Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 SUWWUPAGIIR 15/11 SJONVARPIÐ STOÐ TVO 13.30 ►Meistaragolf Logi Bergmann Eiðsson og Páll Ketilsson fjalla um golfsumarið og sýna svipmyndir. 14.25 Tfj||| IQT ►Kiri og André á lUnUOI Broadway Kiri Te Kanawa syngur þekkt lög úr Bro- adwaysöngleikjum, m.a. „It Could Happen To You“. André Previn stjómar. 15.15 ►Rita Hayworth Bandarísk heim- ildamynd um leikkouna og kyntákn- ið. 16.15 ►Gjaldþrot heimilanna - hvað er til ráða? í þættinum er fjallað um gjaldþrot og rætt við fólk sem hefur frá sárri reynslu að segja og við full- trúa fyrirtækja og stofnana þar sem fólk getur leitað aðstoðar. Umsjón: Valgerður Matthíasdóttir. Áður á dagskrá 21. maí sl. 16.55 ►öldin okkar (Notre siécle) Fransk- ur heimildarmyndaflokkur um helstu viðburði aldarinnar. í þessum þætti verður fjallað um fyrri heimsstyijald- arárin, 1914-1918. Þulur: Ámi Magnússon. (2:9) 17.50 ►Sunnudagshugvekja Séra Ólðf Ólafsdóttir, prestur f Skjóli, flytur. 18.00 ►Stundin okkar Skralli trúður og vinir hans draga úr réttum lausnum f fyrstu getraun vetrarins. Lokaþátt- ur leikritsins um Pöllu frekju. Heið- rún Halldórsdóttir syngur með Þvottabandinu og Ágúst Kvaran og hjálparkokkar gera tilraun. Umsjón: Helga Steffensen. 18.30 ►Brúðurnar í speglinum (Dock oma i spegeln) Sænskur mynda- flokkur fyrir böm á öllum aldri, byggður á sögum éftir Mariu og Camillu Gripe. Leikraddir: Jóhanna Jónas og Felix Bergsson. 18.55 ►Táknmálsfréttir 19.00 ►Bölvun haugbúans (The Curse of the Viking Grave) Kanadískur myndaflokkur um þijú ungmenni sem finna foman víkingahaug og fjarlægja úr honum spjót. Síðar kem- ur í ljós að á haugnum hvíla álög og hveijum þeim sem rótar í honum er hætta búin. Aðaihlutverk: Nichol- „ as Shields, Evan Tlesla Adams og Michejle St. John. (1:5) 19.30 ►Auðlegð og ástríður (The Power, the Passion) Ástralskur framhalds- myndaflokkur. (39:168) 20.00 ►Fréttir og veður 20.35 ► Vínarblóð (The Strauss Dynasty) Myndaflokkur sem austurríska sjón- varpið hefur gert um sögu Strauss- ættarinnar. Aðalhlutverk: Anthony Higgins, Stephen McGann, Lisa Harrow, Edward Fox og John Giel- gud. (8:12) 21,25 íbDflTTID ►Evrópumót bikar- IrllUI IIII hafa í handbolta - bein útsending frá lokakafla leiks Vals og Maistas Klaipeda frá Lithá- en. Lýsing: Amar Björnsson. 21.50 ►Dagskráin Stutt kynning á helsta dagskrárefni næstu viku. 22.00 ►££& — hvers vegna Evrópskt efnahagssvaeði? Sjónvarpið sýnir næstu daga sex tíu mínútna þætti til kynningar á Evrópska efnahags- svæðimi (EES), en frumvarp um aðild íslands að því er nú til meðferð- ar á Alþingi. í fyrsta þættinum verð- ur fjallað um innri markað Evrópu- bandalagsins (EB), hvers vegna til hans er stofnað og hvers vegna EFTA-ríkin ákváðu vegna hans að semja við EB um myndun EES sem grundvallast á opnum vinnumarkaði og fijálsum viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Umsjón: Ingi- mar Ingimarsson. (1:6) 22.10 M þoku Ijósri vindar vefa Þáttur um Hannes Sigfússon skáld. Hannes er eitt af atómskáldunum svokölluðu, _ sem komu fram á sjónarsviðið um miðja öldina og ollu miklu fjaðrafoki og illdeilum í bókmenntaheiminum. í þættinum greinir Hannes frá skáld- ferli sínum og Björn Ingi Hilmarsson leikari flytur ljóð úr bókum hans. Umsjón með þættinum höfðu Jón Egill Bergþórsson og Sjón. 23.00 jnui |QJ ►Til heiðurs Sevilla IUHLIÖI (Homage Séville) Þýsk/spænskur sjónvarpsþáttur, þar sem söngvarinn góðkunni, Placido Domingo, fer um Sevilla, segir frá merkum stöðum og tekur lagið. 24.00 ►Útvarpsfréttir í dagskrárlok 9.00 ►Regnboga-Birta flokkur. Teiknimynda- 9.20 ►Össi og Ylfa Ævintýraleg teikni- mynd um bangsakrílin og vini þeirra. 