Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 45
______________________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 Guðlaugur Valdi- marsson - Kveðja Fæddur 19. janúar 1924 Dáinn 11. nóvember 1992 í dag fer fram frá Fossvogs- kirkju útför Guðlaugs Valdimars- sonar. Guðlaugur fæddist á Akur- eyri og ólst þar upp til fímm ára aldurs en þá missti hann föður sinn. Hann fluttist með móður sinni að Fremstafelli í Köldukinn. Foreldrar hans voru Ester Guð- laugsdóttir og Valdimar Svein- bjömsson. Guðlaugur átti sín æsku- ár í Köldukinn og Bárðardal og stundaði síðan ýmis störf norður þar. Hann var útibússtjóri við Kaup- félag Svalbarðseyrar á Fosshóli við Goðafoss um sjö ára skeið. Það kallaði hann Faktorstímabilið. Guðlaugur kvæntist 1953 Ingi- björgu Helgadóttur frá Stafni í Reykjadal, þau eignuðust þtjú böm. Þau em Ester, gjaldkeri Sparisjóðs Þórshafanar, gift kona þar og á þrjú böm. Stefán, bifreiðastjóri hjá Sólborgu á Akureyri, kvæntur og á þrjú böm. Yngst er Kolbrún sem stundar nám í Boston. Guðlaugur var mikill gæfumaður í einkalífi sínu. Hann unni heitt ágætri konu sinni og mannvænlegum bömum og yfír honum var ávallt festa og heiðríkja þess manns sem býr við gæfuríkt fjölskyldu- og heimilislíf. Þau hjón fluttu til Reykjavíkur 1959. Fyrstu sex árin vann Guð- laugur í blikksmiðju, en síðan fór hann til starfa hjá Olíufélaginu hf. og þar starfaði hann óslitið til dauðadags, eða í 25 ár, lengst af sem bifreiðastjóri á stóram olíu- flutningabíl en síðustu þrjú ár sem lagermaður. Guðlaugur var um árabil trúnað- armaður Dagsbrúnarmanna hjá Olíufélaginu og síðustu 12 árin, eða frá 1980, í stjóm Dagsbrúnar. Guðlaugur var maður kyrr og hlédrægur og sóttist lítt eftir at- hygli. Hann var maður djúprar hugsunar og hollráður. Hann var einlægur samvinnumaður í besta skilningi þess orðs. Hann var unn- andi jafnréttis og réttlætis og þurfti ekki að lesa sér til um kjör alþýðu- fólks á íslandi — þau þekkti hann. Guðlaugur var mikill reglumaður og stundvís. Eftir að hann fór að kenna vanheilsu síðustu árin kom fyrir að hann gat ekki mætt á fundi Dagsbrúnar og þá fundum við sam- stjórnarmenn hans best hve djúpt skarð var fyrir skildi ef Guðlaug vantaði, því hann var maður vitur og hollráður í hógværð sinni. Lokið er vegferð góðs og göfugs manns. Við samstarfsmenn hans í stjóm og trúnaðarráði Dagsbrúnar söknum vinar í stað, vinar og félaga sem miðlaði okkur ríkulega af mannkostum sínum, drenglyndi og réttsýni. Innilegustu samúð vottum við konu hans og börnum og ijölskyldu allri. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar. Það var miðvikudaginn 11. nóv- ember sem Gulli andaðist, en ég ásamt ýmsum fleiram kallaði hann alltaf Gulla. Ég varð hissa þegar mér vora borin tíðindin enda átti ég ekki von á því að Gulli væri á leiðinni í sitt síðasta ferðalag. Það er skrýtið að þegar ég lít til baka og fer að hugsa um öll minn- ingarbrotin sem tengjast Gulia þá hrannast upp myndir, myndir af manni sem allar sýna á sinn hátt að góður og skemmtilegur maður var samferða okkur þessi ár. Gulli fæddist í janúar 1924 og hefði því orðið 69 ára á næsta ári. Þingeyjarsýslan varð hans ær og kýr snemma, því hann ólst þar að mestu upp, fyrst hjá foreldrum sín- um en seinna, er faðir hans lést, hjá móður sinni, Ester, og fóstur- föður, Jóel, á Arndísarstöðum í