Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. * Abyrgð verkalýðs- hreyfingar A ð undanförnu hafa verka- lýðshreyfing og vinnuveit- endur, í samstarfi við fulltrúa ríkisstjórnarinnar, unnið að því að bregðast við aðsteðjandi efna: hagsvanda með nýjum hætti. í atvinnumálanefnd þessara aðila eru nú mótaðar tillögur um að lækka kostnað fyrirtækja með því að létta af þeim opinberum gjöldum og færa skattbyrðina yfir á einstaklinga, einkum þá sem betur mega sín. Forsenda þess, að með þessu móti takist að treysta rekstrargrundvöll at- vinnulífsins, er að um niðurstöðu þessarar vinnu verði víðtæk sam- staða meðal allra þjóðfélagshópa. í seinni hluta síðustu viku virt- ist þó sem brestir væru að koma í samstöðu verkalýðshreyfingar- innar vegna andstöðu við ýmsar þær hugmyndir, sem velt hefur verið upp. Þannig létu Dagsbrún- armenn í ljós andstöðu við þá stefnu, sem umræðurnar í at- vinnumálanefndinni hafa tekið. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, hefur sagt sig úr nefndinni. Alþýðu- samband Norðurlands samþykkti einnig ályktun, þar sem því er andmælt, að færa eigi frekari byrðar yfir á alþýðuheimili, vegna skuldabyrði þeirra og slæms almenns efnahags- ástands. Davíð Oddsson forsætisráð- herra svaraði þeim röddum, sem láta í ljós efasemdir um gildi þeirrar leiðar, sem nú er reynt að fara, á þennan veg í samtali við Morgunblaðið: „Þeir, sem eru að tala um málið núna, virðast ekki átta sig á að við höfum tvo kosti. Annars vegar að fara þá leið, sem menn eru að reyna að vinna að, og hins vegar að fara gömlu leiðina með miklum geng- isfellingum. Þeir sem eru að biðja um þá leið eru ekki að reyna að vemda kaupmátt launþeganna, því að þá fyrst hriktir í honum ef við föram út úr þeim stöðug- leika, sem við erum í.“ í orðum forsætisráðherra kemur kjarni málsins fram. Stærsta hagsmunamál launa- manna, rétt eins og fyrirtækj- anna í landinu, er að stöðugleik- anum sé viðhaldið. Með stöðugu verðlagi hefur verðskyn almenn- ings eflzt og virkt aðhald verið að verðhækkunum. Lánamark- aður hefur verið stöðugri og fyr- irsjáanlegri. Almennir launþeg- ar, jafnt sem fyrirtæki, hafa get- að skipulagt fjármál sín af ein- hverju viti. Öllu þessu væri stefnt í voða með gengisfellingu. Hún myndi rýra kaupmátt hinna verst settu í einu vetfangi og hleypa verðbólgunni af stað á ný. Skuldabyrði heimilanna er of mikil. Sem dæmi má nefna að á þremur áram hafa 40 milljarðar króna verið teknir að láni í hús- bréfakerfinu. Verðbólgan myndi kollvarpa áætlunum þúsunda fjölskyldna og gera greiðsluokið óbærilegt. Reynslan sýnir að verðbólgan kemur verst við þá, sem lægst hafa launin og skulda mest. Forystumenn í verkalýðs- hreyfingunni ættu öðrum fremur að átta sig á mikilvægi þess að stöðugleika verði viðhaldið hér. Verkalýðshreyfingin átti stærst- an þátt í að koma stöðugleikan- um á með því að setja fram hóf- legar og raunhæfar kaupkröfur. Eins og minnt var á í Reykjavík- urbréfi síðastliðinn sunnudag, var það með sameiginlegu átaki Ásmundar Stefánssonar og Guð- mundar J. Guðmundssonar, ásamt Einari Oddi Kristjánssyni, sem þjóðarsáttarsamningarnir í febrúar 1990 urðu til og þar með sköpuðust forsendur fyrir sigri á verðbólgunni. Því ber að fagna að formanna- og miðstjórnarfundur Alþýðu- sambands íslands samþykkti um helgina að veita fulltrúum ASÍ áframhaldandi umboð til að vinna að nýrri þjóðarsátt. Sú krafa, sem þar kom fram um vaxtalækkun, er skiljanleg í