Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 34 Greinargerð frá Síldarútvegsnefnd Um sölufyrirkomu- lag á saltaðri síld í tilefni umræðna á Alþingi um starfssvið Sfldarútvegsnefndar, svo og vegna fréttaflutnings í kjöl- far þeirra umræðna, telur Síld- arútvegsnefnd ástæðu til að birta hér í upplýsingaskyni grein, sem formaður nefndarinnar ritaði að gefnu tilefni í Morgunblaðið 7. september í fyrra. „Um sölufyrirkomulag á saltaðri síld - Að gefnu tilefni í sambandi við fjölmiðlaumræð- ur þær, sem átt hafa sér stað að undanförnu um útflutning á salt- físki o.fl. íslenzkum sjávarafurð- um, hefír nýlega einnig verið lítils- háttar vikið að sölufýrirkomulagi á íslenzkri saltsfld. Þar sem nokkurs misskilnings hefir gætt í þessari umfjöliun, tel ég rétt að gera í fáum orðum grein fyrir því fyrirkomulagi, sem hér hefir verið á sölu og útflutnirigi saltaðrar síldar um all langt árabil. Eftir áratuga öngþveiti, sem ríkti í sölumálum saltsfldar og vegna hinnar óvenju miklu áhættu, sem fylgir þessari sérstæðu at- vinnugrein, neyddist Alþingi í lok árs 1934 til að setja sérstök lög um skipulagningu og útflutning á saltaðri sfld. Lögum þessum hefir tvívegis verið breytt (1962 og 1968) að ósk hagsmunaaðila. Síldarútvegsnefnd tók til starfa vorið 1935. Framan af hafði nefnd- in fyrst og fremst eftirlit með út- flutningi saltsíldar og löggilti sfldarútflytjendur. Til þess að tryggja gæði og sölu á saltsfldar- framleiðslu landsmanna á hinum takmörkuðu mörkuðum og til að koma í veg fyrir verðhrun ákvað löggjafinn m.a. að heimila nefnd- inni að ákveða hvenær söltun megi hefjast svo og að takmarka eða banna söltun um skemmri eða lengri tíma ef nausyn krefði, enda hafði offramleiðsla og skipulags- laus söltun hvað eftir annað valdið landsmönnum gífurlegu tjóni. At- hygli skal vakin á því að á þessum tíma fór langmestur hluti síldaraf- lans til bræðslu. Árið 1954 fól nýsköpunarstjórn- in svonefnda Síldarútvegsnefnd að annast sölu og útflutning á allri saltsíldarframleiðslunni, en fram að þeim tíma hafði nefndin aðeins séð um sölu á mjög léttverkaðri síld, þ.e. svonefndri matjessfld. í lögunum um útflutning salt- síldar er tekið fram, að sjávarút- vegsráðherra sé heimilt að veita Sfldarútvegsnefnd einkaleyfí til útflutnings til eins árs í senn. Einkaleyfi þetta hefír ekki verið veitt nema með samþykki samtaka síldarsaltenda, útvegsmanna og sjómanna og þá aðeins til eins árs í senn. Síldarútvegsnefnd hefir ekki sótt um slíkt einkaleyfi í all mörg ár. Af 8 stjómamefndar- mönnum SÚN eru 5 tilnefndir af framangreindum samtökum. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að sala á síld í neytendaumbúðum heyrir ekki undir starfsemi Sfldar- útvegsnefndar. Einnig tel ég rétt að láta þess getið að SÚN hefir aldrei fengið fé úr ríkissjóði eða öðmm opinber- um sjóðum. Tii þess að standa undir rekstri stofnunarinnar, fær hún hófleg sölulaun á svipaðan hátt og ýmis önnur sambærileg útflutningssamtök. Undirritaður hefir starfað að sölumálum íslenskrar saltsíldar í rúma fjóra áratugi, fyrst sem for- stöðumaður skrifstofu Síldarút- vegsnefndar í Reykjavík frá stofn- un skrifstofunnar haustið '1950, síðan sem framkvæmdastjóri frá 1959 til vors 1990 og starfar nú sem stjómarformaður nefndarinn- ar. Á þessum fjórum áratugum hefír aldrei komið upp hinn minnsti ágreiningur við áðumefnd hags- munasamtök um fyrirkomulag á sölumálunum og samvinnan við þessa aðila og alla sfldarsaltendur hefír verið eins og bezt verður á kosið. Síldarsaltendur, sem óskað hafa eftir að kanna möguleika á sölu íslenzkrar saltsíldar á því tímabili, sem ég hefi starfað að þessum málum, hafa ætíð notið stuðnings okkar í þeim efnum ef óskað hefir verið eftir. í því sambandi er rétt að