Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 39 Tölvunámskeid Excel 4.0 fyrir Windows og Macintosh, 14 klst. Word 2.0 fyrir Windows og Macintosh, 14 klst. Windows 3.1, 8 klst. PC grunnnámskeið, 16 klst. Innifaldar eru nýjar íslenskar bækur. DANFOSS . VEIT HVAD ÞU VILT! Mikil útbreiösla DANFOSS ofnhltastilla a (slandi sýnir aö þeir eru í senn nákvæmir og örugglr. Æ fleiri gera nú sömu kröfur til baðblöndun- artækja og velja hitastilltan búnað frá DANFOSS. Með DANFOSS næst kjörhiti á heimilinu Þú stillir á þægilegasta hitann í hverju her- bergi og DANFOSS varðveitir hann nákvæm- lega. Og I baðinu ertu alltaf öruggur meö rétta hitann á rennandi vatni, ekki síst fyrir litla fólkið þitt. = HEÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 624260 Aukirt vellíðan, lœgriorkukostnaður. SÉRFRÆÐIÞJONUSTA - LAGER ÁRNAÐ HEILLA Mynd, Hafnarfírði. HJÓNABAND. Gefín voru saman hinn 10. október Bergvin Þórðarson og Jóhanna Halldórsdóttir af sr. Kristjáni Einari Þorvarðarsyni. Þau eru til heimilis á Álfhólsvegi 91, Kópavogi. Mynd, Hafnarfírði. HJÓNABAND. Gefín voru saman hinn 22. ágúst Eva Melberg og Ingvar Hannesson í Árbæjarkirkju. Þau eru til heimilis á Eyjabakka 18, Reykjavík. Mynd, Hafnarfirði. HJÓNABAND. Gefín voru saman hinn 10. október Karl Udo Luckas og Rósa Linda Thorarensen af sr. Birgi Ásgeirssyni í Lágafellskirkju, Mosfellssveit. Þau eru til heimilis í Gnoðarvogi 88, Rvík. Cterkurog k J hagkvæmur auglýsingamiðill! eftir Elínu Pálmadóttur Af hveiju ertu með svona stóran... ? Allir þekkja hana Rauðhettu, eða hvað? Það gerðu þau líka hún Brynhildur og hann Ingi, sem áttu að leika Rauðhettu og úlfínn þegar brugðið var á leik í jættinum hans Hemma Gunn nú í vikunni. Úlfurinn gleypti ömmuna með miklum tilþrifum. Svo kom Rauð- hetta á vettvang: Af hveiju ertu með svona stórt nef, amma mín? Svo ég geti fundið lyktina af ykkur, svarar ömmuúlfurinn. Af hverju ertu með svona stór augu, amma mín? Svo ég geti séð þig betur, er svarað úr rúmi ömmu. Af hverju ertu með svona stór eyru? Svo ég geti betur heyrt til þín. Af hveiju ertu með svona rosa stóran munn, amma mín? Það er nú bara svo að ég geti étið þig! Þau kunnu þetta allt saman. En þar skaust þeim. Þetta er nefnilega gamaldags og úrelt útgáfa. Nú er orðið vísinda- lega sannað að þó meiningin sé gúð nok, eins og sagt var á prent- smiðjudönsku, þá er Rauðhetta að spyija um allt annað. Það er meira að segja staðfest með virðulegri doktorsritgerð, sem varin var og viðurkennd við danskan háskóla. Frá þessu var sagt í dönsku dagblaði um dag- inn: í Háskólanum í Óðinsvéum hefur nýlega verið varin einstök doktorsritgerð. Höfundur er Nina Lykke, magister í bókmenntum og lektor við Miðstöð í kvenna- og kynlífsrannsóknum. Politiken segir að ritgerð hennar fjalli um Rauðhettu litlu, en í raun sé það freudísk frásögn er fjalli um fyrstu sjálfstæðu kynreynslu litlu stúlkunnar. Og síðan um kynni hennar af hinum kæfandi karl- mannlega kynkrafti sem úlfurinn er táknið fyrir. Svo segir í Politik- en: „Eins og Rauðhetta hittir fyr- ir í úlfínum með stóru eyrun og stóra munninn sitt ofurmenni, sem að lokum gleypir hana, þá mætir litla stúlkan þama karl- manninum og typpinu hans sem tákni um virkiþna og kynkraftinn og þannig verður sjálfsímynd hennar til.