Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 Japanir reiðir vegna spillíngar ráðamanna Tókýó. Reuter. ALMENNINGUR í Japan er æfareiður vegpia þeirrar spillingar, sem frammámenn í landinu hafa orðið uppvísir að, og mikill meirihluti segist ekki bera lengur neitt traust til stjórnmálaflokkanna. Kemur þetta fram í nýrri könnun en flestum finnst sem steininn hafi tekið úr með Sagawa-hneykslinu, sem snýst um mútur og tengsl háttsettra manna við glæpasamtök. Díana prinsessa á Orly-flugvelli við komuna til Frakklands. Með prins- essunni er Sir Evan Fergusson, sendiherra Breta, sem tók á móti henni. I könnun dagblaðsins Asahi Shimbun kvaðst 81% spurðra enga trú hafa á stjómmálaflokkunum og 60% vildu ijúfa þing og boða til almennra kosninga. Margir sögðust þó ekki vita hvað þeir ættu að kjósa en flestir vom sammála um, að Sagawa-hneykslið hefði verið drop- inn, sem fyllti mælinn. Könnunin var gerð um síðustu helgi en nokkmm dögum áður hafði Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn, stjórnarflokkurinn í Japan, tilkynnt, að hann ætlaði að höfða meiðyrða- mál á hendur saksóknumnum, sem nefnt hafa sjö frammámenn í flokknum í sambandi við Sagawa- hneykslið. Þykja þessi viðbrögð flokksins fáheyrð og hafa ekki orðið til að auka hróður hans. Nærri 80% vom óánægð með hvernig Kiichi Miyazawa forsætisráðherra hefur dregið fætuma í meðferð spillingar- málsins. Þótt stjómarflokkurinn, Fijáls- lyndi lýðræðisflokkurinn, sé rúinn trausti og tiitrú er ástandið hjá stjórnarandstöðunni litlu betra. Kjósendur vita því ekki hvert þeir eiga að snúa sér en 21% kvaðst mundu Iqosa stjórnarflokkinn nú, 13% Sósíalistaflokkinn en flestir sögðust ekki vita hvernig þeir greiddu atkvæði. ♦ ♦ ♦-------- Ástarhjal Karls og gjftrar konu veldur fjaðrafoki London og París. Reuter. BRESKA konungsfjölskyldan, sem átt hefur við ýmislegt mótlæti að stríða að undanförnu, fékk enn einn skellinn í gær, þegar æsifrétta- blöð sögðu, að til væri segulbandsupptaka af samtali Karls prins og gamallar kærustu hans, miðaldra giftrar konu, þar sem hann ijáði henni ást sína og aðdáun. Dagblaðið Daily Mirror hleypti skriðunni af stað og sagðist hafa komist yfír „ástþrungna upptöku", þar sem krónprinsinn og kona að nafni Camilla Parker-Bowles beraðu tilfinningar sínar í símtali. Hin æsi-' fréttablöðin létu sitt ekki eftir liggja fremur en fyrri daginn, þegar kon- ungsfjölskyldan á í hlut, og átu sög- una hvert upp éftir öðru. Daily Mirror sagði, að Karl og frú Parker-Bowles hefðu sagt hvort við annað: „Eg elska þig.“ Og Karl hefði sagt: „Eg tilbið þig og er svo hreyk- inn af þér.“ Engin frekari dæmi vora tilfærð úr upptökunni, sem sögð var frá 1989, en þess getið, að í saman- burði við hana væri upptakan með Díönu og aðdáanda hennar, sem mikið fjölmiðlafár varð út af í sum- ar, aðeins bamahjal.. Camilla Parker-Bowles, sem hefur verið vinur Karls prins um ára bil, er gift liðsfonngja í heiðursverði Elízabetar drottningar. Þau hafa verið í hjónabandi í 19 ár og eiga tvö böm. Díana prinsessa fór í þriggja daga heimsókn til Frakklands í gær, en eiginmaður hennar, sem á afmæli í dag, sat heima. Hún brosti sínu breiðasta brosi, þegar hún kom til Orly-flugvallar í París, og var á eng- an hátt unnt að merkja á