Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1992 3 Útboð á 3.300 þorsk- ígildistonnum af kvóta Hagræðingarsj óðs STJÓRN Hagræðingarsjóðs hefur ákveðið að bjóða ríflega 3.300 þorskígildstonn af kvóta sjóðsins til sölu með útboði á almennum markaði. í útboðinu skuldbindur sjóðurinn sig til að selja lielming kvótans í hverri tegund hæstbjóðanda en áskilur sér rétt til að hafna tilboðum í hinn helminginn ef viðunandi tilboð berast ekki að mati sjóðsstjómar. Við úthlutun fískveiðiheimilda í haust fékk Hagræðingarsjóður kvóta í sex tegundum botnfísks sem svara til samtals um 12 þús- und þorskígildistonna. Ætlunin var að sjóðurinn seldi kvótann enda á andvirði hans að ganga til reksturs Hafrannsóknastofnunar. Útgerðarmönnum bauðst að kaupa kvóta í hlutfalli við eigin veiðiheimildir en á þann hátt seld- ust aðeins um 800 tonn. Á fundi í gær ákvað stjórn Hagræðingar- sjóðs að bjóða út 30% af óseldum heimildum í hverri tegund og eru það ríflega 3.300 þorskígldistonn samtals með þeim kjörum sem að framan greinir. Að lágmarki verða því seld 1.650 tonn en að hámarki 1.650 tonn í þessari,umferð. Út- gerðarmenn hafa frest til klukkan 16 mánudaginn 30. nóvember til Borgarráð * Utsvar verði áfram 6,7% BORGARRÁÐ samþykkti á fundi í gær að leggja til við borgar- stjórn að litsvarsgreiðsla í stað- greiðslu fyrir árið 1993 verði 6,7% í Reykjavík. Er það óbreytt hlutfall frá síð- asta ári. Stysta greiðslu- kortatíma- bilið hefst í dag STYSTA greiðslukorta- tímabil ársins hefst í dag. Það stendur aðeins í þrjár vikur því margar verslanir munu flýta jólatímabilinu og byrja það 10. desember. Viðmiðunardagur sem skiptir á milli greiðslukorta- tímabila hefur verið 18. hverS mánaðar. Samkvæmt núgild- andi reglum greiðslukortafyr- irtækjanna er þó ákveðinn sveigjanleiki í þessu og með sérstökum samningum geta verslanir byijað að taka greiðslukort út á nýtt tímabil nokkru fyrir 18. Síðan er jóla- tímabilið lengst. Það getur hafist 10. desember að þessu sinni og er vitað að margar verslanir munu hafa skiptin þá, til dæmis Hagkaup. Úttektirnar frá því korta- tímabili sem hefst í dag koma til greiðslu í byijun janúar en úttektirnar á því tímabili sem hefst 10.-18. desember eiga að greiðast í byijun febrúar. Gunnar Bæringsson, fram- kvæmdastjóri Kreditkorta hf., sagði í gær að reynslan sýndi að mörgum reyndist erfítt að standa undir greiðslukorta- reikningnum í byijun febrúar og væri fólk að jafna sig á þeim fram eftir ári. Þetta kæmi út eins og búið væri að framlengja jólavíxilinn í marga mánuði. að skila tilboðum og fá síðan nokk- urra daga frest til að staðfesta kaupin með greiðslu. Hinrik Greipsson, ritari stjórnar Hagræðingarsjóðs, sagði að þetta væri tilraun til að fá sem hæst verð fyrir aflaheimildir sjóðsins eins og stjórninni hefði verið falið að gera. Hinrik sagði að framhaldið færi eftir því hvemig útboðið gengi. Ef allur sá kvóti sem nú væri boð- inn til sölu gengi út á viðunandi verði væri hugsanlegt að hafa annað útboð í desember. Annars yrði næsta sölutilraun gerð eftir áramót. Fischersund 1 verður Mjóstræti 5 Morgunblaðið/RAX Borgaryfirvöld hafa ákveðið að flytja um set húsið sem stendur á lóðinni við Fischersund 1 og verður það flutt ofar á lóðina við Mjóstræti 5. Að sögn Hjörleifs B. Kvaran framkvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar, verður sá hluti hússins sem byggður var árið 1850 fluttur en hinn hlutinn rif- inn. Ákveðið hefur verið að selja húsið að loknum flutningi. Nu eigum við mikið úrval af peysum, baeði einlitum og munstruðum. Allur okkar fatnaður er úr náttúrulegum efnum. Polarn&Pyret KRINGLUNNI 8-12, SÍMI 681822.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.