Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 Alveg* fáránlegt að bendla Nýtt lýðræði við kynþáttafordóma - segir Riehard Ulvengren, þingmaður nýjasta stjórnmálaflokksins í Svíþjóð NÝTT lýðraeði: Einkaflokkur tveggja ævintýramanna, óábyrgt rugl, hægri-mótmælaflokkur, samtök um kynþáttahatur. Allt þetta og fleira neikvætt hefur verið sagt um nýja flokkinn á sænska þinginu sem vann óvæntan sigur í síðustu kosningum. Stofnendurnir, Ian Wachtmeister og Bert Karlsson, beittu á sínum tíma lítt hefðbundn- um aðferðum og hvers kyns uppákomum til að vekja athygli á stefn- unni sem upprunalega byggðist aðallega á andstöðu við skattpín- ingu. Nýtt lýðræði hvatti einnig til þess að aflétt yrði álögum á atvinnufyrirtækin, allt yrði gert til að fá hjólin til að snúast á ný. Ahrifalaus hefur flokkurinn ekki verið enda í oddaaðstöðu á þingi með 25 sæti af 351, hvorki vinstri- né hægriblokkin hefur meirihluta. Nýtt lýðræði réð því í reynd að borgaraflokkarnir mynduðu minni- hlutastjórn. Fiokkurinn vakti at- hygli og sýndi gott fordæmi með því að gera konu að talsmanni á þingi, fyrstir allra flokka. En eitt voru hinir flokkarnir sammála um, þeir vildu ekki ganga til stjómar- samstarfs við Nýtt lýðræði. Meðal baráttumálanna er frjáls- legri áfengislöggjöf, lækkun opin- berra styrkja til hagsmunasamtaka og Nýtt lýðræði vill fækka reglu- gerðum og lögum sem löngum hef- ur verið mikil framleiðsla á í Sví- þjóð. Eftir kosningasigurinn hefur borið æ meira á tillögum um út- gjöld til vinsælla velferðarmála sem mörgum þykir benda til henti- stefnu. Flokkurinn neitaði í haust að samþykkja sumar af aðhaldsað- gerðum samsteypustjómar hægri- mannsins Carls Bildts er sneri sér þá að jafnaðarmönnum, erfðafjend- um Hægriflokksins. Og kraftaverk- ið varð að vemleika; jafnaðarmenn gengu til samstarfs um niðurskurð á ríkisútgjöldum. Nýtt lýðræði er því búið að týna glæpnum sínum, að minnsta kosti í bili, en talsmenn flokksins bera sig samt vel. Yngsti fulltrúinn á sænska þing- inu, Richard Ulvengren, er aðeins 27 ára og hann er Iiðsmaður Nýs lýðræðis. „Ég var nú með alveg frá bytjun," svarar hann þegar biaða- maður Morgunblaðsins spyr hvort rétta leiðin fyrir unga stjómmála- menn með forsætisráðherra í mag- anum sé að ganga í flokk hans. „Ef einhver úr flokknum verður svo valdamikill hlýtur það að verða annar af stofnendunum, það er al- veg ljóst. En ástæðan fyrir því að ég gekk til liðs við þá var sú að ég vildi breytingar, fannst að það væri ekki hægt að draga lengur að koma á breytingum, vildi gera hlutina með nýjum hætti. Ég reyndi að taka þátt í stjómmáluni þegar ég var í skóla en þetta var allt svo einhæft, allir vom undirlagðir þess- um tveim stóru blokkum, vinstri- flokkunum og borgaraflokkunum. Ég ákvað að starfa frekar með ein- hveijum sem væra skýrt afmarkað- ir og væra reiðubúnir að takast á við vandamálin". Markaðssetning skyggir á alvöruna - Þið hafið nú um hríð verið með um og yfír 10% fylgi í skoðana- könnunum. Tekst ykkur að halda þessari stöðu? „Við eram samkvæmt könnun- um þriðji stærsti flokkurinn og ég held að við eigum eftir að bæta við okkur fylgi á næstunni, kannski ekki í næstu kosningum en það kemur að því. Auðvitað er nýr flokkur svolítið tortryggilegur í augum margra, fólk vill vita hvað við stöndum fyrir, þetta er eðlilegt. En fólk á eftir að sjá að við mein- um það sem við segjum og við eram ekki bara með eitt mál á stefnu- skránni eins og t.d. Umhverfis- vemdarflokkurinn. Smám saman treystum við stöðuna og það kemur að því að við förum í stjórn. Auðvitað var beitt ýmsum skrítnum brögðum til að koma flokknum á framfæri en á bak við tjöldin vorum við alltaf mjög alvar- lega þenkjandi, þetta var spuming um markaðssetningu hugmynd- anna. Við eram nú með um 8.000 félaga sem greiða flokksgjöld og auk þingsætanna höfum við á ann- að hundrað fulltrúa í ýmsum sveit- arstjómum. Það er nóg af fólki til