henni sorg eða sút, sem allir þóttust sjá í ferð þeiira hjóna til Suður-Kóreu fyrir skemmstu. Díana ætlar að sækja list- sýningar og sinna sjúkum og fötl- uðum, meðan á Frakklandsdvölinni stendur. Leita málm- þreytu í júmbóþotum Seattle. Reuter. BOEING-flugvélaverksmiðjumar skýrðu frá því í gær að þær mundu mælast til þess við eigendur rúm- lega 700 breiðþotna af gerðinni Boeing 747 að fram færi ítarleg skoðun á hreyfilstifum. Við athug- anir að undanförau hefur óeðlileg tæring komið fram í stífunum en hreyflarnir hanga í þeim neðan á þotuvængnum. Samkvæmt ákvörðun Boeing verð- ur að skoða hreyfílfestingar á öllum 747-þotum sem eldri era en þriggja vetra og yngri flugvéla hafí þeim verið lent oftar en 3.000 sinnum. Við skoðun á hreyfilfestingum Boeing 747 flugvéla að undanförnu hafa fundist 14 sprungnir hreyfil- boltar en fjórir slíkir festa hvem hreyfíl við stífuna. Af um 2.400 bolt- um sem skoðaðir vora reyndist það mikil tæring í 20% þeirra, eða tæp- lega 500 boltum, að nauðsynlegt var að skipta um þá, samkvæmt upplýs- ingum Boeing-verksmiðjanna. Rannsókn á flugslysinu í Amster- dam fyrir fimm vikum bendir til þess að málmþreyta í hreyfílstífunum hafí annað hvort valdið eða átt talsverðan þátt í því að júmbóþota ísraelska flugfélagsins E1 A1 hrapaði niður á íbúðarhverfí skömmu eftir flugtak. Miklar sviptingar innan norska Verkamannaflokksins Brundtland verður áfram við sljómvölinn þrátt fyrir allt ÞING Verkamannaflokksins í Noregi um síðustu helgi þróaðist um margt öðru vísi en búist hafði verið við. Fyrir þingið gengu flestir út frá því að spurningin um hugsanlega Evrópubandalagsaðild Norð- manna myndi einoka allar umræður og sú virtist einnig ætla að verða raunin við upphaf þess. En þó EB-umræðan hafi verið fyrir- ferðarmikil fyrstu daga þingsins var hún mjög efnisleg og á rólegu nótunum. Þegjandi samkomulag virtist rílqa meðal þingfulltrúa um að breikka ekki það bil sem allir vissu að væri til staðar meðal stuðn- ingsmanna Verkamannaflokksins í þessum efnum. Síðdegis á föstu- dag sprakk svo sprengjan. Gro Harlem Brundtland, formaður flokks- ins og forsætisráðherra Noregs, tilkynnti að hún hygðist láta af embætti flokksformanns. Gro Harlem Brundtland óskar eftirmanni sínum í embætti flokksfor- manns, Thorbjorn Jagland, til hamingju með kjörið. 40 létu lífið í skotbardaga ALLT að 40 manns kunna að hafa fallið í skotbardaga sem átti sér stað síðdegis á mið- vikudag milli varða sem gættu bílalestar með hjálpargögn á leið til Baidoa í Sómalíu og hóps vopnaðra manna sem gerðu árás á lestina. Vitað er fyrir víst að fjórir varðanna voru skotnir til bana í útjaðri Baidoa, sem er um 250 kíló- metra norðvestur af höfuð- borginni, Mogadishu. Fimm særðust. Óstaðfestar fréttir hermdu að allt að 40 manns kynnu að hafa fallið af liði beggja, varða og árásar- manna. Bílalestin flutti 250 tonn af hveiti til Baidoa, sem þekkt er undir nafninu „Borg dauðans“ meðal hjálparsveita- fólksins, vegna þess að þar hafa allt að 400 manns látist úr hungri á degi hveijum. Hjálparstarf í landinu hefur átt undir högg að sækja vegna óaldarflokka sem barist hafa um völdin eftir að forseta landsins, Mohamed Siad Barre, var steypt af stóli í jan- úar 1991. Innflutning-s- bann áfram JAPÖNSK stjómvöld