Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 5 * Jóhannes Nordal, bankasljóri Seðlabanka Islands Efnahagslegar for- sendur þurfa að vera fyrir lækkun vaxta JÓHANNES Nordal, bankasljóri Seðlabanka íslands, segir að efna- hagslegar forsendur þurfi að vera fyrir hendi til að hægt sé að lækka vexti, aðspurður umjiær vaxtalækkanir sem orðið hafa í Bretlandi, Frakklandi og á Italíu. Vextir á Ítalíu og í Frakklandi hefðu verið mjög háir, sérstaklega á Ítalíu, og væru mjög háir þrátt fyrir þessa lækkun og svigrúm stjórnvalda í þessum löndum til að lækka vexti væri mjög lítið. Svigrúm Breta til að lækka vexti væri til komið vegna þess að þeir væru tilbúnir að taka á sig gengislækkun pundsins og með þeim aðgerðum tækju þeir augljóslega verulega áhættu varðandi verðbólgú. Þeir hefðu valið þann kost vegna mikils samdráttar og atvinnuleysis. Aðspurður um hækkun vaxta hér á landi frá því vextir voru lækkaðir í tengslum við kjarasamninga í vor sagði Jóhannes að eftirspurn hefði verið meiri en framboð á fjármagni. Það væri ekki eingöngu ríkisbréf heldur ekki síður húsnæðisbréf og önnur verðbréf. Ríkið hefði ekki ver- ið mjög umsvifamikið á markaðnum og Seðlabankinn hefði stutt hann eins og komið hefði fram, þannig að áhrif spariskírteina hefðu ekki verið mikil á þessum tíma. Húsnæðiskerfið væri langstærst á þessum markaði í dag. Eftirspurnin eftir peningum væri of mikil miðað við þann sparnað sem væri fyrir hendi. Jóhannes sagði að þegar rætt væri um vaxtalækkan- ir í útlöndum væru það vextir á skammtímalánum sem stjórnvöld gætu haft áhrif á, vextir á lánum til langs tíma eins og á ríkisskulda- bréfum færu eftir aðstæðum á mark- aðnum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, sagði að það væri í raun og veru alveg hægt að lækka vexti hér á landi eins og annars stað- ar ef menn væru reiðubúnir til að taka afleiðingunum. í því efni væri grundvallaratriði að menn gerðu sér grein fyrir því samhengi sem væri á milli peningamála, ríkisfjármála og gengismála. Lækkun vaxta í Bret- landi hefði kostað stjórnvöld þar í landi að þau hefðu þurft að fórna markmiðinu um stöðugt gengi. Þess vegna gætu Bretar lækkað vexti nú. Sömu sögu væri að segja um banda- rísk stjórnvöld sem hefðu fyrir all- löngu tekið ákvörðun um að beita sér fyrir lækkun vaxta en láta geng- ið ráðast á markaði. Svíar hefðu síð- an valið allt aðra leið. Þeir hefðu ákveðið að taka á ýmsum kostnaðart- ilefnum og ríkisfjármálum til þess að geta haldið genginu föstu. Kjarni málsins væri samhengið þama á milli. Ef skapaðar væru réttar að- stæður í ríkisfjármálum með bættri afkomu ríkissjóðs væri hægt að stuðla að lækkun vaxta, en það væri ekki hægt að halda genginu föstu, reka ríkissjóð með mikilum halla og vera með lága vexti, eitthvað hlyti að láta undan. Aðspurður um ástæður þess að vextir hafa hækkað að undanfömu þannig að vaxtalækkun sú sem ákveðin var í vor á ríkisskuldabréfum er að mestu gengin til baka, sagði Þórður að náðst hefði tímabundinn árangur í lækkun vaxta. Sá árangur hefði náðst fremur með hugarorku en að efnahagslegar fortsendur væm fyrir lækkuninni. Því hefðu vextirnir einfaldlega leitað aftur hægt og síg- andi í sama farið og það væri engin sérstök ástæða til að reikna með lækkun vaxta að nýju fyrr en náðst hefði verulegur árangur í að laga afkomu ríkissjóðs eða tilkynnt væm áform þar að lútandi sem almenning- ur tæki trúanleg, en trúverðugleiki skipti einnig máli í þessu sambandi. Morgunblaðið/Arni Sæberg Minjavernd fær viðurkenningu Þróunarfélag Reykjavíkur hefur veitt Minjavernd sjálfseignarstofnun viðurkenningu fýrir framlag til uppbyggingar í miðborg Reykjavík- ur. Viðurkenningin var veitt við athöfn á afmæli félagsins í Ráðhús- inu sl. sunnudag, þar sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður félags- ins ávarpaði gesti en Páll Gíslason varaforseti borgarstjórnar af- henti Gunnlaugi Claessen ríkislögmanni og formanni stjórnar Minja- verndar steinvasann „Uppbyggingu“, gerðan af Kolbrúnu Björgúlfs- dóttur. Sjö aðrir vom tilnefndir til viðurkenningarinnar, Hið íslenska bókmenntafélag og ístak hf., Verslunin Sautján, Laugavegi 91, Kolaportið hf., Listasafn íslands, Laugavegssamtökin, hönnuðir Ráð- húss Reykjavíkur og eigendur Lækjargötu 10. Loðnubátur fékk vír í skrúfuna LOÐNUBÁTURINN Þórður Jón- asson EA fékk endann á snurpu- vírnum í skrúfuna á loðnumiðun- um aðfaranótt sunnudagsins. Nærstaddur bátur, Jón Kjartans- son, tók þá Þórð í tog og sigldi með hann inn á Seyðisfjörð. Skipin komu inn á Seyðisfjörð um klukkan 7 á mánudagsmorgun- inn. Strax var hafist hahda um við- gerð og tókst fljótlega að losa vír- inn úr skrúfunni. Þórður Jónasson hélt aftur á miðin um hádegisbilið í gærdag. Fyrsta sólóplata Diddúar er nú að líta dagsins Ijós. Hér er ó ferSinni ón efa það besta sem heyrst hefur fró Diddú til þessa. Á efnisskrónni eru þrettón qullfalleqar aríur úr bekktum óperum þarsemSinfóníuhljómsveitíslonds undir stjórn Robin Stapleton og ÞjóSarfílharmóníusveitin í Lithóen undir stjórn J. Domarkas og Terje Mikkelsen leika undir geislandi söng Diddúar. . c M KRINGLUNNISIMI: 600930 STÓRVERSLUN LAUGAVEGI26 SÍMI: 600926 LAUGAVEGI96 SÍMI: 6009235 EIÐISTORGI SÍMI: 612160 PÓSTKRÖFUSÍMI: 680685 (SÍMSVARI) Íj!GW°D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.