Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1992 5 Morgunblaðið/Sverrir Töframaðurinn og skólabörnin Þau kættust mjög, börnin sem Baldur Bijánsson sýndi töfrabrögð í Mjólkursamsölunni við Bitruháls í gær. Börnin voru þar til að kynna sér starfsemi Mjólkursamsölunnar, en 2000 skólabörn heimsækja hana í þessari viku. Hjúkrunarfræðingar á Borgarspítala Gert ráð fyrir að meiri- hlutinn vilji segja upp GERA má ráð fyrir að meirihluti hjúkrunarfræðinga á Borgarspítalan- um vilji segja upp störfum ef ekkert miðar að kjarabótum. Lilja Stef- ánsdóttir og Marta Kjartansdóttir, trúnaðarmenn hjúkrunarfræðinga spítalans, byggja þetta á niðurstöðum athugunar meðal félaga sinna, en frá þeim var sagt á fundi þjúkrunarfræðinganna í fyrradag. A Landspítalanum bíða hjúkrunarfræðingar sem sagt hafa upp störfum viðbragða viðsemjenda sinna. Kannað var fyrir hálfum mánuði hvort hjúkrunarfræðingar vildu fara í verkfall eða segja störfum sínum lausum ef ekkert gengi í kjarabótum þeirra til móts við sambærilegar stéttir. Alls starfa 298 hjúkrunar- fræðingar á Borgarspítalanum en 191 tók afstöðu. Af þeim kváðust 64% vilja segja upp að óbreyttu. Hjúkrunarfræðingar hafa nú um 68 þúsund krónur á mánuði í bytjun- arlaun og bera sig saman við stéttir eins og sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa, röntgen- og meina- tækna. Lilja Stefánsdóttir segir að fólk í þessum störfum hafi 20-30 þúsund krónum hærra mánaðarkaup en hjúkrunarfræðingar vegna þess að starfsheiti skipi þeim í hærri launa- flokka. „Þetta ergir auðvitað hjúkr- unarfræðinga, námstíminn er sá sami og ábyrgðin síst minni.“ Raunar var skipulagi hjúkrunar á Borgarspítalanum breytt í haust og hjúkrunarfræðingar í fullu starfí, rúmlega ijörutíu talsins, gerðir að verkefnastjórum eða hjúkrunardeild- arstjórum, þannig að laun þeirra hækkuðu. En kaup um 250 hjúkrun- arfræðinga er óbreytt. „En sannleikurinn er sá að við búum við launakerfi sem þjónar ekki lengur tilgangi sínum," segir Lilja. „Það er nær óhreyft frá 1987 og tekur ekki mið af neinum raunveru- leika. Alls kyns yfirborganir og auka- greiðslur til stórra hópa hafa tíðkast lengi. Úti á landi eru þær réttlættar með fólksskorti, en í Reykjavík er líka hörgull á hjúkrunarfræðingum og mun meira álag. Sumar hafa einfaldlega ekki efni á að vinna, kostnaður af barnagæslu og slíku er meiri en launin þeirra. Það er næsta víst að hagstæðara væri að greiða þokkaleg grunnlaun heldur en að kaupa aukavinnu dýru verði eins og nú er gert.“ Hjúkrunarfræðingar á Landspítal- anum bíða að sögn Elínborgar Stef- ánsdóttur eftir viðbrögðum viðsemj- enda, um 80% þeirra sögðu upp í byijun nóvember með þriggja mán- aða fyrirvara. Elínborg segir að í raun sé verið að biðja um endurmat á störfum hjúkrunarfræðinga spítal- ans líkt og á Borgarspítala og Landa- koti. Húsavík Ekki lent vegiia aurbleytu ÞAÐ kann að hljóma einkennilega á þessum tíma árs, þá hiti er við frostmark, en tvo sl. sunnudaga hefur ekki verið hægt að lenda á Húsavíkurflugvelli vegna aur- bleytu. Hefur verið ekið með far- þega til Akureyrar í staðinn. í 30 ár kom aldrei fyrir að Húsavík- urflugvöllur væri ófær vegna aur- bleytu þó aðrir vellir hefðu átt við slíkt að stríða. Fyrir 4 árum, var að tilhlutan ráðamanna flugstjórnar keyrt yfir völlinn leirlagi sem heima- menn töldu fráleitt vegna reynslu af þeim ofaníburði á Tjörnesvegi. Síðan hefur völlurinn oft verið ófær. Fyrir tveim árum átti að bæta ástandið og keyrt var í völlinn hraungjalli. Við það batnaði völlurinn en ekki meira en svo að þegar frostið nær ákveðnu marki verður hann ófær. Við þetta ástand geta Þingeyingar illa unað og vænta þess að úr verði bætt á komandi ári. - Fréttaritari CARDIA U\3NAAIq ** NÁTTÚRUAFURÐ SEM ENGINN MÁ LÁTA FRAMHJÁ SÉR FARA Gott á brauðið, í baksturinn, í sósuna, í súpuna, í teið eða í flóuðu mjólkina. CARDIA-hunang stendur alltaf fyrir sínu CARDIA " HONNING a/áttúrua^ / Áriegt jólablað Morgunblaðsins kemur út þriðjudaginn 1. desember. Eins og nafnið gefur til kynna verður efni blaðsins þríþætt. Vegleg umfjöllun um jólamat og bakstur með uppskriftum og viðtölum við mataráhugafólk og meistarakokka verður á sínum stað. Auk þess verður fjallað með ýmsu móti um jólagjafir og ekki síst jólaföndur og ( þeim efnum verður af nógu að taka. Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu blaði er bent á auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 691111, en tekið verður við auglýsingapöntunum til kl. 17.00, mánudaginn 23. nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.