Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1992 Ljóðabókin Árstíða- ferð um innri mann Ný bók eftir Matthías Johannessen Matthías Johannessen ÁRSTÍÐAFERÐ um innri mann nefnist ný ljóðabók eftir Matt- hías Johannessen, sem komin er út. í bókinni eru 23 ljóð og ljóða- flokkar. í kynningu útgefanda segir m.a.: „í titilljóði bókarinnar er brugðið upp knöppum og kraft- miklum myndum og farið í árstíða- ferð um innri mann. Þá taka við Ijóð sem eiga það meðal annars sammerkt að vera öguð og bera vitni þeirri gáfu skáldsins að veita ferskri sýn á umhverfi okkar.“ Eftir Matthías Johannessen hefur komið út á annan tug ljóða- bóka, auk samtalsbóka, skáld- sagna, leikrita, smásagna og rit- gerða. Utgefandi er Iðunn. Bókarkápu gerði Guðjón Ketilsson mynd- listarmaður. Bókin er 70 blaðsíð- ur, prentuð í Prentbæ hf. og kost- ar 2.680 krónur. Tvíhliða samningur íslands og EB um sjávarútvegsmál Stefnt að lokum samn- inga í lok mánaðarins VEÐUR JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að flest útfærsluatriði í tvíhliða viðræðum íslendinga við Evrópu- bandalagið vegna gagnkvæmra skipta á veiðiheimildum væru vel á veg kominn. Eitt atriði sé fyrst og fremst ásteytingarsteinn en það séu andstæðar kröfur um hvort um verði að ræða gagnkvæm skipti á veiðiheimildum eða skipti á veiddum afla upp úr sjó. Það væri mat íslendinga að önnur atriði yrðu auðleyst þegar lausn fengist á þessu. Utanríkisráðherra sagði að formlegur samningafundur allra aðildarríkja yrði væntanlega haldinn undir lok nóvember þar sem stefnt væri að því af hálfu beggja aðila að ljúka samningsgerðinni. Takist það muni trúlega verða unnt að leggja samninginn fyrir Al- þingi til endanlegrar afgreiðslu í byrjun desember. Það var Kristín Einarsdóttir aðildarríkja EB ekki taka gildi. Sagði hún að EB hefði greinilega tangarhald á íslendingum vegna þessa. Jón Baldvin svaraði því að alltaf hefði legið fyrir að tvíhliða samn- ingar EFTA-ríkjanna við EB þyrftu að vera frágengnir fyrir áramót til að ESS-samningurinn tæki gildi. Ef tækist að ljúka tvíhliða samningi Islands og EB í byijun desember hefðum við nægan tíma til að af- greiða hann og því væri ekki ástæða til að óttast að EES-samningurinn tæki ekki gildi af þeim sökum. Hins vegar væri komin tímapressa innan Evrópubandalagsins og tími þess til að ljúka staðfestingu EES-samn- ingsins fyrir áramót orðinn naumur þar sem staðfestingarferillinn innan bandalagsins væri flókinn. Fram kom í máli ráðherra að var Kvennalista sem spurði ráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi hvenær hann gerði ráð fyrir að samningur- inn yrði lagður fyrir Alþingi og vitn- aði hún til fréttar Morgunblaðsins í gær um stöðu samningaviðræðn- anna þar sem m.a. kæmi fram að náist þessir samningar ekki muni bókun níu við EES-samninginn um tollaívilnanir á sjávarafurðum til ekki hefði verið haldinn samninga- fundur sem væri fullskipaður full- trúum allra aðildarríkja um tvíhliða samninginn síðan í júní en engu að síður hefði málið verið í umfjöllun og vinnslu að undanförnu, sérstak- lega á milli aðalsamningamanns íslands og sjávarútvegsnefndar EB. Jón Baldvin sagði einnig að sam- kvæmt upplýsingum aðalsamninga- manns, væri eftirlitsþáttur samn- ingsins ekki togstreituefni. „Það er búið að ganga frá því með hvaða hætti eftirlitsmenn komi um borð í skipin og að það verði á kostnað viðkomandi útgerðar," sagði hann. Þá hefði verið rætt um afmörkun tveggja veiðisvæða og nefnt hefði verið að heimilað yrði að mest þrjú skip stunduðu veiðar á hvoru svæði og aldrei fleiri en fimm á umrædd- um veicjitíma, sem væri síðari hluta árs. Fjallað hefði verið um önnur útfærsluatriði ^ sem vörðuðu m.a. fullt forræði íslendinga yfir fisk- veiðistjórnuninni og að skip sem kæmu til með að stunda veiðar á íslandsmiðum yrðu að hlýta reglum fiskveiðistjórnunar varðandi veiðar- færi og friðun. „Það er hins vegar svo með alla þætti málsins að það er ekkert frá- gengið fyrr en samningurinn í heild liggur fyrir,“ sagði Jón Baldvin. V ÍDAGkl. 12.00 Feðgin dæmd fyr- ir fíkniefnasmygl Lengd tíma frá upphafi máls þar til dómur féll hafði áhrif á refsinguna 66 ÁRA gamall maður hefur verið dæmdur til 5 mánaða fangelsis- vistar fyrir að hafa smyglað til landsins rúmlega 2 kílóum af hassi til landsins í fimm sendingum á árunum 1987 og 1988 og dreift stærstum hluta þess með aðstoð tveggja barna sinna, 39 ára dóttur og 30 ára sonar. Þau voru einnig dæmd fyrir aðild að málinu en við refsingu allra þriggja var tekið tillit til þess hve langur tími leið frá því að málið kom upp uns dómur gekk. Beiroíld; Veóurstofa íslancls (Bygyt á veöurspá ki. