Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1992 13 Jónas Ingimundarson Einsöngur _________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson Sópransöngkonan Ingibjörg Guð- jónsdóttir og Jónas Ingimundarson píanóleikari stóðu fyrir ljóðatónleik- um í Gerðubergi sl. mánudag og fluttu söngverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Kar 0. Runólfsson, Leonard Bemstein, Turina, Puccini og Satie. Tónleikamir hófust með þremur þekkilegum sönglögum, eftir Hjálm- ar H. Ragnarsson við texta úr Pétri Gaut, sem Ingibjörg söng fallega og af innileik. Þrjú lög eftir Karl 0. Rynólfsson vom næst á efnisskránni en það voru Den farende Svend, Viltu fá minn vin að sjá og Síðasti dansinn, ágæt lög, sem Ingibjörg söng vel. Atta smálög, bamaleg og fyrir böm, eftir Bemstein, reyna lítið á söngröddina og færi allt eins vel að talsyngja þau á köflum. Þama þarf textinn að vera sérlega skýr og túlkun hans allt eins og jafnvel frek- ar að byggjast á látæði en söng. Góð rödd Ingibjargar og innileg túlkun hennar naut sín vel í fjórum lögum eftir Turina en þó var söngur hennar bestur í fjórum kansónum eftir Puccini, Síðasta lagið um „dív- una“ á L’Empire, eftir Satie, er skemmtilegt lag og var ágætlega sungið. Lagaflokkurinn eftir Turina hófst á píanóeinleik, sem Jónas út- færði af þokka en án þess þó að ná upp þeirri spönsku sveiflu, sem Tur- ina lék oft fallega með. Samleikur Jónasar var allur hinn besti og þrátt fyrir að lögin eftir Bemstein, eigi ekki sem best við mikla og góða rödd Ingibjargar, var flutningur þeirra vel samvirkur og framfærður af öryggi. Það sem helst mætti finna að í söng Ingibjargar er óljós myndun þeirra hljóða, sem eru mikilvæg fyrir góðan framburð og kemur þetta stundum fyrir hjá þeim sem meta meira söngtónunina en framburð textans, þó það geti vel farið saman. Þrátt fyrir þetta er hér á ferðinni efnileg og góð söngkona, sem auðvitað þarf að skólast í átök- um við listina og til þeirrar ferðar er hún vel nestuð af kunnáttu og hæfileikum. Ensk kírkjutónlist Mótettukór Hallgrímskirkju hélt tónleika sl. sunnudag og flutti ein- göngu enska kirkjutónlist. Stjórnandi kórsins var að þessu sinni Bernhard Wilkinson en orgelundirleik annaðist Hörður Áskelsson. Ensk kórtónlist á 16. öld og fram undir 1630, var hvað gæði snertir merkilegasta framlag Englendinga á sviði tónlistar og stóð tónmennt þar að mörgu leyti miklu framar en gerð- ist að vera með öðrum þjóðum. Þjóð- félagsátök er tengdust viðskilnaði ensku kirkjunnar við þá kaþólsku og pólitísk átök leiddu til þess að tón- list, bæði veraldleg og þó sérstaklega kaþólsk messutónlist, var um tíma svo gott sem bönnuð. Þessi átök leiddu til þess að kunnáttu í tónsmíð- um hrakaði og þrátt fyrir að Purcell lærði, það sem efst var á baugi á sviði tónlistar í Frakklandi, náði hann ekki að leggja nýjan grunn fyrir enskt tónskáld að byggja á. Þegar Handel kemur til Englands er hann í raun næstum sá eini sem eitthvað kann í tónsmíðum. Hann sjálfur var þýskmenntaður, hafði tileinkað sér ítalskan smekk og reyndi að bræða úr þessum efnivið nýja enska tónlist. Það var ekki fyrr en „herramenn" eins og Parry, Stanford, Sullivan og Elgar komu til sögu, á síðari hluta 19. aldar, að ensk tónlist fær nýtt inntak og rís upp úr öskustó þeirri, sem skarað hafði verið í allt of lengi. Verkin á fyrri hluta tónleika Mót- ettukórsins voru öll samin fyrir 1630 og áttu þar hlut að; William Byrd, með Beata viscera og Laudibus in Sanctis Dominum, flóttamaðurinn Peter Philips, en eftir hann var sung- ið 0 beatum et sacrosanctum diem, Orlando Gibbons, sem átti hér tvö verk, 0 clap your hands og Hosanna to the Son of David og mardrigal- snillingurinn Thomas Weelkes, með Gloria in exelsis, allt frábærir tón- smiðir og voru verk þeirra mjög vel flutt af Mótettukómum undir röggs- amri stjórn Bernards Wilkinsons. Á seinni hluta tónleikanna var sögunni snúið við og