Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 27
MÖRGÚNBLÁblÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÖVEMBER Í992 Lyfjum dælt upp úr Bardot Kvikmyndastjarnan Brig- itte Bardot var í skyndi ekið á sjúkrahús síðastliðið laugar- dagskvöld, af því að hún hafði tekið inn of stóran skammt af róandi lyfjum. Hún fékk að fara heim til sín í St. Tropez morguninn eftir, þegar búið var að dæla upp úr henni. Nýi eiginmaðurinn hennar, Bern- ard dÓrmale, var hjá henni allan tímann. Talsmaður sjúkrahússins sagði, að engin ástæða væri til að hafa áhyggjur af heilsufari leikkon- unnar, en eiginmaðurinn sagði, að hún hefði ekki þolað álag nokkurra undanfarinna mánaða. Bardot hefur staðið í ströngu í dýraverndunarmál- unum og á auk þess í málaferl- um bæði við blöð og tímarit, sem hún telur að hafi rofið friðhelgi einkalífs hennar. Tamílar vega herforingja TAMÍLSKUR sjálfsmorðs- skæruliði ók í gær á vélhjóli sínu hlöðnu sprengiefni á bif- reið yfirmanns sjóhersins á Sri Lanka, Clancy Fernando, og varð honum og þremur aðstoðarmönnum hans að bana, auk þess sem hann sj>rengdi sjálfan sig i tætlur. Arásin átti sér stað í miðborg- inni í Colombo um hábjartan daginn. Talið er, að tilræðis- maðurinn heyri til skæruliða- samtökunum Tígrunum, sem berst fyrir sjálfstæðu landi Tamíla á norðaustanverðu Sri Lanka.- Tilræði IRA mistókst LÖGREGLAN í London var í viðbragðsstöðu í gær eftir að tekist hafði fyrir sambland af árvekni og heppni að hindra framgang áætlana írska lýð- veldishersins, IRA, um tvö sprengjutilræði í borginni um helgina. Tvær gríðarmiklar sprengjur voru gerðar óvirkar. Finnskir kommunistar gjaldþrota MIÐSTJÓRN finnska komm- únistaflokksins ákvað einróma á sunnudag að leggja fram beiðni um gjaldþrotaskipti. Ástæðan var sögð lægðin í efnahagslífinu í Finnlandi, auk þess sem fjárfestingar flokks- ins, meðal annars í verslun með tískuföt, fóru úrskeiðis. Tamposi blórabögguli? ELIZABETH Tamposi, emb- ættismanni í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu, hefur verið vísað úr starfi fyrir að heimila fjölmiðlum aðgang að skýrsl- um um Bill Clinton meðan á kosningabaráttunni fyrir for- setakosningar stóð. Tamposi hélt því hins vegar fram við aðila sem rannsaka málið að einn af æðstu mönnum ráðu- neytisins, John Rogers, hefði heimilað aðgang að skjölun- um. % Finnst eins og ég hafi fæðst aftur - sagði sænskur farþegi sem komst lífs af úr lestarslysinu í Northeim Northeim. Reuter. TÍU manns að minnsta kosti biðu bana í lestarslysi í bænum Nort- heim í Þýskalandi í fyrradag og 52 slösuðust, að sögn lögreglu. Ottast var að tala látinna ætti eftir að hækka þar sem margir hinna slösuðu voru illa særðir. Björgunarmenn á slysstað við Northeim í Þýskalandi. Reuter Slysið varð með þeim hætti að vagn losnaði aftan úr vöruflutn- ingalest, fór út af sporinu, valt og staðnæmdist þversum á brautar- teinum við hliðina. Nokkrum sekúndum síðar kom farþegalest úr gagnstæðri átt og ók á fullri ferð á vagninn kyrr- stæða. Lestarstjórinn beið sam- stundis bana. Lestin ruddi flutn- ingavagninum á undan sér og staðnæmdist eftir um 100 metra. Um 300 farþegar voru í lestinni sem var hraðlest á leið frá Múnchen til Kaupmannahafnar með viðkomu í Hamborg. Nokkrir vagnar vörulestarinnar slógust Danska ríkisendurskoðunin um Færeyjar Ævintýralegt bruðl í félagslega kerfinu Danska stjórnin hótar að hætta beinum fjárframlögum Kaupmannahöfn. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKA stjórnin eða Else Winther Andersen félagsmálaráðherra hefur hótað að hætta fjárframlögum til Færeyinga nema þeir komi skikkan á fjármálin, sérstaklega í félagslega tryggingakerfinu. Er ástæðan sú, að danska ríkisendurskoðunin hefur upplýst, að gífurlegu fé, dönskum skattpeningum, hafi verið sóað í félagslega kerfinu í Færeyjum og oft með næsta ævintýralegum hætti. Ríkisendurskoðunin segir, að í ráðuneytis um Færeyjar, segir, að Færeyjum hafi ríkt algert stjórnleysi stjórnin hafi vitað í sjö ár að hveiju í þessum málum og oft hafi ekkert verið hirt um hvort lagaheimildir væru til fyrir greiðslum. Eru nefnd ýmis dæmi um þetta. Maður, sem hafði um 86.000 ísl. kr. í mánaðar- laun, fékk rúmlega 100.000 kr. frá hinu opinbera þegar hann varð at- vinnulaus og 24 ára gamall öryrki fékk rúmar 4,7 milljónir kr. í opin- bera aðstoð á síðasta ári, þar af fjór- ar milljónir vegna heimilishjálpar þótt hann byggi inni á stofnun. Mörg dæmi eru um, að félagslega kerfíð hafí greitt vexti og afborgan- ir af lánum á einbýlishúsunum án þess að krefjast endurgreiðslu og stundum hafa þessar greiðslur ekki einu sinni verið færðar. ^ Ríkisendurskoðunin danska vekur einnig athygli á því, að við þessa starfsemi hafí verið notað ákaflega ófullkomið tölvukerfí og kunnátta í notkun þess hafí ekki verið burð- ugri. Það sé meðal annars skýringin á því, að nánasti aðstoðarmaður færeyska félagsmálaforstjórans, kona um sextugt, komst upp með að draga sér fé í langan tíma eða um sjö milljónir ísl. kr. í Færeyjum var raunar auðvelt að verða sér úti um opinbert framlag með því einu að gefa upp tilbúna kennitölu og þá rúllaði allt af sjálfu sér. Else Winther Andersen hefur gef- ið færeysku landsstjórninni frest til 26. þessa mánaðar til að fullvissa og sýna danska þinginu fram á, að þessum málum verði komið í lag á næstu mánuðum. Gagnrýni dönsku ríkisendurskoðunarinnar kemur hins vegar á mjög slæmum tíma fyrir Færeyinga. Á danska þinginu verður gagnrýnin á þá ákvörðun stjórnar- innar að bjarga færeyska Sjóvinnu- bankanum frá gjaldþroti með fimm milljörðum ísl. kr. stöðugt háværari og N.V. Skak-Nielsen, fyrrum for- maður í ráðgjafarnefnd forsætis- stefndi í færeysku efnahagslífí. Hún hafí verið vöruð við því ár eftir ár en aldrei gert neitt. Hjálparlína gefur upplýsingar um EES Bern. Reuter. HJÁLPARLÍNA er nýjasta tæki svissneskra stjórnvalda til að vinna traust óákveðinna kjós- enda, áður en þjóðin greiðir at- kvæði um það, hvort Sviss eigi að verða innan eða utan Evr- ópska efnahagssvæðisins, EES. „Verðum við að hætta að nota frankann okkar og taka upp ECU (evrópsku mynteininguna)?" spyr tannlæknir einn. Því er svarað neitandi og honum eru veittar frek- ari upplýsingar, sem eiga að auð- velda honum að gera upp hug sinn. í meginatriðum svarar hjálpar- línan spurningum um, hvað gerast muni, ef Sviss gerist aðili að hinu geysistóra efnahagssvæði Evrópu. Línan er tilraun stjórnvalda til að tryggja, að þjóðaratkvæðagreiðsl- an í desember mistakist ekki vegna þess, að kjósendur séu slælega upplýstir. Átta tíma dag hvern svara stúd- entar spurningum, sem lýsa áhyggjum Svisslendinga yfír, að þeir afsali sér einhverju af fullveldi sínu, og eðlislægri tortryggni þeirra gagnvart alþjóðasamtökum. „Mjög fáum fínnst þeir vel upplýst- ir,“ segir Gisela Polloni, einn stúd- enta, sem svarar spurningunum. Þeir sem hringja í hjálparlínuna eru flestir hræddir um, að þeir missi einhvers í góðum lífskjörum, sem þeir eru orðnir vanir. Þeir ótt- ast, að félagslegu öryggi sínu verði stefnt í hættu vegna aðstreymis ódýrs vinnuafls eða hækkunar húsaleigu og vaxta. Ríflega fimmtungur