Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 37 Minning Kristín Jónsdóttir, Vestmannaeyjum Fædd 9. nóvember 1911 Dáin 1. nóvember 1992 Kveðjuorð Fjóla Gunnlaugs- dóttir frá Ósi í dag verður borin til grafar móðuramma mín Kristín Jónsdóttir. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór að gera mig heimakomna á Boðaslóðinni hjá ömmu og afa. Allt- af voru móttökurnar jafn yndisleg- ar, amma var alltaf svo létt og hlý. voru þau ansi mörg kvöldin sem við sátum og spjölluðum eða tókum í spil. Þolinmæðin var rík í henni ömmu því ég man hvað ég var sí- spyrjandi og forvitinn krakki, en alltaf gaf hún mér góð og sann- gjörn svör. Elsku amma, ég er þér þakklát fyrir árin sem við áttum saman, minningin um þig mun fylgja mér um alla framtíð. Elsku mamma og systkini,.ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Kristín Kristjánsdóttir. Látin er í Vestmannaeyjum Krist- ín Jónsdóttir eða Stína „vestrí" eins og við í Gíslholti kölluðum hana, af því að hún var alnafna móður minnar og átti heima í næsta húsi fyrir vest- an Gíslholt. Þegar maður hefur þekkt eina manneskju í meira en hálfa öld er margs að minnast. I gamla daga var afbragðs húsráð að fá brjóstamjólk beint í veik eyru barna, og þar sem ég var svo oft með hlustarverk og Stína „vestrí" alltaf að eiga börn var einfalt að leysa þessi mál. Stína og maður hennar Óskar Ólafsson pípulagningameistari eign- uðust 10 börn og eru afkomendur hennar nú orðnir 88 talsins. Stína vann í Fiskiðjunni í mörg ár eða þar til hún missti heilsuna. Nokkur síðustu árin var hún ýmist á Sjúkrahúsinu eða á dvalarheimili aldraðra að Hraunbúðum hér í bæ. Hún gat lítið tjáð sig, en það var stutt í gamla, góða brosið hennar. Fallegt var að sjá hve börnin hennar hugsuðu vel um hana og hún var sannarlega ekki gleymd eins og oft vill verða með gamalt fólk. Þetta kom sérstaklega í Ijós í vetur þegar fjölskyldan hélt myndarlega upp á áttræðisafmæli hennar og komu margir um langan veg, þrátt fyrir vonskuveður. Ekki tók Stína þátt í félagsstörf- um svo ég vissi, en eitt var það fé- lag sem hún studdi af lífi og sál. Það var Knattspyrnufélagið Týr. Fáar konur hafa gefíð af sér jafn marga og dugmikla Týrara, marga landsþekkta. Minningamar um bemsku- og uppvaxtarárin á Landagötunni koma fram í hugann þar sem Stína svo létt á fæti skaust á milli húsa til mömmu og annarra nágranna- kvenna. Sögurnar, glettnin og hjartahlýjan hennar Stínu munu ylja gömlu vinunum af Landagötunni um ókomin ár. Um leið og ég sendi börnum henn- ar innilegar samúðarkveðjur okkar systkinanna, blessum við minningu góðrar konu. Gaui í Gíslholti. í dag verður Kristín Jónsdóttir jarðsungin frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum. Amma Stína var fædd á Hafnarnesi, Fáskrúðsfirði, og ólst þar upp. Hún var dóttir hjónanna Jóns Níelssonar útvegsbónda og Guð- laugar Halldórsdóttur, en þau bjuggu á Hafnamesi. Þau eignuð- ust tíu börn, en tvö þeirra létust í æsku. Amma giftist Óskari Ólafssyni og eignuðust þau tíu böm: Adolf, maki Ásta Vigfúsdóttir og eignuð- ust þau fimm börn; Jóna Guðlaug, maður hennar var Kristleifur Magn- ússon sem er látinn, en þau eignuð- ust þrjú börn; Aðalheiður, maki Þorleifur Sigurlásson og eiga þau þijú börn; Kristín Ósk, maki Frið- björn Kristjánsson og eignuðust þau fjögur börn; Albína Elísa, maki Huginn Sveinbjörnsson, þau eiga þijú börn; Ólafur, látinn, en kona hans var Harpa Njálsdóttir, þau eignuðust tvö börn; Hrefna, maki Kristján Ingólfson, þau eiga þijú börn; Örn, maki Hulda Kjærnested, þau eiga tvö börn; Guðrún, maki Almar Hjarðar, þau eiga tvö börn. Nú eru þau amma og afi bæði dáin og hafa hist á ný. Æviskeið þeirra hefur verið fjölbreytilegt