Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 45 I Tónlistarhús rísi við höfnina Frá Árna Tómasi Ragnarssyni: í nýju Tónlistarhúsi verða margir gestir. Þangað á meira eða minna öll þjóðin erindi og að auki margir erlendra gesta hennar. Sumir koma til að njóa góðrar tónlistar, aðrir til að eiga með sér fundi. í húsinu yerður heimili tónlistargyðjunnar á Islandi, einu listagyðjunnar sem Islendingar eiga enn eftir að byggja yfir. í riokkur ár höfum við átt glæsi- lega teikningu að nýju Tónlistar- húsi og nú eru komnar fram hug- myndir um viðeigandi staðsetningu slíks húss — auðvitað við hafið og höfnina í Reylqavík! Hvað er tákn- rænna fyrir þessa þjóð en nálægðin við hafið? Hvað er táknrænna fyrir Reykjavík en útsýnið yfir Esjuna og stundin blá? Kostir staðsetning- arinnar eru svo augljósir, hvergi á öllu landinu et staður, sem betur væri fallinn til mannamóta af því tagi, sem fyrirhugað er að verði í þessu húsi. En fleira kemur til. Við höfnina er nægilegt rými fyrir húsið, svona hús eru aðeins byggð einu sinni á öld, það er því skylda okkar að leyfa húsinu að fá að njóta sín. Það myndi blasa við þeim sem kæmu sjóleiðina til Reykjavíkur og ásamt húsi Seðla- bankans myndaði hið nýja Tónlist- arhús glæsilegt hlið að miðborg Reykjavíkur þegar ekið væri inn í bæinn. Tónlistarhúsið og miðbærínn Á nýja staðnum myndi Tónlistar- þús ekki aðeins leika við höfnina og hafið, það myndi ekki síður njóta góðs af nálægðinni við miðborg Reykjavíkur — alveg eins og gamli miðbærinn myndi njóta góðs af nálægðinni við Tónlistarhúsið. Það má hugsa sér fullt hús tónleika- gesta, sem fá sér göngu um gamla bæinn að loknum tónleikum, setjast kannski inn á eitthvert veitingahús- ið eða fá sér göngu í kringumn Tjömina. Það má einnig hugsa sér mörg hundruð erlenda ráðstefnu- gesti, sem þinga í húsinu í nokkra daga — hvar væru þeir betur settir en í gamla miðbænum? Það er sem sé enginn vafi á því að húsið myndi glæða gamla miðbæinn því lífi, sem við öll viljum hafa þar. Hver á að borga? En það er ekki nóg að eiga teikn- ingu að fallegu húsi og hugmyndir um glæsilega staðsetningu þess. Það þarf líka að byggja þetta hús og það tekur tíma og kostar pen- inga. Það er ekki nokkur vafi á því, að til þess að af byggingu húss- ins geti orðið þurfa margir aðilar að taka höndum saman. Eg er per- sónulega sannfærður um, að bæði ríki og Reykjavíkurborg verða að koma að þessu máli; hús eins og þetta verður ekki byggt með öðrum hætti en fyrir opinbert fé. Ríki og þorg mega ekki og eiga ekki að benda hvort á annað þegar rætt verður um fjármögnun byggingar hússins, heldur hefja sem fyrst við- Frá Geir S. Bjömssyni: Undir svofelldri fyrirsögn ritar Benedikt Gunnarsson athugasemd í „Bréf til blaðsins" 29. okt., þar sem hann íjallar lauslega um vega- gerð á Öxnadalsheiði. Hann átelur starfsmenn Vegagerðar ríkisins fyrir að þeir „.. .skuli ekki vita nöfn þeirra landsvæða sem verið er að leggja vegi um og enn verra þegar þeir uppnefna þau.“ Þetta er auðvitað hveiju orði sannara. En heldur er það hlálegt, að greinarhöfundur skuii tala um ....vegaframkvæmdir í Giljareit- um á vestanverðri Öxnadals- heiði...