Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 EIUFT LIFI PRENTSVERTU eftir Huga Ólafsson ÍSLENDINGAR vita að minningargreinar eru ekki aðeins eitt vinsælasta lesefni blaðanna, heldur sérstök bókmenntagrein — Steinunn Sigurðardóttir hefur meira að segja samið heila skáld- sögu í þeim stíl. Það vekur þó óneitanlega forvitni að til séu erlendir menn sem hafa mikinn áhuga á slíku Iesefni. David Koester, ungur bandarískur mannfræðingur, vinnur nú að bók, sem fjallar að stórum hluta um minningargreinar, sem hann tel- ur sýna söguvitund íslendinga betur en flest annað. Hann dvaldi tvo vetur hér á landi til að kanna söguvitund okkar, en hann hefur lengi haft sérstakan áhuga á íbúum norðurslóða. Spjalbð viö David Koester sem kennir mannfræði í New York, klífur eldfjöll í Síberíu og vinnur að bók um íslenskar minningargreinar Orðið „mannfræði" dregur upp í hugann myndir af hvítum mönnum meðal fáklæddra frumbyggja í Afríku eða á Kyrrahafseyjum, sem taldir eru standa nær hinu upprunalega eðli mannsins en íbúar iðnvæddu ríkjanna. En hvernig stóð á því að Koester kaus að rannsaka ís- lendinga frekar en til dæmis Búskmenn eða Pólýnesa? „Mannfræðin hefur lengst af fengist við svokölluð frumstæð samfélög, en hún hefur færst meira og meira í þá átt að rann- saka flókin nútímasamfélög. Þeg- ar ég fór fyrst til íslands var slíkt ennþá litið hornauga, en nú er það alsiða og mannfræðingar stunda til dæmis rannsóknir í New York.“ Mannfræðirannsóknir í Rauða bænum Hann segir það einnig hafa verið í deiglunni að rannsaka þró- un samfélaga í tímans rás, en ekki bara að lýsa þeim. Hann ákvað að rannsaka söguvitund fólks sem efni í doktorsritgerð og það lá þá beint við að rannsaka „sögueyjuna". Þegar hingað var komið var honum bent á að ísa- fjörður væri heppilegur bær, þar sem hann hefði yfir ríkri sögu að búa: „Rauði bærinn og allt það“. Koester dvaldi á ísafirði heilan vetur, en hann eyddi mestum tíma sínum árin 1984-1986 á íslandi. Hann hafði heimsótt landið áður til að læra tungumálið, en hann talar lýtalausa íslensku, þó hann segist aðeins vera farinn að ryðga og fínnist þægilegra að tala á ensku. Hann kenndi rússnesku í Menntaskólanum á ísafirði og ensku í Grunnskólanum á Bolung- arvík, en utan kennslutíma tók hann viðtöl við fólk og viðaði að sér efni á bóka- og skjalasöfnum. „Ég fann fljótlega að flestir þeirra sem bjuggu á ísafirði voru aðfluttir, flestir úr nágrannasveit- unum. Flestir innfæddir ísfírðing- ar hafa flust til Reykjavíkur, þannig að ef ég hefði viljað ein- beita mér að söguvitund um ísa- fjörð, en ekki almennt, hefði verið best fyrir mig að fara á fundi í ísfirðingafélaginu í Reykjavík." Dvínandi söguvitund? En fannst ísfírðingum ekkert skrítið að vera rannsóknarefni mannfræðings? Koester svarar því neitandi. Hann var kennari og bjó í Hús- mæðraskólanum og var því hluti af bæjarlífínu. Fólk var upp til hópa tilbúið að ræða við hann, ekki síst á Elliheimilinu Hlíð, þar sem fólk gaf sér betri tíma til að spjalla en vinnuþrælkað fólk af yngri kynslóðinni. „Ég fann fljótlega að það var takmarkaður áhugi meðal ungu kynslóðarinnar á íslendingasög- unum og prófessorinn minn við Chicago-háskóla stakk upp á því að rauði þráðurinn í doktorsrit- gerðinni yrði þverrandi söguvit- und íslendinga. Ég hélt hins veg- ar og held enn að hún hafi breyst frekar en minnkað, eða kannski hefur hún alltaf verið í svipaðri mynd og í dag.