og ekki svo lítil vinna legið að baki við að koma barnahópnum á legg. Lífið var ekki alltaf dans á rósum. Marga munna þurfti að fæða og á erfiðum tímum var ekki hægt að kaupa allt sem til þurfti. Þetta var á tímum skömmtunar og oft þurfti að horfa í hvern mjólkurdropa sem úthlutáð var. En öll komust börnin til manns og nú þegar við kveðjum ömmu er hópurinn orðinn stór. Því er ekki að neita að oft voru erfiðir tímar á heimili ömmu og afa. Þeir erfiðleik- ar tengdust ekki peningum eða lífs- gæðakapphlaupinu. Nei, það var ekki þeirra háttur að vera að fjasa yfir því sem mátti missa sín. Ef þau gátu séð um hópinn sinn var það þeim nóg. En áföllin voru mikil þegar skörð voru höggvin í hópinn þeirra. Það voru erfiðir tímar þegar Ólafur sonur þeirra lést, Kristleifur tengdasonur og barnabörnin tvö, Vigfús og Anna. Já, það gerðist margt á skömmum tíma. Amma var einstaklega dugleg kona. Það var mikið áfall þegar hún á skömmum tíma missti mann sinn, son og barnabarn. Það voru erfiðir tímar og mikið lagt á eina konu. Nú er hún fallin frá og minningin um hana mun lifa. Minningin um góðar stundir á Boðaslóðinni þar sem amma var ævinlega til staðar með brosið sitt og góða skapið. Ekki er hverri manneskju gefið það æðru- leysi sem henni ömmu var gefið og víst að ekki hefðu allir farið samir í gegnum lífið eins og hún. Um leið og við kveðjum góða konu sem gaf okkur mikið þökkum við henni sam- fylgdina og allt það sem hún var. Hvíli hún í friði. Þura Stína, Gummi og fjölskylda. Fædd 20. september 1915 Dáin 2. nóvember 1992 Hún hét fullu nafni Guðrún Fjóla en var alltaf kölluð Fjóla. Föður- amma hennar var Guðrún Guð- mundsdóttir frá Þiðriksvöllum er langa tíð var húsfreyja á Hrófbergi innst við Steingrímsfjörð. Hennar maður var Magnús Magnússon er full fjörutíu ár var hreppstjóri í Hrófbergshreppi. Hann var mjög vel gefinn maður, glöggur á öll sveitarstjórnarmál og vel hag- mæltur. Raunar er líklega betra að segja að hann hafi verið skáld- mæltur. Einn kaldan vetur orti hann sveitarrímu sem varð 100 vísur og hér er fyrsta vísan: Þegar frerar flóð og grund flest þá gerast lokuð sund. Ég þarf mér að stytta stund, stirða ber og kalda mund. Á þeim árum var lítið um að sveitaheimilin væru upphituð. Það var sjaldgæft að fólk byggi við slíkan munað og eins var það með vatnsleiðslur, slík þægindi voru mjög sjaldgæf. Það má heita að innrím sé í hverri vísu rímunnar og hefi ég riijað upp nokkrar vísur æn annars er hún nú í láni hjá mér inni á Akureyri. Synir hans voru tveir, Gunn- laugur og Ingimundur. Á Ósi var tvíbýli, Innri- og Ytri-Ós. Nú er orðið mjög langt síðan að ég hefi komið þar. En fyrir þann tfma bjuggu foreldrar mínir nokkur ár á Innra-Ósi. Og þá bjuggu foreldr- ar Fjólu á Ytra-Ósi. Eðlilega var mikill samgangur milli heimilanna og alveg óhjákvæmilegt að margt yrði að vera sameiginlegt t.d. smalamennskur, aðdrættir, fjall- skil o.fl. o.fl. Ekki minnist ég ann- ars en að allt gengi snurðulaust og í fullri vinsemd. Þegar ég man fyrst eftir Ytra-Ósi var þar torf- bær, en er við á Innra-Ósi höfðum verið þar tvö eða þijú ár byggðu þau Gunnlaugur og kona hans Marta Magnúsdóttir upp. Kom þá stórt og fallegt timburhús þar í stað gamla bæjarins. Eitt kvöld um það leyti kom lítill trillubátur frá Hólmavík inn að Ósi með stór- an uppskipunarbát í sleftogi. Hann var fullur af timbri og var þar komið efni í nýtt hús á Ytra-Ósi. Skrapp nú Gunnlaugur heim til okkar og bað mig að koma og hjálpa til að bera af bátnum. Alveg sjálfsagt og flýttum við okkur strax inn að sjó, eins og við kölluð- um ferðir okkar þangað, og timbr- ið bárum við vel upp fyrir hæsta aðfall. Þar var einnig allt hans lið og þetta gekk