“ vegna þess að þar er aðeins ewmGiljareitur með mörgum giljum, sbr. Landið þitt ísland, V, bls. 269: „ .. .Vestan við Giljareit heitir Skógarhlíð", og Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi, Ný kvæða- bók, 1947, bls. 151: „ .. .og liturinn hefur lítið að segja/ í lífsins Gilja- reit . . “. Því skal tekið undir það með ræður um það hvemig kostnaðinum verður skipt á milli þeirra. Þessir aðilar þurfa líka að ákveða bygging- arhraða og tímasetningu fyrir opn- un Tónlistarhússins. Árið 2000 virð- ist í fljótu bragði vera heppileg tímasetning — þá gefst nægur tími til að undirbúa þetta stóra mál og það ár verður Sinfóníuhljómsveit Islands 50 ára. ÁRNI TÓMAS RAGNARSSON Vesturgötu 36b, Reykjavík Benedikt, að miður sé farið þegar „ruglað er með ömefni". GEIR S. BJÖRNSSON Goðabyggð 4, Akureyri. Pennavinir Hollenskur karlmaður, 27 ára, með áhuga á bréfaskriftum, tónlist og ferðalögum: Benjamin Lyon, Bernadottestraat 66, 2131 ST Hoofddorp, Holland. Frá Ghana skrifar 21 árs piltur með áhuga á tónlist, íþróttum, úti- vist og safnar póstkortum: Luke A. Akaguri, P.O. Box 014, University of Cape Coast, Cape Coast, ' Ghana. Tékki, 27 ára gamall jarðfræð- ingur, með áhuga á ferðalögum, tónlist og kynnast fólki af öðm þjóð- emi: Roman Krivanek, U kaplicky 442/5, 412 01 Litomerice, Czechoslovakia. Frá Ghana skrifar 25 ára stúlka með áhuga á íþróttum, ferðalögum, tónlist og safnar póstkortum: Rosmond Morrisson, P.O. Box 191, Buckman Ave, Cape Coast, Ghana. Tvítugur ítalskur námsmaður með mikinn íslandsáhuga: Sabino Valentino, Via Brigata Re 11/2, 33100 Udine, Italy. Sautján ára japönsk stúlka með lengi hefur langað að eignast ís- lenska pennavini: Kyoko Kitamura, 840-235 Shimonofu, Shingumachi, Kasuyagun, Fukuoka 811-01 Japan. Fjórtán ára Ghanapiltur með áhuga á tölvum, hjólreiðum og bréfaskriftum: Godfrey K. Bilson jnr., c/o Mr. G.K. Bilson, Account Section, Univ. of Cape Coast, Ghana. VELVAKANDI TÝNDAR LÆÐUR Systumar Snotra og Tása em týndar, Snotra síðan 6. október en Tása síðan 6. nóv- ember. Þær em átta mánaða gamlar, bröndóttar og hvítar. (Myndin er af Tásu en Snotra er örlítið dekkri og loðnari.) Báðar eru með hálsól og eyma- merktar (tattóverað númer inn í eyra). Allar upplýsingar um ferðir þeirra eru vel þegnar í símum 682117 og 681260. HJÓL Blátt og hvítt hjól er í óskilum frá því í september. Upplýs- ingar í síma 37776 eftir kl. 18. KETTLINGAR Óskað er eftir góðu heimili fyrir tvo eins árs gamla kettl- inga. Upplýsingar í síma 812607 frá kl. 13 til 18 og eft- ir kl. 18 í síma 612075. TÝNDUR KÖTTUR Gulbröndóttur köttur með hvítt bijóst og rauðbrúnan blett á hægri kinn tapaðist frá Jaka- seli föstudaginn 6. nóvember. Fólk í Seljahverfi er vinsamleg- ast beðið að aðgæta hvort hann hefur lokast inni í bílskúrum eða geymslum. Vinsamlegast hringið í síma 78358 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Ruglað með örnefni u er tvöfaldur MERKISMENNHF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.