Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1992 17 Grindavík Fjölsótt hátíðaslit M-hátíðar Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Zheng-Rong Wang lék einleik á fiðlu með Sinfóniuhljómsveitinni. Grindavík. Sinfóníuhljómsveit. íslands ásamt samkór af Suðurnesjum hélt tónleika í íþróttahúsinu í Grindavík sl. laugardag. Með tónleikunum lauk M-hátíð á Suð- urnesjum formlega. Dagskráin hófst á Sinfóníu nr. 5 eftir Ludwig van Beethoven og síðan var spilaður fiðlukonsert nr. 1 eftir Max Bruch. Zheng-Rong Wang lék einleik á fiðlu með hljóm- sveitinni og vann hug og hjörtu 700 áhorfenda. Hún fékk að laun- um mikið lófaklapp. Stjórnandinn, Guðmundur Óli Gunnarsson, var einnig klappaður fram. Tónleikunum lauk á söng sam- kórs af Suðumesjum á lögum Gius- eppe Verdi-við undirleik Sinfón- íunnar. Fluttur var kór úr Don Carlos og sigurkórinn úr Aidu. Kórfólkið kemur úr öllum kirkju- kórum á Suðurnesjum ásamt kór- fólki úr Kvennakór Suðurnesja, Karlakór Suðurnesja, Kór Sjöunda dags aðventista, og organistar af svæðinu sungu með kórunum. Samkórinn var skipaður 80 manns og hljómsveitin 65 manns svo að nálægt 150 manns tóku þátt í tón- leikunum. „Þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími frá setningu - fyrsta viðburðar á M-hátíð í mars síðastliðnum," sagði Björk Guð- jónsdóttir formaður framkvæmda- nefndar M-hátíðar á Suðurnesjum. „Hátíðin fór hægt af stað en það er búin að vera góð stígandi í að- sókn og segja má að nánast hvert atriði hafi fengið góða aðsókn. Dagskráin hefur verið borin að mestu leyti uppi af heimamönnum og það hefur komið á óvart hvað margir voru tiltækir. Kaffihúsið í Keflavík gekk mjög vel og þar komu einnig fram margir óreyndir skemmtikraftar af Suðurnesjum. Við höfum góðan grunn til að halda áfram menningarstarfi á Suður- nesjum og augljóst er að fólk vill sækja listviðburði á heimaslóðum. Samstarfið innan nefndarinnar var * mjög gott allan tímann og þó svo að ekki hafi alltaf ríkt einhugur meðal sveitarstjórnanna á svæðinu var „hann til staðar innan fram- kvæmdanefndarinnar," sagði Björk. - FÓ Ályktun frá Starfsmannafélagi ríkisstofnana Tilfærslu skattbyrðar frá fyrir- tækjum yfir á launafólk mótmælt f ÁLYKTUN frá Starfsmannafé- lagi ríkisstofnana er harðlega mótmælt hugmyndum að færa skattbyrðar af fyrirtælqum yfir á almennt launafólk og hvatt til skattkerfisbreytinga til tekjujöfn- unar og að forsenda slíkra breyt- inga sé stórhert skatteftirlit. Ennfremur segir: „Launafólk hef- ur í tvennum undangengnum kjara- samningum tekið á sig byrðar í trausti þess að hlutur launafólks yrði réttur á komandi misserum. Þetta hefur ekki gengið eftir og er nú komið að þeim sem hafa peninga að leggja sitt af mörkum til lausnar þeim vanda sem þjóðfélagið stendur frammi fyrir. SFR vekur athygli á því að þegar kreppir að í þjóðfélag- inu er enn meiri nauðsyn en ella að tryggja jöfnuð í þjóðfélaginu. SFR vekur athygli á því að at- vinnuleysi er einn mesti bölvaldur hvers þjóðfélags og leiðir af sér ein- angrun og vonleysi. SFR leggur áherslu á að gert verði stórátak í atvinnumálum og telur brýnt að fundnar verði leiðir til nýsköpunar í atvinnulífinu. Um langt skeið hefur SFR (og BSRB) hamrað á nauðsyn þess að vextir verði lækkaðir og