Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 35
imöw MORGUNBLAÐIÐ VmSHPnÆŒVlNNUIÍF þríðjUdagur 17. nóvember 1992 FERÐAMAL — Norðmennirnir ásamt fylgdarmönnum fyrir framan kúluhús Vigdísar og Gísla á Hofi. Ferðaþjónusta Norðmenn kynna sér ferðaþjónustu Blönduósi. HÓPUR norskra blaðamanna ásamt fulltrúum frá bænum Á1 í Hallingd- al voru á ferð um Austur-Húnavatnssýslu fyrir skömmu í boði nokkura fyrirtækja í héraðinu. Tilgangur þessa er að kynna Austur-Húnavatns- sýslu sem áningarstað norskra ferðamanna með veiði hverskonar og útivist sem megin markmið. Hinir norsku gestir voru í Austur- Húnavatnssýslu i tvo daga þar sem fyrir þeim var kynnt það sem hérað- ið hefur upp á að bjóða. Fyrri daginn var farið með hópinn undir leiðsögn til ijúpnaveiða og var almenn'ánægja með þá ferð. Daginn eftir var farið vítt og breitt um héraðið og var norð- mönnunum þá sýnt Heimilisiðnaðar- safnið, Iþróttamiðstöðin og golfvöllur Blönduósinga í Vatnahverfi fyrir hádegið en eftir hádegið var dælu- stöð hitaveitu Blönduóss að Reykjum skoðuð og farið var í heimsókn til Vigdísar og Gísla að Hofi í Vatns- dal. Á Hofí þáðu Norðmennimir veit- ingar og var kæstur hákarl m.a. í boði. Um kvöldið var haldin skemmt- un á Hótel Blönduósi og var þar boðið upp á dæmigerðan íslenskan mat og félagar úr leikfélagi Blöndu- óss fluttu þjóðlega tónlist og tveir kunnir einstaklingar kváðu stemmur. í framhaldi af þessari heimsókn norsku blaðamannanna í Austur- Húnavatnssýslu er hugmyndin að stofna hlutafélag um frekari upp- byggingu og rekstur sumarhúsa í svokölluðum Brautarhvammi (sýslu- mannstún) á Blönduósi. Nú þegar eru risin og komin í gagnið tvö inn- flutt sumarhús frá fyrirtækinu Á1 Hyttebygg A/S í Hallingdal í nánum tengslum við hið norska fyrirtæki. Fyrirtæki þau sem stóðu að þess- ari kynningu á Austur-Húnavatns- sýslu voru Trésmiðjan Stígandi, Hót- el Blönduós, Hallur Hilmarsson, hóp- ferðabílstjóri og Áfangi hf. eða sömu fyrirtækin sem stóðu saman að hér- aðskynningu á Vestnorden-sýning- unni á Akureyri fyrr í haust. Jafn- framt lögðu Hótel Saga, Bláa Lónið og Hreðavatnsskáli þessu kynning- arátaki lið. - Jón.Sig. Tölvur Ný bók um Word 2.0 WORD Tölvunám heitir nýútgefin bók sem hefur að geyma leiðbein- ingar um Word 2.0 og er ætluð til skólanáms og almennra nota. Bókin er gefin út af bókaútgáf- unni Aldamót. Hún tilheyrir nýrri Tölvunáms línu hjá útgáfunni og er þetta önnur bókin af fjórum. Höfundur er Matthías Magnússon. Word Tölvunám er ætluð byijend- um í notkun Windows forritsins Word 2.0. Farið er í einföld grunnatr- iði í fyrstu köflunum og smám sam- an fengist við erfiðari viðfangsefni. Aðal leiðbeiningarkaflarnir eru 16 talsins og eru verkefni í hveijum þeirra. Alls eru verkefnin 70 talsins. í bókinni eru leiðbeiningar um uppsetningu í bréfaritun, notkun mynda, vali á leturtegundum o.þ.h. Einnig er fjallað um aðgerðir sem auðvelda útlitshönnun, þ.e. stíla og Fræðsla sniðmát. Með Word Tölvunámi fylgir diskl- ingur sem hefur að geyma ýmsar textaskrár til notkunar í verkefnum. Nýtt námskeið fyrir kon- urhjá Sljómunarfélaginu STJÓRNUNARFÉLAG íslands efnir til nýs námskeiðs dagana 24.