Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 15 Píanómúsík frá Suð- ur-Ameríku og Spáni Tónlíst Ragnar Björnsson Elena Riu frá Venesúela var píanóleikárinn í Hafnarborg sl. sunnudag. Menningarmálastofnun Venesúela og stjóm Hafnarborgar buðu til þessara tónleika, en Elena Riu er í efnisskrá kynnt sem einna fjölhæfust yngri píanóleikara í Suð- ur-Ameríku. Undirritaður missti því miður af fyrstu verkum tónleikanna, tveim sónötum eftir Scarlatti, sem hann skrifaði á Spáni, svo og hluta af öðru verkinu á efnisskránni, Suite Iberia, eftir Albeniz. Mompou, spænskur (1893-1987), átti síðasta verk fyrir hlé, Scenes d’Enfants — atriði úr lífi bama — og vom það fjórir hugljúfir þættir, sem Riu lék fallega. Þessir þættir reyna ekki mikið á hæfni flytjandans að öðm leyti en því að mála þá fallegum lit- um í hljómagangi svo og syngjandi tón, en hvort tveggja náði Riu að laða fram. Hún notar gjaman mikinn pedal og fékk ég ekki skilið þörfína á því og allra síst í hljómburði þeim, sem salurinn býður upp á. Þessi ped- alnotkun fannst mér miður í leik Riu. Eftir hlé lék Riu Cantos-söngva tileinkaða henni sjálfri, eftir Arim- endi, sem mun vera kvenmanns- nafn. Þessi Cant- os vom sveiðuð ljóðrænum laglín- um og söngræn- um í rólegu tempói og reyndi ekki frekar hér á fíngratækni flytjandans, en stemmn- ingar og tón sem Riu skilaði af ör- yggi. Ljóðræna dansa eftir Grana- dos, sannar perlur, lék Riu hugljúft, en hefði mátt flytja af meiri „brill- íans“, suma dansana a.m.k. Tónleikunum lauk með stuttu verki eftir Moleiro, sem undirritaður veit engin deili á og einskis var getið í efnisskrá. Skemmtilegt lokaverk þar sem komið var víða við í heimi spænskrar og suður-amerískrar tón- listarhefðar. Elena Riu er góður píanóleikari með sterka tilfinningu fyrir verkefnunum sem hún flutti í þessum tónleikum, en varð þó tæp- lega séð að hún væri einn fjölhæf- ■ asti yngri píanóleikara í Suður- Ameríku, eins og segir í efnisskrá. Höfundarnir, Árni Johnsen og Sigmund Jóhannsson skoða bókina í Vestmannaeyjum. „Enn hlær þingheimur“ Ný bók eftir þá Árna Johnsen og Sig- mund Jóhannsson „ENN hlær þingheimur" heitir bók, gamanmál og skopmyndir af stjórnmálamönnum, sem komin er út og er eftir þá félaga Árna John- sen alþingismann og Sigmund Jó- hannsson teiknara. Bókin er sjálf- stætt framhald af fyrri bók þes- irra félaga, sem út kom fyrir tveimur árum og hét „Þá hló þing- heimur". Nýja bókin, „Enn hlær þingheim- ur“ er með sama sniði og hin fyrri, en meiri áherzla er nú Iögð á teikn- ingar Sigmunds, þær eru margar hveijar heimsíður í bókinni og hafa einnig margar áður birzt í Morgun- blaðinu, en einnig eru myndir, sem Sigmund hefur sérstaklega teiknað fyrir bókina. Bókin fjallar um spaugileg atvik og uppákomur, sem tengjast þing- heimi og á að vera krydd í tilveruna eins og það er orðað í kynningu út- gefanda. „Enn hlær þingheimur" er gefin út af Hörpuútgáfunni og er 208 blað- síður. Bókin er unnin af prentsmiðj- unni Odda hf. og kostar út úr búð 2.980 krónur. Ný skáldsaga eft- ir Einar Kárason SKÁLDSAGAN Heimskra manna ráð eftir Einar Kárason er komin út. í kynningu útgefanda segir: „í bókinni segir frá Sigfúsi Killian bílapartskóngi á Lækjarbakka, Solveigu konu hans og æði misvel heppnuðum afkomendum þeirra. Þetta er skrautlegt lið í miðju því grátbroslega klúðri sem lífíð vill verða. Og smám saman raðast fjöl- skrúðugir atburðir saman í mynd af. draumum og sorgum, göfugum markmiðum og lítilsigldum fram- kvæmdum nýríkra og síblankra íslendinga á þessari öld.“ Útgefandi er Mál og menn- ing. Bókin er 233 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Bókin kostar 2.680 krónur. Einar Kárason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.