Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 V ■<?cp r <r4 prrJ 'p:/ - r a'Tn-Ann i ípfííí tot/? >naAu jm kílM rS' (/> Litli leikskóiinn Fóstru- og uppeldismenntaðar dagmömmur geta bætt við börnum. Dagskipulag eins og á leikskólum. Björt og góð aðstaða. Upplýsingar í símum 683557 á daginn og 39412 og 624453 á kvöldin. Símavarsla Félagasamtök óska að ráða starfskraft í símavörslu og fleiri almenn skrifstofustörf. Æskilegt er að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „J - 11299“ fyrir 20. nóvember. Lögmannsstörf Ungur lögfræðingur óskar eftir aukavinnu á lögmannsstofu. Upplýsingar í síma 32335. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar tii starfa nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. í boði er ódýrt húsnæði og ágæt laun. Aðstoðað er við flutning á búslóð. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 97-71403 eða framkvæmdastjóri í síma 97-71402. Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað. Reykjavík Óskum að ráða á nýja vinnustofu heimilisfólksins: 1. Verkstjóra í 80-100% starf frá 1. janúar 1993. Góð kunnátta íhandavinnu, reynsla í stjórnunarstörfum og hæfileikar til að umgangast fólk nauðsynleg. Þarf að hafa bíl. 2. Leiðbeinanda í 50% starf eftir hádegi frá 1. desember. Kunnátta í handavinnu og hæfileikar til að umgangast fólk nauðsyn- leg. Góð vinnuaðstaða. Upplýsingar gefur Jóhanna Sigmarsdóttir í síma 689500 frá kl. 10-11 f.h. Tölvunar,- verk- eða viðskiptafræðingur eða einstaklingur með mikla tölvuþekkingu óskast í fullt eða hlutasta;1, 60-90%, til þess að sinna kennslu, ráðgjöf og gerð náms- gagna. Fyrirtækið stendur á mjög traustum grunni og hefur vaxið jafnt og þétt á þeim tæpu sjö árum sem það hefur starfað. Kennt er bæði á PC og Macintosh. Vinnutími er sveigjanleg- ur og má búast við kvöld- og helgarvinnu á ákveðnum árstímum. Umsækjandi þarf að hafa góða þekkingu á eða geta tileinkað sér fljótt: • Macintosh • Word og Excel • PageMaker • FileMaker • Windows og netumhverfi Vlð leitum að einstaklingi sem á auðvelt með að umgangast fólk, hefur gaman af að kenna og á auðvelt með að tjá sig í rituðu máli. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar. Upplýsingar ekki veittar í síma. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegl 16 • stofnuð 1. mars 1986 © 68 80 90 „Au pair“ - England íslenskur námsmaður óskar eftir „au pair" til að gæta 5 ára drengs frá nk. áramótum. Viðkomandi má ekki reykja og þarf að vera 19 ára eða eldri. Upplýsingar í síma 9044-31-447-3669. □ Sundlaug Starf forstöðumanns Sundlaugar Kópavogs er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækj- andi hafi kunnáttu og/eða reynslu af íþrótta- málum, rekstri og stjórnun. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1992. Upplýsingar gefur íþróttafulltrúi í síma 45700. Starfsmannastjóri. Gjaldkeri/bókari Fyrirtæki á Stór-Reykjavíkursvæðinu óskar eftir að ráða gjaldkera/bókara til starfa. í starfinu felst m.a.: - Fjármálastjórn. - Bókhald og uppgjör til endurskoðanda. - Gjaldkerastörf. - Innheimta. - Tryggingamál. - Starfsmannamál o.fl. Nauðsynleg málakunnátta er enska og við- komandi þarf einnig að hafa góða kunnáttu og reynslu í notkun PC-tölva. Starf þetta er umfangsmikið og krefst að viðkomandi sé töluglöggur, skipulagður og eigi auðvelt með mannleg samskipti. Lágmarksaldur er 27 ára og þarf viðkomandi að hafa góða menntun eða reynslu, sem nýtist honum vel í þessu starfi. Reyklaus vin'nustaður. