Morgunblaðið - 15.11.1992, Page 40

Morgunblaðið - 15.11.1992, Page 40
MORGVNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK SÍMI 691100. SlMBRÉF 601181, PÓSTHÓLF I5SS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆ/TI 85 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Davíð Oddsson forsætisráðherra um viðræður aðila vinnumarkaðarins Ríkisstjórnin gerir tillög- ur verði ekki samkomulag Samband sveitarfélaga vill formleg’ar viðræður um aðstöðugjald Islendingar eru langlíf- astir Norð- urlandabúa LÍFSLÍKUR íslendinga eru mest- ar af Norðurlandaþjóðunum og á það bæði við um konur og karla. Samkvæmt nýútkomnum Heil- brigðisskýrslum Norðurlanda, sem þó ná aðeins fram til ársins 1990, segir tölfræðin að líkur séu á að nýfætt íslenskt meybarn lifi í 80,3 ár en nýfætt sveinbarn í 75,7 ár. Lífslíkur allra aldurhópa hafa aukist talsvert á Norðurlönd- unum síðustu tvo áratugi, þó mest á íslandi. Þessar háu lífslíkur skýrast að nokkru af því hve ungbarnadauði er fátíður hér og er raunar sá lægsti á Norðurlöndunum. Hins vegar kemur einnig fram í heilbrigðisskýrslunum, að áttræðir íslenskir karlmenn geta búist við að lifa 7,4 ár til viðbótar og áttræðar konur 9 ár til viðbótar og það er um ári lengur en jafnaldr- ar þeirra á hinum Norðurlöndunum geta vænst að lifa. Hafi íslensk kona náð 15 ára aldri benda líkur til að hún lifi 65,9 ár til viðbótar en 15 ára karl getur búist við að lifa 61,4 ár. íslensk kona sem hefur náð 45 ára aldri gæti vænst þess að lifa 36,7 ár til viðbótar en jafnaldri hennar af karlkyni 33 ár. I heilbrigðisskýrslum Norðurlanda kemur einnig fram, að þótt hjarta- og æðasjúkdómar séu algengasta dánarorsök miðalda fólks á Norður- löndum eru hlutfallslega fæst dauðs- föll á íslandi af völdum þessara sjúk- dóma. Er það þakkað góðu forvam- arstarfi og betri læknismeðferð hér á landi en gerist meðal hinna Norður- landaþjóðanna. Sjá einnig bls. 6. -----♦ ♦ ♦ Tengivagn með vikri valt TENGIVAGN vörubíls valt út af veginum við Árnes i Gnúpverja- hreppi um kl. 9 i gærmorgun. Okumanninum tókst að halda vörubílnum á réttum kili og sak- aði manninn ekki. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var mikil hálka þar í sveit í gærmorg- un; glæra á öllum vegum. Vörubíllinn með tengivagninum var að flytja vik- ur, en tengivagninn rann til í hálk- unni, slengdist út fyrir veg og valt. Vörubíllinn 'hélst á réttum kili og skemmdist ekki, né heldur sakaði ökumanninn. Nefnd sem utanríkisráðherra skip- aði um öryggis- og varnarmál átti viðræður við fulltrúa bandarískra stjómvalda í haust. Nefndin segir frá viðræðunum í áfangaskýrslu sem utanríkisráðherra hefur nú kynnt alþingismönnum. Meðal þess sem fram kom í við- ræðunum er að Bandaríkjamenn telja DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segir að verði ekki sam- staða meðal aðila vinnumarkað- arins um tillögur í atvinnumál- um, geti svo farið að ríkissljórn- in leggi fyrir Alþingi tillögur, sem að hluta til verði byggðar á þeirri vinnu, sem fram hefur farið í atvinnumálanefnd. Hann segir að tillögurnar muni líta dagsins ljós innan nokkurra daga. Fundahöld verða áfram að hið fyrsta þurfi að komast að samkomulagi um „réttláta og sann- gjama“ skiptingu kostnaðar vegna reksturs Keflavíkurflugvallar. Benda þeir á að allt að 43% af umferð þar sé borgaralegt flug og að Keflavíkur- stöðin sé dýrasta herstöð Bandaríkja- manna á Atlantshafssvæðinu. íslenska viðræðunefndin sagði að um helgina um þær hiigmyndir, sem verið hafa á lofti