Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 19 eftir fjölskyldustærð málsaðila. Hvers ættu þá þeir að gjalda sem missa á ungum aldri foreldra sína og/eða eru einkabörn? Einnig mætti í framhaldi af þessu velta því fyrir sér hvort ástæða sé tii að ætla að íslenskar fjölskyldur sinni aðeins þeim börnum sem tengjast þeim gegnum forræði. Gætir hér kynþáttafordóma? Loks er það svo spurningin um félagslega aðlögun útlendinga hér á landi. Á fólk að gjalda þess í forræð- ismálum að það hefur fallist á að setjast að í landi maka síns? Það segir sig sjálft að t.d. konur sem flytja til nýs lands á fullorðinsaldri, og byrja fljótlega að eignast börn sem þær eru heima hjá, hafa ekki mikinn tíma til að sinna félagslegri aðlögun. Þær eru uppteknar af því að aðlagast krefjandi nýjum hiut- verkum, þeim að vera mæður og eig- inkonur. Sú aðlögun skiptir miklu máli og hlýtur að sitja í fyrirrúmi í lífí hverrar konu meðan hún fer fram. Það er staðreynd að víða um heim hafa alist upp börn og orðið ágætis fólk þótt mæður þeirra hafi hvorki þekkt haus né sporð á því samfélagi sem þær voru komnar í og hafi jafn- vel aldrei lært mál þess. Nægir t.d. að benda á alla Vestur-íslendingana, sem ekki reyndust hótinu verr sem bandarískir þegnar þótt mæður þeirra töluðu aldrei neitt nema ís- lensku í'enskumælandi samfélagi. Nú stendur yfir erfíð forræðisdeila íslenskrar konu og tyrknesks manns, sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðium. íslensk yfirvöld og al- menningur hafa stutt mjög dyggilega við bakið á konunni í þessari deilu og flestir telja það réttlætismál að hún fái forræði bamanna, þrátt fýrir að eiginmaðurinn sé talinn efnahags- lega vel settur og hafi tryggt fjöl- skyldunet á bak við sig í Tyrklandi. Getur þessi úrskurður ráðuneytisins táknað að íslensk yfírvöld séu höll undir þá skoðun að réttur íslenskra kvenna eigi að ná til annarra landa en útlendar konur eigi ekki að njóta sama réttar hér á landi? Eiga útlend- ar konur að gjalda þess í forræðis- málum að hafa sest að í landi eigin- manns síns og hafa gengið inn í þeirra ijölskyldunet og verið síðan hugsanlega brottrækar þaðan við skilnað? Það er staðreynd að hingað til lands hefur flutt stór hópur útlend- inga sem gifst hafa íslendingum og átt með þeim böm. Þurfum við að vara okkur á að láta ekki það sjónar- mið ráða í samskiptum okkar við þetta aðkomufólk að það sé rétt- minna en íslenskir makar þess, komi til forsjárdeilna milli þess og Islend- inga í kjölfar hjónaskilnaðar eða sambúðarslita. Fordómar eru því miður þess eðlis að þeir sem eru haldnir þeim vita það sjaldnast fyrr en eitthvað verður til að opna augu þeirra fyrir þeim. Getur verið að við ofmetum íslenska þjóðernið í forræð- ismálum? í bréfi sem íslenskur lög- fræðingur ritaði dómsmálaráðuneyti í kjölfar þessa úrskurðar segir m.a.: „Hitt er verra að það skuli vera metið konunni til lasts að hún hefur ekki haft tækifæri til að aðlagast þessu íslenska þjóðfélagi. Ég fæ ekki séð að þessi röksemd skipti nokkru minnsta máli þegar meta á hvort móðir er hæf til að ala börn sín upp hér á landi. Ekki þorir maður að halda því fram að í þessari afstöðu felist vottur af kynþáttafordómum, en ef hið háa ráðuneyti er hins veg- ar að móta hér þá reglu að þeir sem ekki hafa haft tóm til að aðlagast þessu þjóðfélagi fái bágt fyrir á þessu sviði, er málið orðið alvarlegt." Lögum samkvæmt eru útlendar konur jafn vel hæfar til að sjá um börn eins og íslenskar konur, hæfni til þess að annast um börn byggist ekki á þjóðerni heldur manngildi. Sömu sögu má segja um útlenda feður. Samkvæmt upplýsingum fé- lagsráðgjafa hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur hefur borið á því að ís- lenskar konur