Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 Ég er meistarinn í London Rætt við Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur og Þórunni Sigurðardóttur í kvöld verður frumsýnt í enskri þýðingu leikritið Eg er meistarina, eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur í Lyric Hammersmith leikhúsinu í London. Sýningin er hluti af framlagi Islands til Norrænnar listahátíðar sem stendur yfir í London í nóvembermánuði. Leikstjóri er Þórunn Sigurðar- dóttir og enska þýðingu gerði Anna Yates. Leikendur eru þrír, þau Baltasar Kormákur, Gunnar Eyjólfsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri segir að strax í kjölfar þess að leikritið hlaut Leikskáldaverðlaun Norðurlanda í júní sl. hafi þessi hugmynd kvfknað að setja verkið á listahátíðina í London í enskri þýðingu. „Upphafsmaður þessar- ar hugmyndar er Jákob Magnús- son menningarfulltrúi íslenska sendiráðsins í London, og í fyrstu virtist þetta alveg fráleit hug- mynd. Leikhúsin höfðu ekki bol- magn til að standa að þessu - þeirra fjárhagur leyfír ekki meira en verkefnaskráin segir til um - og einnig leit illa út með að fjár- magna nýja uppsetningu á verk- inu á ensku, á eigin vegum,“ seg- ir Þórunn í stuttu spjalli sem fór fram rétt áður en hópurinn hélt utan. Til að gera langa - og vafa- laust erfíða - sögu stutta, þá tóku þær Þórunn og Hrafnhiidur hönd- um saman og stofnuðu leikhóp - íslenska leikhópinn - utan um þetta verkefni, réðu leikarana Baltasar Kormák, Gunnar Eyj- ólfsson og Steinunni Ólínu Þor- steinsdóttur, fengu Elínu Eddu Ámadóttur til að hanna leikmynd og taka að sér framkvæmdastjóm verkefnisins, Pétur Jónasson til að sjá um tónlistina og hrintu því á flot. Rausnarlegur stuðningur „Þetta hefði auðvitað aldrei tekist nema til hefði komið rausn- arlegur stuðningur menntamála- ráðuneytisins, íslensku bankanna og fleiri fyrirtækja og utanríkis- ráðuneytisins. Þá höfum við notið velvildar og fyrirgreiðslu bæði Borgarleikhúss og Þjóðleikhúss sem hafa „lánað“ okkur leikarana og hliðrað til með sýningar svo Morgunblaöið/Gunnar tílöndal íslenski leikhópurinn sem sýnir Ég er meistarinn í London. Aftari röð f.v. Gunnar Eyjólfsson, Pétur Jónasson, Anna Yates, Páll Ragnarsson, Baltasar Kormákur. Neðri röð, Þórunn Sigurðardótt- ir, Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. hópurinn kæmist út til London, og einnig höfum við haft æfínga- aðstöðu í Þjóðleikhúsinu þessa síð- ustu daga. Þá höfum við fengið Pál Ragnarsson ljósameistara Þjóðleikhússins til að lýsa sýning- una og hann fylgir okkur til Lond- on. Allt er þetta ómetanlegt," seg- ir Þórann. Það vekur kannski spumingar að sú ákvörðun hafí verið tekin að leika á ensku en ráða til verks- ins íslenska leikara engu aðsíð- ur.„Það kom í rauninni aldrei neitt annað til greina. Við ákváðum strax að þessi sýning yrði kynning á íslenskri leiklist á sem breið- ustum grandvelli; íslenskt verk, íslenskir leikarar, leikstjóri, leik- myndahönnuður og Ijósameist- ari,“ segir Þórann. „Hvað enskuna varðar þá era þau Steinunn Ólína og Gunnar menntuð á enskum leiklistarskólum og eru vön að leika á ensku. Baltasar Kormákur hefur þurft að leggja á sig dálitla aukavinnu til að ná góðum tökum á textanum því hann er ekki jafn vanur enskunni.“ En hvernig fínnst höfundinum að heyra og sjá verkið sitt á ensku? „Ég er nú í fyrsta lagi mjög ánægð með þýðinguna, en óneit- anlega fannst mér dálítið skrýtið fyrst að heyra það á ensku,“ seg- ir Hrafnhildur. „Það tók mig svo- lítinn tíma að venjast nýjum takti, því ég er mjög meðvituð um hljómfall textans þegar ég skrifa. En ég var satt að segja fljót að gleyma frumtextanum og nú er þetta orðið mjög eðlilegt fyrir mér.“ Hafðirðu íslenskt umhverfi í huga þegar þú skrifaðir verkið? „Ég hafði ákveðna hugmynd um staðsetningu en ég gætti þess að hún kæmi hvergi of sterkt fram. Það er óneitanlega kostur því verkið gæti alveg eins gerst á Englandi eins og á íslandi," segir Hrafnhildur. „Meistarinn sjálfur er heldur ekki mjög ís- lensk„„týpa“. Við eigum engan gítarleikara sem náð hefur þeim alþjóðlega sessi, sem hann á að hafa gert. Það gæti því verið auð- veldara fyrir útlendinga að setja sig inn í verkið en fyrir íslend- inga!