Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1992 Yíkingslækjarætt Alfreð Flóki Nína Björk Árnadóttir Nýjar bækur Bók um Alfreð Flóka ÆVINTÝRABÓKIN um Alfreð Flóka eftir Nínu Björk Árna- dóttur er komin út. í kynningu útgefanda segir: „Alfreð Flóki á sér engan líka í Píanótón- leikar í Listasafni Islands BELGÍSKI píanóleikarinn Jo- han Duijck heldur tónleika í Listasafni íslands í kvöld, mið- vikudagskvöld 18. nóvember. Johan Duijck er píanóleikari; tónskáld, stjórnandi og kennari. I heimsókn sinni til íslands að þessu sinni kemur hann fram bæði sem píanóleikari á tónleikunum í kvöld og sem stjórnandi, en hann mun stjóma Cantata Misericordium eft- ir Benjamin Britten á tónleikum með Hamrahlíðakómum nk. sunnudag. Á efnisskrá tónleikanna í kvöld era m.a. ballaðan nr. 2 í h-moll eftir Liszt, Prélude, Aria et Final eftir César Franck og Novelette op. 21 eftir Schumann. Tónleik- amir í Listasafninu hefjast kl. 20.30 og aðgöngumiðar era seldir við innganginn. brother SAUMAVELAR VX-IOiO • Allir nytjasaumar • • Sjólfvirkt hnappagat • • Loksaumur • • Teygjanl. beinn saumur4 • Skrautsaumar • \VerS Irá kr.18.900 stgr. ( Námskeið innifalið ^KvÖLUSTEINNhs mg? Faxofen 14, Sími 679505 UmboSsmenn um allt lond. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! íslenskri myndlistarsögu og per- sóna hans var dregin í stærri mynd en við íslendingar eigum að venjast. Persónutöfrar Alfreðs Flóka, hæfileikar hans og víðfeðm þekking á afkimum heimsmenn- ingarinnar urðu öllum sem kynnt- ust honum að innblæstri. Líf hans var eins og listaverk sem afhjúpar jafnt fegurstu kenndimar í hugum mannanna og órætt myrkrið sem býr handan hversdagsleikans." Og um hlut höfundar segir að hún dragi upp persónulega og hispurs- lausa mynd eftir minningum sín- um af listamanninum, leitar fanga í bréfum hans og frásögnum fjöl- margra vina. Útgefandi er Forlagið. Bókin er 202 bls. prýdd miklum fjölda mynda þar á meðal eru myndir af listaverkum sem aldrei hafa birst áður. Jón Ásgeir Hreins- son hannaði kápu. Verð 2.080 krónur. Bókmenntir Sigurjón Björnsson Pétur Zophoníasson: Víkingslækjarætt. V. bd., 1991, 359 bls. VI. bd., 1992, 357 bls. Skuggsjá. Bókabúð Olivers Steins sf. Á árunum 1931-1936 samdi Pétur Zophoníasson ættfræðingur (d. 1946) niðjatal hjónanna Bjarna Halldórssonar hreppstjóra og síðast bónda á Víkingslæk í Rangárvalla- sýslu og konu hans Guðríðar Eyj- ólfsdóttur. Niðjatalið kom út í fjór- um heftum á árunum 1939-1943, en fímmta og síðasta heftið ekki fyrr en árið 1972. Þetta er gífurlega langt niðjatal ef öllu væri til skila haldið, því að hvoru tveggja er að það spannar yfir langan tíma (Bjarni f. 1679 og Guðríður 1688) og ættforeldramir voru bammargir. Þau munu hafa átt sautján böm og era ættir raktar frá ellefu þeirra. Niðjatal Péturs náði þó aðeins laust fram yfír 1940 og var þó ekki fullrakið lengra en til 1930. Ný útgáfa á Víkingslækjarætt hóf göngu sína árið 1983 og hafa að þeirri útgáfu staðið Theódór Árnason, Páll Lýðsson, Sigurður Sigurðarson og Finnbogi Guð- mundsson. Fyrstu tvö bindi nýju útgáfunnar (1983 og 1985) voru ljósritun á