-25. nóvember nk. með yfirskriftinni „konur - fyrirtæki - framsögn". Nám- skeiðið er ætlað konum sem vi(ja ná meiri árangri í starfi og einka- lífi. Efnið er flutt á myndböndum af bandaríska fyrirlesaranum Brian Tracy en hann hefur annast ráðningu og þjálfun hundruð kvenna til stjómunarstarfa, að því er segir í frétt frá Stjórnunarfélaginu. Á námskeiðinu er m.a. fjallað um hvemig ná megi auknum árangri með bættri framsögn og framkomu, hvemig eigi að setja sér markmið og ná þeim og leita að starfi sem leiðir til aukins frama. Þá er einnig fjallað um völd, stjómmál, klæðnað, samtalstækni, fjárhagslegt sjálf- stæði, tímastjómun og samstarf við karlmenn. Námskeiðið byggir á viða- miklum rannsóknum á þörfum og væntingum nútímakvenna. Þátttak- endur fá möppu og sex hlustunar- snældur með öllu innihaldi nám- skeiðsins. Leiðbeinandi er Fanný Jónmundsdóttir, verkefnisstjóri. Fjármagnsmarkaður Fyrsta lán Norræna fjárfestingar bankans tíl Eystrasaltsríkjanna NORRÆNI fjárfestingarbank- inn (NIB) hefur samþykkt að veita lán til Eistlands. Um er að ræða lána- og ábyrgðar- ramma að jafnvirði 332 milljón- ir króna sem veitt var til hins nýstofnaða fjárfestingarbanka Eistlands í Tallin. Láninu verð- ur ráðstafað til fjármögnunar fjárfestinga sem fela'í sér nor- ræna hagsmuni í smáum og meðalstórum fyrirtækjum. Gengið er út frá markaðskjör- um og krafan um norræna hags- muni er uppfyllt með samvinnu við Norðurlönd eða með kaup- um á fjárfestingarvörum frá Norðurlöndum. Lánveitingin fer einkum til fjár- mögnunar verkefna, sem unnin eru að frumkvæði Eistlendinga, en NIB hefur nú einnig til skoðun- ar um 60 verkefni í Eystrasalts- ríkjunum, sem til eru komin að frumkvæði fyrirtækja á Norður- löndum. í mars 1992 ákváðu Norðurlönd að koma á fót sérstöku stuðnings- verkefni við Eystrasaltsríkin að upphæð um 7.360 milljónir króna til fjármögnunar fjárfestinga er hafa það að markmiði að efla markaðsvæðingu ríkjanna. Lán- veiting NIB er hluti þess lána- ramma fyrir Eystrasaltslöndin sem NIB var falið að hafa umsjón með. Lánaramminn nemur sam- tals um 2.200 milljónum króna og eru þessar lánveitingar með bak- ábyrgð Norðurlanda. Auk þessa 2.200 milljóna króna lánaramma, sem NIB var falið að annast, var bankanum jafnframt falið að hafa umsjón með sérstök- um sjóði að upphæð 368 milljónir Markmiðið með ráðstefnunni er að leiða saman fyrirtæki og fjár- festa frá öllum Norðurlöndum og gefa nýjum fyrirtækjum færi á að kynna sig á breiðari gundvelli en eigin heimamarkaði. Ráðstefnunni er einnig ætlað að auðvelda fjár- málafyrirtækjum og fjárfestum að kynnast því hvað er að gerast á þessu sviði í nágrannalöndunum. Valin hafa verið 25 fyrirtæki frá þessum 5 löndum sem gefin verður kostur á að kynna sig fyrir fjárfestum. Fyrirtækjunum hefur verið skipt niður í þijá flokka: Líf- króna. Þessum sjóði á að ráðstafa til tækniaðstoðar við uppbyggingu nýrra fjárfestingarbanka, einum fyrir hvert ríki. Verða þeir stað- settir í Tallin, Riga og Vilnius. tækni, Rafeinda- og upplýsinga- tækni og Iðntækni og iðnðarvörur. Eitt íslenskt fyrirtæki var valið til þátttöku, Tölvusamskipti hf., sem kynnir skjáfax. . Framkvæmdaraðili ráðstefn- unnar er Svenska Riskkapital För- eningen. Fjölmargir aðilar hafa styrkt ráðstefnunar þ.á.m. Nor- ræna ráðherraráðið og Iðnþróun- arsjóður. Þátttökutilkynningu bera að senda til Svenska Riskkapital För- eningen eða Þróunarfélags íslands hf. í síðasta lagi 25. nóvember. Norðurlönd Ráðstefna um áhættufjármögnun r Tölvusamskipti hf. voru valin til þátttöku Ráðstefna uin áhættufjármögnun verður haldinn í Stokkhólmi þann 4. desember, en Þróunarfélag íslands hf. hefur á undanförn- um mánuðum unnið að skipulagningu ráðstefnunnar í samstarfi við áhættufjármagnsfyrirtæki frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Þormóður rammi hf. kt. 681272-1559 Aðalgötu 10, Siglufirði Hlutabréfaútboð Útboðsfjárhæð kr. 50.000.000. Fyrsti söludagur: 5. nóvember 1992 Gengi 2,30 Umsjón: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 fíeykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.