reyni að koma í veg fyrir að útlendir feður fái að umgang- ast börn sín og bera við að þeir komi frá erlendum menningarheimi sem sé ólíkur þeim íslenska. Úr því að náttúran hagaði því þannig til að Islendingar geta yfírleitt æxlast með fólki af öðru þjóðerni þá má ætla að hæfni útlendinga til að gegna foreldrahlutverki sé ekki minni þótt þeir hafi á bak við sig aðra menn- ingu en íslenska. Líka þarna er það Vii getum leyst erfiúleikana sjálf HÉR Á landi var nýlega staddur norskur lögfræð- ingur, Turid Berger, sem sérþjálfun hefur í að sætta forsjárdeilur. Turid var leiðbeinandi á nám- skeiði sem endurmenntunarstofnun Háskóla ís- lands hélt nýlega í samvinnu við dómsmálaráðu- neyti og Barnaverndarráð íslands. Turid Berger á að baki 20 ára reynslu í lögfræðistörfum á sviði tryggingamála, barnaverndar og mála sem snerta rétt fjölskyldna barna. í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sagði Turid að á námskeiðinu hefði verið byggt á hugmyndum og aðferðum bandaríska prófessorsins John Haynes. Vinnuaðferð hans byggir á þeirri staðreynd að samkomulag sem for- eldar hafa sjálfir komið sér saman um varðandi forsjá og umgengni sé farsælli lausn þessara mála en dómar eða úrskurðir opinberra aðila. Þessar vinnuaðferðir eru ekki meðferðarúrræði og ekki er með þeim reynt að leysa ágreining og vanda- mál fortíðarinnar. Markmið þeirra er hins vegar að fá foreldra til að skilja hversu mikilvægt það er fyrir börnin að þau haldi áfram að vinna saman sem foreldrar þrátt fyrir skiinað. Ijög mörg börn líða fyrir það að foreldramir eru óvinir og geta ekki komið sér saman um forsjá þeirra," sagði Turid. „Dómstólar eru illa til þess fallnir að leysa úr þess háttar deilum. Dómstólar gera meira af því að skoða neikvæðar hliðar á málum og þetta styrkir ekki vináttu- _ bönd milli foreldra nema síður sé. Barn getur aldrei staðið utan við slík dómsmál. Við sem vinnum við fjöl- skyldusáttaumleitanir reynum að fylgja foreldrunum eftir í tilraunum þeirra til að fínna lausn sem allir geta sætt sig við. Flestar lausnir fela það 5 sér að móðirin hafí daglega umsjá bamsins. í 50 til 60 málum sem við höfum haft með að gera hefur faðir umsjá barns í 5 tilvika. í 5 tilvika er bamið að hálfu hjá móður og að hálfu hjá föður. í öðmm tilvikum þessara 50-60 mála býr bamið hjá móður sinni. MVið höfum haft með að gera bæði auðveld mál og erfíð, jafnvel mál sem þegar hafa farið fyrir dómstóla en niðurstaða sem þar fékkst ekki haldið. Við hjálpuð- um foreldmnum til að leysa þann ágreining sjálf. Umgengni er alltaf samkomulag milli foreldranna. Og getur verið eins mikil og báðir foreldrar vilja. í Noregi er algengasti umgengnismáti þess foreidris sem ekki hefur forsjá barns sá að barnið sé hjá viðkomandi for- eldri aðra hverja helgi. Langoftast eiga þar feður hlut að máii. Þeir em oft óánægðir með að fá ekki að taka meiri þátt í daglegu lífí barns sins. Þetta ræðum við um við málsaðila. Einn eftirmiðdagur eftir leikskóla eða skóla er þá oft bætt við og málið leyst á þeim gmndvelli. Einnig teljum við saman alla daga sem em þýðingarmiklir fýrir börnin, t.d. afmælisdagar þeirra sjálfra, foreldra og afa og ömmu og svo ýmsa hátíðis- daga sem böm halda uppá. Við ræðum við foreldrana á hvem hátt bamið getur helst haldið þeim hefðum sem giit höfðu í þessum efnum fyrir skilnaðinn. For- eldramir reyna að sjá þetta með augum bamsins og reyna að koma málum þannig fyrir að bam þeirra geti heyrt til báðum fjölskyldum sínum. Þótt foreldramir gangi í hjónaband á ný þá breytist ekki umgengni barnsins við hið raunverulega foreldri sitt fyrir því. Böm skipta ekki um foreldra. Nýja for- eldrið bætist bara við. Hlutverk stjúpforeidra er annað en hiutverk hins raunverulega