjó þar hinn aldni forseti Ítalíu, er hann lét af embætti, Corsiga. IV Pantheon Af öllum þeim byggingum forn- um, er ég hefí augum litið, finnst mér mest til Pantheon koma. Pantheon er byggt árin 25-27 fyr- ir Krists burð af M. Agrippa, sem var hershöfðingi og tengdasonur Ágústusar keisara. Pantheon var upphaflega hof,_ reist til heiðurs Júlíusi Cæsar. Árið 609 er húsið gert að kirkju, er bar nafnið Santa Maria ad Martyres. Mörgum áföll- um hefur Pantheon orðið fyrir á svo langri ævi, t.d. heijuðu tveir eldsvoðar á bygginguna árin 80 og 115. Síðari bruninn eftir að eldingu laust niður í bygginguna. Misvitrir valdamenn hafa tætt ýmsar gersemar utan af húsinu, en alltáf stendur Pantheon samt. Konstantín keisari flutti tíg- ulsteina til Konstantinopel og Urb- an páfi VIII stal hinum undur- fögru súlum og flutti í Péturskirkj- una árið 1632. Ég gekk aldrei út af hóteli okk- ar 1960 án þessa að ganga í gegn- um Pantheon. í einni ferðinni heyrðust allt í einu orgeltónar, Litaneum eftir Hándel, ég snar- stoppaði, hlýddi hugfanginn á þessa tóna, upplifði eina áhrifa- mestu stund lífs míns. Gröf Rafha- els er í Pantheon og eykur það á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.