Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 53
ss 5T~ SGGl HDiaMflVÖM ,TJ HUOACFJIGIH'Í aiöAJaMUOHOM, MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 Um fullnýtingu sjávarafla Frá Karli Ormssyni: UNDANFARIN ár hefi ég skrifað nokkrar greinar í Morgunblaðið, þar | sem ég hef skorað á alla sem tengd- ir eru sjávarútvegi á einhvem hátt að huga betur að því hveiju sé | fleygt af sjávarafla og hvemig mætti nýta þann úrgang sem hing- að til hefur verið hent í sjóinn. Einn- | ig hefi ég verið að vekja athygli á vannýttum fiskistofnum sem lítið eða ekkert hefur verið hugað að. Því var það mér mikið gleðiefni sú framkvæmdasemi ríkisstjómarinn- ar að koma fram lögum sem banna skipum að fullvinna fískafurðir út á sjó, án þess að koma að landi með hveija örðu sem upp úr sjónum kemur. Þetta hefur verið mér og mörgum öðrum mjög mikið kapps- mál að umgangast fisk sem aðra matvöm og fiskimiðin með virðingu og nýta á skynsamlegastan máta allt er hafíð hefur upp á að bjóða. Síðan farið var að skrifa um þessi mál hefur svo sannarlega verið tek- ið við sér af sjómönnum og vísinda- t mönnum að leita og afla vannýtta fiskistofna. í Fiskifréttum, 36 tölubl., er þó grein, þar sem útgerð- I armaður kvartar undan þessum lög- um, segir þau ekki henta þeim er veiða fisk í salt. Nú skal það alveg ( viðurkennast að það er erfiðara að fínna pláss fyrir úrkastið eftir því sem skipin eru smærri, en það sann- ast þá bara hve miklu er hent ef 2-4 hundmð tonna skip hafa ekki pláss til að koma með allan afla að landi. Og það þarf alls ekki að vera dýrara að kosta eftirlitsmann um borð í smærri skipum, eins og segir í greininni, þar sem sú útgerð þarf alls ekki að vera rekin með verri útkomu. Einhvers staðar þarf að setja mörkin, við 20 tonn er al- veg lágmark. Það er ekkert sem réttlætir það að 2-4 hundmð tonna skip noti hafíð sem ruslakistu frek- ar en frystitogarar. Er það umhugs- ( unarefni hinu nýja umhverfísráðu- neyti og beini ég því sérstaklega til umhverfisráðherra sem hefur j sýnt mikinn skilning á umhverfis- málum. Það er erfítt að beijast við vindmyllur og það þarf maður svo ( sannarlega oft að gera. Það em nokkur ár síðan ég fór að viða að mér efni í þær greinar sem ég skrif- aði og telst mér að ég hafi skrifað um þetta tiltekna efni fjórtán grein- ar á fáum ámm. Það hefur ekki alltaf verið hlustað með athygli þegar maður var að viða að sér efni til þess að maður gæti sýnt að maður færi ekki með fleipur eitt. Einn af frammámönnum fýrir sjó- mannastétt var fljótur að afgreiða mig með því að segja að lifrin og þessi úrgangur væri nú ekki of góður fyrir múkkann. Það er ekki furða þótt vargfugli fjölgi þegar hann er mataður af svona lostæti. í blaðinu Fiskifréttir, 30. tbl., 21. ágúst, er sagt frá togara sem hafði veitt 2.750 tonn af karfa á árinu, en aðeihs komið með að landi 13-14 hundmð tonn, það hefur verið góð veisla fyrir múkkann og varginn. „En neyðin kennir naktri konu að spinna" segir gamalt máltæki; það er ekki fyrr en fiskimiðin em að verða uppurin af hinum hefðbundnu fískitegundum sem menn fara