þá sungið verk eftir „endurreisnarmanninn“ Charles Williers Stanford (1862—1924), Be- ati quorum via, einfalt og stílhreint Bernhard Wilkinson verk og síðan fallegur Lofsöngur eftir Samuel Sebastian Wesley, með smá innskoti eftir William H. Harris, sem var eina nútímatónskáldið á þessum tónleikum. Þá var aftur horf- ið til baka, eða til 17. aldar, með verkum eftir John Blow og nemanda hans Henry Purcell. Salvator mundi, eftir Blow er fallegt verk en söngur kórsins reis hæst í Hear my prayer, Jehova, quam multi sunt hostes og 0 all ye people, eftir Purcell. í Jehova sungu Sverrir Guðmunds- son og Ingólfur Helgason einsöng og í nokkrum lögunum lék Hörður Askelsson með á „litla“ orgel kirkj- unnar. í heild var flutningurinn góð- ur. Hljómur kórsins var þéttur og verkin mjög vel æfð, þar sem saman fóru töluverð tilþrif og hrynföst út- færsla, er minnti á enskan kórsöng eins og hann er bestur, í útfærslu verka eins og eftir Byrd og Gibbons, þar sem alvara og trúarlotning ræður ríkjum, í leikandi tónbálki eftir Weel- kes og djörfu tónferli hjá Purcell, sem á stundum var sakaður um léttúð, eins og heyra mátti á köflum í síð- ast verkinu 0 all ye people. Öllu þessi skilaði kórinn mjög vel, svo og tærum klassisk-rómantískum tón- bálkinum hjá Standford og Wesley og er Mótettúkórinn sannarlega í góðu formi til að fagna nýja orgelinu á viðeigandi hátt. MEÐAL ANNARRA ORÐA Um skrifandi rithöf- unda — og óskrifandi eftir Njörð P. Njarðvík í júlíhefti tímaritsins Heims- myndar birtist viðtal við Einar Kárason, sem þá hafði nýlega lát- ið af formennsku í Rithöfunda- sambandi íslands, og er hann ófeiminn við að hlaða lofí á sjálfan sig og nánustu vini sína fyrir for- ystuhæfileika, og gera lítið úr öðrum. Ég ætla ekki að gera þetta að deiluefni, enda er mér málið of skylt. Af þessu tilefni vil ég aðeins segja tvennt. Þegar meta á forystu einhvers í stéttarfélagi, þá verður það einungis gert með því móti að kanna stöðu félagsins og félagsmanna við upphaf og viðskilnað hvers forystumanns. Og það ættu menn ekki að reyna að gera sjálfir, heldur láta öðrum það eftir. Það er hins vegar annað atriði í viðtalinu við Einar Kárason, sem óhjákvæmilegt er að taka til nokk- urrar umræðu, og það er kenning hans um skrifandi rithöfunda og óskrifandi, kenning sem hann seg- ir að vísu ættaða frá öðrum, en gerir að sinni. í henni birtist nefni- lega ótæpilegur hroki og kynlegur vanskilningur á eðli stéttarfélags og bókmennta. Alvöruhöfundar og dúllarar Þessi kenning er ekki ný af nálinni. Hún hefur lengi heyrst kyijuð af rithöfundi, sem er þekktur af öðru en hógværð. Kenningin er í stuttu máli á þá leið, að þeir sem gegna ekki öðr- um störfum en ritstörfum, þeir sem eru „atvinnuhöfundar", séu hinir raunverulegu rithöfundar, alvöruhöfundar, og þeim eigi stéttarfélagið að sinna sérstak- lega. Aðrir séu að leika sér af vanefnum og því eins konar „dúll- arar“ og þá náttúrulega óskrif- andi. Þessu fylgir sú viðbót, að í hópi „atvinnuhöfunda" séu svo fáeinir höfundar, sem eru „að skapa þær bókmenntir sem máli skipta“, að eigin áliti auðvitað, eins konar snillingar sem telja sig „allri þjóð yfir“ eins og stendur í Sólarljóðum í dæmisögunni um ofmetnað. Sá hængur er á þessari kenn- ingu, að hún dæmir úr leik eða í dúllaraflokkinn marga helstu höf- unda heimsins, svo sem Saul Bellow, Nabukov, Asturias, Neruda, Seferis svo að einungis séu nefndir örfáir nóbelsverð- launahöfundar sem koma upp í hugann. Snorri Hjartarson var þá óskrifandi þar til hann komst á eftirlaun og Hannes Pétursson þangað til hann hætti störfum hjá Menningarsjóðnum sáluga. Einar Kárason var á hálfum launum sem formaður Rithöfundasambandsins (starf sem í tíð tveggja fyrstu formanna var ólaunað) og hefur þá væntanlega talist hálfskrifandi síðustu fjögur árin. Því má ekki gleyma, að margir höfundar velja vísvitandi þann kost að gegna öðru starfi með ritstörfum, af því að