Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstraeti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Finnur Jónsson 100 ára Eftir á að hyggja var aldamóta- kynslóðin, fólkið sem fæddist ustu áratugum 19. aldarinnar og á morgni hinnar 20., eins konar framvarðarsveit í sókn þjóðarinnar til stjórnarfarslegra, efnahagslegra og menningarlegra framfara og full- veldis. Sumir af þessum framvörðum þjóðarinnar sóttu menntun og þekk- ingu og nýja sýn til menningarmið- stöðva í Evrópu og auðguðu þann veg og efldu þá menningararfleifð sem þjóðin hafði í farteski sínu inn í nýja öld. Einn þessara framvarða þjóðarinnar í menningu og myndlist er aldursforseti íslenzkra listamanna á líðandi stundu, Finnur Jónsson list- málari, sem verður 100 ára í dag. Hann málaði allt í senn óhlutlægar myndir, expressjónísk verk og lands- lags- og sjávarmyndir. Finnur Jónsson fæddist 15. nóv- ember árið 1892. Hann vann í æsku öll venjuleg sveitastörf, auk þess sem hann réri til fiskjar. Hann átti að þessu leyti sama bakland og jafn- aldrar hans á morgni aldarinnar. Hann hóf ekki myndlistamám af alvöru fyrr en að loknu sveinsprófi í gullsmíði frá Iðnskólanum í Reykja- vík, þá 27 ára gamall. Að loknum undirbúningskóla Viggos Brandts fór hann í einkaskóla Olafs Rudes, sem var einn framsæknasti lista- maður Dana á þeirri tíð. Þaðan hélt hann til Þýzkaiands, Berlínar og Dresden, sem þá var óvenjulegt, og nam hjá Karli Hofer og Öskari Kok- oschka, frægum expressjónistum. Finnur Jónsson átti myndir á sýn- ingu Der Sturm, sem var ein helzta miðstöð framsækinnar myndlistar í Þýzkalandi, árið 1925. Hélt sama ár heim til íslands og efndi hér til sögulegrar sýningar á á verkum sín- um frá Þýzkalandsárunum. „Þessi sýning hafði mikið listsögulegt gildi," segir Bera Nordal hjá Lista- safni íslands, „því að hún er fyrsta abstraktsýning íslendings hér á landi. Finnur sýndi þó ekki aðeins óhlutlægar myndir heldur einnig expressjónísk verk og landslags- og sjávarmyndir." Finnur Jónsson er tvímælalaust einn fremsti myndlistarmaður ís- lendinga á þessari öld. Árið 1970 voru valin verk eftir hann á sýningu Evrópuráðsins á framsækinni list sem hét Evrópa 1925. Verk hans vöktu þar mikla athygli og í kjölfar hennar hláut hann margar viður- kenningar víða um álfuna. Hann hlaut og margvíslegan og verðskuld- aðan sóma hér á landi. Hann er heiðursfélagi Félags íslenzkra mynd- listarmanna, hann hefur verið á heið- urslaunaskrá Alþingis frá árinu 1973 og hann var sæmdur stórridd- arakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu fyrir myndlistarstörf árið 1976. Sama ár heiðraði Listasafn íslands hann með yfirlitssýningu á verkum hans. Síðastliðið vor efndi Listasafn íslands síðan til sýningar á umfangs- mikilii listaverkagjöf sem Finnur Jónsson og kona hans, Guðný Elís- dóttir, gáfu safninu. Bera Nordal komst svo að orði um þá veglegu gjöf: „Listasafn Islands stendur í mik- illi þakkarskuld við listamanninn, en Finnur Jónsson og kona hans, Guðný Elísdóttir, gáfu Listasafni íslands öll verk hans er Listasafn íslands var aldargamalt árið 1984. Gjöf hans til safnsins er afar merk því að meðal þessara verka eru allar abstraktmyndir hans sem til eru hér á landi frá þriðja áratugnum. Lista- safn Islands fær seint fullþakkað slíka gjöf og mun hún halda nafni þeirra hjóna á lofti um ókomna fram- tíð.