fyrir- spurna, sem kjósendur beindu til hjálparlínunnar fyrstu tvo mánuð- ina, snerist um félagslega trygg- ingakerfið og 12% um búferla- flutninga. Margir hafa áhyggjur af því, að útlendingar, sem þegar eru um einn sjötti af íbúafjöldan- um, muni fá aðgang að voldugum lífeyrissjóðum án þess að hafa áunnið sér þar tilskilin réttindi, og sumir óttast, að ríkið dragi úr líf- eyrisgreiðslum eða þyngi skatt- byrði. Fáir spyija um valkostina, sem bjóðast útflytjendum vegna aðild- arinnar að EES, og fáir spyija um möguleika Svisslendinga, sem kjósa að starfa erlendis. Aðeins 4,6% spyija um mögu- leika útlendin^a á landakaupum, ákvæði sem andstæðingar EES hafa farið niðrandi orðum um og kallað „landsölu," og aðeins 4,3% spyija um hið hefðbundna beina lýðræði, þjóðaratkvæðagreiðslur sem veitt hafa Svisslendingum rétt til að segja skoðun sína á ólíkustu álitamálum í þjóðlífinu. utan í farþegalestina og við það rifnuðu hliðar úr nokkrum far- þegavagnanna. „Ég skil ekki að nokkur skyldi komast lífs af,“ sagði slökkviliðs- maður sem vann að björgunar- störfum á slysstað. „Ég hef aldrei séð hræðilegri járnahaug,“ sagði starfsmaður þýsku járnbrautanna. „Mér finnst eins og ég hafi fæðst á ný,“ sagði Jörgen Anders- son, sænskur farþegi lestarinnar, sem slapp án þess að hljóta telj- andi skrámur. „Allt í einu kvað gífurlegur hvellur við og síðan flugum við fram og aftur um svefnklefann," bætti Andersson við. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kopavogi, sími 671800 Poul Schlúter forsætisráðherra vísar gagnrýninni á bug og segir, að Færeyingar hafi heimastjórn og því beri færeysku stjórnmálamenn- irnir sjálfír sök á sínum gerðum. Heildarframlag danska ríkisins til Færeyja er um átta milljarðar ísl. kr. á ári en þar að auki fær fær- eyski landssjóðurinn endurgreidd útgjöld til félagsmála upp á 2,5 millj- arða kr. Toyota 4Runner V-6 '91, rauður, sjálfsk., ek. 30 þ., ýmsir aukahl. V. 2.3 millj. MMC Galant GLSi 4x4 '90, hvítur, 5 g., ek. 52 þ., rafm. í rúðum, hiti í sætum, samlitir stuðarar o.fl. V. 1290 þús., sk. á ód. Plymouth Laser Twin Cam, turbo, 16V, '90, svartur, 5 g., ek. 35 þ. Mikið af aukahl, V. 1890 þús., sk. á ód. Chevrolet Blazer 4,3 I, THAO '90, blár, 5 g., ek. 19 þ. mílur. Toppeintak. V. 1950 þús., sk. á ód. Chevrolet Custom Delux 4x4 Pick up '86, 6 cyl. (4.3), sjálfsk., ek. 47 þ. mílur, útlit og ástand óvenju gott. V. 1090 þús. stgr. Daihatsu Charade CX '89, 5 dyra, ek. 75 þ. V. 420 þús. Fiat Uno 55s '84, 5 dyra, ek. 62 þ. Gott eintak. V. 115 þús. stgr. Ford Escort 1100 CL '86, 5 g., ek. 38 þ. Bill i sérflokki. V. 350 þús. Ford Escort XR3i '85, 5 g., ek. 110 þ. V. 390 þús. Mazda 626 2000 GTi Coupé '88, 5 g.| ek. 87 þ. Fallegur sportbíll. Vf*930 þús. M. Benz 200 diesel '87, beinsk., ek. 300 þ. Mikið endurnýjaður. V. 1250 þús., sk. á ód. MMC Colt turbo '88, 5 g., ek. 108 þ. V. 490 þús., sk. á ód. MMC L-200 Douple Cap diesel m/húsi '92, ek. 8 þ. Ýmsir aukahl. V. 1650 þús., sk. á ód. MMC Pajero langur (bensín) '88, 5 g.^ ek. 69 þ. Góður jeppi. V. 1490 þús. Subaru 1800 GL Sedan '88, sjálfsk., ek. 42 þ. V. 790 þús. stgr. Toyota Corolla 4x4 Touring GLi '91, ek.< 25 þ. V. 1360 þús. sk. á ód. Ford Sierra 1800 CL Sedan '88, 5 g., ek. 52 þ. V. 620 þús. sk. á ód. Suzuki Samurai Hi Roof '88, rauöur, 5 g , ek. 62 þ., mikið breyttur (lækkuð hlut- föll, heitur knastás, flækjur o.fl.). Gott ein tak. V. 790 þús. Mazda 323 LX '89, 5 g., ek. 52 þ. V. 490 þús. stgr., skipti. VANTAR GÓÐA BÍLA Á STAÐINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.