Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 33 Framhaldsumræða um þingsályktunartillögu Margt þarf að kanna og hugleiða um atvinnuleysi INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) forystumaður í Samtökum um kvennalista telur að fslendingar gjaldi nú í sínu atvinnuleysi fyrir uppsafnaðar vanrækslusyndir liðinna ára og áratuga; offjárfestingu og fyrirhyggjuleysi. Hér séu margir sekir og ekki sanngjarnt að draga Davíð Oddsson forsætisráðherra einan til ábyrgðar. Ingibjörg vill að landsmenn skipti störfunum jafnar sín á milli. „Akveðnir hópar karla“ ættu að draga úr launavinnu sinni og taka til hendinni og auka fram- leiðnina í heimilisrekstri sínum. í gær var framhaldið fyrstu um- ræðu um þingsályktunartillögu Al- þýðubandalagsmannanna Svavars Gestssonar (Áb-Rv) og Kristins H. Gunnarssonar (Ab-Vf) um ítarlega rannsókn á afleiðingum atvinnuleys- is. Fyrstu umræðu var frestað mánu- daginn 10. nóvember. Þegar umræðu var fram haldið í gær var böl atvinnu- leysisins og afleiðingar mikið rætt. En einnig bar á góma hveijar væru orsakir og hvað væri til úrbóta. „Davíðismi“ Guðni Ágústsson (F-Sl) fór hörð- um orðum um ríkisstjórnina og sagði atvinnuleysisspámar hrikalegar, menn deildu nú um hvort atvinnu- leysið yrði 10%, 15% eða 20% ef stjómarstefnunni yrði ekki snúið við. Menn hlytu að spyija til hvaða ráða ríkisstjórnin ætlaði að grípa „því það er stefna hennar sem veldur ástand- inu í þjóðfélaginu". Guðni sagði að í Bandríkjunum væri „reaganisman- um“ hafnað, í Bretlandi væri ,,thae- herismanum" hafnað. „Og á lslandi yrðu menn að hafna „davíðisman- um“; fijálshyggjan og hin nýja stjómarstefna bæru sök á þeim voða sem nú væri að skella yfir heimilin. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) sagði það kunnara en frá þyrfti að segja að sveiflur í efnahags- ástandi hefðu áhrif á öðrum sviðum, hún minntist þess á árunum 1983-84 „þegar leiftursóknin gegn lífskjömn- um var gerð og lífskjörin vom skert um 30%“. Það ár varð aukning í barnaverndarmálum og aukin ásókn í kvennaathvarfið. En ræðumaður tók líka dæmi af „þenslu- og skatt- leysisárinu 1987“; þá „vom kannski aldrei fleiri börn á eigin vegum en einmitt það ár þegar vinnugleðin var hvað mest og fólk gerði í því að afla sér tekna“. Ræðumaður sagði aug- ljóst að þessar sveiflur hvort heldur til óhófs eða örbyrgðar hefðu mikil áhrif á líf fólks í landinu. „Þess vegna er ákveðinn stöðugleiki mjög mikil- vægur því hann elur af sér stöðug- leika á svo mörgum öðmm sviðum.“ Ræðumaður sagði atvinnuleysi vera nýtt fyrirbæri fyrir íslendinga, a.m.k. fyrir sína kynslóð, en þetta hefði verið lengi viðvarandi í Vestur- Evrópu. Ingibjörg Sólrún sagði ekki bara eina skrúfu vera bilaða í vest- rænu hagkerfi „heldur er bara marg- háttað og almennt „bileri" í þessu „maskeríi“ öllu saman“. Það væm háir vextir alls staðar, það væri lítil verðbólga og alls staðar væri leitast við að draga úr opinberri þjónustu og framkvæmdum. Það væri lítil vöxtur í þessu kerfi. Hver skaffar? Ingibjörg Sólrún benti á að at- vinnuleysi kvenna á Suðurnesjum hefði lengi verið langvarandi og væri nú komið á „evrópskan mæli- kvarða", um 10%, án þess merkjan- legt hefði verið að menn tækju það mjög alvarlega. Hins vegar varð Ingi- björg Sólrún að játa að það hefði stungið sig dálítið ónotalega að þeg- ar íslenskir aðalverktakar hefðu sagt upp hundrað karlmönnum hefðu allir farið af stað og haldið fundi. „Það er greinilega ennþá litið svo á að karlmenn séu fyrirvinna heimilanna og það sé alvarlegra mál þegar karl- menn missa vinnu heldur en konur.