“ Morgunblaðið sendir aldursfor- seta íslenzkra listamanna, Finni Jónssyni, heillaóskir og þakkir í nafni alþjóðar í tilefni af hundrað ára afmæli hans. 7EINAR BENEDIKTS- • son lítur einatt í sjálfs sín barm og þá ekkisízt í Gömlu lagi þarsem hann talar í 5. erindi um einfald- an, sannan og hreinan hljóm sem snart hjarta Þessi einfaldi, sanni og hreini hljómur mitt hjarta snart eins og sakardómur. Því brauzt ég frá sókn þeirra vinnandi vega á vonlausu klifín, um hrapandi fell? Það hlóðst að mér allt eins og haf af trega, sem holskefla sannleikinn yfír mig féll, - minn eyddi draumur, sem eilífð ei borgar, minn óður einn skuggi fánýtrar sorgar. Brotsjóir sannleikans falla yfír skáldið og hann spyr hví hann hætti ekki að yrkja það sem hann réð ekki við; hví reisti hann sér hurðarás um öxl með því að reyna að segja það ósegjanlega? Eilífðin greiðir ekki brostnar vonir og ljóðið verður einungis skuggi fánýtr- ar sorgar. Eilífðin leysir ekki út þá ávísun sem skáld- ið eða við gefum út á hana, þ.e. draumur okkar verð- ur aðeins draumur, eða einsog skáldið segir sjálft: „Minn eyddi draumur." Hann komst einnig svipað að orði í Frosta (Það var mitt eydda líf, sem létt var fund- íð.) Og enn: Mín list var dæmd. Ég vaxtaði ekki pundið. Takmark er semsagt eitt, en takmörk annað. í Einræðum Starkaðar er dauðasökin sú, að skiljast við ævinnar æðsta verk í annars hönd... en fyrirheitið blasir svo við í III kafla þessa sama kvæðis: ...bölið sem aldrei fékk uppreisn á jörð var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. Þetta er sem^gt ekki einungis ferð án fyrirheits. En „guðanna ríki“ þarf síðurensvo að visa til ásatrúar eða fjölgyðistrúar að öðru leyti. Slíkt orðalag er einfaid- lega skáldaleyfí. 8EINAR BENEDIKTSSON ÞRÁIR AÐ KANNA • hjartað, Iangt frá glaumsins hirð einsog hann segir í Dettifossi og geyma sín sjálfs í glauminum öll- um einsog væringjar í samnefndu kvæði, en hann kemst ekki heill og óskaddaður úr skarkalanum; í Iokin tínir hann einungis upp brotin af sjálfum sér, eða einsog hann segir í Elívogum: Færi heim af banabrautum brotin mín — fyrir vaxtað pund. Þroska mannsins eru takmörk sett; svoog skynjun hans og andlegri fullnægingarhvöt. Ándspænis eilífð og alheimi er maðurinn einungis einsog, hvertannað rykkorn. En samt er hann verðmætur og mikilvægur í umhverfí sínu. En honum er ekki ætlað að ávaxta sitt pund — nema í þeim fyrirheitum sem við blasa. Og það er að þeim sem andi hans stefnir, þvíað guðs kraftur andar í „duftsins líki“ einsog segir í Norðurljós- um. En Með beygðum knjám og með bænastaf menn bíða við musteri allrar dýrðar. En autt er allt sviðið og harðlæst hvert hlið og hljóður sá andi, sem býr þar. Menn geta svo deilt um það hvort þetta er kristin afstaða eða ekki. En því miður kemst enginn undan því að upplifa einhvem tíma þann tómleika sem þama er lýst. Þegar lífsreynsla og snilld Einars Benediktsson- ar haldast í hendur hættir umhverfí okkar að vera „sandkom himnahafs" og breytist I „blys í heljarheim" svoað vitnað sé í Jörð. Og þar á næstu grösum er guð — höfundur sköpunarverksins; og fyrirheitanna. 