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „M-99“ fyrir 23. nóvember 1992. Forritari og viðskiptafræðingur Vegna aukinna verkefna óskar íslenskforrita- þróun hf. eftir starfsmönnum í hugbúnaðar- deild og þjónustudeild. Forritari: Verkefnin eru margvísleg og krefjandi. Unnið er í forritunarmálunum Pascal, C og C++ undir DOS og Windows. Umsækjandi þarf að hafa háskólagráðu í tölvunarfræði eða sambærilega menntun. Hann þarf að gjör- þekkja a.m.k. eitt ofangreindra forritunar- mála. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á forritun í gluggaumhverfi, s.s. MS-Windows, Presentation Manager eða X-Windows. Inn- sýn f hlutbundna forritun verður talin til tekna. Nánari upplýsingarveitirÖrn Karlsson eða Vilhjálmur Þorsteinsson. Þjónustufulltrúi: Verkefnin eru ráðgjöf og þjónusta við notend- ur ÓpusAllt viðskiptahugbúnaðar. Við leitum að starfsmanni með viðskiptafræðimenntun eða mikla reynslu á þessu sviði. Umsækj- andi þarf að hafa góða þekkingu á notkun viðskiptahugbúnaðar. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Árnason. Aðeins þeir, sem hafa brennandi áhuga, eru fljótir að tileinka sér nýjungar og geta unnið sjálfstætt, koma til greina. Helsta verkefni íslenskrar forritaþróunar hf. er smíði ÓpusAlit viðskiptahugbúnaðar. Fyrirtækið var stofnað árið 1983 og starfs- menn eru nú 25. Umsóknir skulu vera skriflegar. íslensk forritaþróun hf. Engjateigi 3, sími 671511. Hefur þú áhuga á aukatekjum? Við óskum eftir vönum sölumanni, sem hefur góð sambönd og vill bæta á sig sölu fyrir ferðaþjónustu. Þarf helst að kunna ensku. Við óskum líka eftir sölumanni í fullt starf. Þarf að kunna ensku. Framtíðarferðir, sími 684004. Yfirverkstjóri Hraðfrystihúsið Skjöldur hf. óskar eftir að ráða yfirverkstjóra frá 1. janúar 1993. í starfinu felst m.a. yfirumsjón með fram- leiðslu og starfsmannahaldi. Reynsla af verk- stjórn og mannaforráðum er nauðsynleg: Skriflegar umsóknir sendist til: Skjaldar hf., 550 Sauðárkróki, eða Þormóðs ramma hf., 580 Siglufirði, fyrir 1. desember 1992. Starf að gæðamálum Stórt fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða starfsmann til að vinna að verkefnum á sviði gæðamála ásamt stefnumótun í hagræðing- armálum. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu menntaðir rekstrarverkfræðingar, rekstrar- tæknifræðingar eða viðskiptafræðingar með rekstrarhagfræðimenntun. Leitað er að starfsmanni með reynslu af ofangreindum störfum. Umsóknarfrestur er til og með 18. nóv. nk. Umsóknareyðublöð á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustlg 1a - 101 Reykjavík - Slmi 621355 Atvinnuráðgjafi Austurlands Atvinnuþróunarfélag Austurlands leitar að atvinnuráðgjafa, þar sem núverandi ráðgjafi tekur við starfi framkvæmdastjóra fyrir Teknologisk Informationscenterfor Ringkob- ing Amt í Danmörku. Tilgangur Atvinnuþróunarfélagsins er að stuðla að þróun og eflingu atvinnulífs á Austur- landi í því skyni að auka fjölbreytni og arðsemi. Starfinu fylgir einnig umsjón með Atvinnu- þróunarsjóði Austurlands. Æskilegur átvinnuráðgjafi þarf að búa yfir eftirfarandi kostum: ★ Félagslyndur að eðlisfari með góða sam- skiptahæfileika jafnt skriflega sem munn- lega. ★ Þekkingu á rekstrarfræði og atvinnuþró- unarstarfi. ★ Þekkingu á byggðamálum. ★ Reynslu af stjórnunarstörfum, gjarnan innan fyrirtækis eða í hliðstæðum störf- um og/eða einhverskonar ráðgjöf. ★ Þekkingu á atvinnulífinu og samtökum og stofnunum í tengslum við það. ★ Kunnáttu í tölvunotkun. Umsóknarfrestur er til 27. nóvember nk. og skulu umsóknir, er greina ítarlega frá starfs- ferli, menntun og reynslu umsækjanda, sendast til: A tvinnuþróunarfélags A usturlands, Ránargötu 6, 710Seyðisfirði. Upplýsingar um starfið veitir formaður félagsins, Adólf Guðmundsson, í síma 97-21402/21339 og atvinnuráðgjafi, Axel A. Beck, í síma 97-21287/21410.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.