fyrstu þremur heftum fýrri útgáfunnar, en með allmiklum leiðréttingum engu að síður. Þriðja bindið (1986) var endurskoðuð út- gáfa á fjórða og fímmta hefti og var þá tæmt það efni sem var í hinum fimm heftum gömlu útgáf- unnar. í þremur fyrstu bindum niðjatals- ins voru raktir ættliðir a-g (7 börn ættforeldra), en í fjórða bindi (1988) sem prentað var eftir endur- skoðuðu handriti Péturs (endur- skoðað og hreinritað af Zophoníasi, syni höfundar) voru raktir þrír ætt- liðir (i—1). Var þá lokið að rekja alla ættliði riema einn, h-lið, Stefán Bjarnason og niðja hans. Sú ætt- rakning var geymd til seinni binda þar sem ætlunin var að bréyta um fyrirkomulag útgáfunnar og rekja þann lið til ársins 1980 eða þar um bil. í fyrra kom út fimmta bindi (1991) Víkingslækjarættar sem er samið með þessum nýja hætti. Handritsdrög (endurskoðuð) Péturs voru notuð svo langt sem þau náðu, en síðan bætast við fjörutíu til fímmtíu ár og er það vitaskuld geysimikil - aukning. Nú í haust bættist svo við sjötta bindið. Þar er enn haldið áfram niðjatali h-lið- ar. Mikið mun þó vera eftir. Allt fimmta og sjötta bindið er niðjatal frá elsta barni Stefáns Bjamasonar, Brynjólfi Stefánssyni, hreppstjóra og bónda í Vestri- Kirkjubæ, og konu hans Helgu Jónsdóttur yfírsetukonu. Ekki er hægt að sjá enn hversu mörg börn Brynjólfs og Helgu vora sem ættir eru frá, né heldur hve mörg systk- ini Brynjólfs Stefánssonar vora. En greinilega er þetta mikill ættbálk- ur, því að á öftustu kápusíðu sjötta bindis segir: „... verður að skipta niðjum Stefáns Bjarnasonar í nokk- ur bindi, slíkur sem vöxtur ættar- innar hefur verið.“ Virðist mér að yngstu niðjarnir séu tíundi liður frá ættforeldrum. Þetta er því vissulega mikið niðjatal og ærið fróðlegt aflestrar. Sérstaklega fínnst mér áhugavert og gagnlegt hversu vel ættir maka Pétur Zophoníasson eru oft raktar. Þá er það kostur sem oft skortir á í niðjatölum að oft er vísað til annarra prentaðra niðjatala þar sem fá má frekari vitneskju. Eins og í fyrri bindum þessarar útgáfu er um helmingur bókanna niðjatal en hinn helmingur myndir af niðjum og skylduliði þeirra. Texti og myndir eru aðskilin og kann sumum raunar að þykja það galli. En skiljanlegt er að sá háttur skuli hafður á. Útgáfa verður ódýrari og einfaldari með því móti. Þess má geta að myndir hafa yfirleitt prent- ast vel, enda eru þær á góðum pappír. í lok sjötta bindis era all- margar leiðréttingar við fyrri bindi, en áður voru raunar komnar tals- vert margar leiðréttingar í 2., 3. og 4. bindi. Ættu lesendur að muna eftir að færa þær leiðréttingar jafn- óðum inn í eintök sín. Nafnaskrár eru engar enn sem komið er en allsheijarnafnaskrá er boðuð í loka- bindi útgáfunnar. Útgáfa Víkingslækjarættar er myndarlegt og lofsvert framtak sem áhugamenn um ættvísi munu vissulega fagna. Steingrímur Eyfjörð Myndlist Eiríkur Þorláksson Orðlist er ekki vel þekkt hug- tak, en hefur verið notað yfír þann þátt myndlistar þar sem stafir, orð og textar eru megin- uppistaðan í því myndmáli sem listamenn eru að koma á fram- færi. Þessa myndlist má oft greina í tvo meginþætti, þ.e. annars