Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 Nýjar bækur ■ Og áin niðar, sögur og sitt- hvað um veiðar eftir Kristján Gíslason í kynningu segir, að í bók- inni sé ítarlegur kafli um íslensk- ar laxaflugur eftir ýmsa höf- unda ásamt upp- skriftum og lit- myndum og einnig segi Krist- ján frá kynnum sínum af horfn- um vinum og fé- lögum sem eitt sinn settu svip á lífið á árbakk- anum. Útgefandi er Forlagið. Ólafur Pétursson hannaði kápu. Prent- smiðjan Oddi hf. prentaði. Bók- in er 218 bls. Verð 2.980 krónur. ■ Selurinn Snorri eftir norska höfundinn Fritiyof Sælen er kom- in út. Bókin kom út á íslensku árið 1950 og kemur nú í 4. útgáfu. Útgefandi er Bókaútgáfan Björk. Vilbergur Júlíusson skólastjóri hefur þýtt bókina á íslensku. Oddi hf. annaðist gerð bókarinnar. Verð 880 krónur. ■ Tinna byggir kastala er nr. 31 í bókflokknum Skemmtilegu smábamabækumar. Höfundur bókarinnar er Stephanie Calmen- son og teiknari Sheila Beckett. Útgefandi er Bókaútgáfan Björk. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Verð 150 krónur. ■ Nýja rúmið hans Tóta er nr. 32 í sama bókaflokki. Höfundur er Phnina Moed-kass. Teiknari Turi MacCombie. Útgefandi er Bókaútgáfan Björk. Stefán Júliusson rithöf- undur íslenskaði báðar framan- greindar bækur. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Verð 180 krónur. ■ Píanóleikur — Lagasafn 1. hefti er píanóbók fyrir byijendur eftir Björgvin Þ. Valdimarsson. Þessi bók er viðbót við Píanó-leik 1. hefti sem er kennslubók í píanó- leik sem kom út fyrir nokkram áram. Sigríður M. Njálsdóttir mynd- skreytti bókina en hún kostar I. 150 krónur. ■ Almanak Hins íslenska Þjóð- vinafélags í 119 sinn. Það hefur að geyma Almanak um árið 1993 sem Þorsteinn Sæmundsson hef- ur reiknað og Árbók íslands 1991, sem Heimir Þorleifsson hefur tekið saman. Sögufélag hefur tekið við dreifíngu á ritum Þjóðvinafélagsins. Ritið er 184 bls. með fjölda mynda sem tengjast efni bókar- innar. Það er unnið í Prent- smiðjunni Odda hf. Almanakið kostar 975 kr. í búð en 850 kr. til áskrifenda og félagsmanna Sögufélags. ■ Lokasýningar á leikdag- skránni, Sannar sögur - af sá/ar- lífi systrá, verða í menningarmiðstöðinni Gerðubergi miðvikudaginn 18. og fimmtudaginn 19. nóvember. Dagskráin er byggð á svonefndum Tangasögum (Það sefur í djúpinu, Hermann og Dídi og Það rís úr djúp- inu) eftir Guðberg Bergsson. Leikgerðina annaðist Viðar Egg- ertsson, sem er jafnframt leik- stjóri. Leiksýningin er þáttur í sýn- ingunni „Orðlist Guðbergs Bergs- sonar“ sem nú stendur yfir í Gerðu- bergi. Leikarar í sýningunni eru Anna S. Einarsdóttir, Harpa Arn- ardóttir, Ingrid Jónsdóttir, Mar- grét Akadóttir, Sigríður Eyþórs- dóttir og Steinn Armann Magn- ússon. Asa Hauksdóttir sér um leikmynd og búninga, en Trygve J. Eliasen um lýsingu. David C. Turaley: Særðir og fallnir í Persaflóastríðinu (fréttaljósmynd ársins). Sebastio Salgado: Olíulind hamin eftir að eld- urinn hefur verið slökktur. (Myndasyrpan I heild hlaut Oskar Baraack-verðlaunin.) World Press Photo 1992 Myndlist Eiríkur Þorláksson Ljósmyndasýningin World Press Photo er orðinn