að huga í alvöru að það eru fleiri físki- tegundir til en þorskur, ýsa, síld og loðna. Það er umh'ugsunarefni þeim er svartsýnir em á að vemlegur ágóði geti orðið af veiðum á vannýttum fískistofnum að það em rétt tveir áratugir síðan farið var að nýta loðnu eitthvað að ráði. Og svipaður tími er síðan karfí var nýttur í ann- að en mjöl, grálúða var aldrei hirt áður fyrr. Ef ofíjárfesting í sjávarútvegi væri ekki svo gífurleg, þá væri öðmvísi umhorfs þar núna. Mér hlotnaðist sá heiður í sumar að vera boðinn til að skoða eitt af nýju frystiskipunum. Ég vissi að tæknibúnaður var gífurlegur í þeim, en að hann væri svona óraði mig ekki fyrir og hefði aldrei trúað að óreyndu. Brúin var eins og geim- skip á að líta. Stóllinn sem skipstjór- inn hafði til setu var á rennibraut og gat skipstjóri rennt sér um alla brúna og stjórnað vélum af fímm stöðum, en það hrikalegasta var kannski að með 18 manna áhöfn í 20 daga vom þeir aðeins búnir að frysta afla fyrir 20 milljónir (eða ekki nema verðmæti meðal einbýlis- húss). Hvemig geta menn ætiast til að útgerð beri sig með svona flottræfilshætti? Fjárfesting í svona skipi er upp á hundrað miHjóna. Vísindamenn okkar sem vinna stanslaust að öflun gagna um físki- stofnana og nýtingu þeirra eiga svo sannarlega skilið þakklæti, þeir beijast oft við ótrúlegustu öfl sem vita að sjálfsögðu miklu betur um allt er lýtur að stærð fískistofna og lifnaðarháttum þeirra. Það er ekki fyrr en núna að bregðast þarf við með valdboði ráðherra sem menn verða að hætta að henda ómengaðri náttúmafurð í sjóinn (oft það bezta af fiskinum), sem sé hún rasl og sjórinn mslakista. Það er löngu kominn tími til fyrir okkur að gera okkur grein fyrir því að íslandsmið em að verða eina ómengaða hafsvæðið í heimi og við getum, kannski innan fárra ára, ein allra þjóða boðið upp á ómenguð- ustu sjávarafurðir sem völ er á. En veldur hver á heldur; því aðeins getum við þetta að við fömm í einu og öllu eftir settum reglum svika- laust og nýtum á skynsamlegastan máta og af vísindalegri þekkingu alla þá fiskafurðir er hafíð hefur upp á að bjóða. Ég skora á viðkom- andi ráðuneyti að gefa aldrei neina undanþágu frá þessum lögum, þar sem slakað er á því ákvæði að hirða allar þær afurðir sem um borð koma. Ef einn fær undanþágu koma fleiri á eftir, og eins að stjómvöld sjái sér fært að veita því fé til físki- rannsókna sem þörf er á hveiju sinni, því fé er vel varið og er fljótt að koma til baka. KARL ORMSSON Huldúlandi 5, Reykjavík. Pennavinir Fimmtán ára belgískur frí- merkjasafnari vill eignast penna- vini: Kris Deckers, Vossenstraat 5, 9120 Melsele, Belgium. Þrítug tékknesk tveggja barna húsmóðir með margvísleg áhuga- mál: Tatiana Bestova, Norberta Fryda 7, 370 05 Ceske, Bredejovice, Czechoslovakia. Þýsk húsmóðir, líklega um fer- tugt, með áhuga á ferðalögum og útivist: Gisela Bublat, Von-Kniprode-Weg 32, D-W 4018 Langenfeld, Germany. LEIÐRÉTTING Rangt eftimafn I viðtali við Magnús Hallgríms- son í sunnudagsblaði varð höfundi rækilega á í messunni, rangfeðraði konu hans. Hlíf er Ólafsdóttir. Þá bætti