veg- ar þau verk þar sem stafagerð og textar era notaðir sem hráefni í hefðbundari uppbyggingu mynd- verka og hins vegar verk þar sem merking órðanna og/eða frásögn- in ræður miklu um gildi verksins. Síðari tegundin er öllu algengari í raun, og oft áhöld um hvort það sem fyrir augu ber skuli flokkast til myndlistarinnar eða talið hluti ritlistarinnar; gæði einstakra sýn- inga á þessu sviði ráða miklu um þau svör sem menn gefa við þess- ari spurningu. Nú stendur yfir í neðri sölum Nýlistasfnsins sýning á teikning- um og textaverkum Steingríms Eyfjörðs Kristmundssonar mynd- listarmanns. Þetta mun vera fjór- tánda einkasýning listamannsins, auk þess sem hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis og er skemmst að minnast nokkurra verka hans á sýningu á Kjarvalsstöðum fyrr í haust. Á sýningunni hér eru mest áberandi textaverk, þar sem sam- setningu mynda og texta á ís- lensku, ensku eða frönsku er ætl- að að mynda eina heild í fletinum. Stundum gengur þetta ágætlega upp, en miður í öðrum tilvikum. Myndimar skiptast flestar í nokkra flokka sem oft tengjast sögum um hetjur fornaldar (Þið- riki af Bern, Hervöru og Heið- reki, Sigurði Fáfnisbana, Parsif- al), en önnur verk eru sjálfstæð- ari eða segja aðeins eina sögu. í flestum verkanna er myndrænn hluti jafn mikilvægur og textinn, en í nokkram er textinn allsráð- andi, og virka þau (t.d. nr. 19, „Mynd af Guði“) sem merkingar- fræðilegar hártoganir eða orð- greiningarleikur fremur en mynd- verk sem vert er að sýna opinber- Iega. Verkin „Horft á Parsifal" (nr. 21) og „Vadö“ (nr. 1-12) eru skemmtilega uppsett og textí og myndir ná oft að vinna vel saman í einstökum hlutum þeirra og vekja upp áhugaverðar vangavelt- ur (t.d. nr. 1, 8 og 11). „Mátunar- klefinn" (nr. 17) er eitt sterkasta verk sýningarinnar; uppsetning texta er skýr og myndræn, og ljós- myndirnar loka ágætlega þeirri heildarmynd, sem þama er gefín í skyn. Á sýningunni liggja ekki frammi neinar upplýsngar frá listamanninum, hvorki listi yfir verkin (þó einn slíkur sé límdur upp á stöpul) né hugrenningar um viðfangsefni sýningarinnar. Slíkt afskiptaleysi gagnvart sýningar- gestum er óafsakanlegt á sýningu sem þessari, svo ekki sé meira sagt. Þeir gestir sem ekki þekkja þær hetjusögur sem mörg verkin vísa til fá ekkert haldreipi, og hinir fá engar vísbendingar um hveiju listamaðurinn telur sig vera að leita eftir í þeim. Slíkt þjónar hvorki hagsmunum list- unnenda né listamannsins sjálfs og ætti að lagfæra hið fyrsta. Sýningu Steingríms Eyfjörðs í neðri sölum Nýlistasafnsins við Vatnsstíg lýkur sunnudaginn 22. nóvember. Safnsýningar Nýlistasafnsins Það er eitt meginatriði sem greinir starfsemi Nýlistasafnsins frá hefðbundnari listasöfnum að þeir listamenn sem eiga aðild að safninu leggja því reglulega til verk í því skyni að auka lista- verkaeign þess. Með árunum hef- ur safnið því eignast öflugt safn verka, sem fyrst og fremst nær yfir myndlistarþróun síðustu tveggja áratuga. í tilefni tíu ára afmælis Nýlistasafnsins var í samvinnu við Listasafn íslands haldin fróðleg sýning á verkum í eigu safnsins, þar sem gat að