“ í staðinn ákvað Koester að ein- beita sér að því að rannsaka þá hugmynd að einstaklingurinn lifi í sögunni af verkum sínum, sem hann telur vera meira áberandi í söguvitund íslendinga en annarra. Þessi hugsun er auðvitað skýrast orðuð í Hávamálum: „Deyr fé, deyja frændr, en orðstír deyr al- dregi..." en Koester segir að víða megi finna hana í íslendingasög- unum. Dánarfréttir á Norðurlöndum í nútímanum birtist þessi hug- mynd meðal annars í miklu fram- boði og áhuga á ævisögum og svo auðvitað í minningargreinum blaðanna. Koester bar saman skrif um söguleg efni í blöðum á ís- landi, Danmörku og í Svíþjóð. Hlutfallið var nokkuð svipað, nema þegar minningargreinar voru teknar með, þá ar hlutur íslands miklum mun myndarlegri. Koester segir að eina landið þar sem hann hafí séð svipaðan fjölda af minningargreinum í blöðum sé í Færeyjum. Á skrifstofu Koesters er mikið úrval íslenskra rita, allt frá Lax- ness til Ársrits Sambands vestfir- skra kvenna og maður kemst fljótt að því að hann er býsna vel að sér um íslensk málefni og sögu. Hann segir Arngrím lærða Jóns- son hafa átt athyglisverðan þátt í mannfræðisögunni, þó að fræði- greinin hafi reyndar ekki verið til sem slík á sextándu öld. Arngrím- ur mótmælti lýsingum erlendra manna á landi og þjóð, en það er líklega einsdæmi að nokkur hafi reynt að Ieiðrétta skrif sæfara um fjarlægar þjóðir á þeim tíma. Koester kannaði líka tengsl ljóðlistar og stjórnmála, þó að það hafi aldrei orðið meginþáttur í rannsóknum hans, og í kosning- unum vorið 1986 fór hann á kosn- ingaskrifstofur allra flokkanna og safnaði lausavísum. ,3Ég var lík- lega eini maðurinn á ísafirði, sem fékk að heimsækja allar kosninga- skrifstofurnar á ísafirði.“ Koester kennir nú mannfræði við Columbia-háskóla í New York, en á milli anna stundar hann rann- sóknir meðal Itelmen-fólks, sem eru frumbyggjar Kamtsjatka- skaga austast í Síberíu. Nú eru aðeins 1.500 þeirra eftir og ekki nema 25 sem tala tungumálið. Hann segir ýmislegt líkt með ís- landi og Kamtsjatka, sem bæði eru eldfjallasvæði á norðlægum slóðum og Koester hefur klifíð tvö hæstu eldfjöllin, sem eru yfir 4.000 m há. Og það sannaðist þar að alls staðar má fínna íslend- inga: Koester rakst á íslenskt grjót á safni, sem honum var sagt að íslenskir jarðvísindamenn sem voru þar á ferð hefðu skilið eftir. íslendingar samhentir Koester segist alltaf hafa haft áhuga á norðurhjara veraldar. Hann segist halda að hann hafi fengið bakteríuna þegar hann var eitt sinn á gönguskíðum í ná- grenni heimaborgar sinnar, Bos- ton, og kom að tjörn utan alfara- leiða, sem hafí verið ótrúlega fal- leg í nýfallinni mjöllinni. Hann talar nú frönsku, þýsku, sænsku og rússnesku fyrir utan íslensk- una og segist þá geta lesið opin- ber tungumál allra norðlægustu landa heims, nema finnsku. Ég spyr að lokum hvað honum finnist einkenna íslendinga fyrir utap það að þeir eru fíknir í að lesa greinar um nýlátið fólk. Ko- ester segir að þó að íslendingar séu einstaklingshyggjumenn að mörgu leyti þá séu þeir ákaflega samhentir, til dæmis sameinist félög iðulega til að kaupa tæki handa sjúkrahúsum. Þessi eigin- leiki að hugsa með hag heildarinn- ar fyrir bijósti sé á undanhaldi í Bandaríkjunum og hans verði lítt vart á Kamtsjatka. Þar séu að- stæður að mörgu leyti betri og gróðursælli frá náttúrunnar hendi, en þar sé mjög erfítt að fá fólk til að vinna saman að nokkru verkefni. EESOG WPH Ali lálTTTCIT AIV rlililviLPtl UJIIJ IjIAJI Samgönguráðuneytið og Ferðamálaráð íslands boða til upplýsingafundar um EES-samn[nginn og áhrif hans á ferða- þjónustu á íslandi. Fundurinn verður hald- inn í Borgartúni 6 fimmtudaginn 26. nóv- ember kl. 14.00 og er opinn öllu áhuga- fólki um ferðaþjónustu. Samgönguráduneytid. Ferdamálarád íslands. Laxveiðiáin Núpá Eyjahreppi, Snæfellsnesi, er laus til leigu sumarið 1993. Upplýsingar í símum 93-56622 og 93-56660. VERÐLÆKKUN Nýjar flísasendingar - glcesilegt úrval Allt að 20% verðlækkun Nýborg <%> Ármúla 23, sími 83636. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.