9.45 ►Myrkfælnu draugarnir Nýr teiknimyndaflokkur um þijá myrk- fælna drauga. 10.10 ►Prins Valíant Spennandi teikni- myndaflokkur fyrir börn og unglinga. 10.35 ►Marianna fyrsta Teiknimynda- flokkur um hugdjörfu unglingsstúlk- una og vini hennar. 11.00 ►Brakúla greifi Meinfyndinn teikni- myndaflokkúr fyrir alla aldurshópa. 11.30 ►Blaðasnáparnir (Press Gang) Leikinn myndaflokkur. 12.00 ►Fjölleikahús Heimsókn í erlent flöileikahús. 13.00 jnUI |QJ ►Ópera mánaðarins lURLIðl - Kata Kabanova Söguþráður óperunnar er byggður á „The Storm" eftir A.N. Ostrovsky en tónlistin er eftir Leo Janacek og er þetta með þekktari verkum hans. Breskir gagnrýnendur lofuðu þessa uppfærslu Glyndeboume-leikhússins í hástert og þá sérstaklega frammi- stöðu Nancy Gustafson sem syngur hlutverk Kötu. Hér segir frá Kötu sem er gift en verður yfir sig ástfang- in af öðrum manni. En hún fær ekki að njóta hans og er harmur hennar slíkur að hún að endingu drekkir sér. Einsöngvarar eru Nancy Gust- afsson, Felicity Palmer og Ryland Davies ásamt Sinfóníuhljómsveit Lundúnaborgar undir stjórn Andrews Davies. Áður á dagskrá í febrúar 1991. Leikstjóri: Nikolaus Lehnhoff. 1990. 14.50 íhDnTTID ►NBA deildin (NBA lr HUI IIII Action) Léttur þáttur þar sem brugðið er upp „hinni hlið- inni“ í bandarísku úrvalsdeildinni. 15.15 ►íslandsmótið í handknattleik íþróttadeild Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með gangi mála í 1. deild karia í handknattleik. 15.45 ►NBA körfuboltinn Körfuboltasér- fræðingurinn Einar BoIIason lýsir leik í bandarísku úrvalsdeildinni ásamt íþróttadeildinni. 17.00 ►Listamannaskálinn Endurtekinn þáttur þar sem kastljósinu er beint að írsku rokktónlistarfólki. 18.00 ►öO mínútur Margverðlaunaður fréttaskýringaþáttur. 18.50 ►Aðeins ein jörð Endurtekinn þátt- ur frá síðastliðnu fimmtudagskvöldi. 19.19 ►19:19 Fréttir og veður. 20.00 ►Klassapíur (Golden Girls) Banda- rískur gamanþáttur. (23:26) 20.30 ►Landslagið á Akureyri Áttunda lagið sem keppir til úrslita í Lands- laginu heitir „Til botns“. 20.40 ►Lagakrókar (L.A. Law) Banda- rískur framhaldsmyndaflokkur. (15:22) 21.30 IflfllfUVIin ►Endurfundur n I inm II1U (Kaleidoscope) Þrjár litlar stúlkur eru skildar að og komið fyrir hjá vandalausum eftir að foreldrar þeirra eru myrtir. Tvær þeirra lenda á ástríkum heimilum en sú þriðja, Hillary, þarf að beijast í gegnum hryllilega æsku misþyrm- inga og barsmíða. Vinur foreldra þeirra einkaspæjara til að finna þær og leiða til sfn. Hillary, sem leikin er af Jaclyn Smith, hefur komist vel áfram og vill ekki rifja upp átakan- lega æsku sína. Hún fellst þó á að hitta systur sínar en endurfundirnir hafa óvæntar afleiðingar. Aðalhlut- verk: Jaclyn Smith, Perry King, Colleen Dewhurst og Donald Moffat. 1990. Maltin gefur ★ ★. 23.00 ►Tom Jones og félagar Kvöldstund með þessum heimsþekkta söngvara og gestum hans. (1:6) 23.30 ►Karate-strákurinn II (The Karate Kid II) Daniel og Miyagi fara til Japans. Þar lenda þeir í átökum við fornan erkifjanda Miyagis og við- skotaillan frænda hans. Leikurinn berst víða og þeir félagar lenda í ótrúlegustu aðstæðum. Aðalhlutverk: Ralph Macchio, Noriyuki (Pat) Mo- rita, Nobu McCarthy og Martin Kove. Leikstjóri: John G. Avildsen. 