ljósi þungrar greiðslubyrði heimila og fyrirtækja. Vextir verða þó ekki keyrðir niður með handafli og einnig er hæpið að koma vöxtum hér á landi niður fyrir það vaxta- stig, sem er í helztu viðskipta- löndum okkar. Nærtækasta leið- in til að lækka vexti er að herða enn á niðurskurði útgjalda hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, og minnka þannig lánsfjárþörf hins opinbera. Mikilvægt er að aðilar vinnumarkaðarins nái samkomulagi við ríki og sveitar- félög um slíkar aðgerðir. Ný þjóðarsátt um að efla ís- lenzkt atvinnulíf og treysta stöð- ugleikann í sessi verður ekki til nema verkalýðshreyfingin standi sameinuð að baki raunhæfum aðgerðum. Forsvarsmenn laun- þegahreyfingarinnar höfðu for- ystu um að binda enda á „þá tíma er kauphækkanir sem náðst höfðu voru teknar til baka með gengisfellingum og meira til,“ eins og Guðmundur J. Guð- mundsson komst að orði á Verka- mannasambandsþingi fyrir réttu ári. Samstaða innan verkalýðs- hreyfingarinnar er lykillinn að áframhaldandi stöðugleika. Allir verða að taka á sig byrðar til að varðveita þann árangur, sem náðst hefur. Byrðar þær, sem holskefla gengisfellinga og verð- hækkana myndi leggja launa- fólki á herðar, yrðu þó til muna þyngri. Morgunblaðið að mannréttinda- samtökin myndu beita sér í for- ræðismáli Sophiu enda væru þau þeirrar skoðunar að börn ættu að vera hjá mæðrum sínum væri þess - kostur. Aðspurður um aðgerðir til stuðnings Sophiu sagði hann að samtökin hefðu nú þegar sent tyrkneska þinginu bréf þar sem átalið væri að Ökkes Sendiller, þingmaður, væri í mannréttinda- nefnd þingsins. Eins og fram hefur komið var hann vopnaður við rétt- arhöldin í undirrétti. Ennfremur sagði Ercan að samtökin hefði komið þeim skilaboðum til lög- fræðinga í samtökunum að þau styddu við bakið á Hasíp Kaplan lögfræðingi Sophiu. Hann sagði að kvartað yrði um málsmeðferð við dómara í undirrétti og kvörtun- arbréf sent til hæstaréttar. Sigurður Pétur Harðarsson sem staðið hefur fyrir söfnun til styrkt- ar Sophiu Hansen sagði að safnast hefðu hátt í 12 milljónir þegar talað var við hann í gær. „Við erum yfir okkur ánægð með við- brögðin og væntum þess að vel verði tekið á móti merkjasölufólki okkar en merkjasala er lokapunkt- urinn í söfnunninni," sagði Sigurð- ur en varaði um leið við fólki sem hefði orðið uppvíst að því að ganga í hús og biðja um fjárframlög til styrktar Sophiu. Slíkt tengdist ekki landssöfnuninni. Sigurður sagði að safnast hefði upp í skuld- ir og var bjartsýnn á að langmest- ur hlutu söfnunarfjárins skilað sér. Söfnunin hefur verið framlengd til mánudags. Á ráðstefnunni var útbúið og hengt upp spjald með yfirskrift- inni Frjáls tjáning. Fyrir neðan stóð að börn hefði verið börn mæðra sinna fyrir trúarbrögð og þannig vísað til þeirrar full- yrðingar öfgasinnaðra múslima að forræðismálið væri trúar- bragðastríð. Neðst mátti fólk tjá sig um fullyrðinguna fyrir ofan. Tyrkneska forræðismálið Börn eiga að vera hjá mæðrum sínwn - segir Ercan Kanar varaforseti mannréttindasamtaka Istanbúl Mannréttindasamtök Ist- anbúl gengust fyrir sérstakri ráðstefnu um forræðismál Sophiu Hansen í Istanbúl á laugardag. Meðal ráðstefnu- gesta voru fulltrúar kvenna- hreyfingar í borginni, stúd- entar í mannréttindafélagi stúdenta, barnasálfræðingar, lögfræðingur dómsmálaráð- herra og Ercan Kanar vara- formaður mannréttindasam- takanna. Sá síðastnefndi sagði í samtali við Morgun- blaðið fyrir fundinn að