Bárðardal. Jóel var bróðir Sigurgeirs bónda á Stafni í Reykjadal, en seinna átti Gulli því láni að fagna að giftast Ingibjörgu Helgadóttur Sigurgeis- sonar frá Stafni. Gulla kallaði ég frænda til að byija með því ég vissi að Inga var frænka mín, seinna komst ég að því að við Gulii voram ekkert skyld- ir. Við sátum þá einir og yfírgefnir í vesturstofu og komumst að því að við væram ekki af „Svaðastaða- kyninu" og ættum því ekki að hafa okkur í frammi þegar sá angi ættar- innar væri myndaður. En Gulli var samt alltaf einskon- ar frændi, því allir sem tengdust Stafni og þá um leið mér öll þau sumur sem ég dvaldi þar urðu ósjálfrátt frændur og frænkur. Það var á sumrin sem maður hafði mest að segja af Gulla, þrátt fyrir að við byggjum báðir í Reykja- vík. Gulli og Inga komu þá á hveiju sumri norður, og ég man að þegar von var á bíl þeirra var ákveðin spenna í lofti. Sérstaklega þótti okkur strákunum gaman á þessum áram að fá að sitja í bíl með Gulla, því í okkar augum var um þraut- reyndan bílstjóra að ræða. Svo skemmdu nú ekki bílarnir fyrir, því um tíma átti Gulli fallegasta Benz sem við höfðum augum litið. En af hveiju að minnast á bíla og akstur? Jú, þessir hlutir voru óijúfanlegir Gulla, enda starfaði hann sem bílstjóri hjá Olíufélaginu í mörg ár. Og þegar þessir sumar- tímar stóðu yfir var öruggt að Olíu- félagið hf. átti sína málsvara í hjört- um ungra drengja og allt var það Gulla að þakka. Við biðum líka spenntir eftir því að komast í veiði með Gulla og afa. Ekki bara vegna veiðiáhugans held- ur einnig til þess að geta fengið leiðbeiningu frá þeim og tilsögn. Gulli átti forláta gleraugu sem hægt var að horfa með niður í vatn- ið og greina þannig betur árfarveg og fiska. Mikið var nú gaman í veiði með þeim afa og Gulla, sem nú eru báðir horfnir af sjónarsvið- inu, því sem næst á sama árinu. En það var líka gaman að koma til þeirra hjóna á Bergþórugötu nú hin síðari ár eftir að ég fór að drekka kaffi. Gulli var alltaf við- ræðugóður og ég man að eitt kvöld er ég kom þar ræddi hann heilmik- ið við mig um aflfræði og straum- fræði. Allt vegna áhuga síns á vinnu sinni hjá Olíufélaginu. Það er sjón- arsviptir að honum Gulla. Gulli og Inga eignuðust þijú börn, Ester, Stefán og Kolbrúnu. Ester og Stebbi búa fyrir norðan en Kolla í Boston. Gulli varð afi eins og fleiri en einnig auðnaðist honum að verða langafi. Hann er dýrmætur sjóðurinn sem Gulli skilur eftir sig. Inga mín, Ester, Stebbi og Kolla, ég, fjölskylda mín og móðir vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Við vonum að Guð styrki ykkur og fjöl- skyldur ykkar á þessum sorgartím- um. Ég veit að Gulli er kominn í gott sæti, því það á hann skilið. Með Gulla er genginn einn vandaðasti maður sem ég hef kynnst. Blessuð sé minning hans. Gunnar Svavarsson. Ég vil minnast mágs míns, Guð- laugs Valdimarssonar, sem lést að- faranótt 11. nóvember á Landakots- spítala eftir stutta en erfíða sjúk- dómslegu. Þessi ótímabæri dauð- dagi kom mjög að óvöram, því ekki var annað vitað en að heilsa hans væri í sæmilegu lagi að öðra leyti en því að hann þyrfti í aðgerð, svip- aða því sem hann hafði áður farið í. Gulli, eins og hann var alltaf kallaður, fæddist á Akureyri 19. janúar 1924 og var hann yngsta bam hjónanna Esterar Guðlaugs- dóttur frá Fremstafelli í Kinn, S- Þing. og fyrri manns hennar, Valdi- mars