1986. Maltin gefur ★ ★ 'h Myndbanda- handbókin gefur ★ 'h. Bönnuð börn- um. 1.25 ►Dagskrárlok Hannes Slgfússon í þoku Ijósir vindar vefa Ný íslensk mynd byggð á viðtali við Hannes Sigfússon skáld SJÓNVARPIÐ KL. 22.10 Hannes Sigfússon er eitt af atómskáldunum svokölluðu, sem komu fram á sjónar- sviðið um miðja öldina og ollu miklu ijaðrafoki f bókmenntaheiminum. Fyrsta ljóðabók hans, Dymbilvaka, kom út árið 1949 en síðan hefur hann sent frá sér sex ljóðabækur, eina skáldsögu, æviminningar í tveimur bindum, auk fjölda þýðinga. í þættinum segir Hanns frá skáld- ferli sínum og viðfangsefnum og Björn Ingi Hilmarsson leikari flytur ljóð úr bókum hans. Myndataka var í höndum Haraldar Friðrikssonar, Stígur Steinþórsson gerði leikmynd, en umsjón með þættinum höfðu Jón Egill Bergþórsson og Sjón. Heimildaþáttur um öldina okkar Þættir byggðir á myndefni úr filmusafni Gaumont-fyr- irtækisins Tuttugasta öldin - Fjallað er um daglegt líf frá aldamótum til okkar tíma. SJÓNVARPIÐ KL. 16.55 Sjón- varpið hefur nú hafið sýningar á franskri heimildamyndaröð í níu þáttum um sögu tuttugustu aldar- innar. Þættimir em byggðir á myndefni úr filmusafni Gaumont- fyrirtækisins og í þeim er fjallað um allar hliðar hins dag- lega lífs frá aldamót- um og til okkar tíma. Annar þátturinn verður á sunnudag- inn 15. nóvember og þar era tekin fyrir árin frá 1914 til 1918. Þýðandi er Ingi Karl Jóhannes- son en þulur er Árni Magnússon. Oður til mánans RÁS 1 KL. 14.00Þáttur um Finn Jónsson listmálara 100 ára er á dag- skrá Rásar 1 í dag og nefnist hann „Óður til mánans". Finnur Jónsson listmálari fæddist 15. nóvember| 1892 á Strýtu Hamarsfírði. Að I loknu gullsmíða-1 námi hér heima I hélt hann til | myndlistarnáms til Kaupmanna-1 hafnar og síðar I Þýskalands. Árið I 1925 sýndi hann á vorsýningu Der Sturm í Berlín með nokkrum helstu forkólfum abstraktlistarinn- ar og er því einn fyrsti málarinn í heiminum sem til- einkaði sér þann stíl. Finnur Jónsson starfaði að list sinni fram til ársins 1987 og hún spannar mjög vítt svið. Hann var ákaflega virkur í félags- málum listamanna og er meðal ann- ars heiðurfélagi Félags íslenskra myndlistarmanna. Þátturinn verður aðallega byggður upp á viðtölum við listamanninn og greinum um list hans. Umsjón hefur Þorgeir Ólafs- son. Flnnur Jónsson var meðal þeirra fyrstu er málaði abstrakt Tónlist og spjall - Poppararn- ir í EMF og Shakespear- systur eru gestir Tom Jones í kvöld. Tom Jones fær gesti STÖÐ 2 KL. 23.00 Söngvarinn Tom Jones tekur á móti fulltrúum mismunandi tónlistarhefða í sex þáttum sem verða vikulega á dag- skrá Stöðvar 2. Á ferðalagi sínu frá jazz til gospel og frá ljúfum kirkju- tónum til rífandi rokktónlistar hittir Tom meðal annars Steve Wonder, Curtis Stigers, Cyndi Lauper og Bob Geldorf. Tom talar við tónlist- armennina, fær þá til að spila og rekur sögu þeirrar tónlistarstefnu sem þeir eru fulltrúar fyrir. í kvöld talar Tom við evrópsku popparana í EMF og Shakespear-systur og tekur með þeim lagið. Leyndarmál úr fortíðinni Endurfundir systranna þriggja hafa óvæntar afleiðingar STÖÐ 2 KL. 21.30 Endurfundir (Kaleidoscope) er spennandi og áhrifarík kvikmynd um þijár ungar konur sem era skildar að í æsku og komið fyrir hjá vandalausum eftir að foreldrar þeirra eru myrtir. Löngu síðar ræður vinur foreldra þeirra, sem á stutt eftir ólifað, einkaspæjara til að hafa uppi á stúlkunum og leiða þær til sín. Tvær kvennanna lentu á ástríkum heimilum en sú þriðja, Hill- ary þurfti að beijast í gegnum hrylli- lega æsku barsmíða og annarra mis-' þyrminga. Hillary, sem leikin er af Jaclyn Smith hefur komist vel áfram og vill síst af öllu rífja upp átakanleg uppvaxtarár sín. Einkaspæjaranum tekst þó að telja hana á að horfast í augu við fortíðina og fær hana til að hitta systur sínar. Endurfundimir hafa óvæntar afleiðingar þegar göm- ul leyndarmál, sem geta stofnað lífí þeirri í hættu, eru dregin fram í dagsljósið. Harmleikur - Aðeins eitt var óbreytt frá bernsku Hilary Walker — ást hennar á fjöl- skyldunni sem hún hafði misst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.