“ Miðað við þær viðtökur sem Ég er meistarinn fékk hér heima þá er óhætt að binda vonir við velgengni verksins á erlendri grand, nú þegar búið er að koma upp sýningu á því á ensku. Þór- unn leikstjóri bætir því við að nú þegar hafí verið óskað eftir því að hópurinn sýni verkið ýmsum fleiri listahátíðum, t.a.m. á ír- landi, Frakklandi, Kanada. „Þetta er sýning sem hentar mjög vel til leikferðalaga, fáir leikarar og leik- myndin er fyrirferðarlítil. Svo mætti einnig hugsa sér að leika þetta hér heima fyrir erlenda gesti og ferðamenn." Sigrún Ólsen. Blóma- og bjartsýnis- myndir VERK Sigrúnar Ólsen eru til sýnis um þessar mundir á veit- ingastaðnum Á næstu grösum, Laugavegi 20b. Þetta eru vatns- litamyndir og myndir unnar með blandaðri tækni, sem Sigrún nefnir blóma- og bjartsýnis- myndir. Sigrún lauk prófí frá Akademie der bildenden Kunste í Stuttgart árið 1984. Hún hefur haldið tvær einkasýningar hér heima og tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis. Myndirnar á sýning- unni era allar unnar í Portúgal á þessu ári. Sýningin er opin á opnunartíma veitingastaðarins alla virka daga kl.12-14 og 18-20. ----» ♦ »--- Frá Gerðubergi Guðbergur les fyrir börnin Guðbergur Bergsson verður í útibúi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi og les úr verkum sín- um miðvikudaginn 18. nóvember kl. 14.30. Dagskrá þessi er liður í sýning- unni „Orðlist Guðbergs Bergsson- ar“ og er einkum ætluð bömum. Börnunum gefst einnig kostur á að taka þátt í Táleiknum, sem gengur út á að teikna og lita fallegustu og skemmtilegustu tána. Öll börn eru hjartanlega velkomin. Fréttatilkynning Skáldsaga eftir Berg- lindi Gunnarsdóttur ÚT ER komin skáidsagan Flugfiskur eftir Berglindi Gunnarsdótt- ur. Þetta er fyrsta skáldsaga Berglindar en hún hefur áður sent frá sér þijár Ijóðabækur. Æfingar hafnar á Ronju ræningjadóttur í kynningu útgefanda segir: „í sögunni veltir höfundur upp ýms- um áleitnum spumingum varðandi samband móður og bams, móður- hlutverkið og ábyrgðina sem því er samfara. Sögð er saga ungrar stúlku sem verður bamshafandi og siglir lygn- an sjó inn í öryggi fjölskyldulífs- ins. En ýmsar aðstæður valda því að fæðing bamsins skiptir sköpum í lífí hennar og öryggið sem við blasti snýst upp í andhverfu sína. Hún leitar réttlætingar: „Hver get- ur svarað því með rökum hvort rétt sé að fæða barn í heiminn, hvort lífið sé réttmætt eða dauð- inn? Víst langaði mig að eignast drenginn, samt var það ekki vilji minn sem ákvað það; lífið sjálft setur yfirþyrmandi löngun í líkam- ann sem tekur öll völd af hugsun- inni. Sú löngun er í sjálfu sér hvorki góð né vond, hvorki rétt né röng heldur ýtir einfaldlega burt öllum Berglind Gunnarsdóttir rökum, bregður heitu ljósi yfir ver- öldina, ástríðufull kvöl í kroppnum, megn eins og breim kattarins, heimtar útrás.“ Útgefandi er Örlagið. Flug- fiskur er kilja, 130 blaðsíður að stærð, höfundur hannaði kápu en prentvinnslan fór fram hjá Prentsmiðju Árna Valdimars- sonar. Verð 1.950 krónur. Leikfélag Reykjavíkur hefur hafið æfingar á fjölskyldusöngleiknum Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren. Astrid Lindgren hefur í nær fimm- tíu ár verið einn afkastamesti barna- bókahöfundur á Norðurlöndum og bækur hennar hafa komið út á fjölda tungumála. Allir þekkja Línu lang- sokk, Börnin í Ólátagarði og Emil í Kattholti. I fréttatilkynningu segir að tónlist í sýningunni sé eftir Sebastian sem nýtur mikilla vinsælda í Danmörku. Hann hefur samið tónlist fyrir kvik- myndir og leikhús, fyrir utan að hann kemur sjálfur fram. Einnig hefur hann gefið út fjölda hljóm- platna. Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir. Leikmynd og búninga gerir Hlín Gunnarsdóttir. Þýðinguna gerðu Þor- leifur Hauksson og Böðvar Guð- mundsson. Söngstjórn annast Mar- grét Pálmadóttir, en brúðgerð Helga Arnalds. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur Ronju og Gunnar Helgason Birki. Frumsýning verður annan í jólum kl. 15.00. Miðasala hefst 1. desember. I? *{tí ’fe ...alltafþegar við erum vandlát Frá fyrsta samlestri á Ronju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.