tilkynntu í gær áætlanir sínar um að auka hrísgijónaframleiðslu, en gáfu á engan hátt til kynna, að til stæði að aflétta innflutn- ingsbanni á þessari vörateg- und þó að búist sé við, að samningurinn, sem kenndur er við GATT og kveður á um frjálsari heimsviðskipti, verði samþykktur innan skamms. Japanska landbúnaðarráðu- neytið ætlar að auka hrís- gijónaframleiðsluna heima fyrir frá og með næsta vori þannig að árleg uppskera verði um 300.000 tonn umfram inn- anlandsnotkun eftir þijú ár. Vill breytt Samveldi STANISLAV Shushkevich, leiðtogi Hvíta-Rússlands, hef- ur spáð því að illa fari fyrir Samveldi sjálfstæðra ríkja, takist ekki að mynda sameig- inlegt viðskiptasvæði með rúbluna sem gjaldmiðil. Hann sagði í viðtali á fimmtudags- kvöld, að í Hvíta-Rússlandi hefði nánast ekkert áunnist fyrir almenna borgara á því ári, sem landið hefði notið sjálfstæðis. Shushkevich sak- aði aðila að samveldinu, sem 10 þjóðir standa að, um að hafa látið undir höfuð leggjast að gera óvinsælar ráðstafanir til að koma á sameiginlegum markaði, meðal annars með því að hindra fjármagnsflótta. Willi Stoph var sleppt við réttarhöld WILLY Stoph, fyrrum for- sætisráðherra Austur-Þýska- lands, sem fékk hjartaáfall á miðvikudag, var í gær sleppt við að taka þátt í réttarhöldun- um sem hófust gegn honum, Eric Honecker og þremur fé- lögum þeirra í Berlín á fimmtu- dag, en var frestað vegna veik- inda Stophs. Þeir eru ákærðir fyrir að bera ábyrgð á drápi flóttafólks við Berlínarmúrinn á tímum Kalda stríðsins. Rétt- að kann að verða í máli Stophs sérstaklega, þegar og ef heilsa hans leyfír. Brundtland, sem hefur verið í for- ystu Verkamannaflokksins allt frá 1975 er hún varð varaformaður flokksins, sagði persónulegar skýr- ingar liggja að baki ákvörðun sinni. Það væri of mikið álag að vera jafnt forsætisráðherra sem flokksformað- ur og þyrfti hún meiri tíma til að sinna fjölskyldu sinni. Á þessu höfðu þingfulltrúar fullan skilning. Þó ekki hefði verið fy'allað um það opinber- lega að neinu ráði vissu allir að yngsti Sonur hennar framdi sjálfs- morð þann 24. september sl. ífyrstu vikurnar í kjölfar þess atburðar hafði verið uppi orðrómur um að Brundt- land kynni að vilja draga sig í hlé um stundarsakir. Yfírlýsing hennar á þinginu kom hins vegar sem þruma úr heiðskíra lofti enda hafði hún einungis tilkynnt nánustu samstarfs- mönnum sínum í forystu flokksins um hana nokkram klukkustundum áður. Ástæða þess er, að hún vildi ekki að hin málefnalega umræða á þing- inu myndi falla í skuggann af vanga- veltum um hver ættí að taka við af henni. Ákvörðunin um EB-aðild væri söguleg og hana ætti að taka í kjölfar umræðna, sem farið hefðu fram í eðlilegu andrúmslofti. Hvem- ig afsögn Brundtland bar að garði á þinginu er líka um margt tákn- rænt fyrir allan hennar stjórnmála- feril. Þó að stjórnunarstíll Brundt- land hafí ætíð verið mjög móðurleg- ur á yfírborðinu, enda hefur hún verið kölluð „landsmóðirin" af Norð- mönnum, var undir yfírborðinu að finna einarðan og útsmoginn stjórn- málamann. Tímasetning og umgjörð afsagnarinnar á sjálfu þinginu var líka fullkomin. Þingfulltrúar vora algjörlega á hennar valdi síðustu tvo daga þingsins og allar þær óþægi-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.