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 18. NOVEMBER YFIRLIT: Við austurströnd landsins er 985 mb. lægð sem eyðist, önnur álíka lægð er á vestanverðu Grænlandshafi og þokast hún austur. Langt suðvestur í hafi er siðan vaxandi 988 mb. lægð sem hreyfist austnorð- austur í stefnu á Norður-Skotland. SPÁ: Hæg breytileg eða austlæg étt. Éljagangur víða um haf, en þó þurrt í innsveitum norðanlands. Vægt frost víðast hvar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Fremur hæg breytileg átt og él um mestallt land. Hiti um eða undir frostmarki. Nýir veðurfregnatimar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. O <á Heiðskírt / / / r r r r r Rigning Léttskýjað * / * * r r * r Slydda é Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaörimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig v Súld = Þoka itig-. FÆRÐA VEGUM: oa i7.3oígær, Greíðfært er nú á vegum í nágrenni Reykjavíkur og um Suðurland með ströndinni til Austurlands og eru vegir þar vel færir. Ágæt færð er fyrir Hvalfjörð og um Snæfellsnes, þungfært er um Gilsfjörð. Klettsháls er fær jeppum og stærri bílum. Greiðfært er frá Brjánslæk til Bíldudals en Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru ófærar. Fært er um Holtavörðu- heiði, til Hólmavíkur en þungfært er um Steingrímsfjarðarheiöi. Botns- og Breiðadalsheiöi eru færar jeppum og stærri bílum. Fært er um Norð- urland og með ströndinni é Norðausturlandi til Vopnafjarðar og einnig er fært um Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Hellisheiði eystri. Víða um land er umtalsverð hálka á vegum, einkum þó á heiöum og fjallvegum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM . kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri 0 alskýjaö Reykjavlk +2 léttskýjað Bergen 0 skýjaö Helelnki +3 snjókoma Kaupmannahöfn 7 þokumóða Narssarssuaq +18 léttskýjað Nuuk +7 snjókoma Osló 0 snjókoma Stokkhólmur 2 háKskýjað Þórshöfn 3 léttskýjað Algarve 18 léttskyjað Amsterdam 8 skúr Barcelona 16 léttskýjad Berlín 9 skýjað Chicago 3 þokumóða Feneyjar 12 súld Frankfurt 6 skýjað Glasgow 5 léúskýjað Hamborg 6 súld London 7 léttskýjað tosAngeles 14 þokumóða Lúxemborg 3 skýjað Madríd 15 léttskýjað Malaga 17 hálfskýjað Mallorca 17 hálfskýjað Montreal 0 snjókoma NewYork 4 alskýjað Orlando 16 súld París 8 skúr Madelra 20 skýjað Róm 16 skýjað Vín 6 súld Washington 2 skýjað Winnípeg +5 snjókoma Maðurinn var farmaður og smyglaði hassinu til landsins með skipum sem hann var á en eina sendinguna flutti hann flugleiðis til landsins. Þegar maðurinn var handtekinn var hann með um 600 grömm af hassi í fórum sínum. Eftir þijár ferðanna annaðist dótt- ir hans dreifíngu efnanna en sonur hans eftir eina ferðina. Þau seldu ýmsum aðilum efnin fyrir 650-800 krónur grammið. Sverrir Einarsson sakadómari kvað upp dóm í málinu, sem hann fékk til meðferðar í haust. Hann dæmdi manninn í 5 mánaða fang- elsi og til greiðslu 150 þúsund króna sektar, dóttur hans í 2 mánaða fangelsi og til greiðslu 50 þúsund króna sektar og soninn til greiðslu 25 þúsund króna sektar. Refsing sonarins var hegningar- auki við tvo dóma upp á samtals 9 mánaða fangelsi sem hann hefur hlotið frá því að fyrrgreind brot voru framin. Eins og fyrr sagði var tekið mið af því við ákvörðun refsingar hve langt var liðið frá því málið kom upp. Wiesenthal-stofnunin í Jerúsalem Forstöðumaðurinn til Eistlands í gagnaleit EFRAIM Zuroff, forstöðumaður Simon Wiesenthal-stofnunarinnar í Jerúsalem, hyggst fara til Eistlands í næstu viku að afla gagna um meinta stríðglæpi Eðvalds Hinrikssonar, sem áður hét Evald Mik- son. Zuroff segist bjartsýnn á að finna gögn, sem sanni ásakanir stofnunarinnar á hendur Eðvald. Zuroff lét í samtali við Morgun- blaðið í það skína að hann hefði nýjar upplýsingar í málinu undir höndum, en sagðist ekki vilja ræða þær fyrr en hann hefði farið til Eistlands og fylgt athugunum sín- um eftir. „Ég mun verða margs vísari innan skamms og við teljum að það sé öll ástæða til bjartsýni. Það er mjög mikilvægt að skjölin fínnist og satt að segja fínnst mér það vera verk íslenzku ríkisstjórnar- innar að fínna þau. En fari sem horfir, að stjórnin ætli ekki að beii sér í málinu, verður einhver að leii að skjölunum og við lítum á þí sem skyldu okkar.“ Zuroff sagði að Wiesentha stofnunin myndi láta einskis ófreis að að sanna stríðsglæpi á Eðva Hinriksson. „Heimur, sem leyf fólki eins og Mikson að setjast helgan stein og njóta barnabari anna sinna er ekki heimur, sem v höfum áhuga á að búa í,“ sag hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.