láta það koma hér fram, að eitt árið tókst að frumkvæði for- svarsmanns íslenzkrar söltunar- stöðvar, að selja 1.700 tunnur af heilsaltaðri síld til reykingar vegna óvænts tímabundins skorts á þeirri tegund saltsíldar hjá einum erlend- um kaupanda. Útflutning þennan annaðist Síldarútvegsnefnd að ósk hinnar íslenzku söltunarstöðvar og í ágætri samvinnu við stöðina. Þá skal þess og getið að útgerðar- menn, sem létu smíða fyrir sig fískiskip í Póllandi á árunum 1987 og 1988, áttu frumkvæði að því að samkomulag var gert við Pól- veija um að þeir tækju við saltaðri sfld sem hluta af greiðslu á and- virði skipanna. Var sú ráðstöfun gerð í fullu samráði og samvinnu við SÚN, sem gekk frá sölusamn- ingum á síldinni og sá um útflutn- ing hennar að ósk viðkomandi út- gerðarmanna. Þetta frumkvæði varð til þess að koma íslenzkri saltsfld aftur inn á pólska markað- inn eftir nokkurra ára innflutn- ingsbann pólskra stjómvalda. En hvað um aðra aðila, sem áhuga kynnu að hafa á saltsíld- arútflutningi? Hefir núverandi fyrirkomulag tálmað á einhvem hátt sölumöguleika á íslenzkri salt- síld fyrir milligöngu þeirra? Á þessum fjórum áratugum hef- ir það þó nokkrum sinnum borið við að íslenzk verzlunarfyrirtæki og einstaklingar hafi óskað eftir að fá heimild til að reyna að selja saltaða sfld til ákveðinna markaðs- landa, þ. á m. þekkt útflutnings- fyrirtæki. í öllum tilfellum var lát- ið á þetta reyna og viðkomandi aðilum þá um leið veitt aðstoð eft- ir því sem óskað var eftir. Ég dreg ekki í efa að þessir aðilar muni verða reiðubúnir að staðfesta að hér sé rétt farið með staðreyndir, enda tókst jafnan góð samvinna um þessar sölutilraunir. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvort núverandi fyrirkomu- lag á sölu og útflutningi saltsfldar sé það heppilegasta sem völ er á, enda verða aðrir að dæma um það en við sem störfum undir slíku fyrirkomulagi. Því hefir það — eins og áður er sagt — verið venja að leita umsagnar þeirra samtaka, sem mestra hagsmuna eiga að gæta, áður en ákvörðun hefír verið tekin um sölufyrirkomulagið hveiju sinni. Þar sem einkaréttur (eða heimildarákvæði um einka- rétt) til útflutnings er að jafnaði viðkvæmt og vandmeðfarið mál og getur takmarkað athafnafrelsi manna, höfum við ekki látið nægja að kanna árlega viðhorf áður- nefndra hagsmunasamtaka, heldur höfum við einn’ig á nokkurra ára fresti látið fara fram skoðanakönn- un á því hjá öllum síldarsöltunar- stöðvum landsins, hvort óskað væri eftir breytingum á sölufyrir- komulaginu eða hvort sölumálin yrðu áfram í höndum SÚN. Síðast þegar slík almenn könnun var gerð- urðu niðurstöður þær, að allar stöðvarnar — 52 að tölu — óskuðu eftir óbreyttu sölufyrirkomulagi og engar óskir hafa komið fram um breytingar síðan. Með tilliti til framanritaðs þykir mér miður að hnjóðsyrðið „einok- un“ sé notað um núverandi fyrir- komulag á sölu- og útflutningi ís- lenzku saltsfldarinnar. í orðabók Menningarsjóðs er sögnin að ein- oka m.a. skilgreind á þann hátt að hafa „altæk einkaumráð yfir einhveiju þannig að öðrum (sam- keppnis)aðilum er bægt frá“. Ég leyfi mér að fullyrða að við höfum ekki bægt frá neinum möguleikum í sambandi við sölutilraunir á ís- lenzkri saltsfld. í þessu sambandi er einnig rétt að benda á ,að hagfræðilega skýr- ingin á orðinu „einokun" er sú, að aðeins einn aðili hafí rétt eða að- stöðu til að bjóða eða selja ákveðna vörutegund á ákveðnum markaði. Slíka aðstöðu höfum við íslending- ar hvergi haft á erlendum salt- sfldarmörkuðum. Við íslendingar höfum í fjölda ára, þrátt fyrir offramboð og gífur- lega harða samkeppni um hinn takmarkaða markað, flutt út langt- um meira af saltaðri sfld en keppi- nautar okkar og sum árin meira en allir keppinautamir til samans og jafnframt náð mun hagstæðara söluverði og söluskilmálum en þeir miðað við tilsvarandi stærðar- og gæðaflokka. Þennan árangur ber að verulegu leyti að þakka þeirri góðu samstöðu, sem hér hefir ríkt milli allra hagsmunaaðila um sölu- og útflutningsmál saltsfldarinnar, svo og áratuga stanzlausri mark- aðskönnun, tilraunastarfsemi og vöruþróun, en á þessum sviðum hafa íslendingar verið langt á und- an öðmm framleiðsluþjóðum salt- aðrar síldar.