Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 3 Kasparov heimsmeistari í skák í samtali við Morgunblaðið Hef ekkert á mótí því að tefla við Fischer Segir einvígi þó ekkert gildi hafa því tími Fischers sé liðinn GARRÍ Kasparov, heimsmeistari í skák, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri tilbúinn að tefla við Bobby Fischer að uppfylltum vissum skilyrðum en slíkt einvígi myndi ekki hafa neitt upp á sig. Það myndi a.m.k. ekki hafa gildi fyrir skáklistina. I grundvallaratriðum hefði hann hins vegar ekkert á móti því að tefla við Bobby Fischer. Hann taldi ólíklegt að þeir myndu einhvern tíma tefla innan ramma heimsmeistara- keppninnar í skák. Hins vegar vildi hann ekki útiloka fyrirfram einvígi við Fischer ef viðurkenndur aðili tæki að sér að skipu- leggja slíkt. Morgunblaðið ræddi símleiðis við Kasparov á föstudag en hann var þá staddur á hóteli í París en þar tók hann þátt í óopinberu heimsmeistaramóti í atskák. Hann var fyrst spurður hvort lík- ur væru á einvígi þeirra Fischers á næstunni. „Eg hef ekki hug- mynd um það. Mín skoðun er sú að einvígi sé ekki raunhæfur möguleiki,“ sagði Kasparov. Hann bætti því við að slíkt ein- vígi hefði engan tilgang fyrir skáklistina. „Gæði skákanna í Belgrad voru ekki það mikil að þau nægi fyrir alvarlegt einvígi.“ Kasparov taldi ólíklegt að Fisc- her myndi vilja freista þess að tefla um heimsmeistaratitilinn með tilheyrandi þátttöku í und- ankeppninni, millisvæðamótum og áskorendakeppnum. Einnig væri vafasamt að Fischer myndi nokkurn tíma tefla á vegum FIDE, Alþjóðaskáksambandsins. Kasparov benti ennfremur á að ólíklegt væri að heiðarlegir skipuleggjendur skákviðburða myndu vilja sjá um einvígi þeirra. „Og þá er ég að sjálfsögðu ekki að tala um serbneska kommún- istaflokkinn eða eiturlyfjasala," sagði Kasparov. „En auðvitað væri ekki hyggilegt af minni hálfu að hafna fyrirfram tilboði um einvígi við Fischer að því gefnu að viðurkenndir aðilar stæðu að því með sómasamlegum hætti. Bömin mín myndu gleðj- ast yfir slíkum viðburði." Kasp- arov sagði ennfremur að andlegt ástand Fischers þýddi að enginn gæti spáð fyrir um gerðir hans og það torveldaði að sjálfsögðu skipulagningu skákeinvígis. En þetta sama ástand gerði það einnig að verkum að hann sjálf- ur, Kasparov, tæki ekki nærri sér pólitískar yfirlýsingar Fisch- ers um heimsmeistarann sem að öðmm kosti væru ærumeiðandi. Kasparov var spurður hvort hann teldi Fischer í hópi bestu skákmanna heims. „Þótt ótrúlegt megi virðast þá vomm við sem komum fram á fréttamannafundi Bobby Fischer. í upphafí skákmótsins hér í Par- ís sammála um að styrkleiki Fischers jafngilti 2.620-2.640 ELO-stigum.“ Það þýðir að Fischer sé einn af tuttugu til þijátíu sterkustu skákmönnum heims. Kasparov sagðist telja að skákirnar þrjátíu við Borís Spasskí í Belgrad og Sveti Stefan væm nægur efniviður til að álykta um styrkleika Fischers. Þegar heimsmeistarinn var spurður hvort hann hefði varið miklum tíma í að fara yfír skák- irnar, svaraði hann: „Jafnlöngum og þær verðskulduðu." Hann bætti því við að skákimar væm gamaldags. „Þetta var skák eins Garrí Kasparov. og hún var tefld árið 1972. Þeir era báðir miklir skákmeistarar og hafa mikinn skilning á skák. En taflmennskan jafnaðist ekki á við nútímaskák. Þegar ég var níu ára gamall þá bauð einvígið í Reykjavík upp á það besta sem skákmenn höfðu nokkum tíma séð. En því miður get ég ekki upplifað hughrif mín síðan þá.“ Kasparov var spurður hvaða galla Fischer þyrfti helst að lag- færa til að eiga möguleika gegn heimsmeistaranum. „Það er einn andstæðingur sem enginn getur sigrast á og það er Elli kerling. Tími Fischers er liðinn.“ KLIPPIÐ TOPPINN AF RAUÐUM MERRILD OG FÁIÐ SÖDAHL DISKAMOTTUR 103 lá takk, ég vil gjarnan fá _______ Södahl diskamottu(r) og sendi hér meb____ toppa af raubum Merrild 500 g. Eg vil gjarnan fa greitt fyrir mebfylgjandi toppa samtals__kr. Hamark I umslag og 16 toppar af raubum Merríld kaffipokum á hvert heimili. Síbasti innsendingardagur er 28. febrúar 1993. Nafn: Heimilisfang: Póstnúmer: Merrild er kaffið sem setur brag á sérhvern dag og nú gefur Merrild kaffiborðinu lit. Vegna fjölda áskorana hefur Merrild ákveðið að endurtaka diskamottuleikinn. Diskamotturnar vinsælu eru sérstaklega hannaðar af Susanne Brenoe og eru afar eftirsóttar á kaffi- borðið. Með því að safna 4 til 16 toppum af rauðum Merrild kaffipokum, getur þú eignast allt að 4 Södahl diskamottur. Allt sem þú þarft ab gera er að skrifa nafn þitt og heimilis fang á miðann hér og setja ásamt toppunum af rauöum Merrild 500 g í umslag og senda okkur. Þú getur einnig sent okkur toppana og fengiö andviröi þeirra í peningum, en hver toppur er 10 kr. virði. Til þess þarft þú að- eins að fylla út miðann og senda okkur ásamt minnst 4 toppum. Tilboðið stendur til 28. febrúar 1993. Hvert heimili má í mesta lagi senda inn 16 toppa og einn miða. Klipptu toppinn af rauðum Merrild kaffipoka ef þig langar í kaupbæti með góðu kaffi. Þannig innleysir þú toppana af rauðu Merrild kaffi. Skrifið nafn og heimilisfang á miðann áður en toppunum er komið fyrir og þá er ekkert eftir nema frímerkja og setja ípóst. Utan- áskriftin er: Merrild KaffeA/S Póstbox 4132 104 Reykjavík 4 toppar = 1 Södahl diskamotta 8 toppar = 2 Södahl diskamottur 12 toppar = 3 Södahl diskamottur 16 toppar=4 Södahl diskamottur Merrild Kaffe A/S Póstbox 4132 104 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.