Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Eðlileg þátttaka í kostnaði Fulltrúar bandarískra stjóm- valda hafa í viðræðum við íslensk stjórnvöld lýst því yfir, að þeir telji að endurskoða beri hvernig kostnaður vegna rekst- urs Keflavíkurflugvallar skiptist milli þjóðanna. Er það skoðun Bandaríkjamanna, að sam- komulag verði að nást um „rétt- láta og sanngjarna" skiptingu þessa kostnaðar enda sé Kefla- víkurflugvöllur að verulegu leyti orðinn borgaralegur flugvöllur en ekki fyrst og fremst herflug- völlur. Samkvæmt varnarsamningi þjóðanna hafa Bandaríkjamenn skuldbundið sig til að greiða kostnað vegna flugvallarrekst- ursins. Eins og stendur greiða Bandaríkjamenn nær allan rekstrarkostnað vegna Keflavík- urflugvallar, 420-480 milljónir á síðasta ári og líklega 700-800 milljónir á yfirstandandi ári. ís- lendingar hafa á móti greitt kostnað vegna flugumsjónar, sem hefur verið um 200 milljón- ir króna á ári. Þegar íslendingar og Banda- ríkjamenn gerðu með sér vam- arsamning árið 1951 var mark- mið hans að tryggja öryggi ís- lands á hættutímum. Við veitt- um Bandaríkjaher afnot af ís- lensku landi, sem framlag okkar til vama vestrænna lýðræðis- ríkja, og fengum í staðinn her- vemd. Varnarliðið átti aldrei að verða tekjulind, þó að sú hafí því miður orðið raunin, og ekki var það heldur ætlunin með gerð varnarsamningsins, að í honum fælist niðurgreiðsla á rekstri ís- lensks millilandaflugvallar. Hvað er það í raun, sem Bandaríkjamenn fara fram á að við tökum þátt í að greiða? Frið- þór Eydal, blaðafulltrúi vamar- liðsins, segir í Morgunblaðinu í gær, að Bandaríkjamenn vilji, að Islendingar greiði eitthvað af þeim kostnaði, sem alfarið tengist alþjóðaflugi eins ,og til dæmis snjóruðningskostnað við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann taldi þó, að í mörgum til- vikum gæti verið erfítt að skipta ýmsum kostnaði þannig, að skýrt væri hvað tilheyrði al- þjóðaflugi og hvað millilanda- flugi. Gunnar Pálsson, skrifstofu- stjóri í utanríkisráðuneytinu, sagði, að Bandaríkjamenn vildu einungis endurskoða kostnaðar- skiptinguna í ljósi þess, að 43% af flugi um völlinn væri nú borg- aralegt. „Það er ekki verið að tala um að við gemmst aðilar að rekstri stöðvarinnar að neinu öðra leyti. Það er ekki verið að tala um þátttöku Islendinga í að greiða kostnað af vörnum landsins,“ sagði Gunnar enn- fremur. Á þessu má greinilega sjá, að kröfur Bandaríkjamanna era á engan hátt óeðlilegar og ís- lensk stjórnvöld hljóta að bregð- ast vel við þeim. Pétur Guð- mundsson flugvallarstjóri segir að sér lítist illa á, að íslendingar taki á sig þennan kostnað vegna þess að rekstur vallarins sé mjög dýr. Þetta eru engin rök. Það getur ekki talist annað en sjálf- sagt, að sjálfstæð þjóð standi sjálf undir rekstri eigin milli- landaflugvallar þó svo að það sé „dýrt“. Auðvitað eigum við ekki að vera háð vamarliðinu í þeim efnum frekar en öðrum. Á þeim rúmlega fjóram ára- tugum, sem liðnir eru frá því við hófum þátttöku í varnarsam- starfí vestrænna ríkja, hafa gíf- urlegir fjármunir streymt inn í íslenskt samfélag frá vamarlið- inu. Allt of margir, jafnt ein- staklingar sem fyrirtæki, era orðnir fjárhagslega háðir um- svifum þess. Um allnokkurt skeið hefur hins vegar verið ljóst, að verulega myndi draga úr þessu peningastreymi. Ann- ars vegar vegna þess, að kalda stríðinu og þeirri spennu sem því fylgdi er lokið. Hins vegar vegna örðugs efnahagsástands í Bandaríkjunum á síðustu árum. Það hefur verið yfírlýst stefna Bandaríkjastjórnar und- anfarin ár að draga úr hernaðar- umsvifum erlendis og fara fram á aukna kostnaðarþátttöku þar sem bandarískt herlið verður áfram. Þegar rætt hefur verið um niðurskurð