“ Ræðumaður benti líka á að svonefnd- ar atvinnuskapandi aðgerðir til úr- bóta í atvinnumálum, s.s. vega- og byggingarframkvæmdir, sköpuðu körlum frekar vinnu. Það sem skipti máli fyrir konur væru langtímaverk- efni. Að jafnt og þétt væru sköpuð störf með langtímamarkmið í huga. Ekki neinn einn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ítrekaði að íslendingar væru ekki einir með sinn atvinnuleysisvanda, en það væru til nokkrar sérstakar ástæður hér á landi. Það væri ekki hægt að horfa framhjá aflasam- drættinum. Það væri líka mikil skuldasöfnun fyrirtækja og opin- berra aðila, „og svo bara almennt fyrirhyggjuleysi sem verið hefur til margra ára“. Það hefði engin rækt verði lögð við t.d. rannsóknir eða langtímasköpun. „Og þegar við kom- um að þeim málum þá eiga mjög margir sök. Ég get ekki staðið hér og sagt að það sé allt einhveijum „davíðisma" að kenna." Islendingar glímdu við uppsafnað- an vanda sem margir ættu sök á og það væri fráleitt að ætla að sakfella einhvern einn aðila eða eina ríkis- stjóm. „Það hafa margir komið að verki, það eru margir ábyrgir fyrir þéssari offjárfestingu sem átt hefur sér stað í sjávarútveginum. En hins Ingibjörg Jóhanna vegar leiðir út úr vandanum í öllum þessum málum og atvinnusköpunin eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Og það er hægt að gagnrýna núverandi ríkisstjórn fyrir að benda ekki á nein- ar leiðir." Ingibjörg Sólrún óttaðist einnig meintar „kreddur á ríkis- stjómarbænum". Hún vildi að ríkis- valdinu yrði beitt markvisst til að skapa atvinnu og varaði menn við að elta það mýrarljós sem álver væri. Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf) vildi minna á að þingsályktunartil- laga Kvennalistans um átak í at- vinnumálum á Suðurnesjum vegna atvinnuleysis kvenna hefði verið ítar- lega rædd á þingi síðasta vetur. Kristinn taldi og margt vera ofsagt um offjárfestingu í sjávarútvegi. Fjárfesting í sjávarútvegi væri innan við 9% af þjóðarauðnum. Og þegar menn fjárfestu hefði verið miðað við meiri afla heldur en nú yrði leyft að veiða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kvað það rétt vera að Samtök um kvennalista hefðu á síðasta vetri flutt tillögu um átak í atvinnumálum á Suðumesjum og aðgerðir vegna mik- ils atvinnuleysis kvenna og miklar umræður af hlotist. En það hefði nánast verið undantekning að menn hefðu í þeirri umræðu talað um at- vinnuleysi kvenna á Suðurnesjum. „Menn vom vítt og breytt um landið allt og miðin og ræddu ótrúlegustu mál undir þessum lið.“ Ingibjörg Sólrún taldi einnig að öllum mætti vera ljóst að það hefði verið fjárfest of mikið í sjávarútvegi. Við ættum fleiri skip og hús heldur en þyrfti og á þessum vanda yrði að taka. Nú væri ríkisstjórnin að biðja fólk um að taka á sig gífurlegar álögur. En hvemig ætluðu þeir sér að taka á fyrrgreindum offjárfestingarvanda? Hvemig ætlu'ðu þeir að koma málum fyrir þannig að ekki yrði komið aftur eftir nokkur ár og fólk beðið um að leysa nákvæmlega sama vandann aftur enn eina ferðina? Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne) taldi að ijárfesting í atvinnu- lífinu væri komin niður fyrir hættu- mörk og væri ein af orsökunum fyr- ir bágum hag okkar núna. Farið heim Ingibjörg Sólrún Gisladóttir sagðist vera Jóhannesi Geir sammála um að fjárfesting almennt í atvinnu- lífinu væri komin niður fyrir hættu- mörk en hún var enn eindregið þeirr- ar skoðunar að offjárfesting hefði verið í sjávarútveginum, það hefði verið röng fjárfesting. Ingibjörg Sól- rún bað menn að hafa í huga að það væri ekki víst að störfunum fjölgaði þótt framleiðni ykist. Við stæðum á ákveðnum tímamótum; framleiðni- hættir væru að breytast. Og það þyrfti ný viðhorf til þess skipta jafn- ar þeirri vinnu sem fyrir hendi væri og vonandi væri hægt að gera það þannig að fólk missti ekki of mikils í tekjum. Þingmaðurinn vildi létta vinnuálaginu af ákveðnum hópum og „sérstaklega ákveðnum hópum karla“. Hún benti þingmönnum á að heimilisrekstur væri mjög framleiðin