prentvillupúkinn um betur. Þór Benediktsson var með Magnúsi í Surinam. Þá er rétt að geta þess í leiðinni að í öðm viðtali við Ver- menn íslands, var í litgreininu tekið af vitlausum enda á mynd í viðtali við Hlyn Ingimarsson, með þeim afleiðingum að texti vísaði ekki rétt. Landi okkar Þórarinn Eyjólfsson var lengst til hægri, ekki í miðið. Em allir viðkomandi beðnir velvirð- ingar á þessu. VELVAKANDI MALALENGING- AR OG VAFSTUR Björn Helgason: Sá sem þetta ritar gerir tals- vert af því þegar færi gefst að fylgjast með beinum útsending- um sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar frá þingfundum á Alþingi. Með því tel ég mig víkka sjóndeildar- hring minn og geta betur vegið menn og málefni. Fimmtudaginn 5. nóvember fór fram umræða um EES-málið þar sem tekin var ákvörðun um að ekki yrði þjóðar- atkvæðagreiðsla um inngöngu okkar þar. Almennt vom þing- menn málefnalegir og færðu rök að skoðunum sínum, þótt sitt sýndist hveijum. Þar kom, að í pontuna sté Ólafur Þ. Þórðarson og fór mik- inn milli þess sem hann dró seim- inn, en Olafur þessi hefur vakið athygli skrifara, ekki síst fyrir landsföðurlegt yfirbragð og áherzluþunga í orðum og æði þegar sviðsljós er annars vegar — líkt og „hér kem ég, hlustið — ég einn veit hvað rétt er“. Ekki ætla ég að hafa eftir það sem alþingismaðurinn lét sér um munn fara í umræðunni og beindi að háttvirtum utanríkisráðherra, en slíkar aðdróttanir sæma ekki hinu háa Alþingi. Ég skora á fólk, hafí það tíma og tækifæri til, að fylgjast með hvemig títtnefndur Ólafur sóar oft og tíðum dýrmætum tíma með óþarfa málalengingum og vafstri, enda mætti ætla að kenn- arinn og alþingismaðurinn hefði ekki áttað sig á stund og stað, og ætla að á stundum þætti hon- um hann vera staddur í kennslu- stofu þar sem hann væri að setja ofaní við baldinn 10 ára bekk, en hvorki í Gaggó vest né á Al- þingi. KETTLINGUR Óskað er eftir svörtum kettl- ingi. Upplýsingar í síma 42384. ULLARFRAKKI Svartur ullarfrakki með skil- ríkjum tapaðist í Kvennaskólan- um sl. fimmtudag. Vinsamlegast hringið í Pétur í síma 685771 ef frakkinn hefur fundist. SILFU RS KEMMAN Silfurskartgripir og listmunir frá Mexíkó Opið daglega frá kl. 16-19 eða eftir samkomulagi. Sími 91-628112 Miðbraut31, 170 Seltjarnarnesi, ÞINGBORG Hraungeröishreppi 801 Selfossi - sími 98-21027. Opið hús í ullarvinnslunni Þingburg Opið er alla fimmtudaga og eftirfarandi laugardaga; 21. og 28. nóvember- 5. og 12. desember frá kl. 14-18. Veitingar á boðstólum og konur við vinnu. BOSCH VERKSTÆÐI Lágmúla 9 sími 3 88 20 • Vélastillingar • Smurþjónusta • Rafviðgerðir • Ljósastillingar nRM^nKTHF • Diselverkstæði laey-búy hreyfanlegi hægindastóllinn sem " AMERÍKA" situr í fyrir framan sjónvarpið er kominn í Húsgagnahöllina. Tegund: Arlington Kr. 28.620,- Það er hægt að rugga honum eða þá draga skemilinn út og nota hann sem hvfldarstól. AMERÍSKIR hægindastólar í mörgum gerðum, verðflokkum og áklæðalitum. Ef þú vilt hafa það notalegt skaltu velja stól frá LAZY-BOY. Húsgagnahöllin BÍLDSHÓFDA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.