sam- tökin myndu beita sér fyrir því að Sophia fengi forræði dætra sinna enda væru þau þeirrar skoðanir að börn ættu að vera hjá mæðrum sínum væri þess kostur. Um 40 stuðningsmenn Sophiu tóku á móti henni við komuna til Is- lands seint á sunnudagskvöld. Eftir að Sophia Hansen hafði sagt nokkur orð á ráðstefnu mann- réttindasamtakanna skýrði Hasíp Kaplan, lögfræðingur hennar, frá málstað hennar. Að því loknu tóku ýmsir sérfræðingar til máls. Þeirra á meðal var lagaprófessor og sagði hann m.a. að ef dómari forræðis- málsins í undirrétti hefði skilað verkefni til hans með sama hætti Morgunblaðið/Anna G. Olafsson og hann hefði afgreitt málið í und- spunnust á fundinum sem stóð í irrétti hefði hann gefið honum um 5 tíma. núll í einkunn. Miklar umræður Ercan Kanar sagði í samtali við Ercan Kanar varaforseti Mann- réttindasamtaka Istanbúl. Enginn heilvita maður reynir að dreifa kókaíni hér á landi, segir hinn ákærði í kókaínmálinu Segist hafa vitað að verið væri að leiða sig í gildru SAKBORNINGURINN í kókaínmálinu, Steinn Ármann Stefánsson, sagðist við samprófun sem fram fór milli hans og „tálbeitu" lögregl- unnar í kókainmálinu í gær aldrei hafa ætlað að selja það kókaín sem hann- hafði undir höndum hér á landi og hann hafi aldrei leitt hugann að þeim möguleika fyrr en tálbeita lögreglunnar kom til sögunnar. Enginn heilvita maður láti sér koma til hugar að selja 1,2 kg. af kókaíni eða yfirleitt nokkuð af því efni, hér á landi. Tál- beitan sagði að Steinn hefði boðið sér efnin til dreifingar í júlílok enda hafi honum legið á að koma þeim í dreifingu fyrir verslun- armannahelgi eftir að tilraunir til að koma efninu út hjá öðrum aðilum höfðu brugðist. Það hafi engin forsenda verið af hans hálfu að efninu mætti ekki dreifa hér á landi. Steinn Ármann sagðist við samprófunina hafa gert sér ljóst nokkru áður en lögreglan reyndi að handtaka hann við Sundlaugarnar í Laugardal, að tálbeitan hefði verið að leiða sig í einhvers konar gildru og kvaðst hann hafa ótt- ast að tálbeitan væri tilbúin til að drepa hann til að ná af honum efninu. Steinn kvaðst hafi því ákveðið að „fórna þessu dufti frekar en lífinu“ eins og hann tók til orða. Hann kvaðst hafa talið að efn- ið hefði orðið eftir á vinnustað tálbeitunnar í Faxafeni en væri ekki í Subaru-bílnum. Að kvöldi 17.ágúst, áður en lög- reglangerði tilraun til að handtaka Stein Armann við Sundlaugarnar í Laugardal og hann lagði á flótta um miðnætti, höfðu hann og tálbeit- an ekið um borgina frá því um klukkan 20 á Subaru-bílaleigubíl sem lögreglan hafði tekið á leigu, látið tálbeitunni í té og komið fyrir í hlerunarbúnaði með samþykki hennar. Að því er fram kom við samprófunina höfðu mennirnir meira og minna rætt meðan á öku- ferðinni stóð um peningahlið hinna væntarilegu „viðskipta“ þeirra og kvaðst tálbeitan hafa gefið í skyn að hluti „kaupverðsins“ gæti orðið til reiðu þá um kvöldið en stóran hluta „kaupverðsins" hefði átt að greiða síðar í erlendri mynt. Fram kom í máli tálbéitunnar og ákærða að eftir því sem á ökuferð- ina leið hefði spenna milli þeirra farið hraðvaxandi og á fyrrgreind- um stað í Faxafeni sagði Steinn Ármann að komið hefði í ljós að tálbeitan hafi logið þegar hann sagði að þar yrðu sóttir peningar til að sýna sem hluta af kaupverð- inu. Steinn sagði að sér hefði þá orðið ljóst að verið var að leiða hann í einhvers konar gildru. Skömmu síðar hafi tálbeitan vikið úr bílnum, skammt frá Sundlaug- unum