hér á landi hafa við- brögðin hins vegar ávallt verið þau sömu af hálfu íslendinga, nefnilega að beijast gegn öllum þeim tillögum sem myndu fela í sér tekjumissi fyrir Islendinga. Má nefna dæmi af lokun íjar- skiptastöðva á síðasta ári, fækk- un íslenskra starfsmanna vam- arliðsins og nú síðast frestun framkvæmda á vegum Mann- virkjasjóðs NATO. Þetta er fráleit afstaða. Það er ekki neikvætt heldur jákvætt að það dragi úr umsvifum vam- arliðsins. Það er augljósasta tákn þess, að við búum í betri og friðsælli heimi en fyrir nokkr- um árum. Við eigum að nýta okkur þetta tækifæri til að verða nú loksins efnahagslega óháð veru bandarísks varnarliðs hér á landi. Eðlileg þátttaka í kostn- aði við rekstur Keflavíkurflug- vallar er bara eitt af þeim mörgu skrefum sem verður að taka í því sambandi. Morgunblaðið/Sverrir Simon Hansen og Otto Leo. Ekki fleiri Færeyingar við vinnirá íslandi í 15-20 ár Færeyingar á íslandi flestir fengið vinnu - segir forstöðumaður Færeyska sjómannaheimilisins NOKKUR íslensk fískvinnslufyrirtæki hafa sett sig í samband við Færeyska sjómannaheimilið og óskað eftir því að það hefði milli- göngu um að fá hingað starfsmenn frá Færeyjum. Mikill fjöldi Fær- eyringa hefur komið hingað til lands í atvinnuleit í kjölfar efnahags- þrenginga í heimalandi sínu og hafa þeir flestir fengið atvinnu, að sögn Simons Hansen, forstöðumanns Færeyska sjómannaheimilisins. Simon kvaðst eiga von á miklum fjölda Færeyinga til landsins í at- vinnuleit. Fimmimg- menni af 25 í vinnu eftir stúd- entspróf OTTO Leo er tvítugur Færey- ingur sem nú býr á Færeyska sjómannaheimilinu í Brautar- holti ásamt unnustu sinni. Otto hefur ekki fundið vinnu ennþá en unnustan fékk starf á Landsspítalanum. „Ég bað um vinnu hjá Kóka- kóla verksmiðjunni og Sól. Ég fór líka á Holiday Inn, Hótel Sögu og Hótel Loftleiðir. Það var allstaðar sömu svörin, það var enga vinnu að fá,“ sagði Otto. Þau luku stúdentsprófi í Fær- eyjum sl. vor og hann vann við laxeldi í Færeyjum um sumarið. Þau komu til íslands 7. nóvember, en unnusta Ottos hafði verið at- vinnulaus frá því hún lauk stúd- entsprófi. Sjálfur fékk hann tíma- bundna vinnu við laxeldi. „Það er gífurlegt atvinnuleysi í Færeyjum og það eykst stöðugt. Ég þekki ekki marga í Færeyj- um sem ætla til íslands í atvinnu- leit, flestir leita til Danmerkur. Það gott að vera hér á íslandi og fólkið er vinsamlegt, en það er erfitt að fá vinnu. Ég vil helst vera hér í borginni því stúlkan mín vinnur í Reykjavík og við vilj- um vera saman,“ sagði Otto. Hann sagðist þekkja fjóra aðra Færeyinga hér á landi og þeir væru allir í vinnu. „Við vorum 25 sem luku saman stúdentsprófi í Færeyjum, en aðeins fimm okkar fengu vinnu þegar við útskrifuð- umst. Ég var einn af þessum fimm, en ég hafði bara vinnu í tvo mán- uði. Eg vildi reyna fyrir mér fyrst á íslandi því ég ætla í háskólanám í Danmörku næsta haust. Þá hugs- aði ég með mér, því ekki að reyna fyrir sér á íslandi í millitíðinni. Ég átti peninga fyrir ferðakostn- aði og fyrir herberginu hér í sjó- mannaheimilinu en þeir eru á þrot- um núna,“ sagði Otto. Simon kvaðst ekki vita hve marg- ir Færeyingar væru við störf hér á landi, enda væru margir þeirra ekki á skrá hjá Hagstofunni. Simon hefur dvalið á Íslandi í eitt og hálft ár. Hann sagði að á undanfömum miss- erum hefðu 15 Færeyingar ráðið sig til sjós hér á landi, 11 stúlkur væru í síldarvinnslu á Seyðisfirði og á Höfn væru fimm stúlkur í fisk- vinnslu eða bamagæslu. Þá væm 20-30 færeyskar stúlkur við bama- gæslu eða við vinnu á leikskólum á Reykjavíkursvæðinu. Hann sagði að útgerðarmenn á Vestfjörðum hefðu sett sig í samband við sig eftir að fjallað var um Færey- inga í atvinnuleit á