Sveinbjömssonar frá Glaum- bæjarseli. Valdimar lést þegar Gulli var aðeins tveggja ára. Ester giftist síðar Jóel Tómassyni frá Stafni í Reykjadal og bjuggu þau lengst af á Arndísarstöðum í Bárðardal. Gulli ólst upp hjá móður sinni og sjúpföð- ur ásamt systkinum sínum, en þau eru: Sigríður, fædd 10. mars 1915, búsett á Akureyri, Anna María, fædd 16. mars 1917, búsett í Landamótsseli í Kinn, og Sigurður, fæddur 7. júlí 1930, hálfbróðir hans, sonur Esterar og Jóels, búsettur í Kópavogi. Gulli fór í Laugaskóla, en vann síðan ýmis störf þar til hann gerð- ist útibússtjóri á Fosshóli fyrir Kaupfélag Svalbarðseyrar og vann þar uns hann flutti suður til Reykja- víkur árið 1959. Fljótlega eftir að hann kom suður hóf hann störf hjá Olíufélaginu hf. og starfaði þar til dauðadags. Gulli kvæntist 20. júní 1953 Ingi- björgu Helgadóttur, fædd 26. júní 1932, frá Stafni í Reykjadal. Börn þeirra eru þijú, elst er Ester, fædd 16. september 1952, gift Sæmundi Karli Jóhannessyni, búsett á Þórs- höfn, og eiga þau þijú börn. Þá Stefán, fæddur 8. október 1956, í sambúð með Önnu Ringsted, bú- séttur í Eyjafírði og á hann þrjú börn. Yngst er Kolbrún, fædd 23. ágúst 1969, gift José Ramos, bú- sett í Boston. Barnabörnin eru alls sex og eitt barnabarnabarn. Auk þess ólst upp hjá þeim hjónum Þröstur Kolbeins, fæddur 17. maí 1958, kvæntur Svölu Stefánsdóttur, búsettur á Svalbarðseyri, þau eiga tvö börn. Þegar ég lít til baka þau 36 ár sem ég hef þekkt þau Gulla og Ingu (en þannig hef ég alltaf samtvinnað nöfn þeirra hjóna) þá er mér efst í huga þakklæti fyrir alla þá vin- áttu og þann hlýhug sem alltaf hefur mætt mér af þeirra hálfu. Gulli var einstaklega hnyttinn í tilsvöram og fljótur að sjá hinar skoplegu hliðar hlutanna og gat hann lífgað mjög upp á allar sam- ræður. Hann hafði líka yndi af söng og söng í kirkjukór og karlakór á meðan hann var búsettur fyrir norð- an. Gulli hafði einnig áhuga á fé- lagsmálum og sat meðal annars í stjórn Verkamannafélagsins Dags- brúnar. Með söknuði kveð ég mág minn og þakka honum langa og góða samfylgd. Vinkonu minni Ingu og ijölskyldu hennar allri sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðlaugs Valdimarssonar. Jóna Sveinsdóttir. Hann Gulli vinur okkar er dáinn. Ekki grunaði okkur 1. nóvember sl., er við heimsóttum þau hjón, hann og Ingibjörgu, og sátum í góðu yfirlæti við kaffiborðið og spjölluðum saman eins og okkar var vandi, að þetta væri jafnframt kveð- justundin. Við vissum jú að Gulli var að fara í aðgerð, en það hafði líka gerst áður, svo af hveiju skyldi ekki allt ganga vel í þetta skiptið líka? Guðlaugur Valdimarsson fæddist 45 19. janúar 1924 og dó 11. nóvem- ber 1992. Hann var sonur hjónanna Esterar Guðlaugsdóttur frá Fremstafelli í Ljósavatnshreppi og Valdimars Sveinbjörnssonar smiðs. Kona Guðlaugs er Ingibjörg Helga- dóttir Sigurgeirssonar frá Stafni í Reykjadal og konu hans, Jófríðar Stefánsdóttur. Föður sinn missti Gulli aðeins tveggja ára gamall, en móðir hans giftist aftur 1929 og var seinni maður hennar Jóel Tóm- asson, bóndi og kennari frá Stafni. Þau hjón bjuggu á Arndísarstöðum í Bárðardal og ólst Gulli upp hjá þeim. Tvær eldri systur átti hann, Sigríði, sem einnig var hjá þeim hjónum, og Önnu Maríu, sem fór til móðursystur sinnar Klöra, sem bjó á Landamóti. Þau Ester og Jóel eignuðust soninn Sigurð og