Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 33 Ixora — Skógarlogi. Ljósm./Hafsteinn Hafliðason Ixora - Skógarlogi Blóm vSkunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir Þáttur nr. 256 Ættkvíslin Ixora sem hefur fengið íslenska heitið „glóðarmöðr- ur“ telur um 400 tegundir í eystra hitabeltinu og eru af Möðruætt (Rubianceae) — náskyld möðrun- um okkar íslensku ásamt kaffir- unnum og appelsínutijám. Skógar- logi, Ixora coccinea, er upprunnin á Indlandsskaga en hefur lengi verið í ræktun og því eru til af honum ótal lit- og tilbrigði. Skóg- arlogi er í eðli sínu lágvaxinn runni sem sjaldan nær tveggja metra hæð. Blöðin eru gljáandi græn, gagnstæð, ydd-sporöskjulaga. Blómin eru í stórum skúfum, mörg saman í margvíslega skærgulum og rauðum litum. Yfirleitt eru plönturnar mjög frísklegar á að sjá og virka upplífgandi á fólk í návist þeirra. Skógarlogi er mjög blómsæll og getur blómstrað allt að þrisvar sinnum á einu sumri, í hvert sinn stendur blómgunin yfír í mánuð. Því miður vilja nýjar plöntur, sem keytpar eru í blóma, oft fella blóm- in þegar heim kemur. Samt er engin ástæða til að fylast og leggja árar í bát. Plönturnar eru bara viðkvæmar fyrir breytingum þegar þær eru „komnar í knúpp“. Fái þær bara frið, næga næringu og birtu næstu daga á eftir, jafna þær sig og svíkja engan um blómgun upp frá því. Skógarlogi myndar þéttvaxna runna sem auðveldt er að halda í skefjum með klippingu á vorin. Söluhæð er um 15-20 sm en árs- vöxturinn getur orið annað eins. Skógarlogi dafnar best við stofuhita (18-25°C) allt árið. Plöntumar þurfa mikla birtu og milt sólskin. Nauðsynlegt er að halda moldinni með jöfnum raka yfir sumarið og gefa plöntunum áburð reglulega. Notið kalklausa mold og „súran“ áburð. Æskilegt sýrustig er 4pH. Á vetuma skal draga úr vökvun og áburðargjöf. Umpottið í nýja pottamold annaði til þriðja hvert vor eftir að plönturnar hafa náð fullri stærð. Skógarlogi nýtur sín mjög vel sem stór eintök (50-80 sm há) í rúmgóðum pottum í sólríkum blómastofum þar sem meðalhiti er um 18°C á vetuma. Fjölgun er erfið fyrir byijendur, samt er hægt að koma græðlingum af nývexti til að róta sig við 25°C undirhita (í græðlingakassa) í apríl-maí. Skógarloga er ekki kvillasamt. Samt geta ullarlýs og skjaldlýs verið til baga í gróðurhúsum. Ef blöð vefja sig saman má kenna það of sterku sólskini. Skyndileg gulnun og felling blaðanna er lík- lega ef moldin verður of köld, t.d. ef vökvað er með köldu vatni. Hafsteinn Hafliðason. KFUM/KFUK & SIK: Bænastund kl- 20. Almenn samkoma kl. 20.30 í kristniboðssalnum. Söng- og vitn- isburðarstund í umsjá hljómsveit- arinnar „Góðu fréttanna". HJÁLPRÆÐISHERINN: Helgunar- samkoma kl. 14. Sunnudagaskóli kl- 14. Biblíunámskeið kl. 16.30. Bæn kl. 19.30 og kl. 20 vakninga- og kveðjusamkoma fyrir Ingemar og Maisan Myril frá Svíþjóð. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelf- •a: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maður Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Mike Fitzgerald. Sunnudagaskóli á sama tíma. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa [ Mosfellskirkju kl. 14. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Sr. Jón Þorsteinsson. BESSASTAÐASÓKN: Fjölskyldu- messa kl. 11 í samkomusal íþrótta- hússins. Sóknarprestur. GARðaSÓKN: Fjölskylduguðs- Þjónusta í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13. Sóknarprestur. KAPELLA: St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Helgi Braga- s9n- Sr. Þórhildur Ólafs. VIÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Prest- ot sr. Lárus Halldórsson. Kór Víði- staðasóknar syngur. Organisti Úl- rik.