foreldris. Bamið heldur áfram að vera í nánu sambandi við það foreldri sem ekki hefur með höndum forsjá þess. Sáttaaðferðin Hlutverk sáttamannsins er að vera leiðandi í umræð- um milli foreldranna um barnið. Það er gert ijóst að foreldrarnir hafa ábyrgðina á því samkomulagi sem tekst. Sáttamaðurinn ber ábyrgðina á að allar hliðar málsins, sem varða barnið, séu ræddar. Sáttamaður á að vera hlutlaus. Við komum méð spumingar sem fá foreldrana til að hugsa um sambandið við barnið. Fyrst eru foreldramir alltaf reiðir og rífast um liðinn tíma, en við reynum að grípa inn í með því að spyija t.d. móðurina um hvemig faðir maðurinn sé og svo á hinn veginn. Við spyijum hlutlausra spuminga og reynum að horfa fram á við. Þegar við tölum við fólkið notum við ekki nöfn þess heldur heita þau mamma og pabbi hjá okkur. Turid Berger um forsiárdeiiur, umgengnisvand- ræói og skilnaóar- erfióleika Við hlustum á ásakanir fólksins en reynum jafnframt að fá það til að líta til framtíðar sem foreldrar. Ef fólkið talar stöðugt um gamla daga spyrjum við spurninga eins og:„Hvað er barnið ykkargamalt núna,“ o.s.frv. Stundum er þetta ekki hægt, fólkið rífst og mmmmmm skammast og hreinlega hlustar ekki á okkur. Þá hættum við ekki fyrr en við fáum það til að heyra það að það sé alltaf margt að þegar fólk ski[ji, en samt sem áður verði það að líta fram á við sem foreldar. Skilnaðarerfíðleikar eru venjulega þess eðlis að fólk á að geta leyst þá sjálft án þess að fara f sérstaka meðferð. Þeir sem þurfa meðferð vegna slíkra erfíð- leika eru venjulega í annars konar erfiðleikum sem þeir þurfa á meðferð að halda við. Af 50 málum var Íað aðeins í tveimur tilvika sem meðferð var ráðlögð. öðiu tilvikanna var um að ræða marm sem ekki vildi skilnað. Hann vildi ekki skilja að þannig yrði það að vera. Við sendum hann til fjölskylduráðgjafa og hann lét sér loks skiljast að óhjákvæmilegt væri að svona færi. Hann þurfti aðeins tíma til átta sig á þeirri stað- reynd. Í hinu tilvikinu var um að ræða konu sem-var haldin þrifnaðaráráttu. Hún vildi ekki að faðir barnsins hitti það, hún taldi víst að hann héldi því ekki nægi- iega hreinu. Henni var komið til sálfræðings sem fékk hana til þess að sætta sig við afskipti föðurins. Við sendum ekki fólk í meðferð vegna þess að það sé sorgmætt og leitt vegna skilnaðar. Margir halda að það sé iausnin að senda fólk f meðferð en við teljum að fólk geti leyst þessa erfiðleika sjálft og það vaxi af þeim erfiðleikum og lausn þeirra. Við erum alltaf að leysa samskiptaerfíðieika þegar við erum gift og getum það Ifka þegar við skiljum. Ef við missum fólk þá úthellum við sorg okkar með því að gráta og tala um hinn látna. Eins förum við að við skilnaðarerfiðleik- ana. Það sem gerir þessi mál ólfk er að við skilnað verða báðir aðilar að halda áfram að vera foreldrar. Börn finna til sömu sorgar og örvæntingar og fullorð- ið fólk og þáu fara einnig í gegnum sama tilfínningaum- rótið. Þegar fólk skiiur verður tilvera bams þeirra ótrygg og það sýnir ýmis merki þess. Fær reiðiköst, grætur, hangir í foreldrum sínum, pissar á sig o.s.frv. Það eykur þannig á vandræði fólks við skilnað að börn- in verða erfíðari viðskiptis. Þau eru hrædd við að missa samband —" annað foreldri sitt og þau þurfa að vita fyrir vf skilnaðurinn sé ekki þeim að kenna. Það er mikilvæb að útskýra málið fyrir börnunum og svara spumingum þeirra. Við reynum að koma því fólki sem við vinnum með f forsjárdeiium í skilning um að erfiðleikar þeirra séu ósköp venjulegir erfiðleikar í sambandi við skilnað. Það opnar augu þess og segir þvi að það geti ieyst þessa erfíðleika eins og aðrir. Það getur það líka, en það tekur tíma. Það kemur alltaf að því að fólk skilur að þetta eru