Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1992 7 Fjármálaráðherra á ráðstefnu um jafnrétti kynjanna Hugsanlegt að stytta fæðingar- orlof en hækka greiðslumar Konur á barmi jafnréttís var heiti ráðstefnunnar, sem Samstarfshópur kvenna innan ungliðahreyfinga stjórn- FRIÐRIK Sophusson fjármála- ráðherra telur að kanna eigi hvort að unnt sé að stytta fæðing- arorlof en hækka upphæðina, sem kemur til greiðslu, þannig að körlum verði gert auðveldara að vera heima hjá nýfæddum börnum sínum. Þetta kom fram á ráðstefnu um jafnrétti kynj- anna, sem Samstarfshópur kvenna í ungliðahreyfingum ís- lenskra sijórnmálaflokka hélt í ráðhúsinu í Reykjavík á laugar- dag. Fjármálaráðherra lagði áherslu á að jafnrétti yrði ekki síður að nást á heimilunum en í atvinnulífinu. Hann vitnaði til þess að í lögum væri báðum foreldrum veittur jafn réttur til fæðingarorlofs. í mörgum tilfellum væri hins vegar tæplega hægt að segja að foreldrar ættu raunverulegt val um það hvort þeirra tæki fæðingarorlofið og raunar heyrði til undantekninga að þeir skiptu því á milli sín, til dæm- is vegna þess að karlmenn væru almennt með hærri laun en konur. Friðrik sagði að fátt benti til að breyting yrði í þessum efnum á næstunni nema til kæmu hærri greiðslur vegna fæðingarorlofs. Þess vegna hlyti sú spurning að vakna hvort ekki væri ástæða til að stytta fæðingarorlofið en hækka greiðslurnar. Með slíkum hætti væru feður hvattir til þess að vera heima hjá bömum sínum og þannig væri hægt að stíga skref í átt til jafnréttis á heimilum. málaflokkanna efndi til á laugardag Á að taka upp vinnustaða- eða starfsgreinasamninga? Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði í ræðu sinni að stóraukin menntun kvenna hefði ekki fært þeim sem skyldi hærri tekjur né aukin áhrif. Jafnrétti til náms og starfsþjálfunar virtist því ekki nægja til að ná fram jafnrétti kynjanna. Jóhanna taldi að ein skýring á launamisréttinu væri sú að einstaklingsbundnir samningar á milli launþega og atvinnurekenda hefðu tíðkast í vaxandi mæli á und- anförnum árum og komið hefði í ljós að karlar stæðu sig mun betur er konur í slíkri samningagerð. Það væri því lykill að árangri að konurn- ar sjálfar gættu þess að þær væru ekki beittar misrétti í launamálum. Það fyrirkomulag, að ýtt væri und- ir einstaklingsbundna samninga, ýtti undir launamisrétti og því þyrfti að huga að því hvort ekki væri rétt að taka upp vinnustaðasamninga eða starfsgreinasamninga í stað almennra samninga á vinnumarkaðnum. Félagsmálaráðherra sagði einnig að hún myndi á næstu dögum leggja þingsályktunartillögu fyrir Alþingi um viðamikla framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára. Meginmarkmið slíkrar áætlunar væri að bæta stöðu kvenna innan ráðuneyta og ríkisstofnana jafn- framt því að hafa áhrif á stöðu Kvenfjandsamlegt menntakerfi kvenna almennt á vinnumarkaðn- um. Guðný Guðbjörnsdóttir, dósent í Háskóla íslands, fjallaði um það á ráðstefnunni hvort íslenska menntakerfið væri kvenfjandsam- legt og komst að þeirri niðurstöðu að svo væri. Hún sagði að nemenda- fjöldi og útskriftartölur í framhalds- skólum og háskólum sýndu að kon- ur stæðu sig vel í þessu kerfi en þrátt fyrir það hefði lítið þokast í jafnréttisátt, hvort sem litið væri á laun eða valdastöður. Guðný hélt því fram að sú menntun, sem kon- um stæði til boða, nýttist þeim verr en körlum. Orsakir þess væru með- al annars þær, að menntakerfið væri mótað af körlum og viðhéldi því karlaveldinu leynt og ljóst. Sam- skipti í skólum og „hin dulda nám- skrá“ hefðu slagsíðu þannig að drengir fengju meiri athygli kenn- ara, tækju méira pláss á skólalóðum og kynferðisleg áreitni ætti sér stað gagnvart stúlkum á öllum skóla- stigum. Á ráðstefnunni fluttu Stefanía Traustadóttir, varaþingmaður Al- þýðubandalagsins, og Halldór Ás- grímsson, varaformaður Framsókn- arflokksins, erindi um konur og stjórnmál. Þau ræddu um hve fáar konur skipuðu framboðslista til Al- þingis og oft væri mörgum konum skipað neðarlega á lista sem eins konar „skrautfjöðrum" til þess að bæta fyrir karlaveldið í efstu sætum þeirra. Halldór vísaði til þess að konur næðu því betri árangri á framboðslistum eftir því sem þeir væru