ágætlega. Nokkrum dögum síðar var ég að laga girðingu eða eitthvað þess- háttar á túnunum milli bæjanna. Kallaði Gunnlaugur þá til mín að finna sig. Er hann þá með þijá einnar krónu seðla í hendinni og gefur mér fyrir hjálpina við timbr- ið. Mikil lifandi ósköp varð ég bæði glaður og hissa. Það var t.d. ekki fyrr en ég var kominn langt yfir tvítugt að það voru borgaðir 70 aurar á tímann, t.d. í vegavinn- unni á Holtavörðuheiði, og unnið 10 tíma á dag. Um það leyti sem Gunnlaugur byggði upp man ég vel eftir að Fjóla sáluga átti litla hrífu, alveg við sitt hæfi, og var það oft þann- ig á heimilum. Einu sinni sem oft- ar, er hún var að leika sér með hrífuna sína úti á túni - þá korn- ung - segir Gunnlaugur: Guðrún Fjóla Gunnlaugs jóð á Ósi, sveiflar hrífu hraustlega hoppandi um flekkina. Hann fór með stökuna svona eins og fyrir mig. Mér þótti strax svo gaman að þessu, að ég vona ég muni það meðan ég lifi. Nú þrýtur mig kunnugleika vegna þess hversu langt er um lið- ið síðan við Fjóla áttum gagnvegi. Mér fínnst því í raun varla við- eigandi að ég segi fleira. Og þar sem þessar fáu línur eru nú síðbún- ar orðnar sendi ég þeim hjónum Nönnu systir hennar og Sigmundi Jónssyni mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Ég hef nú vélritið þessi fáu minningarorð á útfarardegi Fjólu sálugu. Blessuð sé minning henn- ar. Guðbrandur Magnússon. Jónbjörg Gísladóttir Lassen - Minning Fædd 23. júní 1924 Dáin 5. nóvember 1992 Látin er í Danmörku æskuvin- kona mín og skólasystir, Jónbjörg Gísladóttir Lassen. Hún fæddist í Reykjavík 23. júní 1924 og að henni stóðu traustar borgfírskar bænda- ættir. Foreldrar hennar voru Sigríð- ur Jónsdóttir frá Ausu í Andakil og Gísli Ámason frá Seljabrekku. Þau hjón fluttust síðan til Hafnar- fjarðar þar sem Bagga ól aldur sinn til fullorðinsára ásamt systkinum sínum sem nú eru öll látin nema Oddný, eiginkona Loga Einarsson- ar, fyrrverandi hæstaréttardómara. Við Bagga kynntumst strax í barnaskóla, sátum saman þijú ár í Flensborgarskóla og eftir það í fjög- ur ár í Menntaskólanum í Reykja- vík þaðan sem við útskrifuðumst úr máladeild árið 1945. Að loknu stúdentsprófi bætti Bagga við sig stærðfræðinámsefni stærðfræðideildar, hóf nám í lyfja- fræði, Iauk exam. pharm.-prófí hér heima og hélt síðan til Kaupmanna- hafnar þar sem hún lauk kandídats- prófí í lyfjafræði. Þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Eric Lassen lögmanni, og fljótlega sett- ust þau að í Hersholm, fornfrægum og hlýlegum bæ á Norður-Sjálandi, þar sem þau bjuggu æ síðan. Þau eignuðust tvær dætur, Nönnu lög- fræðing og Margréti leirkerasmið. Bagga vann um skeið sem lyfja- fræðingur en hætti því þegar fjöl- skyldan stækkaði. Starfi eigin- mannsins fylgdu mikil ferðalög og þegar á leið fór Bagga að ferðast með honum og var orðin æði víð- reist áður en yfir lauk, hafði komið til flestra Evrópulanda auk landa í Asíu og Ameríku. Alltaf þegar færi gafst kom hún við á íslandi og var alla tíð íslendingur fram í fingur- góma. Hún talaði ævinlega íslensku við dætur sínar og það vottaði aldr- ei fyrir erlendum málhreim í tali hennar þrátt fyrir langa íjarveru. Fyrir rúmu ári veiktist Bagga af þeim sjúkdómi sem átti eftir að leggja hana að velli og hún lést af 5. nóvember síðastliðinn. Dauða- stríð hennar var langt og erfítt og í því stríði vinnur aldrei neinn. Bagga var á margan hátt einstök kona, róleg og traust, gáfuð og vel virk, hæglát en föst fyrir og hafði þetta notalega skopskyn sem er ómetanlegt í mannlegum samskipt- um. Á vináttu okkar sem spannað hefur á sjötta tug ára bar aldrei nokkurn skugga. Eg kveð hana með söknuði en um leið full þakklætis fyrir að hafa átt hana að vini í öll þessi