árlegur við- burður hér á landi, þökk sé sam- starfí fjölmargra aðila með Lista- safn ASI í broddi fylkingar. í sýn- ingarskrá kemur fram að mynd- imar á sýningunni að þessu sinni vora valdar úr tæplega 18 þúsund myndum frá ljósmynduram í 75 löndum og eru það meira en þre- falt fleiri myndir en vora sendar í keppnina fyrir tíu áram. Myndirnar eru verðlaunaðar í ýmsum flokkum, fyrst og fremst eftir hvaða fréttaefni þær fjalla um. Þetta era myndir teknar árið 1991, en þá var afar mikið að gerast á alþjóðavettvangi, eins og allir vita; stríð við Persaflóa og víðtækar hörmungar í kjölfar þess, borgarastyijaldar í Afgan- istan og fyrram ríkjum Júgóslav- íu, byltingartilraun í Sovétríkjun- um, sem síðan liðuðust í sundur, kólerufaraldur í Suður-Ameríku, og er þá aðeins það helsta tínt til. Myndefnin vora því næg, en sýningin endurspeglar þó einna best hinar eilífu stríðshörmungar, sem þjóðir heims mega búa við, og einstakar ljósmyndir hafa fest á fílmu hryliingsaugnablik í lífí þeirra einstaklinga sem þurfa að líða fyrir þau stríð með einum eða öðram hætti. Þó listrænt gildi sé líkast til ekki yfirlýstur mælikvarði við val mynda á sýninguna, kemur það vissulega við sögu í flestum þeim ljósmyndum sem hafa hlotið þann heiður að vera valdar á þessa sýningu. Myndbygging er oft sterk, þó um augnabliksmyndir sé að ræða, og sjónarhornin era einnig lýsandi. Ringulreiðin sem ríkti meðal flóttamanna Kúrda eftir uppreisnina í kjölfar Persa- flóastríðsins kemst vel til skila í mynd Les Stones (9202), og sú staðreynd að ung stúlka kramdist til bana í þvögunni er nöturlegur vottur um örvæntinguna sem gripið hafði fólki. Hin persónulega sorg og miss- ir, jafnvel í sigri styijaldar, kemst vel til skila í fréttaljósmynd ársins eftir David C. Turnley (9201), sem einnig nýtur sterkrar myndbygg- ingar, litasamsetningar og lýsing- ar sem ekki hefði getað hentað betur til að ná fram sterkri ljós- mynd. Fleiri hörmungarsögur era sagðar í myndum sýningarinnar og alltaf er það einstaklingurinn sem er þolandinn í þeim samskipt- um, hvort sem þær eru af manna völdum (9215) eða náttúrannar (9236). En hér er einnig að fínna hetju- sögur og sérstaklega minnisstæð- ar eru ljósmyndir af verkamönn- um að strita við að hemja gjós- andi og brennandi olíulindir í Kúveit. Myndasyrpa Sebastiaos Salgados (9235) er í heild afar sterk í einfaldleika sínum og myndin af hinum meðvitundar- lausa verkamanni, sem hefur rot- ast af krafti olíunnar, er sérstak- lega minnisstæð. Myndir Steves McCurrys (9227) af þessum eftir- köstum stríðsins era einnig vel unnar og virðast stundum vera frá lífí á öðram hnetti, svo ótrú- legt er myndefnið. Ánægjulegri þættir lífsins eiga sér einnig sess meðal ljósmynd- anna á sýningunni og við íslend- ingar eram væntanlega hreyknir yfír náttúramyndum héðan þó þær séu teknar af erlendum ljós- myndara (9240). Litskrúðugir búningar hinna fátæku kvenna í Tajasthan (9254) sýna glöggt, að mannleg reisn er ekki einvörð- ungu háð efnahag og börnin eru ætíð forvitin og vilja kynnast öðr- um börnum, þó þau séu öðru vísi á litinn og komi frá öðram