líta marga áhugaverða hluti. Ýmsir þeirra eiga sennilega eftir að festa sig í sessi í íslenskri listasögu til frambúðar. Nú býður Nýlistasafnið gestum sínum aftur að líta á hluta þess sem því hefur áskotnast, en á efri hæðum safnsins standa nú yfír sýningar á verkum í eigu þess eftir listamennina Níels Haf- stein og Þór Vjgfússon. Þetta er skemmtileg nýbreytni í sýninga- haldi staðarins, og væri óskandi að safnið sæi sér fært að halda áfram að sýn^ þannig verk í eigu þess með reglulegu millibili í framtíðinni. Á miðhæð getur að líta bókverk í 104 eintökum frá hendi Níelsar Hafstein, er nefnist Úrklippur 1968-1978, sem listamaðurinn gaf safninu við stofnun þess 1978. Verkinu er komið fyrir á heilum vegg, þannig að það blasir við gestum í heild sinni, og njóta hinn- ar fjölbreyttu forsíður og áletanir hvers eintaks fyrir sig afar vel. Hér er um að ræða flokka hefta um bókmenntir, myndlist, tónlist, kvikmyndir, umhverfi, ballet og greinar um menningarmál, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru geysi- góðar heimildir sem hafa verið unnar úr fjölmiðlum þess tíma, og þó að efnið sé ekki sgnfræði f ströngum skilningi þess orðs, eins og listamaðurinn bendir á, þá „gefur það furðuglögga sýn á ákveðinn umbrotatíma í íslenzku listalífi“. Mikilvægi heimildaefnis af þessu tagi á eftir að aukast með tímanum, og þegar það er sett upp á jafn skýran og greinargóðan hátt og hér á sér stað nær það að kitla bæði í senn huga ög auga; hugann með efninu, sem er hægt að sökkva sér í, og augað vegna skemmtilegrar uppsetningar. í efsta sal safnsins getur að líta tvö verk frá 1979 eftir Þór Vigfússon, sem bæði eru án titils, og fást við svipaða hluti frá tveim- ur sjónarhornum. Annað þeirra er málverk í tólf einingum, sem hver um sig er 90x90 sm að stærð; þarna er að fínna frumlitina þrjá í jafnbreiðum röndum, sem er raðaið upp á mismunandi hátt, annars vegar lárétt (6 einingar) og hins vegar lóðrétt (aðrar 6 ein- ingar). Hér er listamaðurinn að nokkra að ljalla um á hvern hátt má tæma möguleikana í samsetn- ingu litanna og þau tölugildi sem þar ráða. Hitt verkið er í þremur víddum, þar sem hinar sex hliðar tuttugu og fjögurra reglulegra teninga eru málaðar á sama hátt í frumlitum og andstæðulitum. Fjölbreytnin felst í úppröðun eininganna, þar sem engar tvær snúa eins við áhorfandanum; sjónarhornið, ljós og skuggi verður síðan til að skapa þarna margbreytilegt verk, sem breytir stöðugt um svip eftir því hvar áhorfandinn stendur. Rannsóknir á litum, ljósi og skuggum eru nauðsynlegur hluti í ferlinum, sem listamenn koma aftur og aftur, eftir því sem árin líða; þeim verður aldrei lokið þannig að engu sé við að bæta. Því er gaman að sjá hér á hvern hátt einn listamður hefur tekist á við þetta viðfangsefni, og fróðlegt að hugsa til þess hvernig aðrir hafa fengist við sömu vandamál. Safnsýningunum í efri sölum Nýlistasafnsins við Vatnsstíg lýk- ur sunnudaginn 22. nóvember og ættu þeir sem hafa áhuga á að rifja upp hvað var að gerast í lista- lífinu á áttunda áratugnum að líta inn fyrir þann tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.