að veita okkur ráð og aðhald". - Hvort er Nýtt lýðræði hægri- eða vinstriflokkur? „Ég trúi ekki á sósíalisma, ég trúi á mátt einstaklingsins. Én í þinginu er alltaf reynt að koma okkur fyrir á bás. Þegar við greið- um atkvæði með jafnaðarmönnum kalla hægrimenn okkur krata, þeg- ar við erum sammála Hægriflokkn- um eram við sagðir hægrimenn, þegar við göngum lengra en þeir er nafngiftin ofstækismenn notuð. Sjálfum finnst mér að þessir stimpl- ar séu úreltir, þeir gefa ranga mynd af flokkunum. Við tökum afstöðu í hveiju máli í senn, við eram boðberar framtíðarinnar en ekki gömlu blokkanna. Liðsmenn þeirra era búnir að festa sig í gömlu Morgunblaðið/Kristján Jónsson Richard Ulvengren, þingmaður flokksins Nýtt lýðræði í Svíþjóð: „A bak við tjöldin vorum við alltaf mjög alvarlega þenkj- andi“. fari, aðallega af sögulegum ástæð- um en alls konar hættur á álits- hnekki koma þarna líka til. Ungt fólk er búið að fá nóg af þessu biokkatali, finnst þetta gersamlega staðnað". - Þið erað gagnrýndir mjög fyrir stefnuna í málum innflytjenda og flóttamanna. Sagt er að greina megi kynþáttafordóma í málflutn- ingi ykkar. Hvað segirðu um þetta? „Það er mjög þreytandi að hlusta á sumt af því sem sagt er um okk- ur. Það er sífellt reynt að finna eitthvað sem hægt er að saka okk- ur um, í von um að loksins takist nú að koma okkur á kné. Það er munur á því að gagnrýna stefnuna í málefnum innflytjenda og gagn- rýna innflytjendur. Ég veit ekki til að nokkurt okkar hafi nokkurn tíma fundið að innflytjendum sem slíkum, það er alveg fáranlegt að halda þessu fram og tala um kyn- þáttafordóma. Við höfum hins veg- ar gagnrýnt stefnuna í þessum málum og nú er komið ljós að þetta var réttmæt gagnrýni. Dag hvern lesum við í blöðunum ummæli ann- arra sem bergmála skoðanir okkar fyrir ári. Við erum aðeins á undan hinum í öllum málum, þorum að vera í fararbroddi. Við lögðum á sínum tíma fram tillögu um að setja ætti skorður við flóttamannastraumnum hingað, við viljum ekki að allir geti komið hingað og sest að vegna þess eins að þeim finnst lífskjörin góð. Þetta þótti hneykslanlegt. Fyrir skömmu var Birgit Friggebo, ráðherra inn- flytjendamála, að leggja fram til- lögu sem var nákvæmlega eins. Hún vill ná samstöðu með hinum flokkunum með einni undantekn- ingu, auðvitað er alls ekki hægt að Úr sænskri skólastofu. Nýtt lýðræði vill að börn innflytjenda séu strax látin læra sænsku og ríkið hætti að styðja kennslu á móður- máli þeirra. eiga samvinnu við Nýtt lýðræði um málið! Ég held að svona skollaleik- ur gagnist þeim ekki, á endanum sjá kjósendur í gegnum þetta. Afbrotamenn sendir burt Við viljum að afbrotamönnum sem koma hingað verði vísað burt og þetta sýna skoðanakannanir að Tjöldi Svía tekur undir. Við trúum ekki á gildi þess að kenna skóla- börnum innflytjenda á eigin tungu þeirra, á forsendum upprunalands- ins. Þegar maður flyst til annars lands hlýtur að skipta meira máli að læra tungu landsmanna en að læra gamla málið eins og eytt hef- ur verið milljörðum króna í hér. Þetta fé mætti nota til að aðstoða fólk á átakasvæðunum í gömlu Júgóslavíu. Við viljum að lögð sé áhersla á að flóttafólki sé hjálpað í heimabyggðum eða eins nálægt þeim og hægt er. Afstaða okkar á ekkert skylt við kynþáttafordóma, það er hálfvita- legur uppspuni fjölmiðlanna. Sjálfur er ég óskaplega andvígur öllu kyn- þáttahatri, ég hef búið í Afríkulönd- um og Indlandi, á íjölmarga vini í þessum löndum. Mér yrði bókstaf- lega óglatt ef ég fengi gran um að ég væri fulltrúi flokks sem væri undirlagður kynþáttafordómum". - Hafið þið náð árangri á þingi, er búið að slátra einhveijum heilögum kúm gömlu flokkanna? „Kerfið er nú afar þungt í vöfum og það er mikið af þessum kúm en við reynum. Við höfum gagn- rýnt íjárstuðning ríkisins við flokk- ana, viljum helminga fjárhæðina sem er notuð til þess arnar Sama er að segja um ijárstuðning við blöðin, okkur finnst rangt