Islandi í útvarps- þætti nýlega, og hefðu þeir beðið hann að hafa milligöngu um að út- vega um sextán Færeyinga til vinnu úti á landi. Simon sagði að níu manns væm á leiðinni til landsins frá Fær- eyjum. Simon sagði að einnig væri nokkuð um að fjölskyldur flyttu búferlum frá Færeyjum. Hann sagði að ekki hefðu verið fleiri Færeyingar við vinnu á fslandi síðastliðin 15-20 ár. „Færey- ingar taka þeirri vinnu sem þeim býðst og fara þangað sem vinnuna er að hafa. Það virðist vera erfitt fyrir marga íslendinga hér í borg- inni, þeir virðast margir vera at- vinnulausir vegna þess að þeir vilja ekki fara út á land. Færeyingar nenna ekki að hanga héma í bænum yfir ekki neinu, þeir vilja vinna,“ sagði Simon. Simon sagði að margir í Færeyjum væm að skoða tækifæri til að koma til landsins og fengi hann margar upphringingar þaðan. „Það er enginn vinna í Færeyjum. Atvinnuleysið er um 10-12% og strax á næsta ári er reiknað með að það fari upp í 15-20%. Ég hvet engan til að koma hingað því hér er líka atvinnuleysi. En Færeyingar reyna hvað þeip-geta til að fá atvinnu. Ég held að flestir Færeyingar sem hafa komið hingað hafi fengið vinnu. Nokkrir hafa snú- ið til baka, einkum sjómenn sem hafa verið að leita að plássi hér. En það var sl. vor þegar aflakvótar vom búnir,“ sagði Simon. Hann sagði að flestir sem kæmu hingað frá Færeyjum ættu sjálfír fyrir ferðakostnaði og einnig væru margir þeirra á atvinnuleysisbótum, þannig að enginn liði hér skort. Einn- ig fæm margir Færeyingar til Dan- merkur í atvinnuleit. Það væri að mörgu leyti auðveldara fyrir þá að komast af þar, því þeir væm dansk- ir ríkisborgarar og ættu því aðgang að danska velferðarkerfínu. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu íslands vom 295 Færeyingar með lögheimili hér á landi 1. desem- ber 1991. Búast má við að þeim hafí fjölgað mjög frá þeim tíma. Færeyingar sem starfa hér skemur en 6 mánuði era ekki á skrá hjá Hagstofunni. Borgarráð Borgarsjóður taki tæplega 2,4 milljarða að láni erlendis HEIMILD til handa borgarsjóði, til að taka 40 milljón dollara erlent lán eða 2.380.000 ísl. kr., var samþykkt samhljóða á fundi borgarráðs í gær. Með lántökunni er stefnt að því að brúa bil tekna og gjalda borgarsjóðs á yfirstandandi ári og koma í veg fyrir, að framkvæmdir á vegum borgar- innar dragist saman á næsta ári. Í erindi Jóns G. Tómassonar borg- arritara og Eggerts Jónssonar borg- arhagfræðings til borgarráðs vegna lántökunnar, kemur fram að miðað er við að lánið sé til sjö ára og að helmingur þess greiðist út fyrir næstu áramót en hinn helmingurinn á fyrrihluta næsta árs. Reiknað er með að vextir verði 0,425% yfír Li- bor, eða millibankavöxtum á pen- ingámarkaði í Lundúnum en annar kostnaður verði samanlagt um 0,125%. Gert er ráð fyrir að lánið verði afborgunarlaust fyrstu tvö ár- in, en greiðist síðan með 11 jöfnum afborgunum. í minnisblaði með erindinu segir, að í fjárhagsáætlun borgarsjóðs fyrir árið 1992 hafí verið reiknað með að hlaupareikningsupphæð yrði í árslok' hin sama og í upphafí árs, en sam- kvæmt útkomuspám vantar um 1.155 milljónir króna á, að sú áætlun standist. Það sem tekjur undir áætl- un eru 500 millj., kostnaður vegna ráðstafana í atvinnumálum er 355 millj., rekstrargjöld umfram áætlun em 150 millj. og aukin lánsfjárþörf Bílastæðasjóðs er 155 millj. eða sam- tals 1.155 millj. Þá segir: „Eins og sakir standa er reiknað með því, að tekjur borgar- sjóðs á næsta ári breytist ekki frá útkomuspá yfirstandandi árs. Jafn- framt er gert ráð fyrir því, að áhersla verði Iögð á að halda framkvæmda- magni á næsta ári svipuðu og á yfir- standandi ári, auk þess sem gerðar verði hliðstæðar ráðstafanir í at- vinnumálum og gert var í ár. Ná- kvæmar áætlanir Iiggja ekki fyrir en að öllu samanlögðu má gera ráð fyrir svipaðri lánsfjárþörf á næsta ári og raun varð á í ár.