atvinnugrein og þar vantaði fólk í störf. Nú yrði að skipta störfum jafn- ar og skipa yrði málum þannig að karlar hefðu ástæðu til að fara á heimilin og taka til hendinni. Ræðu- maður var þeirrar skoðunar að allir ættu siðferðislegan rétt á vinnu og sá réttur ætti að vera lögfestur. Ekkert samfélag mætti dæma fólk úr leik. Verður kannað Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra var sammála megintil- gangi tillögunnar og tók undir að brýnt væri að gera könnun á högum atvinnulausra. Félagsmálaráðherra sýndist hins vegar tillaga Alþýðu- bandalagsmanna gera ráð fyrir mjög viðamikilli könnun. Sambærilega könnun í Danmörku hefði tekið mörg ár að vinna. Félagsmálaráðherra taldi ástæðu til að gera könnun sem tæki styttri tíma en tæki e.t.v. til færri þátta. Samtök atvinnulausra hefðu leitað til sín eftir aðstoð við gerð könnunar á aðstæðum atvinnu- lausra. Jóhanna kvaðst hafa fallist á þessa málaleitan og skoðað þetta mál í samvinnu við Félagsvísinda- stofnun Háskólans og Hagstofuna. Réttast væri talið að gera könnun sem næði til allra sem væru á at- vinnuleysisskrá. Jóhanna gerði einn- ig grein fyrir 4.000 manna úrtaks- könnunum Hagstofunnar sem næðu einnig til óskráðra atvinnuleysingja. Væntanlega myndu niðurstöður næstu könnunar liggja fyrir innan hálfs mánaðar. Félagsmálaráðherra taldi rétt að gera þar framhaldskönn- un á högum þeirra sem væru at- vinnulausir en ekki á skrá og hefðu ekki atvinnuleysisbætur. Þessari fyrstu umræðu varð lokið en atkvæðagreiðslu frestað. Auk fyrrgreindra ræðumanna tóku þátt í umræðunni Finnur Ingólfsson (F-Rv), Kristín Ástgeirsdóttir (SK- Rv) og Svavar Gestsson (Ab-Rv). Frumvörp um stjómarskrár- breytingar fari til ríkissljómar MEIRIHLUTI sérstakrar stjórnskipunarnefndar leggur til að frumvörp- um stjórnarandstæðinga um stjómarskrárbreytingar samnings um Evrópskt efnahagssvæði, EES, verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Minni- hlutinn hefur ekki enn skilað nefndaráliti. Ekki er út.ilokað að minni- hlutinn geri tillögu um breytingar á orðalagi en ekki efnisinnihaldi. Vegna efasemda um að samning- urinn um EES stæðist gagnvart stjórnarskrá, lagði stjórnarandstað- an fram frumvörp um breytingar á stjómarskránni. Ánnað þeirra gerir ráð fyrir að % meirihluta þyrfti á Alþingi til þess að staðfesta samn- inga sem fælu í sér afsal á ríkisvaldi eða fullveldisafsali. Hitt frumvarpið miðar af því að þriðjungur þing- manna geti krafíst þjóðaratkvæða- greiðslu um samninga er varði full- veldisafsal. Báðum þessum frumvörpum var vísað til sérstakrar stjómskipunar- nefndar undir forsæti Sólveigar Pét- ursdóttur (S-Rv). í gær var lagt fram álit meirihlutans undirritað af Sól- veigu Pétursdóttur, Geir H. Haarde (S-Rv), Bimi Bjamasyni (S-Rv), Karli Steinari Guðnasyni (A-Rn) og Vilhjálmi Einarssyni (S-Nv). Meiri- hluti nefndarinnar leggur því til að þessum frumvörpum verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Minnihluta nefndarinnar skipa Steingrímur Hermannsson (F-Rn), Kristín Einarsdóttir (SK-Rv), Páll Pétursson (F-Nv) og Ragnar Ámalds (Ab-Ne). Minnihlutin hefur enn ekki skilað nefndaráliti. Að sögn Ragnars Am- alds er ekki ólíklegt að minnihlutinn muni leggja til einhveijar breytingar í samræmi við ábendingar fræði- manna til að forðast hugsanlega rangtúlkun. En um efnislegar breyt- ingar yrði ekki að ræða. Að halla réttu máli Athugasemd vegna umfjöllunar JMorgun- blaðsins um „bæjarstjóramál“ í Olafsfirði eftirBraga V. Bergmann í miðopnu Morgunblaðsins sl. laugardag var fjallað um svokallað „bæjarstjóramál" í Ólafsfirði í þætti sem nefnist „Af innlendum vett- vangi“. Ég, sem ritstjóri og ábyrgð- armaður dagblaðsins Dags, er afar ósáttur við nokkrar málsgreinar í þessari umfjöllun Morgunblaðsins, þ.e. þær sem að blaði mínu snúa. 1 þeim