9Í NIÐURLAGSERINDUM GAMALS LAGS SEG- • ir Einar Benediktsson bezt sé að bera varlega á borð fyrir aðra hina stórkostlegu skáldsýn. Áður hafði hann hrósað léttleika og einföldum stíl sænskra skálda og telur bezt sé að vera alþýðlegur en í lokaerindinu er auðmýktin gagnvart því einfalda horfín. Sorganna lífí lýkur þá fyrst þegar mennirnir vakna og sjá það í vöku sem þeir sjá nú aðeins í draumi — og minnir á kjamann í Hulduljóðum Jónasar. Að eiga sinn dag er tökumerking úr ensku og merkir að vinna sigur, lifa sitt fegursta; sbr. to carry the day; to win the day; the day is ours: að vinna sigur. To have had its day merkir að lifa sitt fegursta (sbr. 7. erindið í Vær- ingjum). I lokaerindum Gamals lags segir: Já, þetta var listin, sú heilaga, háa, að hækkast ei yfir hið daglega lága, að stilla ei hjartnanna hörpur að nýju, að hljóma þeim (þ.e. hjörtunum) næst, því það er þeim kærst; að forðast ei leik hinnar léttu gígju, að leita ei neins, af því það sé fjærst, — og bliki þér sjónir af bjartara degi, að bera þær varlega á annarra vegi. — Eg dvaldi þar aleinn með sál minni sjálfri í söngvum múgans hjá skálinni hálfri, og kenndir og þankar mér hverfðust í huga, svo hvikult er sinnið við gamalt lag. Mér varð sem þar suðaði fíðrildi og fluga um flugþreytta haukinn, sem átti sinn dag. Ó, sorganna líf, unz veröldin vaknar þú vonar og minnist, þú þráir og saknar. Mikill skáldskapur sigrar að lokum hvaðsem öðru líður. Allt annað er einsog fíðrildi eða flugnasuð sem deyr við næsta kuldakast. En haukurinn verður enn á flugi þegar veröldin vaknar af sínum langa draumi. M. (meira næsta sunnudag) HELGI spjall hans einsog áfellisdómur: HUGMYNDIN AÐ BAKI hinum svonefndu þjóðarsáttarsamning- um, sem gerðir voru í febrúar 1990 var sú, að verkalýðshreyfing og vinnuveitendur tækju höndum saman um að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Fengin reynsla hafði sýnt svo ekki varð um villzt, að verðbólgan rýrði mjög hag almennra launþega, ekki sízt hinna lægst- launuðu, og kom í veg fyrir, að hægt væri að reka atvinnufyrirtæki á skynsam- legan hátt. Langvarandi tímabil óðaverð- bólgu hafði einnig leitt í ljós, að ríkisstjóm- ir og Alþingi réðu ekki við verðbólguvand- ann nema til kæmi náið samráð við aðila vinnumarkaðar. Til viðbótar kom, að sam- dráttarskeið hafði hafizt í efnahags- og atvinnumálum á miðju ári 1988 og ljóst, að hugsanlegar kauphækkanir ættu sér enga stoð í veruleikanum. Þegar þeir Einar Oddur Kristjánsson, Ásmundur Stefánsson og Guðmundur J. Guðmundsson tóku höndum saman um að taka upp ný vinnubrögð í kjarasamningum haustið 1989 voru fáir trúaðir á, að það tækist. Jafnvel þegar samningarnir höfðu verið gerðir í febrúar 1990 gætti vantrúar á að þeir mundu halda. Forsenda þeirra var sú að almennir launþegar tækju á sig ákveðnar fómir í því skyni að ná verðbólg- unni niður og veita jafnframt atvinnulífinu svigrúm til þess að bæta stöðu sína. Sú skuidbinding, sem atvinnulífið tók á sig var í því fólgin að nota samningstímann frá ársbyijun 1990 til hausts 1991 til þess að koma á betri rekstrarháttum, svo að grundvöllur skapaðist fyrir raunverulegum kjarabótum fyrir launþega í samningum þá um haustið. Kjarasamningarnir í febrúar 1990 skil- uðu þeim árangri sem að var stefnt í verð- bólgubaráttunni. Framan af samningstím- anum þurfti að vísu að heyja harða bar- áttu við verðbólguhugsunarháttinn sem- enn var við lýði og leiddi til margháttaðra tilrauna til verðhækkana sem í flestum tilvikum voru brotnar á bak aftur. Laun- þegar kynntust kostum stöðugs verðlags og stjórnendur atvinnufyrirtækja nýjum og betri aðstæðum við rekstur fyrirtækja. Hins