Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C/D tfttunliififrife STOFNAÐ 1913 264tbl.80.árg. MIÐVIKUDAGUR 18. NOVEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Dæmdur morðingi í þjónustu S-Afríkuhers Hneyksli rýrir álit de Klerks Jóhannesarborg. Reuter. HÁTTSETTIR foringjar í Suður-Afríkuher höfðu dæmdan morð- ingja í þjónustu sinni og fengu hann til að leggja snöru fyrir frammámenn í Afríska þjóðarráðinu í þvf skyni að sverta mann- orð þeirra. Hefur þetta komið á daginn við sérstaka rannsókn á pólitískum ofbeldisverkum í Suður-Afríku og þykja upplýsingarn- ar mikill álitshnekkir fyrir stjórn F.W. de Klerks forseta. Skjöl með fyrrgreindum upplýs- ingum fundust við leit hjá leyni- þjónustu hersins en áður höfðu talsmenn hans neitað allri vitn- eskju um málið. Það snerist í stuttu máli um, að Ferdi Barnard, fyrrverandi lögreglumaður, sem hefur tvívegis verið dæmdur fyrir morð og einu sinni fyrir morðtil- raun, var fenginn til að ginna frammámenn í Afríska þjóðarráð- inu til ólöglegs athæfis, meðal annars eiturlyfjaneyslu og við- skipta við vændiskonur. Á sama tíma áttu þeir de Klerk og blökku- mannaleiðtoginn Nelson Mandela í mikilvægum viðræðum. Talið er, að þetta mál geti orðið de Klerk þungt í skauti og erlend- ir stjórnarerindrekar í Suður-Afr- íku segja, að hann verði að hafast eitthvað að til að sýna, að hann sé raunverulegur ráðamaður í landinu. Þó þykir ólíklegt, að Af- ríska þjóðarráðið noti málið í póli- tísku skyni enda er löngu vitað, að innan hersins eru hópar, sem reyna að fara sínu fram. Fyrrnefndur Barnard lýsti yfir því í gær eftir að skýrt hafði ver- ið frá þessum upplýsingum, að hann hefði sjálfur átt hugmynd að því að egna gildru fyrir þjóðar- ráðsmennina og kynnt hana fyrir frammámönnum í hernum. Þeir hefðu hins vegar vísað henni á bug. Reuter. Tveir jórdanskir friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna sjast hér leggjast á bæn við varðstöð þar sem yfirráðasvæði Króata og Serba í Bosníu mætast. Sameinuðu þjóðirnar setja hafnbann á Serbíu og Svartfjallaland Bretar sakaðir um harð- neskju í garð flóttamanna Sameinuðu þjóðunum, Sarajevo, Lundúnum. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í fyrrakvðld að selja hafnbann á Serbíu og Svart- Þýskir jafnaðarmenn samþykkja að herða innflytjendalöggjöf Bonn. Reuter. FLOKKUR kristilegra demókrata (CÐU) í Þýskalandi fagnaði því í gær að á aukaþingi Jafnaðarmannaflokksins (SPD) náðist aðfara- nótt þríðjudagsins samkomulag um að flokkurínn myndi fallast á breytingar á löggjöf um innflyljendur, en sagði þó að meira þyrfti að koma 111. Fulltrúar CDU og SPD ætla að hittast í fyrsta skipti á morgun til að reyna að ná saman um lagabreytingar. Innflytj- endalöggjöfin í Þýskalandi er sú frjálslyndasta í Evrópu og streyma að meðaltali um þúsund flóttamenn daglega til landsins. Björn Eng- holm, formaður SPD, lagði mikla áherslu á -að aukaþingið myndi sam- þykkja að herða innflytjendalög- in og munaði litlu að flokkur- inn klofnaði fyr- ir vikið. Varaði hann flokks- bræður sína við þvf. að ef ekki fyndist lausn á málinu væri hætta á að hægri öfgamönnum myndi vaxa mjög ásmegin í þýsk- um stjórnmálum. Honum tókst loks að ná breiðum stuðningi við tillögu sína, sem felur í sér að mun fljótlegra verður að úrskurða um rétt manna til pólitísks hælis, með því að lofa vinstri væng flokksins að flóttamenn sem hefðu sætt of- Reuter Engholm, formaður SPD, og Oskar Lafontaine varaformaður á aukaþinginu í gær. sóknum yrðu ávallt velkomnir. Rudolf Seiters innanríkisráð- herra og Wolfgang Scháuble, for- maður þingflokks CDU, sögðu í gær í sameiginlegri yfirlýsingu að þessi tilslökun þýddi að aldrei yrði hægt að finna skynsamlega lausn á málinu. fjallaland og heimilaði öðrum ríkjum að stöðva skip á Adría- hal'i og Dóná til