um að lækka kostnað atvinnufyr- irtækja og leggja aukin gjöld á einstaklinga. A fundi miðstjóm- ar og formanna landssambanda Alþýðusambandsins í dag ræðst væntanlega hvaða afstöðu ASÍ í heild mun taka til fram kom- inna hugmynda, en andstaða við þær hefur vaxið innan sam- bandsins síðustu daga. íslendingar væru reiðubúnir til sam- vinnu um spamað í rekstri. Banda- ríkjamenn töldu hins vegar að kostn- aðarþátttaka bandalagsþjóða kynni að verða ofarlega á baugi í banda- ríska þinginu. Tóku þeir fram að það ætti einungis við um rekstur flugvall- arins en ekki kostnað við vamir, framlag íslendinga til varnanna væri þegar skilgreint í vamarsamningnum og fælist í því að þeir legðu til land. Sjá frétt á bls. 6. Davíð Oddsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, laugardag, að ef svo færi að aðilar vinnumark- aðarins kæmu sér ekki saman, myndu tillögur stjórnarinnar að- eins byggja að hluta til á þeim hugmyndum, sem verið hafa uppi í atvinnumálanefndinni. „Þær yrðu með hliðsjón af þessum tillögum, en á móti kæmi að frekari áherzla yrði á þætti í anda stjómarstefn- unnar og þess, sem flokkarnir standa fyrir. Ef aðilar hafa ekki áhrif á það, sem gerist, hlýtur þetta að gerast," sagði hann. Að- spurður hvort hann setti aðilum vinnumarkaðarins einhver tíma- mörk í þessu sambandi, sagðist Davíð hafa talað um miðjan mán- uðinn í því sambandi og menn hefðu nú þijá til fjóra daga til að ná dæminu saman. Unnið væri á mörgum vígstöðvum og viðræður héldu áfram. „Ef það kemur á daginn eftir einn eða tvo daga að Alþýðusam- bandið ætlar ekki að vera með í að móta þessar tillögur til loka, er komin upp ný staða og menn taka þá á henni. Það getur tekið okkur einhveija daga,“ sagði Dav- íð. „Ég talaði um miðjan mánuðinn og ég tel að allt frá tíunda til tut- tugasta sé innan þess ramma.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Samtaka íslenzkra sveit- arfélaga, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ef menn vildu blanda niðurfellingu aðstöðu- gjalds inn í þær hugmyndir, sem verið væri að ræða, yrðu að fara fram formlegar viðræður milli rík- isins og sveitarfélaga. „Það helzt í hendur við nýundirritaða yfirlýs- ingu stjómar Sambands sveitarfé- laga og ríkisins, um að engar breytingar verði gerðar á tekju- stofnun sveitarfélaga, nema að höfðu nánu formlegu samráði. For- sætisráðherra hefur lýst því yfir í mín eyru nýlega að þetta ákvæði verði að sjálfsögðu að fullu virt,“ sagði Vilhjálmur. Davíð Oddsson sagðist hafa átt óformlegar við- ræður við forystumenn sveitarfé- laga um þessi mál, og aðilar vinnu- markaðarins hefðu einnig átt slíka fundi. „Ég legg minna upp úr formlegum fundum en óformleg- um, en þeir formlegu þurfa líka að vera,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra hitti Ögmund Jónasson, formann Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, á fundi í gærmorgun, en BSRB hefur fram til þessa ekki tekið þátt í mótun þeirra hugmynda, sem hafa verið á lofti. Atvinnumálanefnd aðila vinnumarkaðarins og ríkisins hitt- ist á fundi í gær og var fyrirhugað að halda áfram vinnu í nefndinni um helgina. Atlantshafssvæðið Keflavíkurstöðin dýrasta herstöð Bandaríkjamanna KEFLAVÍKURSTÖÐIN er dýrasta herstöð Bandaríkjamanna á Atl- antshafssvæðinu, að því er fulltrúar bandarískra stjórnvalda sögðu íslenskri nefnd um varnar- og öryggismál. Bandaríkjamennirnir ræddu um þátttöku íslendinga í kostnaði við rekstur flugvallarins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.