að það sé forsenda öflugs atvinnulífs. SFR ít- rekar kröfur um vaxtalækkanir og fagnar því að sífellt fleiri taka undir kröfur um lækkun vaxta. í því sam- bandi má nefna nýlega samþykkt fjármálaráðherra Norðurlanda þar sem segir að ein meginforsenda þess, að tryggja öflugt atvinnulíf og hátt atvinnustig, sé vaxtalækkun." ARLEG OKEYP/S ÞJÓNUSTUSKOOUN Allra ISUZU bíla, 23. - 27. nóvember 60 ATRIÐI SKOÐUÐ OG YFIRFARIN , Þjónustuskoðun Jötuns hf. ó sér enga hliðstæðu hérlendis. Arlega koma hrinaað fulhrúar verksmiðjanna og eru viðstaddir meðan skoðun fer fram. Um 60 atriði eru yfirfarin og fó eigendur lista yfir óstand bílsins að lokinni skoðun. Flokksráðs- og formanna- fundur Sjálf- stæðisflokks FUNDUR flokksráðs Sjálfstæðis- flokksins og formanna flokks- samtaka sjálfstæðismanna verð- ur haldinn næstkomandi laugar- dag á Hótel Loftleiðum. Fyrir hádegið mun Davíð Odds- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytja ræðu sína. Þá verða drög að stjórnmálaályktun kynnt og al- mennar umræður hefjast. Hádegisverður verður snæddur í Perlunni. Þar mun Jónas H. Har- alz, fyrrverandi bankastjóri, flytja erindi um Jón Þorláksson, fyrsta formann Sjálfstæðisflokksins. Eftir hádegisverð kynna ráðherr- ar Sjálfstæðisflokksins stöðu mála í ráðuneytum sínum í stuttum erind- um. Að þeim loknum verða almenn- ar umræður og loks verður stjórn- málaályktun samþykkt. AÐ SJÁLFSÖGÐU ER ALLT ÓKEYPIS Skoðunin erókeypis .Eigendum er gefinn ókveðinn timi fyrir bifreið sína og geta þeir beðio ó meðan skoðun fer fram. Við yfirförum bílinn og skiptum um oliú og síu eigendum að kostnaðarlausu. Aðeins verða teknir bílar sem hafa bókað tíma. SKOÐUNIN FER FRAM Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM Jötunn hf. Höfðnbakka 9 ,Reykjavík..........................simi 91 - 634030 V.O.T. Smiðshöfða 7, Reykjavík.............................sími 91 - 685549 G.H. Bílaverkstæði, Brákarey, Borgarnesi....................sími 93 - 72020 Þórshamar hf. Tryggvabraut, Akureyri.......................sími 96 - 22700 Bílaleiaa Húsavíkur, Garðarsbraut 66, Húsavík..............sími 96 - 41888 Bílaverkstæði Muggs, Flötum 21, Vestm.eyjum................sími 98 - 12513 Skipting sf. Grófinni 19, Keflavik..........................simi 92 -13773 J®OMíOM Titttöe u-iö/ Vinum og vandamönnum þakka ég hjartanlega fyrir heimsóknir, gjafir og skeyti á 80 ára af- mceli mínu 12. nóvember síðastliðinn. Guðmundur Eyjólfsson, Hvoli. Alúðarþakkir til allra, er minntust mín meö ýmsum hœtti á 100 ára afmœlinu. Guð blessi ykkur öll. Petrína Guðrún Narfadóttir, Sjúkrahúsi Akraness. NOVEMBERTILBOÐ AFSLATTUR STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR PARKET Verð frá kr. 2.960.- m2 staðgreitt VEGGFOÐUR, Verð frá kr. 756.- rúllan (5,3m2) staðgreitt GOLFDUKAR, Verð frá kr. 908.- m2 staðareitt VEGGDUKAR, Verð frá kr. 779.- m2 staðgreitt PLASTPARKET, Verð frá kr. 2.580.- m2 staðgreitt MOTTUR OG DREGLAR Verð frá kr. 680.- m staðgreitt Gríptu tækifærið og gerðu góð kai á nóvembertilboði Veggfóðrarans. 20% afsláttur af parketi, gólf- dúkum, mottum, dreglum, veggfóðri og veggdúk. Við bjóðum auk þess 5% staðgreiðsluafslátt. VEGGFÓÐRARINN VERSLUN MEÐ GÓLF- OG VEGGEFNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.