Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 Iðjuþjálfafélag íslands Mótmælt nið- urskurði til Kristnesspítala IÐJUÞJÁLFAFÉLAG íslands mótmælir fyrirhuguðum niður- skurði á fjárveitingar til Krist- nesspítala, segir í ályktun frá félaginu. „Félagið telur mikilvægt að íbúar Norðurlands eigi kost á endurhæf- ingu sem næst sinni heimabyggð. Það auðveldar mjög öll tengsl sjúkl- ings og starfsfólks endurhæfingar- deildar við nánasta umhverfi hans, þ.e. heimili, vinnustað og tóm- stundaiðkun. Þetta ár er nauðsyn- legt til að auðvelda sjúklingi að hverfa aftur til eðlilegs lífs að end- urhæfingu lokihni. Einnig er ljóst að neyðarástand skapast í öldrunarmálum á Akur- eyrarsvæðinu verði öldrunardeild- inni á Kristnesspítala lokað. Nauðsynlegt er að í stað þess að Kristnesspítala verði gert ófært að sinna hlutverki sínu sökum niður- skurðar verði fagfólki á sviði endur- hæfingar og öldrunarþjónustu fjölgað. Yrði þá unnt að fullnægja þeirri þörf sem fyrir hendi er á svæðinu og fullnýta þá aðstöðu sem þegar er fyrir hendi á Kristnesspít- ala.“ (Fréttatilkynning) Fjöldi skoðaði niðursuðuverksmiðjuna Á fimmta hundrað manns komu og skoðuðu Niðurs- uðuverksmiðju K. Jónssonar á Akureyri á laugardag- inn, en verksmiðjan var þá sýnd almenningi í tilefni af 45 ára afmæli hennar. „Þetta gekk ljómandi vel og við erum ánægð með viðtökumar," sagði Mar- grét Ólafsdóttir ijármálastjóri hjá K. Jónssyni. Um 95% af heildarframleiðslu fyrirtækisins er flutt út og er stærsti hluti þess í umbúðum undir erlendum vörumerkjum. Helstu vörutegundir sem framleiddar em til útflutnings em frystar og niðursoðnar rækj- ur, en á innanlandsmarkað framleiðir fyrirtækið m.a. fiskbollur, fiskbúðing, sardínur, grænmeti og síld, en nú nýlega var hafin framleiðsla á síld með sjö bragðtegundum undir heitinu Sjö daga síld. Fyrir- tækið veltir um 900 milljónum króna á ári og em starfsmenn þess um 90 talsins. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar Nokkur smáfyrirtæki voru stofnuð að loknu námskeiði NÁMSKEIÐI um stofnun og , rekstur fyrirtælqa, sem Iðnþró- unarfélag Eyjafjarðar efndi til síðasta vetur, lauk nú í vikunni, en námskeiðið var kallað „stofn- áætlun“. Tíu manns luku nám- skeiðinu, en það var ætlað fólki sem áhuga hefur á að fara af stað með atvinnurekstur, væri að hefja slíkan rekstur, eða fólki sem starfað hjá fyrirtækjum sem væri að fara af stað með nýjung- ar í rekstri. Morgunblaðið/Rúnar Þór Þátttakendur á námskeiði Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar um stofnun og rekstur fyrirtælq'a luku sjö mánaða verkefni sínu í vikunni og afrakstur námskeiðsins er þegar farin að líta dagsins ljós með stofn- un nokkurra smárra fyrirtælqa. Námskeiðið stóð í sjö mánuði og það sótti bæði fólk sem talsverða reynslu af atvinnurekstri sem vildi bæta þekkingu sína og fólk sem var að stíga sín fyrstu skref sem sjálfstæðir atvinnurekendur. Á námskeiðinu var farið í fjöl- marga þætti er lúta að stofnun fyrirtækis, m.a. um athugun á markaði fyrir viðskiptahugmyndir, sérstöðu vörunnar og hvernig hún stæðist í samanburði við . vöru keppinauta, hvað kostaði að fram- leiða hana og hvað kaupendur væru tilbúnir til að greiða fyrir hana, þá var farið í að áætla rekstr- amiðurstöðu hugsanlegs fyrirtækis og hvemig ætti að fjármagna það. Bent var á leiðir til að leysa vanda- mál er upp koma við stofnun fyrir- tækis. Þegar farið 'hafði verið í gegnum alla þætti í áætlun hvers og eins höfðu þátttakendur öðlast meiri og betri skilning á því hvern- ig þeirra eigin fyrirtæki þyrfti að vera uppbyggt. Fram kom í máli Ásgeirs Magn- ússonar, framkvæmdastjóra Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar, að í kjölfar verkefnisins em ýmis fyrir- tæki að hefja starfsemi, að vísu væri ekki um að ræða stóra viðbót við atvinnulífið enn sem komið væri, en flest fyrirtæki væra lítil í upphafi. Þeir sem luku námskeiðinu voru Helgi Jóhannsson og Bjarkey Gunnarsdóttir frá Ólafsfirði, en þau reka fyrirtækið íslensk tónbönd sem framleiðir segulbandsspólur; Hugrún Magnúsdóttir, Dalvík, en hún hóf í ársbyrjun framleiðslu á umhverfisvænum bleium undir heitinu Draumableian; Jakob Þórð- arson á Grenivík, framkvæmda- stjóri Vélsmiðjunnar Víkur, sem m.a. framleiðir snjóblásarann Barða; Lena Zakhariassen, Dæli