“ Ólína Þorvarðardóttir, Nýjum vettvangi, bókaði að hún teldi lántök- una réttlætanlega vegna versnandi stöðu borgarsjóðs og erfiðleika í at- vinnumálum. Yfírdráttur í Lands- banka væri tæpir 2,5 milljarðar á 14% vöxtum. Þessi fjárhagsstaða væri ófagur vitnisburður um fjár- málastjórn Sjálfstæðisflokksins und- anfarin ár. í bókun Sigrúnar Magn- úsdóttur Framsóknarflokki, segir að rétt sé að taka lán og minnka yfír- drátt í Landsbankanum en lántakan sanni slæma lausaíjárstöðu borgar- innar eins og hún hafí haldið fram undanfarin tvö ár. „Óraunhæf eyðsla í óarðbærar fíárfestingar eru að koma fram.“ í bókun Markúsar Arnar Antons- sonar borgarstjóra, segir meðal ann- ars að samkvæmt útkomuspám vanti 1.155 millj. á að áætlanir borgar- sjóðs standist. Ekki sé gert ráð fyrir að tekjur sjóðsins breytist á næsta ári en þá sé gert ráð fyrir að áhersla verði lögð á svipaðar framkvæmdir á vegum borgarinnar og að ráðstaf- anir í atvinnumálum verði hliðstæðar árinu í ár. Guðrún Ágústsdóttir fulltrúi Al- þýðubandalagsins, bókaði að lántak- an væri eðlileg við þær aðstæður sem borgin búi við. Þannig yrðu áfram- haldandi framkvæmdir á vegum borgarinnar tryggðar og um leið tryggð atvinna. Samhliða lántöku ætti borgin að gera áætlun um að tryggja sem flestum atvinnu á erfíð- um tímum. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1992 21 Fundur ASÍ og BSRB um mögulegar efnahagsaðgerðir Skattkerfísbreytingar sem ekki munu skila tilætluðum árangri - segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB að loknum fundinum ÖGMUNDUR Jónasson, formað- ur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir um þær hugmynd- ir um efnahagsaðgerðir, sem rætt er um, að verið sé á röngum forsendum að ráðast í skattkerf- isbreytingar sem ekki muni skila tilætluðum árangri, en i gær- morgun hittust fulltrúar BSRB og Alþýðusambands íslands og var farið yfir þessar hugmyndir. Ögmundur sagði að á fundinum hefði ASÍ gert grein fyrir þeim hug- myndum sem þeir hefðu haft uppi og hvernig málin stæðu í atvinnu- málanefnd og í viðræðum sem henni tengdust. „Við höfum ekki komið nálægt þessum viðræðum en sett fram okkar áherslur í ályktunum að undanförnu. Okkar áherslur fel- ast í kröfu um vaxtalækkun og að breytingar verði gerðar á skattkerf- inu, sem felist í hátekjuskatti og fjármagnsskatti, en forsendu slíkra breytinga teljum við vera stórhert skatteftirlit. Við höfum hins vegar haft mjög miklar efasemdir varð- andi þær hugmyndir sem hafa verið uppi um að færa byrðar af fyrir- tækjum yfir á heimili og fínnst margt vanhugsað í þeim efnum,“ sagði Ögmundur. Hann sagði að það sem í raun- inni myndi gerast væri að kaup- máttur fólks myndi rýrna og þar af leiðandi myndi draga úr eftir- spurn eftir innlendri vöru og þjón- ustu. Það sem menn hefðu hins vegar talið alvarlegasta meinið væri að öll hjól atvinnulífsins væm að stöðvast. „Þetta er því að mínu mati eins konar sjálfsveltistefna sem sé efnahagslífinu mjög hættu- leg. Við teljum að meginmeinsemdin liggi í hávaxtastefnu sem hefur verið við lýði í mjög langan tíma og fært til gríðarmikla fjármuni í þjóðfélaginu. Nú em menn að vakna til vitundar um þetta, ekki bara hér á landi heldur um allan heim og yfirlýsing flármálaráðherra Norður- landa ber þess vott þar sem segir að ein höfuðorsök atvinnuleysis sé hávaxtastefna. Hins vegar höfum við sagt að önnur höfuðorsök þess vanda sem við stöndum nú frammi fyrir liggi í rangri fjárfestingar- stefnu fyrr og nú bæði af hálfu einkaaðila og opinberra aðila,“ sagði Ögmundur. Hann sagði að þær