vegar má segja, að tvennt hafi komið í veg fyrir, að þessir samningar leiddu til raunverulegra kjarabóta við lok samnings- tímans, eins og að var stefnt. Annars veg- ar dýpkaði kreppan sem hófst á míðju ári 1988 og það eitt út af fyrir sig gerði að engu vonir um að takast mætti að tryggja raunhækkun launa í nýjum samningum. Hins vegar reyndist eins og jafnan áður erfítt að fá forystumenn í sjávarútvegi til þess að fallast á róttækar skipulagsbreyt- ingar í undirstöðuatvinnugrein lands- manna, sem lagt gætu grundvöll að bætt- um lífskjörum í framtíðinni. Þrátt fyrir þetta og vegna þess að öllum var ljóst að nokkurra ára samdráttarskeið var fram- undan í efnahagsmálum tókst að end- urnýja þjóðarsáttarsamningana sl. vor og gilda þeir fram á næsta vetur. Hinn stórkostlegi árangur þessara tveggja kjarasamninga er sá að verðbólgan er nánast komin í núll. Fólk kann vel að meta þann efnahagslega stöðugleika, sem hér hefur ríkt síðustu misseri. Þennan árangur má ekki vanmeta. Eftir tveggja áratuga baráttu við óðaverðbólguna, sem hófst með vinstri stjórninni sem við tók sumarið 1971 hefur tekizt að ráða niður- lögum verðbólgunnar. Sama þróun í ná- lægum löndum og helztu viðskiptalöndum okkar til lægra verðbólgustigs hefur að sjálfsögðu átt umtalsverðan þátt í að þessi árangur hefur náðst. I eina tíð var verkalýðshreyfingunni kennt um að kynda undir verðbólgu með óraunhæfum kaupkröfum og með því að knýja fram óraunsæja kjarasamninga. Á síðustu tæpum þremur árum er alveg Ijóst, að verkalýðshreyfingin hefur starfað af mikilli ábyrgð og almennir launþegar hafa tekið á sig verulegar fórnir til þess að ná mætti árangri í verðbólgubaráttunni. Hins vegar má með rökum halda því fram að forystumenn í sjávarútvegi hafi ekki upp- fyllt sem skyldi þær vonir sem bundnar voru við róttæka endurskipulagningu í atvinnugreininni í kjölfar samninganna í febrúar 1990, sem áttu að veita svigrúm til slíkra breytinga. Á sama veg má segja að kröfur þeirra á undanfömum vikum og mánuðum um gengislækkun gangi þvert á allt það mikla starf sem unnið hefur verið síðústu þijú árm í þessum efnum. Nú sem fyrr er grundvallarbreyting í sjáv- arútvegi ein af helztu forsendum þess að þjóðarbúið nái sér upp úr þeim öldudal sem við erum í. HÉR AÐ FRAMAN hafa verið færð rök fyrir því, að á síð- ustu þremur árum hafi almennir laun- þegar tekið á sig umtalsverðar byrðar til þess að skapa mætti stöðugleika í íslenzku efnahagslífí. En það er ekkert lát á kreppunni og fyrir- sjáanlegt að efnahagslægðin mun standa í nokkur ár enn. Að undanfömu hefur verið unnið að tillögugerð um nýjar aðgerð- ir í efnahags- og atvinnuniálum og nú um þessa helgi og næstu daga má gera ráð fyrir að þessi vinna komist á visst úrslita- stig. Það er alveg ljóst, að lengra verður ekki gengið í því að krefjast fóma af al- mennum launþegum, en gert hefur verið á undanförnum misserum. Nú er komið að þeim betur settu. Nú verða þeir að taka á sig viðbótarbyrðar til þess að tryggja viðunandi rekstrarskilyrði fyrir atvinnulífíð og leggja grandvöll að endurreisn þess á næstu árum. í framhaldi af þjóðarsáttarsamningum síðustu þriggja ára verður á næstu vikum að gera nýjan sáttmála á milli aðila vinnu- markaðar, ríkisstjómar og stjórnarand- stöðu, ef kostur er, um nauðsynlegar ráð- stafanir til þess að draga úr kostnaði at- vinnulífsins. Þessi nýi sáttmáli