í Laugardal, en að sogn til að nálgast peninga og síðan ætti Steinn að elta hann á ótiltekinn stað til að veita þeim peningum viðtöku. „Ég var þá löngu búinn að missa trú á honum og var klár á því að hann var búinn að spenna einhvers konar gildru. Ég taldi að efnið væri ekki í bílnum heldur í Faxafeni og ákvað að fórna því heldur en að vera drepinn,“ sagði Steinn Ármann við samprófunina í gær. Á ökuferð sinni höfðu þeir meðal annars viðdvöl í Faxafeni eins og fyrr segir, á lager þess fyrirtækis sem tálbeitan rekur, og þar ber mönnunum saman um að fíkniefn- in, sem Steinn Ármann hafði skömmu áður sótt á heimili sitt, hafi verið tekin úr bílnum í tveimur töskum. Steinn hafi skorið upp skjalatösku þar sem stærstur hluti fíkniefnanna var falinn. Steinn seg- ir að tálbeitan hafi pakkað efnunum inn í brúnan maskínupappír, og tálbeitan segir að það kuríni að vera. Eftir dvöl þarna óku mennirn- ir aftur af stað og kveðst Steinn þá hafa talið að efnin yrðu eftir í hillum á lagernum enda hafi hann þá talið sig vita að hann væri búinn að ganga í einhvers konar gildru tálbeitunnar sem gæti kostað hann lífið og hafi hann frekar viljað fórna duftinu en lífinu. Hann sagði í gær að útilokað væri að tálbeitan hefði getað komið efninu aftur fyrir í bílnum án þess að hann yrði þess var, til þess að geta það hefði hann þurft að vera sjónhverfingamaður. Fram hefur komið að áður en ekið var á brott frá lagernum stakk Steinn inn á sig stórum skærum sem þar voru og hann er ákærður fyrri að hafa síðar lagt til lögreglumanns. Tálbeituna brast við samprófun- ina einsog við fyrri yfirheyrslu fyr- ir dómi, minni um það hvernig það vildi til að fíkniefnin komust aftur í bílinn en kvaðst glöggt minnast þess og að áður en ekið var frá vinnustað hans við Faxafen hafi efnin verið í skotti bílsins. Kvaðst tálbeitan hafa litið aftur í bílinn til að ganga úr skugga um að svo væri. Tálbeitan hélt eftir hluta efnisins Frá því að tálbeitan gekk í þjón- ustu lögreglunnar í því skyni að lokka kókaín það sem Steinn hefði undir höndum upp á yfirborðið svo að lögreglan gæti handtekið hann veitti hann viðtöku þrenns konar sýnishornum af efninu. Það sýnis- horn sem bókað er í skjölum lög- reglunnar að hafi fyrst verið lagt fram í lok júlí vóg 8,8 grömm og mældist 64% að styrkleika. Að sögn Steins Ármanns hafði hann um það leyti sem bókað er að það hafi bor- ist afhent tálbeitunni um 50 grömm af efninu sem sýnishorn. Tálbeitan sagði við samprófunina að sér væri ekki ljóst hve stórt sýn- ishorn sér hefði borist en hugsan- legt væri að það hefði verið á bilinu 5-15 grömm. Útilokað væri hins vegar að um 50 grömm hafí verið að ræða. Tálbeitan kveðst hafa af- hent Birni Halldórssyni sýnishom af efni sem hann hafi fengið í hend- ur en hafa sjálfur haldið eftir sýnis- horni sem Steinn hafi látið sér í té í krakku. Engin skýring er fram komin á því í málinu hvernig á því stendur að þetta sýnishorn var af styrkleik- anum 64% en allt annað efni sem við sögu kemur var af styíkleika upp á tæp 90%. Hins vegar kvaðst tálbeitan strax hafa ríka áherslu á við lögregluna að efnið yrði styrk- leikaprófað með hraði til að kanna sannleiksgildi fullyrðinga Steins um að efnið væri gífurlega sterkt. Fyrir liggur í málinu að ein þeirra aðferða sem lögreglan notaði til að leggja mat á styrkleika efnisins var að láta mann sem þekkti til kókains neyta þess og segja til um gæði þess en gæði þau sem fram koma í áhrifum