Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur EINN viðkvæmasti málaflokkur sem fjallað er um í okkar samfé- lagi er forræðismál barna. Þessum málum fer stöðugt fjölgandi í kjöl- far æ fleiri hjónaskilnaða og sum þeirra enda hjá dómstólum eða dómsmálaráðuneyti. Nú er rætt um að yfirvöld geti í auknum mæli haft forgöngu um að sætta forræðismál svo ekki komi til dóma eða úrskurða sem kannski valda fullkomnum vinslitum for- eldra. Slík mál eru hin sársauka- fyllstu, bæði fyrir málsaðila og ekki síst fyrir börnin, sem þannig dragast inn f illvígar deilur þeirra sem þeim þykir yfirleitt vænst um í þessum heimi og treysta best. Þegar litið er til hinna nýju bama- laga er ekki að sjá að þau geri þessi mál einfaldari en verið hef- ur. Sumir úrskurðir hafa orðið til að vekja hörð viðbrögð þeirra sem til þekkja og einstaka verið þess eðlis að þeir vekja spumingar sem nauðsynlegt er að reyna að fá svar við. ♦ Í34. gr. Bamalaganna segir að dómstóll eða dómsmálaráðuneyti kveði í úrlausnum sínum á um hjá hvoru foreldri forsjá barns verði eftir því sem bami er fyrir bestu. Þetta ákvæði vekur upp ýmsar spumingar svo sem þá hvað það sé, sem bami komi best í lífínu. Hvort á t.d. að sitja í fyrirrúmi náin tengsl barris við móður eða góður efnahag- ur föður, ef málið er gróflega einfald- að. Þama er um að ræða erfitt túlk- unaratriði og hætt er við að menn verði oft ekki á eitt sáttir um niður- stöðuna. í því sambandi er nauðsyn- legt að gera sér grein fyrir að forræð- ismál eru ekki einkamál nema að hluta til. Samfélagið allt þarf að líða fyrir það ef illa tekst til með úrlausn slíkra mála. Það er löngu sannað mál að andfélagslega hegðun manna má oft rekja til ýmissa þátta í upp- eldi þeirra, svo sem misheppnaðra tilfmningatengsla eða annarrar við- h'ka ógæfu. Í miklum meirihluta skilnaðar- og sambúðarslitamála fær konan for- ræði sameiginlegra bama. Það þykir eðlileg skipan með tilliti til þess að í flestum tilvikum hafa mæður mun nánari tengsl við böm sín en feðum- ir. Þær ganga með bömin, fæða þau' og hafa á brjósti, jafnvel á annað ár eða lengur. Nú er rekin mjög mikill áróður fyrir bijóstagjöf og er það jafnvel talið skipta sköpum fyrir góðan andlegan og tilfinningalega þroska bams að hafa þessi nánu tengsl við móður sí'na. Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka kvenna á íslandi sé talsvert mikil, er það mál manna sem til þekkja að konur sinni umönnun og gæslu bama mun meira en karl- menn. Þetta leiðir annars vegar til þess að hin nánu tengsl móður og bams sem takast við meðgöngu, fæðingu og bijóstagjöf haldast og svo hins að atvinnuþátttaka þeirra verður mun minni en karlmanna, sem samkvæmt hinni hefðbundnu hlut- verkaskipan milli kynjanna sinna framfærsluhlutverkinu í ríkari mæli en konur. í flestum tilvika þar sem uiri er að ræða hæft .og heilbrigt fólk er staðan í uppeldis- og atvinnu- málum innan hjónabands eða sam- búðar þessu lík. Við skilnað er hætt við að sam- búðaraðilar líti ekki sem jákvæð- ustum augum hvor til annars. Það viðhorf kann að leiða til þess að fólk ruglar saman hæfni hvors um sig til að annast börn og hæfni þess að Minning eftir René Magritte . vera í sambúð eða hjónabandi. Auð- vitað er ofbeldi, drykkjuskapur eða viðlíka óregla jafn slæm f hvoru til- vikinu sem er. En ýmislegt annað sem lagt er fólki til lasts í hjóna- bandi, svo sem ótrúmennska .og þess háttar, getur eðli málsins vegna ekki haft sama vægi fyrir bam og sam- búðaraðila. Hefndarhugur og jafnréttismál Mörgum hjónaböndum lýkur með framhjáhaldi annars aðilans. Slíkt skapar mikla reiði og sársauka og fátt er líklegra til þess að kalla á hefndarhug. Stundum vakna grun- semdir um að menn krefjist í reiði sinni forræðis bama sinna þótt þeir viti mæta vel að mjög vel fer um þau hjá móður þeirra, þau séu henni mjög tengd og varhugavert sé talið að ijúfa slík tengsl með því að stía sundur hæfri móður og bami. Á sama hátt eru á stundum uppi grunsemdir um að sumar konur reyni vegna reiði að torvelda samgang milli föður og bams. Stundum vilja foreldrar leysa forsjármál með því að skipta á milli sín börnunum. Það hefur hins vegar Velt upp mörgum spurningum sem snerta meófferó fforsjárdeilumála á íslandi verið talið slæmt