þeir vilja ekki verða háðir því að þurfa að birta of mikið af ótta við að það komi niður á gæðum verka þeirra. Sumir „atvinnuhöfundar" mættu nefnilega hugleiða, að kannski gerðu þeir íslenskum bókmennt- um meira gagn með því að skrifa minna og betur. Og svo ber líka að hafa í huga að margir „atvinnuhöfundar“ eru hlaðnir öðrum störfum en ritstörf- um, þótt ekki séu það föst störf, heldur íhlaupastörf, svo sem próf- arkalestur og margt fleira. Og ennfremur, að margir höfundar, sem gegna föstu starfi, eru svo afkastamiklir rithöfundar, að þeir hljóta að teljast atvinnuhöfundar. Tvenns konar hlutverk Stéttarfélag sinnir ekki bara útvöldum snillingum. Það er þvert á móti eðli stéttarfélags að gæta hagsmuna allarar stéttarinnar, allra sem hafa sams konar hags- muna að gæta, hvort sem þeir eru snillingar í starfí sínu, miðlungs- menn eða jafnvel skussar. Og stéttarfélag rithöfunda gegnir tvenns konar hlutverki: að gæta sæmdarréttar höfunda (að verk þeirra séu ekki afbökuð eða lítilsv- irt) og fjárhagsnytja. Bókmenntir eru upphaflega hugverk sem breytast í verslunarvöru við út- gáfu, og höfundar útgefínna bóka eiga allir sams konar hagsmuna að gæta, þótt í mismiklum mæli kunni að vera. Snillingamir eru svo fáir (ekki síst að eigin mati), að þáttur þeirra í bókaútgáfu er of b'till til þess að þeir geti haft einhver áhrif á fjárhagsafkomu skálda. Ég hef aldrei farið leynt með þá skoðun mína, að allir rit- höfundar ættu heima í sama stétt- arfélagi. Því barðist ég fyrir því á sínum tíma, að Rithöfundasam- bandið tæki fræðibókahöfundum opnum örmum, en beið ósigur. „Snillingunum“ tókst að koma í veg fyrir það, og það varð íslensk- um rithöfundum til mikils tjóns. Þá varð til félagið Hagþenkir, sem síðan hefur seilst eftir ýmsu því sem Rithöfundasamband íslands hafði áunnið sér með harðri bar- áttu. Ef allir íslenskir rithöfundar væm saman í einu stéttarfélagi, þá stæðu þeir miklu sterkari and- spænis viðsemjendum sínum. Því tel ég mjög brýnt, að leitað sé eftir sameiningu Rithöfundasam- bandsins og Hagþenkis. Eðli bókmennta Kenning Einars Kárasonar gleymir þar að auki eðli bók- menntanna og tilgangi. Það er ekki tilgangur bókmennta, að Ein- ar Kárason og fleiri geti lifað af þvi að skrifa léttvægar afþreying- arbækur. Sá sem semur bók- menntir í alvöru, er ekki að hugsa um sölugengi bóka sinna. Hann skrifar af innri þörf fyrir að tjá lífsskynjun sína í þeirri trú að hann hafí eitthvað að segja, sem aðrir geti ekki sagt á sama hátt. Lesandi með bók í hendi spyr ekki að því, hvort höfundur henn- ar geri ekkert annað en að skrifa. Hann svarar þeirri spumingu ein- faldlega með lestri sínum, hvort honum þykir bókin góð, hvort hann hafi ánægju af henni, hvort hún veiti honum með einhveijum hætti nýja sýn. „Ekki verður spurt hversu lengi var ort, heldur hversu vel,“ sagði Grímur Thomsen, sem var náttúrlega í flokki hinna óskrifandi. Hafa verður í huga, að rithöfundur er ekki launaður eins og handverksmaður. Hann hefur ekki tímakaup. Hann þiggur laun af árangri vinnu sinnar. Hann leyfir útgefanda afnot af hugverki sínu og veit ekkert hvað hann fær fyrir það. Það er háð sölugengi. En sölugengið segir ekkert um gæði verksins. Þess vegna þykir sumum rithöfundum betra að vera ekki of háður sölu- genginu og kjósa sér það erfíða hlutverk að gegna tveimur störf- um. Höfundur er rithöfundur og dós- ent í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands. (U, FLISAR 1 k:lv Pffna mn\ ruiiLuu iTl I I I I ittttí Stórhöfða 17, vjð Gullinbrú, sími 67 48 44 820 FERMETRAR Til sölu er nýtt, vandað iðnaðarhúsnæði. Húsnæðið er nú tilbúið til afhendingar. Áhvílandi eru hagstæð langtímalán til 15 ára, afborgunarlaus í 2 ár. Söluverð 26,9 millj. Útborgun 4,9 millj. Nánari upplýsingar í síma 812300. 25% AFSIÁTTUR af peysum í dag, miðvikudag tískuverslun, Kringlunni, sími 33300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.