af efni munu ekki ávallt haldast í hendur við styrkleika þess og ýmsir aðrir þættir geta ráðið um hvort efni sé líklegt til að öðl- ast skjóta útbreiðslu eða ekki. Eins og fram hefur komið veitti tálbeitan viðtöku 80 þúsund krón- um frá lögreglunni í því skyni að kaupa sýnishorn af kókaíninu áf Steini Ármanni. Steinn segist aldrei hafa séð eina krónu af þessum pen- ingum og ekki hafa selt tálbeitunni sýnishornin sem slík. Tálbeitan seg- ir hins vegar að tugir þúsunda af þessum peningum hafi runnið til Steins, auk þess kveðst tálbeitan hafa boðið honum út að borða og eytt í hann fé með ýmsum hætti þannig að allt féð hafi með einum eða öðrum hætti runnið til Steins ' Ármanns. AF INNLENDUM VETTVANGI ÓMAR FRIÐRIKSSON Bandaríkjamewi vilja skipta kostnaði við rekstur Keflavíkiirflugvallar Áætlaður kostnaður Bandaríkjanna 7-800 millj. kr. á þessu ári BANDARÍKJAMENN greiða nær allan rekstrarkostnað Keflavik- urflugvallar og nam kostnaður þeirra vegna vallarins á síðasta ári 7 til 8 milljónum bandarikjadala (420-480 millj. ísl. kr.). Á þessu ári er áætlað að kostnaður Bandaríkjanna vegna reksturs Keflavík- urflugvallar verði mun hærri og nemi 12-13 millj. bandaríkjadala (700-760 millj. ísl. kr.), samkvæmt upplýsingum Friðþórs Eydal blaðafulltrúa varnarliðsins. Islendingar hafa aftur á móti greitt kostnað vegna flugumsjónar á Keflavíkurflugvelli sem hefur num- ið í kringum 200 millj. króna og hafa tekjur af lendingargjöldum að mestu staðið undir þeim kostnaði. Eins og sagði í frétt Morgun- blaðsins á sunnudag af \ríð- ræðum nefndar utanríkisráðherra um öryggis- og varnarmál við full- trúa bandarískra stjórnvalda kom þar fram að Bandaríkjamenn telja að hið fyrsta þurfi að komast að samkomulagi um „réttláta og sanngjarna" skiptingu kostnaðar vegna reksturs Keflavíkurflugvall- ar og benda þeir á að 43% af umferð um völlinn sé borgaralegt flug. Friðþór sagði að rætt hefði ver- ið um að íslensk stjórnvöld greiddu eitthvað af þeim kostnaði á Kefla- víkurflugvelli sem alfarið þjónaði alþjóðaflugi, svo sem snjóruðn- ingskostnað í kringum flugstöð Leifs Eiríkssonar en ljóst væri að engin skýr lína yrði dregin á milli þess sem heyrði til alþjóðaflugi annars vegar og hernaðarflugi hins vegar. Það eina sem væri fastákveðið í varnarsamningnum væri að Bandaríkjamenn skuld- bindi sig til að greiða kostnað við rekstur flugvallarins. Um nokkurt skeið hefðu íslendingar séð um flugumferðastjórnina og Banda- ríkjamenn greiddu aðeins litla upp- hæð vegna hennar. Sagði Friðþór að flugvallarstjóri innheimti lendingargjöld af öllum flugvélum sem lentu á vellinum öðrum en bandarískum herflugvél- um sem hefðu numið um 3 millj. bandaríkjadala á ári (um 180 millj. ísl. kr.) og þau hrökkvi ekki til að standa undir launakostnaði og öðrum kostnaði flugumferðar- stjómarinnar sem hefði numið 200 millj. ísl kr. Sagði hann erfítt að ætla að greina sundur kostnað við rekstur slökkviliðs, snjóruðning og annað á milli alþjóðaflugs og þarfa varn- arliðsins. „Ef á að fara að semja um einhverskonar kostnaðarskipt- ingu verður að reikna það út í hörgul og bijóta hvert handtak niður í einingar til að sjá hvað til- heyrir alþjóðafluginu og hvað hernaðarfluginu,“ sagði hann. Borgaralegt flug að verulegu leyti Að sögn Péturs Guðmundssonar flugvallarstjóra á Keflavíkurflug- velli er kostnaður íslendinga vegna flugumferðarstjórnar fyrst og fremst launakostnaður auk þess sem flugmálastjórn beri kostnað