að aðskilja systk- ini, fagfólk talar um tvöfaldan skiln- að fyrir bam, ef slíkt er gert. Loks hefur jafnréttisbaráttan svo leitt til þess að karlmemí reyna í auknum mæli að fá forræði bama sinna. Á hveiju ári era kveðnir upp margir úrskurðir í slíkum forsjármálum og öðrum. Eiga eignir og fjölskyldunet að ráða? Til þess að velta fyrir sér enn öðram og ekki síður mikilvægum flötum á J^ssum málum má skoða ýmis atriði sem fram komu í úr- skurði dómsmálaráðuneytis sem les- inn var upp á opnu málþingi Bama- heilla um innflytjendaböm sem hald- ið var fyrir nokkru. Málsaðilar vora íslenskur maður og útlend kona. Þau áttu saman böm sem þeim kom ekki saman um hvort þeirra ætti að hafa forræði fyrir þegar þau skildu að borði og sæng. Bæði vora þau talin hæf til að hafa bömin. Þetta var bráðabirgðaúrskurður, en slíkur úr- skurður gefur gjaman vísbendingu um afstöðu ráðuneytisins. í úrskurð- inum segir svo: Verulegur munur er á félagslegri aðstöðu aðila sem ekki er hægt að líta framhjá við ákvörðun bráðabirgðaforsjár. Félagsleg staða mannsins er til muna betri en kon- unnar. Hann hefur yfír að ráða hús- næði, aflar atvinnutekna og mun njóta aðstoðar fjölskyldu sinnar við umönnun og gæslu bamanna. Fé- lagsleg staða konunnar er veik. Hún hefur ekki fastan samanstað fyrir sig og bömin og aflar ekki tekna, a.m.k. ekki enn sem komið er. Og hefur að takmörkuðu leyti aðlagast því þjóðfélagi sem hún býr í. Börnun- um er best að lúta fjorsjá föður til bráðabirgða meðan könnun málsins vegna endanlegra skipunar forsjár þeirra fer fram. Þegar úrskurður þessi er skoðaður nánar er þar margt íhugunarvert, bæði þegar íslenskar konur era hafð- ar í huga og einnig þegar útlendar konur era teknar með í dæmið. I fyrsta lagi er þama um hjón að ræða sem eiga umrætt húsnæði saman svo konan á eins mikinn rétt til þess og maðurinn. í öðra lagi var konan heima og gætti bama hjónanna og var þess vegna ekki í vinnu. í þriðja lagi var hún búin að koma sér fyrir í öraggu bráðabirgðahúsnæði. í fjórða lagi settist konan að í þjóðfé- lagi mannsins síns, það er eðlilegt að það taki fólk dálítinn tíma að aðlagast ókunnu þjóðfélagi. Sé þetta skoðað enn nánar er rétt að líta fyrst á húsnæðismálið. Það er íhyglivert ef það er notað sem röksemd til að taka forræði bama af kónum að þær neyðist til að leita frá heimilinu til þess að losna úr hjónabandi sem þær treysta sér ekki til að vera í. Til þess að fá skilnað að borði og sæng verður fólk að flytja sundur. Vilji konan skilnað en mað- urinn ekki er vel líklegt að hann neiti að fara úr sameiginlegri íbúð þeirra. Þá á konan ekki annars kost en víkja burt með bömin til þess að geta fengið skilnað. Eigi konan eng- in skyldmenni til að leita til og hafí enga vinnu getur hún leitað til opin- berra aðila eða jafnvel í Kvennaat- hvarfíð. Það getur tekið konu í slíkri stöðu talsverðan tíma að leita sér að vinnu og íbúð. Spyija má hvort eðlilegt sé að svipta konu forræði bama á þessum forsendum, þegar hún hefur sannanlega öraggt bráða- birgðahúsnæði fyrir sig og bömin þar til hún getur fengið íbúð. í þessu sambandi má á það benda að aðstæð- ur sem þessar koma oftar upp í lífí einstaklinga en við skilnað, t.d. eftir nám eða við flutning milli bæja. Ekki er vitað til að nokkram detti í hug að taka böm af fólki í þessari aðstöðu, meðan það leitar sér að vinnu og húsnæði. í öðra lagi er það atvinna manns- ins sem lögð er til grundvallar þess að bömin voru tekin af móðurinni. Þetta atriði er líka mjög umhugsun- arvert. Eiga konur að gjalda þess við skilnað að hafa viljað vera heima og sinna bömum sínum? Væntanlega getur hver heilbrigð og ágætlega menntuð kona fengið vinnu þótt hún þurfi kannski að bíða um tíma vegna atvinnuástandins nú um stundir. Á það ber að líta að konur í þessari stöðu eiga samkvæmt lögum sama rétt á að hið opinbera framfæri þær tímabundið meðan þær leita sér að vinnu eins og aðrir þegnar þessa lands. í þriðja lagi er fjölskyldunet mannsins talið honum til þeirra tekna að það nægir með öðra til að svipta konuna forræði barnanna. Líka þetta er íhugunarvert. Mætti líta á þetta sem vísbendingu um nýja stefnu, þá að forræðismálum eigi að skipa m.a.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.