“ Leikararnir í sjónvarpsþættin- um hafa sem sagt verið með gamla og úrelta útgáfu af Rauð- hettu, ömmunni og úlfinum. Hafa greinilega ekki enn heyrt um hina vísindalega stúderuðu Rauðhettu. Næst munum við þá eflaust sjá litlu sætu Rauðhettu koma tipl- andi til hennar ömmu sinnar og spyija stóreygð: Af hveiju ertu með svona stórt typpi, amma mín! Ekki stendur það þó í tveimur fallegum útgáfum af Rauðhettu, sem Iðunn er að gefa út nú fyrir jólin. Líklega fylgjast þeir ekki með því allra nýjasta í vísindun- um. I styttri myndabókinni fyrir minnstu börnin furðar Rauðhetta sig hvorki á löngum eyrum, stóru nefi né augum, bara stóru tönnunum. Og í þeirri viðameiri spyr hún um stóru hendumar, eymn, augun og tennurnar. Ekk- ert um hið veigmesta, skv. dokt- omum. Hvomg bókin endar eins og gamla sagan, á að veiðimaður- inn lætur stóran stein í magann á úlfínum í stað Rauðhettu og ömmunar og þegar hann verður þyrstur og ætlar að drekka úr ánni steypist hann í hana og dmkknar. Ágæt lexía til að skynja þyngdarlögmálið. Hér drepur veiðimaðurinn einfaldlega úlfmn, hleypir út ömmu og Rauð- hettu, sem verða sælar og glaðar og telpan heitir því að óhlýðnast mömmu aldrei framar. Þama er kominn predikunartónn. Ég held að við höfum bara lesið þetta sjálf út úr sögunni. En góð vísa er eflaust aldrei of oft kveðin — þótt leiðinlegri sé. Á undanfömum ámm hefur á Norðurlöndum mikið verið skrifað um þessi töfrandi ævintýri sem hrifu okkur í æsku. Þau reynast þá gjaman hafa verið lúmskur áróður ljót- leika. Hún Mjallhvít var ekkert hvít og hrein sem snjór eða hún Öskubuska góða stúlkan. í Sví- þjóð hafa t.d. verið gefnar út nokkrar bækur um Mjallhvíti, oft í skáldsöguformi. Þar gætir margra grasa, sem þessi skrifari þekkir bara af afspum. Mjallhvít umskapast í „bara húsmóður“, sem er að þrífa og elda mat fyrir dvergana sjö meðan þeir ,em í vinnunni. Eða hún býður bara eftir eiginmanni. Dvergamir hafa ýmist verið tákn um einhveija kynferðislega brenglun eða þá kynlausir, þ.e. hvorki karl né kona. Og þar erum við komin í eina útgáfuna. Mjallhvít á sem sagt bara við unglingavandamál að stríða og er að leita að sjálfsí- mynd sinni hjá slíkum dvergum Vonda stjúpan er afbrýðisama unglega nútímamamman, sem sér þarna komna unga fallega stúlku og keppinaut. Eða ímynd mömmunnar sem er að sparka unganum úr hreiðrinu. Og í skóg- inum verður Mjallhvít að standast freistingarnar sem á vegi ungl ingsins verða. Stenst þær ekki bítur í eplið og lætur setja á sig fallega beltið, en sleppur samt o.s.frv. Þarna er efni í ótal dokt- orsritgerðir og jólabækur. Nýja fallega Mjallhvítarbókin er í styttri útgáfunni og því hefur eflaust þurft að sleppa flestu úr þessari stuttaralegu frásögn. stað kjarnans, sem allir krakkar læra: Spegill, spegill, herm þu mér, hver á landi fegurst er? spyr fóstran bara: Hver er fegurst í ríkinu? Hvílík flatneskja! Kannski lagast textinn i lengri útgáfu, Enda virðist ekkert vanta tilfínn anlega í nýju myndabókina um Öskubusku frá sama forlagi. Köttur úti í mýri, setti upp á sig stýri, úti er ævintýri! Ætli þau séu smám saman að veðrast und- an tímans tönn, ævintýrin, og þynnast út? Það væri skaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.