fjölmennari. Að hans mati kæmi því vel til greina að breyta tilhögun við Alþingiskosningar þannig að kjördæmakosnum þing- mönnum yrði fækkað en fjölmennur landslisti tekinn upp. Æskilegt væri að æðstu stofnanir flokka veldu menn á þessa lista og taldi Halldór að þannig gæfist tækifæri til að auka hlut kvenna með skjót- virkari hætti en með núverandi kosningafyrirkomulagi. Samantekt: Kjartan Magnússon. Kynningu á útdrætti húsbréfa breytt Auglýsingamiðill ekki valinn eftir útbreiðslu SIGURÐUR E. Guðmundsson, forstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, segir að Sameinaða auglýsingastofan hafi ráðið því að auglýsing um útdrátt í 1. og 3. flokki húsbréfa birtist í Alþýðublaðinu einu dagblaða, 13. nóvember sl. Hann segir að auglýsingagildi Alþýðu- blaðsins sé vissulega sýnu minna en auglýsingagildi stærstu dagblað- anna, Morgunblaðsins og DV, en sér hafi þótt eðlilegt að auglýsing- um um útdrætti húsbréfa yrði skipt niður á dagblöðin. Samkvæmt reglugerð sem gefin var út samhliða gildistöku hús- bréfakerfisins ber að auglýsa allan útdrátt í Lögbirtingarblaðinu og einu dagblaði. Sigurður segir að forsvarsmenn Húsnæðisstofnunar hafi áttað sig á því sl. vor hve mik- ill kostnaður yrði þessu samfara þegar til lengri tíma væri litið. Því hafi verið óskað eftir því við félags- málaráðuneytið að það felldi þetta ákvæði niður úr reglugerðinni. Samkvæmt breyttri reglugerð ber Húsnæðisstofnun einvörðungu að auglýsa útdráttinn í Lögbirtingar- blaðinu. Gefnir hafa verið út átta húsbréfaflokkar sem falla undir fyrri ákvæði reglugerðarinnar og ber að auglýsa útdrætti í þeim í Lögbirtingarblaðinu og einu dag- blaði næstu 25 ár. Samkvæmt út- reikningi stofnunarinnar verður auglýsingakostnaður vegna þessa um 200 milljónir kr. Sigurður segir að auglýsingakostnaður hefði orðið a.m.k. einn milljarður á nokkrum árum ef þessi reglugerðarbreyting hefði ekki komið til. Sigurður segir að ekki sé í reglu- gerðinni fjallað um í hvaða dagblað- in auglýsa skuli útdrætti, aðeins sé þar áskilið að staðið sé að kynning- unni með eðlilegum hætti. Aðspurður um hvort eðlilegt sé að kynna útdráttinn í því dagblaði sem minnsta útbreiðslu hefur, Al- þýðublaðinu, sagði Sigurður: „Sú varð niðurstaðan að það væri bæði ódýrara og fullt eins eðlilegt að auglýsingunum yrði skipt niður á dagblöðin, eins og að vera með þær í langstærsta dagblaðinu eða tveim- ur stærstu blöðunum. Ég geri ráð fyrir því að það sé miklu minna auglýsingagildi í Alþýðublaðinu, Tímanum og Degi heldur en í Morg- unblaðinu og DV, en eftir sem áður uppfyllum við skilyrði reglugerðar- innar um að birta auglýsingarnar í dagblaði." Sigurður sagði að auk þess lægju upplýsingar frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins og í bönk- um og sparisjóðum og almenningur gæti fengið útdráttinn sendan heim til sín. Hann segir að Húsnæðisstofnun hafi alfarið lagt þetta mál í hendur auglýsingastofunnar og það sé ekki eftir sinni ábendingu sem hún hafi valið Alþýðublaðið fyrst. ♦ » ♦----- Vægur skjálftí í Hveragerði JARÐSKJÁLFTI fannst í Hvera- gerði klukkan 11:38 á mánudags- kvöld. Mældist hann 2,2 stig á Richter og voru upptök hans við Reykjadal í nágrenni Hveragerð- is. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings, var um vægan skjálfta að ræða og mældist smá titringur á undan og eftir skjálftan- um. Síðan hefur allt verið rólegt á þessum slóðum. VÍTAMÍNLÁGT LÝSI -nýr heilsugjafi í lýsisfjölskyldunni Lýsisfjölskyldan heilsar vetrinum með því að kynna nýjung sem margir hafa beðið eftir: Vítamínlágt lýsi sem er ætlað þeim sem af sérstökum ástæðum vilja bæta við daglegan skammt sinn af fjölómettuðum fitu- sýrum án þess að auka inntöku A og D vítamína. Lengi hefur verið vitað að lýsi er mjög auðugt að fjölómettuðum fitusýrum. Vísindarannsóknir síðustu ára hafa leitt í Ijós að tvær þessara fitusýra, EPA og DHA, minnka líkurnar á kransæða- sjúkdómum, draga úr hættunni á blóðtappamyndun og vinna gegn æða- kölkun. Þá hefur reynslan sýnt að neysla þessara fjölómettuðu fitusýra í lýsi dregur úr bólgu og sársauka í liðum. Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91-28777

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.