“ Til viðbótar því, sem fram kem- ur í framangreindri blaðagrein, telur Síldarútvegsnefnd rétt að vekja athygli á þeirri sérstöðu salt- síldarframleiðslunnar, að semja verður um söluna áður en söltun er framkvæmd hveiju sinni, enda em kröfur hinna ýmsu kaupenda um tegundir, verkunaraðferðir, stærðir o.fl. mjög misjafnar, þann- ig að af þeim sökum kemur oft fyrir að nýta verður síld úr sama farmi fyrir mismunandi markaði. Af skiljanlegum ástæðum era kaupendur á fijálsum mörkuðum ekki fáanlegir til að gera slíka fyrirframsamninga nema þeir hafi tryggingu fyrir því að ekki verði síðar boðin eða seld samskonar síld frá sömu vertíð á viðkomandi markað á lægra verði eða með hagstæðari kjömm en kveðið er á um í fyrirframsamningum. Slíka tryggingu hefir ekki verið hægt að gefa nema í skjóli sér- stakra laga, samanber löggilding- arákvæðið (útflutningsleyfaá- kvæðið) í lögunum um Síldarút- vegsnefnd. Varðandi heimildarákvæiii SÚN-laganna um einkarétt til eins árs í senn, hefir því hvað eftir annað verið lýst yfir af hálfu SÚN, að vegna þess misskilnings, sem það ákvæði hefír valdið, sé æski- legt að fella það niður úr lögunum, enda hefir nefndin ekki sótt um slíkt einkaleyfi í all mörg ár og leyft öllum, sem þess hafa óskað, að selja saltsfld til útflutnings svo framarlega sem söluverð sé ekki lægra eða hagstæðara kaupendum en kveðið er á um í fyrirframsamn- ingum. Jafnframt skal vakin athygli á því að ólíklegt er að nokkur salt- andi myndi taka þá gífurlegu áhættu að salta eitthvað að ráði án fyrirframsamninga. Auk þess hefír verið bent á, að litlar líkur væm á því að bankar myndu fást til að veita afurðalán út á sfld, sem söltuð yrði án fyrirframsamninga. Minning Snorrí Magnússon rafvirkjameistarí Fæddur 2. apríl 1924 Dáinn 5. nóvember 1992 Það var árið 1950 að kynni okk- ar Snorra Magnússonar, rafvirkja, hófust, er hann réðst til starfa á Keflavíkurflugvelli. Snorri byijaði að vinna á raf- magnsverkstæðinu sem var fjöl- mennur vinnustaður. Þar unnu hlið við hlið íslenskir og bandarískir rafvirkjar. Fljótlega kom í ljós að Snorra gekk afburðavel að um- gangast vinnufélagana og eignaðist strax marga vini því hann var sér- staklega léttlyndur og með spaugs- yrði á vömm. Það má með sanni segja að allir vildu vinna með Snor- ra. Svo liðu árin og stofnuð var sérstök deild til að sjá eingöngu um flugbrautarljós vallarins svo og stjórntæki þeirra og völdust Snorri og undirritaður til þeirra starfa. Eins og gengur vom veður oft vá- lynd á Keflavíkurflugvelli og öll útivinna var erfiðleikum háð er unnið var á flugbrautum í návígi við ails konar flugvélar. í því starfi var Snorri um langt árabil. Svo liðu árin og Snorri fór að vinna meira inn á verkstæðinu að viðgerðum á brautarljósum. Það er vandasamt verk sem Snorri leysti af hendi af mikilli vandvirkni og samviskusemi. Snorri-var vir.nuharður við sjálfan sig og það kom ekki til mála annað en að skila hreinu vinnuborði að kveldi. Eins og áður liefur komið fram var Snorri gamansamur, hann var einnig skoðanafastur í meira lagi og varla nokkur leið að hnika því. Ég man til dæmis að hann var spurður um sínar pólitísku skoðan- ir, þá svaraði til hann því að hann hefði aldrei kunnað að lqósa neitt annað en íhaldið og muni engu breyta þar um og þar við sat. Snorri hafði eitt