vegna blindflugslendingartækja vegna nákvæmnisaðflugs að vell- inum. Bandaríkjamenn eiga hins vegar húsnæðið og tæki og bera allan kostnað af viðhaldi flug- brauta, akbrauta, flugvélaga- stæða, og af snjóhreinsun, hálku- vömum og viðhaldi fullkomins ljósabúnaðar. Bandaríkjamenn standa undir öllum kostnaði af slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli en alls starfa tæplega 140 manns í slökkviliði og við snjóruðning. Aðspurður sagði Pétur að sér litist illa á ef íslendingar þyrftu að taka að sér kostnað við rekstur vallar- ins sem væri dýr. Gunnar Pálsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, sem tók þátt í samráðsfundum íslendinga og bandarískra stjórnvalda, sagði að höfuðatriði í málflutningi Bandaríkjamanna varðandi rekst- ur Keflavíkurflugvallar hefði verið að völlurinn væri að verulegu leyti orðinn borgaralegur flugvöllur og yrði að skoða rekstrarkostnaðinn í því ljósi. Eingöngu hefði þó verið rætt um þessi mál á almennum nótum enda væru þau nú í athug- un í samstarfi varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins og varnarliðsins. „Það er ekki verið að tala um að við gerumst aðilar að rekstri stöðvarinnar að neinu öðru leyti. Það er ekki verið að tala um þátttöku íslendinga í að greiða kostnað af vörnum lands- ins;“ sagði Gunnar. Islenska viðræðunefndin tók fram á fundinum í Washington að gera yrði greinarmun á sparnaði og kostnaðarþátttöku en íslend- ingar væru reiðubúnir til samvinnu um hið fyrrnefnda. „Ef farið er að tala um kostnaðarþátttöku er verið að tala um endurskoðun varnarsamningsins en það stendur ekki til,“ sagði Gunnar. „Við ger- um greinarmun á skuldindingum sem rekja má til varnarsamnings- ins og aðgerða til að spara kostn- að af því sem er sameiginlegt,“ sagði hann. Dýrasta herstöðin I áfangaskýrslu nefndarinnar kemur fram að bandarísku emb- ættismennirnir segi Keflavíkur- stöðina dýrustu herstöð Banda- ríkjamanna á Atlantshafssvæðinu. Friðþór Eydal sagði að í þessum samanburði væri eingöngu átt við þær herstöðvar sem heyrðu undir Atlantshafsherstjóm Bandaríkj- anna og sagði hann að þær væru hvorgi margar né stórar og að- stæður þeirra ólíkar. Stór hluti þess fjármagns sem Atlantshafs- herstjórnin hefði haft yfir að ráða síðustu tíu árin hefði runnið til endurnýjunar á búnaði og til ann- arrar uppbyggingar í Keflavíkur- stöðinni. í öðrum herstöðvum hefði ekki verið sama þörf á endurnýjun. I skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkismál fyrr á þessu ári kom fram að heildarupp- hæð greiðslna varnarliðsins til Is- lendinga vegna reksturs varnar- liðsins á síðasta ári hafi numið 177 milljónum bandaríkjadala eða um 9,8 milljörðum ísl. króna. Þar af nam launakostnaður til íslenskra starfsmanna 2,2 milljörðum en greiðslur til íslenskra fyrirtækja og einstaklinga vegna launa, verk- töku, vöruinnflutnings og þjónustu tæplega 7,6 milljörðum. Þegar Gunnar Pálsson var spurður hvaða kostnaðarþættir það væru í Keflavíkurstöðinni sem Bandaríkjamenn teldu hvað dýr- asta sagði hann að þar væri vænt- anlega átt við greiðslur til ís- lenskra aðalverktaka en Banda- ríkjamenn vildu oft gleyma því að aðstæður hér væru ólíkar því sem væri í öðrum löndum, ekki síst veðurfarslegar aðstæður. „það er meiri kostnaður við mannvirkja- gerð hér en í suðlægari löndum," sagði hann. Bandariskir hermenn í varnarliðinu á æfingu á Keflavíkurflugvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.