var ætíð kært með þeim bræðrum. Gulli fór í Laugaskóla eins og sjálfsagt þótti með Þingeyinga á þessum árum. Síðan vann hann við ýmis störf í Reykjadal og Bárðar- dal. Okkar fyrstu kynni urðu er ég kom í Laugaskóla ásamt Ingibjörgu Helgadóttur frænku minni, sem varð svo kona hans, en þau giftu sig 20. júní 1953. Gulli hafði góða kímnigáfu, var skemmtilegur í sam- ræðum, átti létt með að herma eft- ir og frásögn hans af mönnum og málefnum var þannig að maður gat gleymt stund og stað, jafnvel hald- ið að maður væri kominn mörg ár aftur í tímann norður í land. Inga og Gulli hófu búskap á Foss- hóli 1953, en þar var Gulli útibús- stjóri við Kaupfélag Þingeyinga til ársins 1959 að þau fluttu til Reykja- víkur þar sem hann vann ýmiskonar störf fyrstu árin en sl. 25 ár hefur hann verið starfsmaður hjá ESSO. í stjórn Dagsbrúnar hefur hann verið til margra ára og allt til dauðadags. Þau Guðlaugur og Ingibjörg eignuðust þijú börn. Ester, hennar maður er Sæmundur Jóhannesson, þau eiga þrjú börn og eitt barna- barn; Stefán, hans kona er Anna Ringsted og eiga þau eina dóttur og á Stefán tvö börn frá fyrri sam- búð; Kolbrún, gift Jóse Ramos, búsett í Boston. Auk þess ólu þau upp að miklu leyti systurson Ingu, Þröst Óskar, hans kona er Svala Stefánsdóttir, eiga þau tvö börn. Við Máni þökkum Guðlaugi sam- fylgdina, við þökkum ánægjulegar stundir á ferðalögum og á góðum stundum á heimilum beggja. Það er stórt skarð höggvið í vinahópinn við brottför Gulla, en þannig er það með lífið og dauðann, þetta tvennt helst í hendur og enginn ræður sín- um næturstað. Elsku Inga mín, innilegar samúð- arkveðjur frá okkur Máni til þin, barna þinna og fjölskyldna þeirra. Vér sjáum hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf og lyftir í eilífan aldingarð því öllu, sem Drottinn gaf. (Matthías Jochumsson) Blessuð sé minning Guðlaugs Valdimarssonar. Kristín Ingibjörg. t Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSGERÐUR EINARSDÓTTIR, Neðstutröð 2, Kópavogi, lést í Landspítalanum laugardaginn 14. nóvember. Einar Arason, Karl Arason, Jóhannes Arason, Sigrún Sigurðardóttir, Arnfríður Aradóttir, Haukur Matthíasson, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar innilegasta þakklæti til allra, sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KONRÁÐS GÍSLASONAR húsgagnabólstrara, Baldursgötu 30. Svala Konráðsdóttir, Jóhann Jakobsson, Erna Konráðsdóttir, Sveinbjörn Jónsson, Mjöll Konráðsdóttir, Hoybye Cristensen, Drifa Konráðsdóttir, Ingi Gunnar Benediktsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar og vinkona, BERGÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR (frá Patreksfirði), Vesturgötu 55, Reykjavik, lést í Borgarspítalanum að morgni 15. nóvember. Magnús Þórðarson, Einar Þórðarson, Jensína Sigurðardóttir, Sigurður Kr. Sigurðsson. t Faðir okkar og tengdafaðir, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, Naustahlein 8, Garðabæ, lést á heimili sínu sunnudaginn 15. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurjón Sigurðsson, Sigurður Óli Sigurðsson, Ingvi Rafn Jónsson. Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Þórbjarnardóttir, Eriidrykkjur (jlæsileg kídii- hlaðborð liiJIegir salir og mjög gcnl þjönustít lp|)lýsingíU' ísíma22322 flvgleidir lllTSL LIIPTLEUII
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.