ár. Eiginmanni hennar, dætr- um og systur sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Álfheiður Kjartansdóttir. Aðfaranótt 5. nóvember sl. lést á sjúkrahúsi f Hersholm, Danmörku, móðursystir mín Jónbjörg Gísladótt- ir Lassen, eftir langa baráttu við illvígan sjúkdóm. Mig langar til að minnast hennar Böggu frænku minnar með nokkrum orðum. Bagga var fædd 23. júní 1924, dóttir hjónanna Gísla Ámasonar sjó- manns og Sigríðar Jónsdóttur, hús- freyju. Þau voru fjögur systkinin sem ólust upp í litlu húsi á Hamrin- um í Hafnarfirði. Móðir mín, Oddný Gísladóttir, er nú ein eftirlifandi af systkinahópnum. Þrátt fyrir lítil efni gekk Bagga menntaveginn og út- skrifaðist sem stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1945. Að stúdentsprófi loknu hóf hún nám í Lyfjafræðiskóla íslands og lauk þaðan prófi 1949. Bagga starfaði sem aðstoðarlyfjafræðingur í Ing- ólfs Apóteki þar til hún sigldi til Kaupmannahafnar til frekara náms. Frá Kaupmannahafnarháskóia út- skrifaðist hún síðan sem cand. pharm. árið 1952. Að námi loknu hóf Bagga störf sem lyfjafræðingur í Apóteki Hafnarfjarðar þar sem hún starfaði á árunum 1953 og 1954. Á háskólaárum sínum kynntist Bagga eftirlifandi manni sínum, Erik Lassen, lögfræðingi. Þau giftu sig árið 1955 og settust að í yndis- legum bæ, Horsholm, skammt frá Kaupmannahöfn. Þau eignuðust tvær dætur, þær Nönnu, fædda 27. febrúar 1957, og Margréti, fædda 15. júlí 1959. Við erum búin að vita lengi hvert stefndi. Samt sem áður, þegar dauð- inn kemur og veitir líkn sína, er maður óundirbúinn og setur hljóðan. Allt fyllist tómleika, eilífðin er svo óendanleg og minningarnar leita fram. Bagga var einstakur persónu- leiki. Yfir henni hvíldi ávallt svo mikil ró og stöðugleiki. Fátt gat komið henni í uppnám. Bagga var alla tíð þrátt fyrir árin mörgu í Danmörku trú uppruna sínum og íslenskri menningu. Bókahillumar hennar vom fullar af íslenskum bókum og aldrei kom annað til greina en að tala við þær Nönnu og Margréti á íslensku. Þær ólust svo sannarlega upp við fallega ís- lensku. Á 17. júní var Bagga vön að baka pönnukökur og þá komu krakkarnir gjarnan úr nágrenninu til að bragða á, því þetta var þjóðhá- tíðardagurinn hennar Böggu. Þegar pakki barst frá íslandi, eða einhver var á ferðinni með flatkökur, hangi- kjöt, harðfísk eða skyr, var hátíð í bæ. Mér fannst alltaf svo spennandi þegar ég var lítil að eiga frænku í útlöndum. Heima hjá Böggu var annar heimur. Á heitum sumardög- um hljóp maður ber um í garðinum hennar og til að komast inn í bæ varð að taka lest og þar var hægt að fara í dýragarðinn og Tívolí. En þegar ég varð eldri fannst mér leið- inlegt hvað þessi uppáhaldsfrænka mín var langt í burtu og sjaldan tækifæri til að heimsækja hana, Erik og frænkur mínar. Eitt sumar- ið á menntaskólaárum mínum var ég svo bíræfín að útvega mér vinnu á heilsuhæli i nágrenni Böggu frænku, hringdi svo í hana nánast fyrirvaralaust og spurði hvort það væri ekki í lagi að ég byggi hjá henni það sumarið. Jú, það var í lagi og ekki raskaði það ró hennar þó 17 ára stelpuskott sem langaði til útlanda kæmi í nokkurra mánaða dvalar. Síðast kom Bagga til íslands ásamt Erik og Nönnu sumarið 1990. Mér er minnisstæð ökuferð okkar upp í sveit einn sumardaginn og kaffihlaðborðið á sveitahótelinu þar sem við gerðum að gamni okkar að einungis á íslandi fyndi maður svona fermingarveislustemmningu. Á dögum sem þessum er gott að maður getur ekki séð inn í framtíð- ina. Elsku Erik, Nanna, Margrét, Klaus og mamma, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi Bagga hvíla í friði. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Logadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.