menn- ingarheimum, eins og innflytj- endabörnin í ísrael (9213) sýna svo glögglega. Því miður er þessi sýning svo stór að hún kemst ekki öll fyrir í einu lagi í sýningarhúsnæði Listasafns ASÍ. í stað þess að minnka sýninguna og taka út eitt- hvað af myndum hefur að þessu sinni verið brugðið á það ráð að setja hluta hennar upp á annarri hæð Kringlunnar. Þó slæmt sé að skipta sýningu sem þessari, einkum þegar einstakar mynda- syrpur era rofnar, er þetta betri lausn en að sleppa einstökum verðlaunamyndum. Vonandi verð- ur þessi lausn einnig til þess að þeir sem sjá ljósmyndirnar í Kringlunni leggi leið sína inn á Grensásveg til að fá heildarmynd af þessu merka framtaki. Fréttaljósmyndasýningin World Press Photo í Listasafni ASÍ við Grensásveg stendur til sunnudagsins 22. nóvember, en sá hluti hennar sem er í verslun- armiðstöðinni Kringlunni stendur til 18. nóvember. Lilja Hallgrímsdóttir, formaður menningarmálanefndar Garðabæjar afhendir Maríu Gísladóttur, listdans- stjóra, styrk Garðabæjar. Aðrir á myndinni eru: Bjargey Ingólfsdóttir, formaður styrktarfélags ís- lenska dansflokksins, Salvör Nordal, framkvæmdastjóri, Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri og Sig- rún Gísladóttir, forseti bæjarstjórnar Bæjarstjórn Garðabæjar samþykk- ir að styrkja íslenska dansflokkinn Bæjarstjórn Garðabæjar hef- ur samþykkt tillögu menningar- málanefndar bæjarins um að styrkja íslenska dansflokkinn á þessu ári. í bókun með sam- þykktinni segir: „Styrkurinn er veittur í tilefni af því átaki sem stjórn og styrktarfélag dans- flokksins stendur fyrir til efl- ingar íslenska dansflokksins undir stjórn Maríu Gísladóttur." í fréttatilkynningu segir að styrkurinn hafí verið afhentur í æfíngahúsnæði dansflokksins að Engjateigi 1. í því tilefni heim- sóttu dansflokkinn, Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri Garða- bæjar, Lilja Hallgrímsdóttir, for- maður menningarmálanefndar og Sigrún Gísladóttir, forseti bæjar- stjórnar. Tónlistarfélagið Fiðluleikari frá Litháen á tónleikum MARTYNAS Svegzda-von Bek- ker, fiðluleikari frá Litháen, og Guðríður St. Sigurðardóttir verða með tónleika laugardaginn 21. nóvember kl. 14.30 í íslensku óp- erunni og sunnudaginn 22. nóvem- ber kl. 20.30 í Ytri-Njarðvíkur- kirkju. Á efnisskrá verða: Tartini „Teuf- elstriller“-sónata; Prokofjev Sónata nr. 1; Bramhs Sónata í G-dúr; Ravel Rapsódía „Tzigane". Martynas Svegzda-von Bekker fæddist í Vilníus í Litháen árið 1967. Hann hóf fiðlunám fimm ára gamall hjá ömmu sinni, prófessor E. Strazd- as, sem var mjög þekktur lágfiðlu- leikari. Ári síðar hóf hann nám í Ciurlionis-listaskólanum í Vilníus og 1974 kom hann fyrst fram sem ein- leikari með sinfóníuhljómsveit í Vil- níus. í fréttatilkynningu segir ennfrem- ur að hann hafi unnið til ýmissa verðlauna í heimalandi sínu. Árið 1989 hóf hann nám í Hochschule fur Musik og Theater í Hamborg hjá prófessor Mark Lubotsky. Síðan hef- ur Martynas haldið áfram að sigra í hverri keppninni af annarri og hef- ur verið eftirsóttur einleikari á und- anfömum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.