hlýtur að byggjast á því að þeir sem betur era sett- ir taki að sér að greiða stærstan hluta þessa reiknings. Hér verður engin afstaða tekin til einstakra hugmynda sem nú era Nú er komið að þeim bet- ur settu Ljósmynd Snorri Snorrason. til umræðu enda era þær ekki fullmótaðar enn sem komið er. Hins vegar er alveg ljóst, að nýtt samkomulag um efnahags- og atvinnumál hlýtur að vera í því fólgið að ríki og sveitarfélög gangi á undan með góðu fordæmi og skeri enn niður kostnað alls staðar þar sem tækifæri er til og gefí eftir tekjustofna, að hinir betur settu í þjóðfélaginu taki á sig aukinn kostnað og að nýtt átak verði gert til þess að knýja fram skipulagsbreytingar í sjávarútvegi. Fyrstu viðbrögð þeirra sem horfa fram á auknar skattgreiðslur verða auðvitað þau að spyija um niðurskurð hjá opinberum aðilum. í þeim efnum reynir á stjórnmála- mennina. Núverandi ríkisstjóm hefur náð ákveðnum árangri í ríkisfjármálum en ekki nægilega miklum. Fjárlagaafgreiðsl- an á Alþingi fyrir næsta ár hlýtur að byggj- ast á enn frekari samdrætti í opinberum útgjöldum en gert er ráð fyrir í fjárlaga- frumvarpinu. Sú tilfinning er sterk að sveitarfélögin hafi fram að þessu komizt hjá því að taka á sig eðlilegan skerf þeirra fórna sem fylgja kreppuástandi í efna- hags- og atvinnumálum. Þess vegna hlýtur röðin að vera komin að þeim nú og þá kröfu verður að gera til fulltrúa í sveitar- stjórnum að þeir axli sinn hluta af þessari ábyrgð. Sjávarútvegurinn er eins og jafnan áður kapítuli út af fyrir sig. Hér í Reykjavíkur- bréfi hefur svo oft verið bent á þá stað- reynd að atvinnugreinin getur ekki gert þá kröfu til þjóðarinnar að meðaltalsaf- koma hennar verði á núlli þrátt fyrir gífur- lega offjárfestingu á undanförnum árum og áratugum og tregðu til þess að laga reksturinn að nýjum aðstæðum að það skal ekki endurtekið hér. Aðeins skal bent á að þrátt fyrir mikinn samdrátt í afla á undanförnum árum og þá ekki sízt á síð- asta fiskveiðiári og því sem nú stendur yfír aukast skuldir sjávarútvegsins á þessu ári vegna nýrra fjárfestinga um fimm milljarða króna! En að gerðum þessum kröfum til ríkis, sveitarfélaga og sjávarútvegs munu hinir bezt settu í samfélaginu ekki komast und- an því að taka á sig sérstakar byrðar. Eins og málum er háttað er það bæði sann- gjarnt og réttlátt. Verkalýðs- hreyfing í lykilstöðu ÞAÐ FER EKK- ert á milli mála, að verkalýðshreyfing- in er í lykilstöðu við gerð nýs sáttmála um rekstur þjóðar- búsins á næstu misseram. Og Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, gegnir þar veiga- mesta forystuhlutverkinu. Markmið verka- lýðssamtakanna við núverandi aðstæður hlýtur að vera tvíþætt: að veija núverandi kjör hinna lægstlaunuðu og vinna gegn vaxandi atvinnuleysi sem við blasir að öllu óbreyttu. Skilyrði fyrir því að ná þessum mark- miðum báðum er að tryggja viðunandi rekstrargrundvöll atvinnulífsins. Vænleg- asti kosturinn til þess er óneitanlega sá, að draga úr kostnaði atvinnufyrirtækj- anna, eins og um hefur verið rætt. Ef það er gert annars vegar með harðari niður- skurði í útgjöldum opinberra aðila, ríkis og sveitarfélaga og hins vegar með því að leggja ákveðnar byrðar á herðar hinna betur settu, er það samkomulagsgrundvöll- ur sem verkalýðshreyfíngin æjti að geta fallizt á. Ásmundur Stefánsson, forseti ÁSÍ, er í sérstakri stöðu nú af tveimur ástæðum. Annars vegar