er að sumu leyti farið með fleipur og að öðru leyti hallað réttu máíi. Því vil ég koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri: Ummæli Sigurðar í grein Morgunblaðsins er haft eftir Sigurði Björnssyni, bæjarfull- trúa í Ólafsfirði, að Bjarni Kr. Grímsson, þáverandi bæjarstjóri, hafi lýst yfir „áhuga á að komast í framboð og reifað það mál við frammámenn Sjálfstæðisfélagsins í Ólafsfirði og fleiri trúnaðarmenn flokksins, en Sigurður hafi þá verið fyrir honum,“ eins og það er orðað í greininni. Síðan segir: „Sigurður og fylgis- menn hans telja samhengi milli þessa máls og fréttar er birtist í Degi skömmu fyrir kosningar, þar sem Sigurður er sakaður um að hafa svikið út ábyrgðir vegna Fiskmarsmálsins, en talað er við Bjarna vegna þessa máls í frétt- inni. Telja þeir að valinn hafi verið viðkvæmur tími skömmu fyrir kosn- ingar til að gera Sigurð, einn af frambjóðendum, tortryggilegan og vinna honum skaða.“ Opinbert mál Síðustu málsgreinina hér að ofan má hæglega skilja sem svo að Dag- ur hafi valið „viðkvæman tíma skömmu fyrir kosningar til að gera Sigurð tortryggilegan og vinna hon- um skaða“, því áður höfðu „Sigurð- ur og fylgismenn hans“ nefnt frétt Dags í því samhengi. Hið rétta er að þegar fyrsta frétt Dags um Fiskmarsmálið svonefnda var birt, miðvikudaginn 17. apríl 1991, hafði málið þegar verið rætt á fundum bæjarráðs Ólafsfjarðar. Á þeim vettvangi hafði meira að segjá ver- ið óskað eftir greinargerð bæjar- stjóra um það. Þegar mál er komið til kasta bæjarráðs er það orðið opinbert og bara spurning um hvort það er þess eðlis að fjölmiðlar telji það fréttnæmt. Fiskmarsmálið var tvímælalaust fréttnæmt, enda um gífurlega hagsmuni að tefla, það er nokkrar milljónir króna af tak- mörkuðum fjármunum skattgreið- enda í Ólafsfirði. Dagur varð fyrstur með fréttina. Ástæðan er einfaldlega sú að blaðið hefur yfir að ráða stærstu frétta- stofunni á Norðurlandi og leitast við að sinna sveitarstjórnarmálum í fjórðungnum betur en hinir fjöl- miðlarnir, stórir sem smáir. Þeir fylgdu svo í kjölfarið allir sem einn: Morgunblaðið, DV, Tíminn og sjón- varps- og útvarpsstöðvarnar. Af framansögðu má ljóst vera að Dag- ur valdi ekki viðkvæman tíma til að skýra frá málinu. Ef Sigurður Bjömsson vill saka einhvern um slíkt, verður hann að líta í eigin barm ellegar til félaga sinna í bæj- arráði Ólafsfjarðar. Röng fullyrðing í öðru lagi er fullyrt í grein Morg- unblaðsins að í frétt Dags sé Sig- urður „sakaður um að hafa svikið út ábyrgðir vegna Fiskmarsmáls- ins“, eins og það er orðað. Þessi fullyrðing er röng. Sigurður er ekki sakaður um slíkt í fréttinni. Þar er hins vegar haft eftir þáverandi bæjarstjóra, að „þau veð, sem hefðu átt að vera fyrir hendi, virðast ekki vera þau veð sem raunverulega var reiknað með“. Ekkert var eðlilegra en að láta bæjarstjóra Ólafsfjarðar tjá sig um þetta mál í fyrstu frétt- inni. 1 fréttum blaðsins daginn eftir var síðan talað við fulltrúa bæði meirihluta og minnihluta í bæjar- stjórn Ólafsfjarðar. Fyllsta hlutleysis gætt Staðreyndin er sú að Dagur hef- ur fjallað um Fiskmarsmálið, svo og aðrar væringar í bæjarstjórn Ólafsfjarðar, af fyllsta hlutleysi frá upphafi. Aðdróttanir um annað stafa af ímyndun þeirra, sem hlut eiga að máli, og eða brenglaðri söguskoðun og hljóta að vera settar fram í annarlegum tilgangi. Með þökk fyrir birtinguna. Höfundur er ritstjóri Dags. Aths. ritstj: Vegna þeirra orða ritstjóra Dags að í umræddri grein Morgunblaðs- ins sé að sumu leyti farið með fleip- ur og að öðru leyti hallað réttu máli er rétt að árétta, til að koma í veg fyrir misskilning, að í þeim orðum sem ritstjóri Dags gerir at- hugasemdir við er verið að koma á framfæri sjónarmiðum Sigurðar Björnssonar og fylgismanna hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.