Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 ÁSGEIR ÁSGEIRSSON ÁSGEIR Ásgeirsson var guð- fræðingur að mennt og hugðist gerast prestur í sveit, en örlögin ætluðu honum annan hlut og átakameiri. Hann sat á Alþingi í nær þrjá áratugi, var bæði fjár- mála- og forsætisráðherra og átti í snörpum átökum innan Framsóknarflokksins sem lykt- aði með því að Ásgeir kvaddi hann og gekk síðar til liðs við Alþýðuflokkinn. Ásgeir Ásgeirs- son var kjörinn forseti íslands árið 1952 og gegndi því emb- ætti í 16 ár með dyggum stuðn- ingi konu sinnar, Dóru Þórhalls- dóttur, enda nutu þau hylli og ástsældar þjóðarinnar alla tíð. Um þessar mundir kemur út ævisaga Ásgeirs sem Gylfi Grön- dal ritar. í þessari miklu bók er m.a. stuðst við dýrmætar heimildir sem ekki hafa komið fram áður, svo sem minnisbæk- ur og drög að endurminningum, að ógleymdum bréfum Ásgeirs sjálfs sem hann ritaði Dóru á meðan þau voru trúlofuð. Þetta er viðburðarík bók um einn af merkustu sonum þjóðarinnar og viðamikið framlag til sögu henn- ar á þessari öld. Morgunblaðið birtir nokkra kafla úr bókinni og fyrst er grip- ið niður í kaflann Leynileg trú- lofun. Asgeir Ásgeirsson tekur sér far með Gullfossi hinn 8. júlí 1915; hann er á leið til Vestmannaeyja öðru sinni til að fást við sundkennslu og fleiri störf sum- arlangt. Nokkru áður, eða 16. apríl, hafði komu skipsins verið fagnað með viðhöfn og velþóknun. En stolt Ásgeirs og ánægja yfir Gullfossi verður þó að víkja fyrir öðrum og meiri tíðindum. Um borð er komin ung stúlka til að kveðja hann á laun - Dóra Þórhallsdóttir. Hún hafði verið viðstödd í Dómkirkjunni, þegar hann flutti prófræðu sína, og hrifist af honum. Síðan höfðu þau hist hvert vorkvöldið á fætur öðru. Þau skrifast á þetta sumar, og bréf hans eru öll enn til. Þótt slík bréf séu aðeins einni manneskju ætluð eru þau að ástarorðum sleppt- um heimild um hugsunarhátt og til- fmningar ungs manns á árum heims- styijaldarinnar fyrri. Fyrsta bréfíð skrifar hann henni hinn 10. júlí 1915, og þar segir meðal annars svo: .....Hvað það er einkennilegt að skilja svona í fyrsta sinn! Mér fínnst atburðir síðustu viku hreint ekki liðnir; ég lifi þá upp aft- ur og aftur. Ég sá þig síðast fyrir tveim dögum; en síðan fínnst mér þú hafa verið hjá mér. Ég hef verið að hugsa um þig hveija stund, hugsa til þfn. Ég hef hitt marga, talað mikið og hlegið... Fólkið sem ég er með, hefur ekki hugmynd um, hver er uppspretta ánægju minnar... Allir virðast halda að ég búi í sama hugs- anaheimi og þeir; hvað mér fínnst þeir einfaldir að þeir skuli ekki renna grun í, að ég lifl í allt öðrum heimi... Mér fínnst ég hafa svo margt að segja þér; öllu, sem bærist með mér, langar mig til að koma til þín. Gripið niður í œvisöguherra ÁsgeirsÁs- geirssonar for- seta, sem Gylfi Gröndal hefur skráð Ásgeir Ásgeirsson átta ára. Forsetahjónin Dóra Þórhallsdóttir og Ásgeir Ásgeirsson. Dóra og Ásgeir ásamt börnum sínum, Völu, Björgu og Þórhalli. Myndin er tekin 1932. ....1........... ..................................................................................................................................................................................i Ég vildi helst geta sent þér sál mína! En ég hræðist, að mér muni ganga það illa; samgöngutækin eru svo ófullkomin; penninn, pappírinn og blekið... Allt, sem eg lifi í huganum með þér, glatar lífi sinu og lit, þegar ég er búinn að klæða það í fátækleg orð. Mundu það, elskan mín, að ást mín er heitari en orðin. Tilfinningun- um gengur illa að tolla við pappír- inn; þú verður að leita að því, sem liggur á bak við bréfin mín... Þakka þér hjartanlega fyrir að þú komst út í Gullfoss og varst hjá mér eins lengi og hægt var. Mér leið einkennilega þá, ég var gagntek- inn ólýsanlegu sambandi af ánægju og óróa. Ég.var í sjöunda himni yfir að sjá þig... En svo þurfti ég að leggja höft á allar mínar tilfinning- ar; ég var að reyna að muna það að við vorum leynilega trúlofuð, ég gat ekki litið til þín eins og hugurinn bauð mér... Allir sem ég hitti óska mér til hamingju; þeir eiga við prófið. En ég hef aðra hamingju í huga, miklu, já óendanlega miklu, miklu meiri hamingju..." 15. júlí: .. Eru Reykvíkingar nokkuð farnir að orða okkur saman? Ég býst reyndar hreint ekki við því; við fórum svo íjarska varlega, eða gerðum við það ekki? ... ég hef ekki enn þá orðið var við neinar trúlofun- arfréttir af okkur hér í Eyjunum; en mamma segir, að annarhver maður, sem hún hittir í Reykjavík, þykist eitthvað vita. í aðra röndina er það ekki sem verst; það er ekki nema gott að fólkið sé undirbúið undir þau tíðindi, sem munu verða, þegar ég kem suður í opinberunina... ... í kvöld geng ég einn út á Eyju með öll bréfin og les þau. Fólk fer að undrast að ég er svona mikið einn, eitthvað svo einstæðingslegur og yfirgefinn; en það er misskilning- ur að ég sé einn; það mundu allir öfunda mig af „einstæðingsskapn- um“ hérna, ef þeir vissu svolítið meira en þeir vita...“ 18. júlí: „... Þú mátt til með að síma til mín; ég get ekki hringt þig upp; ég yrði að biðja blátt áfram um Dóru Þórhallsdóttur, og á næsta klukkutíma mundi það vera komið um allar Eyjarnar. En nú geturðu hringt til mín á kontórinn; ég held að best sé að þú heitir Sigga, ég ætla að reyna að nota það heiti rétt á meðan ég er að tala, en mikið má vera ef ég fipast ekki. Vitanlega getum við ekki talað um annað en einhveija smámuni, en það verður jafngaman samt, fyrst það ert þú...“ Haninn og litla gatið Haustið 1923 var Ásgeir kjör- inn á þing í Vestur-ísafjarðar- sýslu. Hér segir frá eldraun hans á vettvangi stjórnmálanna - fyrstu framboðsfundunum fyrir vestan. Eftirvænting og forvitni ríkir meðal Súgfirðinga, þegar þeir fjöl- menna á fyrsta framboðsfundinn í Vestur-ísafjarðarsýslu haustið 1923. Um þingsætið keppa tveir gjörólíkir menn, sem báðir eru bú- settir utan héraðsins, en um langt skeið hafa eingöngu heimamenn verið í kjöri. Þeir ganga inn í salinn klukkan sex síðdegis undir dynjandi lófataki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.