venjulegir erfiðleikar sem það getur leyst og leysir svo. Við erum vön að lfta þannig á að aðrir geti og eigi að leysa vandræði okkar. Margir líta þann- ig á að þannig eigi það líka að vera í sambandi við skilnaði. En sannleikurinn er sá að öll slík mál eigum við og getum leyst sjálf. VIDHORF DOMSMALARAÐUNEYTIS VEGNA skrifa um úrskurð sem dómsmálaráðuneytið kvað upp til bráðabirgða og gerður hefur verið að umtalsefni í hér í Morgunblaðinu var spurningum sem varpað var fram af því tilefni beint til dómsmálaráðu- neytis. Ráðuneytið taldi sig ekki geta vikið frá þeirri grundvallarreglu að fjalla ekki í fjölmiðlum um ein- stök ágreiningsefni sem það hefur til meðferðar. „Ráðuneytið vill hins vegar nota tækifærið og gera í mjög stuttu máli grein fyrir þeim sjónarmiðum sem höfð er hliðsjón af við ákvarðanir um forsjá. Sam- ♦ ................................................- Iflestum þeirra ágreiningsmála foreldra um forsjá sem ráðuneytið fær til úrlausnar er um að ræða ágreining tveggja hæfra foreldra. Hins vegar berast ráðuneytinu einnig mál þar sem fyrir liggur strax í upphafí að annað foreldra er vanhæft, t.d. vegna ofneyslu áfengis, vímu- efnanotkunar, geðrænna veikinda, vanrækslu og/eða of- beldis. í þeim tilvikum er hinu foreldrinu falin forsjá. Sé aðstaðan hins vegar sú að báðir foreldar séu hæfír fer fram heildarmat þar sem lögð eru til grundvallar öll gögn máls. Við slíkt heildarmat koma m.a. eftirtalin atriði til skoðunar: Aldur barns, tengsl barns við foreldra, persónu- legir eiginleikar foreldra, félagslegar aðstæður foreldra, hvort röskun verður á stöðu og högum bams o.s.frv. Varðandi ákvarðanir um bráðabirgðaforsjá vill ráðu- neytið benda á, að slíkar ákvarðanir kveða aðeins á um hjá hvoru foreldra bam/böm skuii dvelja þar til ákvörðun er tekin um forsjá þeirra til frambúðar, að undangeng- inni ítarlegri rannsókn máls. Við ákvörðun um bráða- birgðaforsjá er því ekki um eiginlega rannsókn máls að kvæmt barnalögum nr. 20/1992, skera dómstólar úr ágreiningsmálum um forsjá. Dómsmálaráðuneyti get- ur skorið úr um ágreining, séu aðilar sammála um að fela ráðuneytinu úrskurðarvald. Samkvæmt barna- lögum skulu dómstólar eða dómsmálaráðuneyti, eftir því hvar ágreiningsmál er til meðferðar, ákveða lyá hvoru foreldra forsjá barns verður, eftir því sem barni er fyrir bestu. Þetta grundvallarsjónarmið barnaréttar er lagt til grundvallar öllum ákvörðunum er varða börn. ræða, nema sérstaklega standi á. Ákvörðun um bráða- birgðaforsjá er ávallt byggð á þeim staðreyndum sem fyrir liggja í máli á því tímamarki þegar ákvörðun ertekin. Ráðuneytið vill sérstaklega taka fram, að þó einn starfsmaður fari með hvert mál, eru öll forsjármál rædd og yfirfarin á fundum löglærðra starfsmanna einkamála- deildar dómsmálaráðuneytisins, sem leggja mat á málin á grundvelli þeirra gagna er fyrir liggja. I flestum málum er um samráð þriggja eða fleiri lögfræðinga að ræða og má því að nokkru leyti líkja mati í forsjármálum við mat fjölskipaðs dóms. Að lokum vill ráðuneytið taka fram, þó það sé án efa óþarft, að ákvarðanir í forsjármálum eru aldrei léttar eða átakalausar fyrir úrskurðaraðila, því án efa er hér um að ræða eitt viðkvæmasta málefni í lífi hverra foreldra. Ráðuneytinu hefur hins vegar í lögum verið falið að leysa úr slíkum ágreiningsmálum og ræður það málum til lykta, með það meginsjónarmið barnaréttar að leiðarljósi, að það sem talið er barni fyrir bestu skuli ráða niðurstöðu." manngildið sem á að ráða og svo hitt að börn eiga rétt á að þekkja og umgangast báða foreldra sína, heist sem mest. Á það verður aldrei nægilega minnt. Kona sem meinar hæfum föður að umgangast barn sitt er slæmur forsjármaður. Má ekki sætta enn fleiri