hefur hann meiri reynslu og yfírsýn en flestir aðrir sem að þessari samningsgerð koma og hins vegar hefur hann lýst því yfir að hann gefí ekki kost á sér til endurkjörs á þingi Alþýðusam- bandsins sem kemur saman seinna í þess- um mánuði í fyrsta sinn í fjögur ár. Sú staðreynd að fráfarandi forseti ASÍ þarf ekki að leita stuðnings við endurkjör gerir það að verkum að hann getur starfað að málinu eingöngu á grandvelli málefnalegr- ar sannfæringar og er frjáls af öðrum sjón- armiðum. í þéssu felst mikill styrkur við erfiðar aðstæður og þess vegna er aug- ljóst að forseti Alþýðusambandsins er í lykilhlutverki. Hann getur beitt áhrifum sínum á báða vegu, bæði gagnvart sam- starfsmönnum í verkalýðshreyfíngunni og gagnvart ríkisstjórn. Ekki er ástæða til að vanmeta þann möguleika að stjórnarandstaðan gæti átt hér hlut að máli. Alþýðubandalagið bauð fyrir nokkram vikum upp á samstarf og þótt tortryggni gæti í garð formanns Al- þýðubandalagsins fyrir sakir pólitiskrar tækifærismennsku er sjálfsagt að taka hann á orðinu og fá úr því skorið, hvort flokkurinn er tilbúinn til að taka ábyrga afstöðu. Hið sama má segja um Framsókn- arflokk og Kvennalista. Spyija má, hvers vegna stjómarandstöðuflokkar ættu að sjá sér hag í því að rétta fram hjálparhönd. Svarið er hið sama og sænskir jafnaðar- menn, sem era í stjórnarandstöðu, gáfu þegar þeir höfðu gert samkomulag við stjómarflokkana í Svíþjóð um aðgerðir í eftiahags- og atvinnumálum: ástandið er einfaldlega svo alvarlegt að það er skyn- samlegra fyrir stjómarandstöðu að eiga þátt í því að halda þjóðarskútunni á réttum kili nú heldur en að standa frammi fýrir óviðráðanlegum vanda einhvern tíma síðar. Það þarf mikla lipurð og lagni til þess að ná víðtæku samkomulagi um meðferð efnahags- og atvinnumála á næstu misser- um á milli allra þessara aðila. í þeim efn- úm reynir ekki sízt á stjórnarflokkana og forystumenn þeirra. í því sambandi er ástæða til að rifja upp og minna á það sterka og trausta samband sem tókst á milli forystumanna hinnar fyrri viðreisnar- stjómar og forystu Alþýðusambandsins fyrir aldarfjórðungi, en þau tengsl vora ein helzta forsenda fyrir því að svo vel tókst að sigla þjóðarskútunni í gegnum brimgarðinn þá. Nú og á næstu misseram þurfum við á víðtækri samstöðu að halda. Kreppuástand í efnahags- og atvinnumálum mun að öllu óbreyttu verða við lýði næstu þijú ár a.m.k., ef ekki lengur. Hið eina, sem gæti breytt því væri að nýjum valdamönnum í Washington tækist að rífa bandarískt efna- hagslíf upp úr lægðinni og efnahagslíf annarra iðnríkja heims um leið. Við mund- um njóta góðs af því. En flestir sérfræðing- ar draga í efa að Bandaríkjamenn hafi nú það efnahagslega bolmagn sem þeir t.d. höfðu fyrir áratug, þegar þeim tókst að leika þennan leik og aðrir nutu góðs af. Skynsamlegast er að gera ráð fyrir hinu versta og þess vegna er víðtæk þjóðarsam- staða um nýjan sáttmála eina færa leiðin. „Það er alveg ljóst, að lengra verður ekki geng- ið í því að krefjast fórna af almenn- um launþegum, en gert hefur ver- ið á undanf örnum misserum. Nú er komið að þeim betur settu. Nú verða þeir að taka á sig viðbótar- byrðar til þess að tryggja viðunandi rekstrarskilyrði fyrir atvinnulífið og leggja grund- völl að endurreisn þess á næstu árum.“ REYKJAVÍK U RBRÉF Laugardagur 14. nóvember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.