í Skíðadal, en hún framleiðir ýmsa handunna muni og minjagripi úr ull, kanínufiðu, hrosshári og fleiru; Óli Þorsteinsson, Akureyri, en hann hóf í vikunni rekstur fyrirtækis síns, Tölvuljósmynda, sem sérhæfir sig í sérhæfðri prentun; Sigríður Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Leðuriðjunnar Teru á Grenivík, sem m.a. framleiðir fatnað, töskur og fleiri muni úr leðri; og þau Sigþór Heimisson og Hrönn Einarsdóttir á Akureyri, sem hafa unnið að undir- búningi á stofnun framleiðslufyrir- tækis, og þá sótti námskeiðið Þröst- ur Haraldsson á Dalvík, en hann hóf nýlega rekstur útgáfuþjónustu þar í bæ, sem sérhæfir sig í gerð kynningarefnis, umsjón með vinnslu prentgripa, textagerð og fleira. 8,5 milljónir g'efn- ar til líknarmála ÁTJÁNDA júní 1991 lést Jón Benediktsson fyrrverandi yfirlög- regluþjónn á Akureyri, Laxagötu 9, háaldraður. Hann gaf fimm félögum og stofnunum á Akureyri alls 8,5 miiyónir kr. Hann lét eftir sig erfðaskrá þar sem hann arfleiddi eftirtaldar stofnanir að eignum sínum: Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri, Dvalarheimilið Hlíð, Sólborg, Bjarg, Náttúralækningafélagið á Akureyri, en allar eru stofnanim- ar á Akureyri. í árslok 1989 hafði hann gefíð þessum stofnunum 1.000.000 kr. hveiri, en arfurinn nemur til við- bótar rúmum 700.000 kr. í hlut hverrar stofnunar. Samtals gaf Jón því þessum stofnunum 8,5 milljónir kr. Ifyrir þennan höfðingsskap og hlýhug, sem hann sýndi þessum stofnunum, vilja þær nú þakka og votta minningu hans virðingu. Angóla * Islending- arnir bíða enn eftir pappírum EMBÆTTISMENN í Angóla og stjórnarerindrekar telja óhjá- kvæmilegt að það slái aftur í brýnu milli stjórnarhersins og UNITA-skæruliðahreyfingarinn- ar, en mörg þúsund manns létu lífið í hörðum bardögum milli þessara aðila fyrir tveimur vik- um. Vamarmálaráðuneytið í Angóla hefur lýst því yfir að UNITA-skæraliðar séu að und- irbúa árás á borgina Malange, um 400 km austan Luanda, höf- uðborgar Angóla, þar sem þrír íslendingar eru við störf fyrir Sun Angola, stærsta olíufélag landsins. íslendingarnir era Kjartan Guð- mundsson flugstjóri, Smári Sig- urðsson flugvirki og Jóhann Jó- hannsson flugmaður. Kjartan sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir félagar biðu enn eftir að leyfi bær- ist frá stjórnvöldum svo þeir gætu hafíst handa við þjálfun áhafnar á flugvél Sun Angola. „Svo virðist sem UNITA-menn séu með 60% af landinu á sínu valdi. Mér skilst að þeir vilji semja, en hvoragur aðilinn er tilbúinn að gefa neitt eftir og virðast vantreysta hvor öðram. Eg verð ekki var við neina bardaga hér í Luanda, en ég heyri skothvelli endrum og eins. Það er allt líf hér með eðlilegum hætti að öðru leyti en því að það er ekki ráðlegt að vera utan dyra á kvöld- in,“ sagði Kjartan. Hann sagði að þeir myndu bíða eitthvað áfram eftir leyfinu, en hins vegar lyki þeirra starfstíma 1. des- ember og þá færa þeir heim. -----».------ Jafnréttisráð Frystihús mismuna starfsfólki eftir kynjum JAFNRÉTTISRÁÐI hafa borist fyrirspurnir frá karlmönum vegna ráðninga starfsfólks í pökkun og snyrtingu í frystihús- um. Karlmenn sem hafa gefið sig fram til starfsins hafa fengið þau svör, að konur séu eingöngu ráðnar í þessi störf og eru þess dæmi að erlendar konur hafa verið ráðnar á sama tíma og ís- lenskum karlmönnum er hafnað. „Þetta er brot á jafnréttislög- um,“ sagði Birna Hreiðarsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs en ráðinu hafa enn ekki borist formlegar kærur vegna þessara ráðninga. „Samkvæmt lögunum er óheimilt að mismuna fólki eftir kynferði þegar ráðið er í störf. Það er auglýst eftir starfsfólki í snyrt- ingu og pökkun og þegar karlmenn gefa sig fram er þeim sagt að kon- ur séu eingöngu ráðnar í þessi störf. Mér skilst að í frystihúsum séu ákveðin kvenna- og karlastörf. Það er þannig að karlar brýna hnífa en konur eru í snyrtingu og pökkun en ég veit ekki til þess að konur geti ekki brýnt hníf. Spurningin er hvort þessi ákvörðun byggir á ein- hverjum rannsóknum, eða hvort hægt sé að rökstyðja með einhveij- um hætti að karlmenn séu síður hæfír til að snyrta og pakka. Ég veit ekki til þess að nokkur rann- sókn hafi farið fram og ég held að þetta sé byggt á úreltum viðhorf- um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.