mál? í 32. gr. Barnalaganna segir að forsjá barns skuli ávallt skipa við skilnað foreldra að borði og sæng og við lögskilnað, svo og við slit óvígðrar sambúðar foreldra. Ef ágreiningur rís um forsjá barns við slit hjúskapar eða við sambúðarslit giftra eða ógiftra foreldra fer um það mál, eftir því sem kveðið er á um í 34. gr., til dómstóla eða dómsmála- ráðuneytis, ef báðir aðilar eru sam- mála um að láta það skera úr ágrein- ingnum. Þessi skipan hefur gilt frá 1. júlí sl. og telja starfsmenn félags- máladeilda þa_ð að sumu ieyti vafa- sama skipan. Áður var slíkum málum vísað til dómsmálaráðuneytis sem skylt var að fá umsögn um málið frá Barnaverndarnefndum. Nú er þess- um málum skotið beint til dómstóla, nema aðilar séu sammála um annað. Um þetta atriði sögðu þær María Þorgeirsdóttir og Sigríður Hjörleifs- dóttir félagsráðgjafar í samtali við blaðamann: „Hjá dómstólum er gert út um þessi mál í þeim keppnisanda sem dómskerfíð er byggt á. Annar aðilinn sigrar og hinn tapar. Fólk hefur lögmenn sér við hlið og það gerir keppnisandann enn meiri. Þessi málsmeðferð dregur mjög úr sam- komulagslíkum milli foreldra og versta ósigurinn bíður barnið. Of mörg börn alast upp í anda fjand- skapar foreldra vegna slíkra mála- lykta.“ Mörgu fleiru væri hægt að velta fyrir sér viðvíkjandi forsjárdeilumál. Því sem að gefnu tilefni er hér varp- að fram til umhugsunar er ekki ætl- að að kasta almennt rýrð á það starf sem unnið er í forræðismálum hjá opinberum aðilum hér á landi. Það er hafíð yfir allan vafa að allt það fólk sem við þessi mál vinnur sinnir sínu starfi af fyllstu samviskusemi og svo hefur ugglaust verið þegar fyrrnefndur úrskurður var kveðinn upp. Hann á sér án alls vafa sterka stoð í lögum. Einnig er mikilvægt að fram komi að tekist hefur að sætta æ fleiri forsjármál hjá þeim opinberu aðilum sem um þau mál fjalla. Eigi að síður er fyllsta ástæða til að staldra aðeins við þau atriði umrædds úrskurðar sem vísa til málaflokka í íslensku samfélagi sem gætu orðið mun fyrirferðarmeiri í forsjárdeilum en þau eru í dag. Ýmis atriði þessa úrskurðar gætu haft fordæmisgildi. Mikilvægt er að gefa því gaum, því hjónaskilnuðum hér á landi fer heldur fjölgandi og forsjárdeilum virðist einnig fara fjölgandi. Með þetta í huga vaknar sú spurn- ing hvort nóg sé gert til að reyna að fá fólk til þess að ráða fram úr deilum um forræði og umgengni sjálft. Vissulega hefur verið mikil viðleitni í þessa átt hér á landi. Sam- kvæmt nýjum barnaverndarlögum sem taka gildi næstu áramót og heyra undir félagsmálaráðuneyti er stefnt að því að fækka og stækka umdæmi barnaverndarnefnda. Þá munu væntanlega fleiri lansmenn eiga aðgang að faglegri fjölskyldu- ráðgjöf. Auk þess er starfandi Fjöl- skyiduráðgjöf Þjóðkirkjunnar. Það hefur komið fram sem svar við fyrir- spurn á Alþingi að meira en helming- ur forsjármala sem afgreidd voru frá Dómsmálaráðuneyti sl. 3 ár lauk með sátt. En betur má ef duga skal. Til þess að tryggja að samkomulag.ná- ist í páfakjöri eru kardínálarnir lok- aðir inni þar til þeim hefur tekist að kjósa nýjan páfa. Þar er talið að svo mikið liggi við að þessi aðferð sé réttlætanleg. Sums staðar erlendis er mun lengra gengið í markvissum aðferðum til að reyna að fá fólk til að ráða fram úr deilum um forræðis- mál sjálft. Þetta kom fram á nám- skeiði sem endurmenntunarstofnun Háskóla íslands hélt nýlega fyrir fagfólk í samvinnu við dómsmála- ráðuneyti og Barnaverndarnefndir. Verði fjármagni veitt í að taka upp þessar aðferðir í mun ríkari mæli en gert er í dag má hugsanlega vænta þess að þeim forsjármálum fækki að mun sem fara fyrir dómstóla eða úrskurðað er í hjá dómsmálaráðu- neyti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.