Ólason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirfti: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Að messu lokinni kaffiveitingar í.safnaðarheimilinu. Sr. Einar Eyj- ólfsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 20.30. Rúmhelga daga kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8. Rúmhelga daga kl. 8. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30. Guðs- þjónusta kl. 14. Unglingastarf kl. 20.45. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnastarf kl. 11.15. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Foreldramorgnar miðvikudaga í Kirkjulundi og kyrrðarstund og kvöldbænir í kirkjunni fimmtudaga kl. 17.30. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Heimsókn frá Útskálakirkju. Prest- ur sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. Organisti Ester Ólafsdóttir. Kór Útskálakirkju syngur. Sóknarprest- ur. KIRKJUVOGSKIRKJA: Barnastarf í dag, laugardag, kl. 13 í umsjá Arndísar, Torfhildar og Margrétar. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 14. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukvöld kl. 20.30. Flutt verður „Messa“ eftir Franz Schubert. Sóknarprest- ur. KOTSTRAN D ARKIRKJ A: Messa kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson. SELFOSSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Æskulýðsfundur kl. 20. Sóknar- prestur. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14. Altarisganga. Barnastarf kl. 11 í umsjá Hauks Jónassonar og kirkju- skólinn í safnaðarheimilinu kl. 13 í umsjá Axeís Gústafssonar. Sr. Björn Jónsson. Málþing um siðferði, menntun og þroska SIÐFRÆÐISTOFNUN Háskóla íslands gengst sunnudaginn 15. nóvember fyrir málþingi sem ber yfirskriftina: Siðferði, menntun og þroski. Málþingið sem hefst stundvíslega kl. 13 og stendur til kl. 17.15 verður haldið í Háskóla íslands, stofu 101, í Odda. Á þinginu mun Kristján Krist- jánsson, lektor við Háskólann á Akureyri, fj'alla um það hvort hægt sé að kenna dyggð; Helga Sigur- ✓ jónsdóttir, námsráðgjafi, mun fjalla um frelsi og sjálfstæði unglinga og ábyrgð þeirra á eigin gjörðum; Hreinn Pálsson, skólastjóri Heim- spekiskólans, flytur erindi sem hann nefnir: Að byggja upp með heim- speki; Ólafur Proppé,_ aðstoðarrekt- or Kennaraháskóla íslands, flytur erindi sem hann nefnir: Þroski, uppeldi, menntun og skólastarf. Þá mun Sigurður Júlíus Grétarsson, dósent í sálfræði við Háskóla ís- lands, leita svara við spurningunni ✓ hvort sálfræði skipti máli fyrir menntun og þroska og loks mun Ingólfur Á. Jóhannesson, uppeldis- og sagnfræðingur, flytja erindi sem hann nefnir: Framfarir og þroski: Sögulegar hugsmíðar, afsprengi orðræðu. Fundarstjóri er Sigrún Aðalbjarnardóttir, dósent við Há- skóla íslands, og stjórnandi pall- borðsumræðu er Róbert H. Haralds- son, starfsmaður Siðfræðistofnun- ar. Allir eru velkomnir. (Fréttatilkynning) II/ickory Hill. Þrujgja og t\'Ci)fi/aKux{a .uffar olj ,*hUt. I tuulafl áfcltViV 'tcm brimVrýra **cr óbrciniiuhtnv jSftnhiimjnr oij m\)kt ,<cm aácinr fckkirt íamcrtokum oófarcUnm iwi Síf lllf! ffi WII If. 10 tegundir - niargar otœrðir ! Síðajta tœkifœri til að kaupa amerútku jófadettin á þe<uu frábæra verði. » Erum að rýnta tiL fyrir nýjum .ipön.ikum hújgögnum. <S | Opið Laugardag frá kl. 10-17 og öunnudag frá Icl. 13-17 Suðurlandóbraut 51 v/Faxafen - Suni 682S66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.