Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 27 AUGLYSINGAR Fiskimálastjóri Fiskifélag íslands auglýsir lausa stöðu fiski- málastjóra, sem er jafnframt framkvæmda- stjóri félagsins. Umsóknum um starfið sé skilað til auglýs- ingadeildar Mbl. merktar: „Fiskimálastjóri - 11297“ fyrir 25. nóvember nk. RÍKISSPÍTALAR Reyklaus vinnustaður HÆFINGARDEILD YFIRLÆKNIR Yfirlæknir óskast til að veita forstöðu nýrri deild, sem verið er að setja á fót á Ríkisspít- ölum. Deildin verður hæfingardeild og starf- rækt í húsnæði núverandi endurhæfingar- deildar Landspítalans og á Kópavogshælinu. Yfirlæknirinn verður að vera sérfræðingur í orkulækningum og vera tilbúinn að vinna að undirbúningi og stofnun deildarinnar og framtíðarstefnumótun ásamt fagfólki, sem fyrir er. Yfirlæknirninn verður að geta hafið störf sem allra fyrst, helst 1. mars 1993. Nánari upplýsingar veitir forstjóri Ríkisspít- ala. Umsóknir ber að senda stjórnarnefnd Rík- isspítala fyrir 31. desember 1992. LANDSPITALINN HANDLÆKNINGADEILD 12-G HJUKRUNARFRÆÐINGUR Á handlækningadeild 12-G bráðvantar hjúkr- unarfræðing til starfa frá 1. janúar 1993. Á deildinni eru 23 rúm. Hún er mjög fjölbreytt og þar starfa sérfræðingar á sviði meltingar- færa-, slagæða- og bæklunarlækninga. Deildin er þekkt fyrir góðan starfsanda og samhent vinnubrögð. Um er að ræða allar vaktir, en þó kemur til greina að ráða ein- göngu á næturvaktir. Nánari upplýsingar veitir Anna Lilja Reimars- dóttir, deildarstjóri, í síma 601400, og Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri , í síma 601366. KOPAVOGSHÆLI VINNUSTOFUR ÞROSKAÞJÁLFAR Okkur vantar nú þegar þroskaþjálfa til starfa við uppbyggingu á nýopnaðri fjölfötlunar- deild. í vinnusali vantar einnig þroskaþjálfa, sem vanur er stjórnun og að leiðbeina starfs- fólki. Um er að ræða fullt starf deildarþroska- þjálfa, en einnig koma hlutastörf til greina. Vinnutími er frá kl. 8.30 til 16.30 eða eftir nánara samkomulagi. Æskilegt er að um- sækjandi hafi reynslu í þjálfun fjölfatlaðra og á sviði stjórnunar. Nánari upplýsingar um kjör og starfshætti veitir Árni Már Björnsson, yfirþroskaþjálfi vinnustofanna, í síma 602735 eða Hulda Harðardóttir, yfirþroskaþjálfi Kópavogshæl- is, í síma 602700. RANNSOKNAST. HASKOLANS FRUMULÍFFRÆÐIDEILD SAMEINDALÍFFRÆÐINGUR - FAGDEILDARSTJÓRI Óskum eftir að ráða tímabundið starfskraft til sameindalíffræðilegra rannsókna á krabbameinsfrumum. Líffræðimenntun, meinatæknimenntun eða önnur sambærileg menntun nauðsynleg. Um er að ræða hluta- starf. Frekari upplýsingar veitir Rósa Björk Barkardóttir í síma 601908. BORGARSPÍTALINN Aðstoðarlæknar Staða reynds aðstoðarlæknis við lyflækn- ingadeild er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. mars 1993 til eins árs. Umsóknir sendist yfirlækni lyflækningadeild- ar fyrir 1. desember nk. Rekstrartækni- fræðingur frá Danmörku (1985), viðskiptafræðinám 1985-1987, sækir um starf við verkefna- stjórnun eða framleiðslustjórnun. Hann starfar í Danmörku sem ráðgefandi tæknifræðingur. Starfsreynsla: 2 ár við fram- leiðslustjórnun í skipasmíðastöð, 2 ár við verkefnastjórnun í hugbúnaðarfyrirtæki og síðastliðin 4 ár sem ráðgjafi við verkefna- stjórnun og þróun hugbúnaðar við bygging- ar-, umhverfismála- og orkuverkefni. Góð þekking á ISO 9000 og innfærslu þess í fyrirtæki. Tungumálaþekking er góð. Upplýsingar hjá Hirti Eiríkssyni, Vinnumála- sambandi samvinnufélaganna, sími 686855. Vilt þú vinna sjálfstætt í eigin fyrirtæki og hafa umtalsverða tekjumöguleika? Af sérstökum ástæðum er til sölu, að hálfu eða öllu leiti, þrifalegt og fallegt fyrirtæki í framleiðslu- og þjónustugeiranum. Fyrirtækið er vel staðsett og í góðu hús- næði. Starfsmannafjöldi 3-6 á vakt f einu. Áætluð velta á næsta ári 15-20 milljónir á mánuði. Mjög góð álagning. Fyrirtækið hentar jafnt konum sem körlum eða heilli fjölskyldu. Söluverð 9 millj. 50% eða 18 miilj. 