Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 31
M0RGUNBLA.Ð1Ð LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 31 ÁRNAÐ HEILLA HJÓNABAND. Fyrir allnokkru voru gefin saman í hjónaband Ása Lálja Norðíjörð og Jan Káre Jacobsen. Athöfnin fór fram í Garðakirkju. Heimili þeirra er í Stavanger. Ljósmyndastofa Reykjavíkur. HJÓNABAND. Hinn 17. október voru gefin saman í hjónaband Stef- anía J. Valdimarsdóttir og Hilmar Gunnlaugsson af sr. Sigmari Torfa- syni í Dómkirkjunni. Ljósmyndastofa Reykjavíkur. HJÓNABAND. Hinn 25. júlí voru gefin saman í hjónaband Hlín Ingólfsdóttir og Sigurbjöm Ei- ríksson af sr. Birgi Ásgeirssyni í Lágafellskirkju. Heimili þeirra er í Þverholti 11, Mosfellsbæ. Ijósmyndastofa Reykjavíkur. HJÓNABAND. Hinn 12. júlí voru gefin saman í hjónaband Kristín Gunnarsdóttir og Ingvi Týr Tómas- son af sr. Halldóri Gröndal í Há- teigskirkju. HJÓNABAND. Hinn 5. september sl. voru gefin saman í hjónaband Ámý Davíðsdóttir og Bjami Óli Haraldsson af sr. Birni Jónssyni, Akranesi. Þau eru til heimilis á Einigrand 2, Akranesi. ÞJOÐMAL STEFÁN FRIÐBJARNARSON Rannsókn á afleið- íngum atvinnuleysis - félagsleguin, menningarlegum og efnahagslegum Stofnfundur Félags atvinnulausra. Morgunbiaðið/Kristinn Atvinnuleysið er eitt alvarleg- asta vandamálið í Evrópu. Það setur vaxandi svip á íslenzkt samfélag. Ástæðan er alþjóðleg efnahagslægð, sem hefur sam- dráttaráhrif hér sem annars staðar, aflasamdráttur og sex ára stöðnun í þjóðarbúskapnum. Rúmlega áttatíu þúsund atvinnu- leysisdagar vóru skráðir hér á landi í októbermánuði og hafði fjölgað um fimm þúsund frá því i september. Um 3.800 manns á vinnualdri gengu að jafnaði at- vinnulausir í október (2,9%) og 4.200 í lok mánaðarins. Gert er ráð fyrir að Atvinnuleysistrygg- ingasjóður greiði um 1.700 millj- ónir króna í atvinnuleysisbætur frá upphafi til loka árs 1992. I Fram hefur verið lögð á Alþingi þingsályktunartillaga um rannsókn á félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum afleiðingum at- vinnuleysis hér á landi. Flutnings- menn era þingmennirnir Svavar Gestsson og Kristinn H. Gunnars- son. í greinargerð með tillögunni segir, m.a.: „Atvinnuleysið er hrikalegt og vaxandi vandamál í grannlöndum okkar. Atvinnuleysi í Finnlandi er er um 15% sem þýðir að annar hver íbúi Finnlands finnur fyrir atvinnuleysinu með beinum eða óbeinum hætti. 10,6% vinnufærra Dana era atvinnulausir, 6,0% Svía og_5,4% Norðmanna." í októbermánuði vóra að jafnaði skráðir 2.800 manns atvinnulausir hér á landi (2,9%). í lok mánaðar- ins voru 4.200 einstaklingar á at- vinnuleysisskrá. Skráningin segir þó hvergi nærri alla atvinnuleysis- söguna. Atvinnuleysið er umtals- vert meira en skráning gefur til kynna. Fólk, sem ekki hefur rétt til atvinnuleysisbóta, skortir hvat- ann til skráningar. Því miður bendir flest til áfram- haldandi atvinnusamdráttar á næsta ári. Þjóðhagssérfræðingar spá 3,5-4% atvinnuleysi á næsta ári. Það er mesta atvinnuleysi hér á landi í aldarfjórðung. Samdrátt- urinn gæti orðið enn hastarlegri, ef ekki næst þjóðarsátt um að styrkja atvinnulífíð. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ lét t.d. að því liggja á fjölmennum fundi iðn- verkafólks fyrir nokkru að atvinnu- leysi kynni að fara allt upp í 25% á næstu tveimur áram verði ekkert að gert til að efla atvinnulífið og lækka kostnað fyrirtækjanna. í yfirliti frá Hagstofunni, sem flutningsmenn tillögunnar vitna til í greinargerð, kemur í ljós, að nærri 300 þeirra, sem atvinnulaus- ir voru úm mánaðamótin maí/júní sl., höfðu verið atvinnulausir í meira en eitt ár, 136 konur og 137 karlar. Þannig var atvinnuleysið orðið varanlegt vandamál hjá hundraðum heimila þegar á vor- dögum. Atvinnuleysisvofan hefur og verið inni á gafli hjá þúsundum landsmanna allt þetta ár og svo verður því miður einnig á næsta ári. n Atvinnuleysi gjörbreytir aðstöðu og afkomu þeirra ijölmörgu heim- ila, sem það hefur bitnað á. Það brýtur heilbrigða og vinnufúsa ein- staklinga fyrr og verr niður en flest annað. Þar að auki kostar það sam- félagið fjármuni langt umfram það sem flestir gera sér grein fyrir. Þannig segir í greinargerð með til- vitnaðri tillögu: „Aldrei hefur birzt opinberlega hve þjóðin tapar miklu a atvinnu- leysinu. Geram ráð fyrir að tap þjóðarbúsins og verðmætisaukinn eftir hvert starf sé tvær milljónir króna á ári að meðaltali. Sú tala er áreiðanlega ekki fjarri lagi. Þá nemur tap þjóðarbúsins vegna þess að 3.500 manns hafa ekki atvinnu allt árið um 7.000 milljónum króna, eða margfalt hærri upphæð en nemur þeim greiðslum sem fólkið fær greitt í atvinnuleysisbætur..." í greinargerðinni kemur einnig fram að Atvinnuleysistrygginga- sjóður hafði greitt 1.320 milljónir króna í atvinnuleysisbætur frá upp- hafi árs til loka septembermán- aðar. Spár standa til þess að bóta- greiðslur geti numið allt að 1.700 m.kr. frá upphafi til loka ársins. „Sjóðurinn er nú þegar tómur," segir í greinargerðinni, „og lifir á aukafjárveitingum eða á því að ganga á höfuðstól eigna sinna.“ Og framundan er eitt þrengingaár- ið til viðbótar. m í ljósi framansagðs sem og reynslu þjóða, sem fram úr skara í lífslcjöram og þjóðartekjum, er það bæði góð fjárfesting og brýn að auka og efla hvers konar rann- sóknir í þágu atvinnuveganna, til að skapa fleiri störf í samfélaginu og stækka skiptahlutinn í þjóðar- búskapnum. Sem og að búa at- vinnuvegunum jafnstöðu, m.a. skattalega, við samkeppnisgreinar í umheiminum. Og loks að styrkja markaðsstöðu sjávarvöra og ann- ars útflutnings með aðild að Evr- ópska efnahagssvæðinu. Slík aðild eykur og líkur á framkvæmdum á Keilisnesi (þ.e. í orkufrekum iðn- aði) og á fríiðnaðarsvæði í grennd við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, vegna aðgangs að Evrópumarkaði. IV Við ríkjandi kringumstæður er eðlilegt að fram komi tillaga til þingsályktunar um rannsókn á af- leiðingum atvinnuleysis í landinu, félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum. Rannsókn af þessu tagi auðveldar ákvarðanir um við- brögð, m.a. til að draga úr atvinnu- leysi. En hún þarf einnig að taka á hinum mannlegu vandamálum sem atvinnuleysinu tengjast. En við, ég og þú, eigum leik á borði, sem landsfeður, til að halda störfum í landinu. Það gerum við með þvi að velja íslenzkt þegar við geram innkaup okkar. BÓI IÐUNN KAMi ERLENDI ARKAI )URI INN Jólavörur - ótrúlegt \ Opið alla helgina rerð IÐUNN, forlagsverslun, Bræðraborgarstíg 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.