að koma í veg fyrír brot gegn viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna. Bandarísk- ir embættismenn sögðu að fram- kvæmd hafnbannsins yrði rædd á fundi Norður-Atlantshafsráðs- ins í Brussel í dag en talsmaður bandaríska varnarmálaráðu- neytisins sagðist í gær búast við því að aðgerðirnar yrðu nýög svipaðar þeim er beittar voru gegn írökum fyrir Persaflóa- stríðið. Mannréttindahreyfingar gagnrýndu í gær ákvörðun bresku stjórnarinnar um að neita bosnísku flóttafólki um landvist- arleyfi í Bretlandi og sðgðu af- stððu hennar til flóttamanna- vandans vegna stríðsins í Bosníu einkennast af „harðneskju". Öll aðildarrfki öryggisráðsins nema Kína og Zimbabwe greiddu atkvæði með ályktun um hafnbann- ið. Alls tóku 40 manns til máls er ályktunartillagan var rædd og margir þeirra voru óánægðir með að ráðið skyldi ekki ganga lengra til að binda enda á stríðið í Bosníu- Herzegovínu. Willem van Eekelen, framkvæmdastjóri Vestur-Evrópu- sambandsins, sagði að hafnbanninu yrði framfylgt í síðasta lagi í næstu viku. Fregnir hermdu í gær að harðir bardagar_ geisuðu í norðurhluta Bosníu. Útvarpið í Sarajevo skýrði frá því að Serbar hefðu gert harða stórskotaárás á bæinn Gradacac, helsta vígi múslima í þessum hluta landsins. Ennfremur hefðu þeir ráð- ist á nokkur þorp múslima á svæð- inu. Viku áður höfðu leiðtogar Serba, Króata og múslima samið um vopnahlé, sem virðist hafa runnið út í sandinn. Bardagarnir urðu einn- ig til þess að menn drógu í efa ummæli yfirmanns friðargæslu- sveita Sameinuðu þjóðanna í Bosníu frá því á mánudag um áð blóðsút- hellingunum kynni nú loks að vera lokið. Mannréttahreyfingar gagnrýndu í gær bresku stjórnina fyrir að neita að veita 183 bosnískum flóttamönn- um landvistarleyfi I Bretlandi. Flóttamennirnir, aðallega konur og börn, hafa verið við landamæri Austurríkis og Slóveníu undanfarna sex daga. Konurnar og börnin hafa flest fengið húsaskjól á hótelum en karlmennirnir verða að sofa úti undir beru lofti í kuldanum. Mannréttindasamtökin Amnesty International sögðu að þar sem Bretar væru nú í forsæti í ráðherra- ráði Evrópubandalagsins bæri þeim að sýna gott fordæmi og taka við eins mörgu flóttafólki og þeir gætu en þess í stað væri það stefna bresku stjórnarinnar að halda eins mörgum frá Bretlandi og hægt væri. Herferð ítölsku lögreglunnar Umfangsmestu aðgerðir gegn mafíunni frá 1984 Róm. Reuter. ÍTALSKA lögreglan hóf á mánudagskvöld umfangsmestu aðgerð- ir sínar gegn mafiunni á Sikiley og á meginlandinu frá árinu 1984. Gefnar voru út fyrirskipanir um handtöku yfir 200 manns, sem ákærðir verða fyrir ýmiss konar lögbrot, allt frá morðum til mútugjafa og kosningasvindls. Yfir 2.000 lögreglumenn hafa tek- ið þátt í aðgerðunum og leitað á heimilum og skrífstofum. Síðdegis í gær höfðu 77 verið teknir hðndum, 81 sat í fangelsi fyrir og fékk ákæruskjalið sent þangað. Flestar handtökurnar fóru fram á Sikiley, en einnig í Róm, Mílanó og víðar á ítalíu. Að sögn ítalska sjónvarpsins voru þrír þingmenn, einn öldungadeildarþingmaður og tveir fulltrúadeildarþingmenn meðal þeirra sem grunaðir eru um samstarf við mafíuna. Rannsókn á máli þeirra verður skilin frá megin- rannsókninni vegna þess að fara verður fram á að þinghelginni verði af þeim létt, áður en hægt er að draga þá fyrir rétt. Aðgerðirnar byggjast á vitnis- burði tveggja mafíósa, sem snúið hafa baki við glæpasamtökunum, og er þetta talið geysimikið áfall fyrir mafíu-fjölskyldur í bæjunum Caltanissetta, Enna og Agrimento á Sikiley. Haft var eftir mafíu-uppljóstrar- anum Tommasso Buscetta, sem nú býr í Bandaríkjunum, en vitn- aði fyrir ítalskri þingnefnd á mánu- dag, að skipulögð glæpastarfsemi ætti nú undir högg að sækja á ítal- íu. „Ég tel að mafían sé komin að fótum fram," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.