100%. Hluti af kaupverði má vera góð fasteign eða fasteignaverð. Áhugasamir sendi bréf með helstu upplýs- ingum, s.s. nafni, heimilisfangi, síma og starfsreynslu, til auglýsingadeildar Mbl., Aðalstræti 6, merkt: „Kjörið tækifæri - 6789". Kennarar Frá áramótum vantar kennara við grunn- skóla Njarðvíkur í alls 32 stundir. Kennslugreinar: Enska, samfélagsfræði, líffræði og myndmennt. Upplýsingar veitir Gylfi Guðmundsson, skóla- stjóri í síma 92-14399 eða 92-14380. Skólastjóri. Bæjarstjóri Laus er til umsóknar staða bæjarstjóra Ólafsfjarðar. Starfssvið bæjarstjóra: ★ Bæjarstjóri hefur með höndum daglega framkvæmdastjórn bæjarfélagsins og fylgir eftir samþykktum og ákvörðunum bæjarstjórnar hverju sinni. ★ í starfinu felst yfirstjórn fjármála bæjarfé- lagsins, umsjón með gerðfjárhagsáætlana. ★ Yfirumsjón með starfsmannahaldi. ★ Bæjarstjóri gætir hagsmuna bæjarfélags- ins út á við og annast samskipti við stofn- anir, fyrirtæki og samtök. Ráðningarskilmálar: Ráðningarsamningur bæjarstjóra gildir til loka yfirstandandi kjörtímabils, þ.e. maí 1994. Bæjarstjóri þarf að geta haf ið störf sem fyrst. Við leitum að hæfum einstaklingi í þetta mikilvæga starf, sem hefur þekkingu og reynslu áf stjórnunarstörfum. Reynsla og þekking á málefnum sveitarfélaga er æski- leg, en þó ekki skilyrði. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði og lifandi áhuga á stjórnun og starfsemi bæjarfélagsins. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Farið verður með allar umsóknir og fyrir- spurnir sem trúnaðarmál. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Bæjarstjóri Ólafsfjarðar", fyrir 21. nóvember nk. Haevai nirurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Simi 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Norræna listamiðstöðin auglýsir lausar til umsóknar tvær norrænar stöður sem skipað er ítil fjögurra ára (með hugsanlegum möguleika á framlengingu). Norræna listamiðstöðin er samnorræn stofnun sem hefur það að verkefni að stuðla að framgangi norrænn- ar samvinnu á sviði myndlistar. Skrifstofa stofnunarinn- ar er í Sveaborg, sem er eyjaklasi við innsiglinguna til Helsinki. Starfsemin gengur út á að setja saman og dreifa sýningum, gefa út listatímaritið SIKSI, reka gesta- vinnustofur, skrásetningarvinnu, ráðstefnuhöld o.s.frv. Frá árinu 1990 er norræn lista- og listiðnaðarnefnd (NKKK) stjórn miðstöðvarinnar. Starfsmenn miðstöðvar- innar telja eins og stendur fimmtán og hefur fram- kvæmdastjóri yfirumsjón með starfseminni. Sýninga-' stjóri er yfirmaður sýningadeildarinnar en þar að auki eru starfandi sýningaumsjónarmaður, sýningaritari og tæknimaður. Sýningastarfsemin gengur fyrst og fremst út á norræna samtímalist, sem aðallega er sýnd innan Norðurland- anna. Tveir sýningasalir eru í Sveaborg, einn 400 fm og annar 200 fm og eru settar upp um tíu sýningar í þeim á ári. Norræna sýningin Borealis, sem fer fram annað hvert ár, er dæmi um stærri verkefni sem mið- • stöðin stendur fyrir. Sýningastjóri Staðan krefst skjalfestrar reynsiu af sýningastarfsemi í tengslum við list, vísindalega menntun á sviði lista sem og víðtæka þekkingu á norrænni samtímalist og nor- rænu listalífi. Mikil áhersla er lögð á góða skipulagningar- og stjórnunarhæfileika sem og góða samstarfshæfi- leika. Reynsla af verkstjórn er kostur. Umsækjenda ber að hafa vald á dönsku, norsku eða sænsku og þar að auki ensku. Laun greiðast samkvæmt launaflokki A 23 (byrjunarlaun eru 11.268 FIM á mánuði og hámarkslaun að meðtöld- um öllum aldurshækkunum 14.390 FIM á mánuði). Fyrir embættismann, sem ekki er finnskur ríkisborgari, bætist þar að auki við styrkur til að koma sér fyrir og staðaruppbót, sem er skattlögö í Finnlandi, sem og fiutningastyrkur. Sýningaumsjónarmaður Sýningaumsjónarmaðurinn heyrir undir sýningastjór- ann, en starfar sjálfstætt að sýningaverkefnum sem ákveðin hafa verið. Staðan krefst skjalfestrar reynslu af sýningastarfsemi og vísindalegri menntun á sviði lista. Umsækjanda ber að hafa vald á dönsku, norsku eða sænsku auk ensku. Laun greiðast samkvæmt launaflokki A 20 (byrjunarlaun eru 8.998 FIM á mánuði og hámarkslaun að meðtöldum öllum aldurshækkunum 11.491 FIM á mánuði). Fyrir embættismann, sem er ekki finnskur ríkisborgari, bætist þar að auki við styrkur til að koma sér fyrir og staðaruppbót, sem er skattlögð í Finnlandi, sem og flutningastyrkur. Umsóknir verða að berast miðstöðinni í síðasta lagi 4. desember 1992. Störf ber að hefja sem allra fyrst eða samkvæmt sérstöku samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Staffan Carlén, framkvæmda- stjóri miðstöðvarinnar. Umsóknir sendist Nordisk Konstcentrum, Sveaborg, SF-001909 Helsingfors. Sími 90-358-0-668143, fax 90-358-0-668594.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.