Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 A Islandsmót í brids Erla og Kristjana unnu kvennaflokkinn en Olafur og Steinar unglingaflokkinn _____________Brids_________________ ArnórG. Ragnarsson ERLA Siguijónsdóttir og Krist- jana Steingrímsdóttir urðu ís- landsmeistarar í kvennaflokki og bræðurnir Steinar og Ólafur Jónssynir i flokki yngri spilara en keppnin um þessa íslands- meistaratitla fór fram um helg- ina. Erla og Kristjana fóru vel af stað og leiddu mótið lengst af. Helztu keppinautar þeirra voru Hjördís Ey- þórsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir sem fylgdu þeim eins og skugginn. Lokastaðan: Erla Siguijónsdóttir - Kristjana Steingrímsd. 227 Hjördís Eyþórsdóttir - Ljósbrá Baldursd. 208 Lovísa Jóhannsdóttir - Erla Sigvaldadóttir 143 Guðlaug Jónsdóttir - Dröfn Guðmundsdóttir 128 Morgunblaðið/Amór Islandsmeistarar í kvennaflokki 1992, Kristjana Steingrímsdóttir og Erla Sigurjónsdóttir. Framkvæmdasljóri Bridssambandsins, Elín Bjamadóttir, afhenti verðlaunin. Bræðumir Steinar og Ólafur Jónssynir taka við verðlaunum sínum á Islandsmóti yngri spilara 1992.1 JacquiMcGreal-KristínÞórarinsdóttir 120 Hanna Friðriksdóttir - Ragnheiður Tómasd. 102 Þijátíu og eitt par tók þátt í keppninni. I unglingaflokki var sama uppi á teningnum. Bræðurnir Steinar og Ólafur náðu fljótt forystunni sem þeir héldu til loka en lokastaðan varð þessi: ÓlafurJónsson-SteinarJónsson 172 lngiAgnarsson-RúnarEinarsson 104 AronÞorfinnsson-Jónlngþórsson 100 Sigurbjöm Þorgeirsson - Skúli Skúlason 98 Jón Hersir Elíasson - Stefán Jóhannsson 83 RagnarJónsson-TryggviIngason 60 Þórarinn Sigurðsson - Böðvar Þórisson 60 Tuttugu og fimm pör spiluðu í unglingaflokknum. Þar af var ein stúlka. Keppnisstjóri og reiknimeistari var Kristján Hauksson. Svo góður gangur var í mótinu að því lauk fyrr en áætlað hafði verið. A T VINNAIB OÐI Mikil vinna Þar sem við hjá Máli og menningu erum að hleypa af stað farand- og símsöluátaki á nokkrum af útgáfuverkum okkar, óskum við að ráða nokkra vana bóksölumenn strax. Mikil verkefni. Há sölulaun. Upplýsingar gefur Kristján Baldvinsson í síma 689519 milli kl 10-12 og 14-16 í dag og á morgun. Mál og menning Siglufjörður Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við Sjúkrahús Siglufjarðar sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-71166. Sjúkraþjálfari óskast til starfa sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir sjúkraþjálfari, Mariska, eða framkvæmdastjóri, í síma 96-71166. Hestamannafélagið Fákur auglýsir: Vegna mikillar aðsóknar bendum við þeim, sem ætla að vera með hesta í húsi félags- ins, á að panta og staðfesta sem fyrst. Heykaup Erum að leita eftir úrvalsheyi á góðu verði fyrir félagið og félagsmenn. Úpplýsingar á skrifstofu Fáks í síma 672166. Kveðja, Fákur. AUGLYSINGAR TIL SOLU Góð fjárfesting Til sölu mjög vel staðsett atvinnuhúsnæði m. öruggum leigusamningi og góðum leigu- tekjum Sérlega hagstæð áhv. lán. Hagstæð útborgun og sveigjanlegir skilmálar. Fjárfest- ing sem borgar sig upp á skömmum tíma. Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. Huginn fasteignamiðlun, Borgartúni 24, sími 625722. Utboð Vatnsúðunar (sprinkler) kerfi Húsgagnahöllin óskar eftir tilboðum í sprinkl- er kerfi í 11.600 m2 húsnæði sitt við Bílds- höfða 20. Útboðsgögn afhendast hjá Hátækni hf., Ármúla 26, gegn kr. 10.000 gjalgli, sem er óafturkræft. Tilboðum skal skila fyrir föstudaginn 18. desember 1992, kl. 10.30 f.h., en þá verða þau opnuð. ATVINNUHUSNÆÐI Lager- og skrifstofuhúsnæði Til leigu er rúmlega 300 fm skrifstofu- og lagerhúsnæði í Reykjavík. Húsnæðið er á jarðhæð með tveimur góðum innkeyrsludyr- um. Möguleiki er á að leigja húsnæðið í tvennu lagi. Nánari upplýsinar gefur Björn í síma 621400 á skrifstofutíma. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Samstarf skóla og heimila Fimmtudaginn 19. nóvemberverðurfyrirlest- ur á vegum Foreldrasamtakana. Ólafur Guð- mundsson, skólastjóri, og Elísabet Svavars- dóttir, kennari, fjalla um samstarf skóla og heimila. Fyrirlesturinn verður í Sóknarsalnum í Skipholti 50a og hefst kl. 20.30. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. A stjórnarandstaða að stjórna? Opinn stjórnmálafundur f kvöld klukkan hálf- níu í Hótel Lind við Rauðarárstíg. Alþingismennirnir Kristín Ástgeirsdóttir, Steingrímur Hermannsson og Svavar Gests- son flytja stuttar framsöguræður og sitja fyrir svörum. Fjölmennið. Alþýðubandalagið í Reykjavík. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins, Bjólfsgötu 7, Seyðis- firði, föstudaginn 20. nóvember 1992, kl. 10.00 á eigninni: Baugsvegur 4, Seyðisfirði, þinglýst eign Þorbjörns Þorsteinssonar, eftir kröfu Sævars Gestssonar. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 16. nóvember 1992. □ EDDA 5992111719 I 1 Frl. □ HELGAFELL 5992111719 VI2 I.O.O.F. Rb. 4 = 14211178 FERÐAFÉLAG ÍSIANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Kvöldvaka Ferðafélagsins „Línur í landnámi Ingólfs" Miðvikudaginn 18. nóv. kl. 20.30. Fyrsta kvöldvaka vetrarins i Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Hún ber yfirskriftina „Línur í Landnámi Ingólfs". Þórarinn Þórarinsson, arkitekt, mun fjalla um sérstætt áhugamál sitt, sem er athugun á hugsanlegum land- mælingum í tengslum við land- nám. Það að landnám hafi m.a. verið helgað með vörðum og að tímatal og afstaða sólar hafi ráð- ið staösetningu bústaöa land- námsmanna og þingstööum. Tekur dæmi af vörðum á fjöllum og heiðum t.d. Helgafelli, Ulfars- felli, Keili, Ásfjalli o.fl. Þórarinn sýnir skýringarmyndir og lit- skyggnur máli sínu til stuðnings. Myndagetraun að lokinni sýn- ingunni. Mjög áhugavert efni fyrir alla. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Góðar kaffiveitingar í hléi. Verð 500,- kr. (kaffi og meðlæti innifalið). Mætið tímanlega. Aðventuferð í Þórsmörk 27.-29. nóv. JF.I. 65 ára). Nóg sæti laus. Skemmtileg ferð með sannkall- aðri aðventustemmningu. Fararstjóri: Guðmundur Hall- varðsson. Gerlst félagar í Ferðafélaginu. Ferðafélag Islands. Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, heldur skyggnilýsingafund mið- vikud. 18. nóvember í Akóges- salnum, Sigtúni 3, kl. 20.30. Húsiö verður opnað kl. 19.30. Miðar seldir við innganginn. AD KFUK, Holtavegi Fjölskyidan í nærmynd Fundur í kvöld kl. 20.30. Sr. Þorvaldur Karl Helgason sér um fundarefnið. Allar konur velkomnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.