að skatt- þeningum sé varið í stuðning við fjölmiðla sem brengla veraleikann, sumir hveijir. Við viljum draga úr þessum stuðningi“. Ulvengren segir flokkinn vilja að Svíar styðji áfram starf Samein- uðu þjóðanna en ekki á sömu for- sendum og tíðkast hefur. Þeir eigi að einbeita sér að ákveðnum svið- um þar sem þeir geti veitt betri aðstoð en aðrir. SÞ þurfl að gera endurbætur á starfinu, stofnunin hafi blásið út og starfíð sé ekki nógu markvisst. Nýtt lýðræði styðji eindregið inngöngu Svíþjóðar í Evrópubandalagið; sé horft til framtíðar hljóti þjóðin að taka þátt í Evrópusamrunanum. Hlutleysi Iandsins í varnarmálum hafi alltaf verið meira í orði en á borði og hann segist trúa á Evrópubanda- lagið sem friðarbandalag í framtíð- inni. Ulvengren er spurður um tengsl flokksins við erlenda stjórn- málaflokka. „Engin. Auðvitað get- ur komið til greina að við verðum að endurskoða þá stefnu ef við verðum einhvem tíma með fulltrúa á þingi EB en við leysum ekki vandamál annarra þjóða. Kjaminn í stefnu okkar er sá að við erarn á móti kenningasmíð og kreddum, viljum að stjórnmálamenn fjalli um fólk“. Viðtal: Krislján Jónsson. ( i i < i i i í Hefur framtíðin efni á nið- urskurði til áfengismála? eftirHarald Guðjónsson Til að gera lesendum betur kleift að svara spumingunni í fyr- irsögninni, langar mig að segja sögu mína í stuttu máli. Ég er alkóhólisti. Ég byijaði að drekka þegar ég var 14 ára gam- all. Ég var fljótur að hella mér á fullu út í neysluna. Fimmtán ára gamall fór ég á þriggja vikna „túr“ og áttaði mig á því að ég réði ekkert við Bakkus. En ég hélt samt áfram að drekka og sökk dýpra og dýpra. Ég var haldinn stjómlausri vínlöngun, var tauga- veiklaður og fékk „black-out“, sem þýðir að ég mundi ekki það sem gerðist í drykkjunni. Ég drakk oft „Nú er liðið eitt ár frá því ég fór í meðferð, eitt yndislegt ár án vímu og vandræða. Eg er í fullri vinnu, á góða vini og skemmti mér með öðru ungu fólki í SÁÁ.“ einn í sálarkvöl og prófaði alls konar vímuefni önnur en áfengi. Tilfmningalega var ég staðnað- ur og frosinn, mér hélst ekki á vinum eða kærustum og ég hætti í skóla. Bakkus hafði tekið völdin og lífslöngunin var horfín. í þessu ástandi var ég þegar ég tók mig á og fór í meðferð hjá SÁÁ, 18 ára gamall. Nú er liðið eitt ár frá því ég fór í meðferð, eitt yndislegt ár án vímu og vandræða. Ég er í fullri vinnu, á góða vini og skemmti mér með öðru ungu fólki í SÁÁ. Ég veit ekki nákvæmlega hvað meðferð mín kostaði. Einhvers staðar heyrði ég að 10 daga með- ferð á Vogi kostaði um 70 þúsund krónur og full meðferð á Vík eða Staðarfelli annað eins. Ég var heppinn. Mér tókst að taka mig á eftir fyrstu meðferð. Ég hef verið edrú í eitt ár og vona að Guð gefi að mér takist að vera edrú í dag. Nú heyrist í fréttum að það eigi að skera áfengismeðferðina niður um 30%. Ég óttast afleiðingar Haraldur Guðjónsson þess. Ef meðferðarþjónusta minnkar er hætta á að það komi niður á meðferð unga fólksins. Þá verður farið- að velja alka í með- ferð eftir því hver er sjúkastur. Og þar sem ungir alkar eru oft vel á sig komnir líkamlega, en f þurfa sumir að fara oftar en einu sinni í meðferð, vegna félagslegra aðstæðna, þá er hætta á að þeir verði bara látnir bíða og bíða þang- að til þeir eru orðnir nógu illa farn- ir. Hefur þjóðfélagið efni á því? Ég hef verið edrú í ár, unnið mína vinnu og borgað mína skatta. Vonandi tekst mér að leggja enn meira af mörkum í framtíðinni. Ég er viss um að mín meðferð er þegar búin að borga sig. Ég er viss um áð meðferð allra borgar sig, fyrir þá sjálfa, vini þeirra og fjölskyldur og fyrir þjóðarbúið. Ég trúi ekki að einhver haldi að það |j sparist peningur á því að skera áfengismeðferð niður um 30%._ . Að lokum vil ég þakka SÁÁ % fyrir að gefa mér tækifæri til að taka þátt í lífinu. - Höfundur er bifreiðastíóri og er félagi í Ungu fólki í SAÁ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.