hobby og þar var að halda öllu hreinu og snyrtilegu í kring um sig og allt varð að vera á sínum stað í röð og reglu. Það fór ekki hjá því að eftir að hafa starfað saman í 35 ár að við kynntumst allnáið. Snorri var ekki vanur að bera tilfinningar sínar á torg. Sumum fannst hann á stund- um vera lokaður og jafnvel hijúfur á yfirborðinu, en undir niðri sló mjög viðkvæmt hjarta. Snorri unni fjölskyldu sinni af öllu hjarta. Vinnufélagar hans sakna sárt góðs félaga. Nú er komið að leiðarlokum og margs er að minnast, en hér ætla ég að láta staðar numið. Að lokum vil ég votta eiginkonu hans, dætr- um, tengdasonum, bamabömum og systur hans mína dýpstu samúð. Ég óska þess að hinn hæsti höfuð- smiður himins og jarðar fylgi Snor- ra á þeim brautum sem hann nú hefur lagt út á. Nikulás Sveinsson. Nú, þegar afi minn er laus við þjáningar og horfinn okkur, langar mig til að kveðja hann með örfáum orðum. Frá því að ég fyrst man eftir mér og til hans síðasta dags vomm við svo nátengdir, að ég á bágt með að sjá fyrir mér tilvemna án hans. Afi var alveg sérstakur, allt sem hann gerði fyrir mig, og það var ekki lítið, var gert af svo mikilli góðmennsku og hlýju, að það fór ekki milli mála hve vænt honum þótti um mig, og það var svo sann- arlega gagnkvæmt. Ég er lánsamur að hafa náð þeim aldri, þar sem ég er farinn að skilja mannkosti hans, þótt það sé sjálfsagt ekki til fulls, en þegar ég var lítill þótti mér gjafmildi hans og umhyggja sjálfsagður hlutur. Nú þegar elsku afí minn er ekki lengur hér veit ég að söknuður minn verður sár og ég mun aldrei gleyma samvistum okkar. Einar Bragason. Mig langar til að minnast tengda- föður míns og vinar Snorra Kristins Magnússonar, sem lést á heimili sínu 5. nóv. sl. 68 ára að aldri, eft- ir erfíðan sjúkdóm. Hann fæddist í Hafnarfírði 2. aprfl 1924, sonur hjónanna Sigríðar Erlendsdóttur matreiðslukonu og Magnúsar Snorrasonar skipstjóra. Ungur að aldri missti Snorri föð- ur sinn, en Magnús lést 29. júní 1938 og ólst Snorri upp hjá móður sinni ásamt tveimur systrum. Snorri var elstur, eldri systirin Elín Gróa lést ung að ámm í Kaupmannahöfn þar sem hún var að ljúka námi, yngri systirin er Vigdís, hjúkrunar- forstjóri Landspítalans. Árið 1958 giftist hann Soffíu Júlíusdóttur og eignuðust þau þijár dætur, elsta dóttirin Elín er eigin- kona undirritaðs og eigum við þijá syni, Snorra, Sigurð og Magnús, næst er Sigríður gift Einari Traustasyni og eiga þau tvær dæt- ur Soffíu Erlu og Vigdísi Eygló, yngstu dótturina misstu þau mjög unga. Dóttir Soffíu og stjúpdóttir Snorra er Eygló Einarsdóttir og á hún einn son, em því bamabörnin sex. Mestallan sinn starfsaldur starf- aði Snorri sem rafvirki hjá banda- ríska hernum á Keflavíkurflugvelli. Nýlega var honum veitt viður- kenning fyrir 40 ára starf. Snorri átti góða vinnufélaga og reyndust þeir honum sérstaklega vel í veik- indum hans og er fjölskyldan mjög þakklát fyrir það. Betri tengdaföður en Snorra er vart hægt að hugsa sér og sem afi var hann alveg ein- stakur, ávallt var það líðan barn- anna sem hann spurði um og hvort þau vantaði eitthvað sem afi gæti gefið þeim. Heimili Soffíu og Snorra er bæði fallegt og mikið fyrirmynd- arheimili enda snyrtimennskan og gestrisnin þeim báðum í blóð borin. Þegar litið er til baka er margs að minnast. Alltaf var jafn notalegt og gaman að eiga samræður við Snorra, hann var mjög vel heima í málefnum lands og þjóðar, skoð- anafastur og mikill sjálfstæðismað- ur. Hann sýndi starfi mínu á sjónum mikinn áhuga og fylgdist með öllu sem var að gerast í þeim málum. Ég kveð vin minn Snorra með þökk og bið Guð að blessa minningu hans og styrkja Soffíu tengdamóður mína og aðra ástvini. Sigurbjörn Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.