aðgerðir sem menn hefðu rætt um að afnema aðstöðugjald af sjávarútvegsfyrir- tækjum upp á 0,6% og aðrar til- færslur leystu ekki þann vanda sem steðjaði að í íslensku efnahagslífi. Frá fundi ASÍ og BSRB í gær. Þórarinn V. Þórarinsson VSÍ um hugmyndir forsætisráðherra Ótímabært er að setja þessar hugmyndir fram Ekki hlynntur þeim, segir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ Á FUNDI Atvinnumálanefndar í gærdag kynnti Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri í forsætisráð- neytinu þær hugmyndir sem Dav- íð Oddsson forsætisráðherra hef- ur kynnt í ríkisstjóm og greint var frá í Morgunblaðinu. Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ segir að hann tefíi það hafa verið ótímabært af forsætisráð- herra að selja þessar hugmyndir fram. Ásmundur Stefánsson for- seti ASÍ segir það borðleggjandi að hann sé ekki hlynntur þessum hugmyndum Davíðs Oddssonar. Eins og fram kom í frétt Morgun- blaðsins í gær fela hugmyndir forsætisráðherra m.a. í sér tekju- skattshækkun á alla og sparnað á hátekjur. Þórarinn V. Þórarinsson segir að ekki hafi fengist nein niðurstaða á fundi Atvinnumálanefndar en menn ræddu þessi mál áfram sín í millum. „Ég tel það vera mat okkar og ASÍ Deilt um fjölmiðla í borgarráði Askrift að Morgunblað- inu og D V ekki hætt Á FUNDI borgarráðs í gærdag var deilt um áskrift borgarinnar að dag- blöðunum Morgunblaðinu og DV. Ólína Þorvarðardóttir lagði fram til- lögu um að borgin segði upp áskriftum að dagblöðum fyrir starfsmenn stofnana borgarinnar. Borgarstjóri lagði fram frávísunartillögu og var hún samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1. í frávísunartillögu borgarstjóra segir m.a. að dagblöðin skapi mikilvæg tengsl við almenning i borginni. Eftir að frávísunartillagan hafði verið samþykkt lögðu Ólína Þorvarð- ardóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Margrét Sæmunds- dóttir fram tillögu þess efnis að borg- in endumýjaði áskriftir sínar að Tím- anum, Alþýðublaðinu og Pressunni sem sagt var upp á haustdögum. Við þessa tillögu kom einnig frávísunartil- laga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins sem var samþykkt. Ólína Þorvarðardóttir óskaði þá eft- ir bókun sem segir m.a. að frávísunar- tillaga Sjálfstæðismanna beri vott um virðingarleysi fyrir skoðana-og mál- frelsi í landinu. Borgarstjóri óskaði þá eftir bókun sem segir m.a. að ekki sé heil brú í tillöguflutningi Ólínu í ljósi málflutnings hennar á fundinum. að stjómvöld hafi ekki enn áttað sig á nauðsynlegu umfangi þeirra að- gerða sem til þurfa að koma til að styrkja gengisstefnuna og grundvöll- inn að traustu atvinnuástandi,“ segir Þórarinn. „Og hvað varðar hug- myndir forsætisráðherra tel ég að framsetntng á þeim í Morgunblaðinu hafi verið ótímabær meðan umræðan um málið í heild er ekki meira mótuð en raun ber vitni.“ Ásmundur Stefánsson segir að farið hafí verið yfír ýmis atriði á fundi Atvinnumálanefndar en hann telji ekki skynsamlegt að svo stöddu að ræða nánar um einstök atriði af þeim sem fram komu á fundinum. Aðspurður um álit á þeim hugmynd- um forsætisráðherra sem Morgun- blaðið greindi frá í gærdag segir Ásmundur það borðleggjandi að hann sé ekki hlynntur þeim. „Það er hinsvegar skynsamlegra í stöðinni nú að málin _séu rædd beint milli aðila," segir Ásmundur. Næsti fundur Atvinnumálanefnd- ar hefur ekki verið dagsettur. Fundur ráðherra með bankastjórum „Eng-ar skyndibreyt- ingar eru í vændum“ „ÞAÐ var greinilegt á þessum fundi að mikill áhugi er á því í röðum bankanna að tryggja raunsæja vaxtalækkun. En ljóst er að engar skyndibreytingar eru í vændum," sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra í gærkvöldi eftir fund með bankastjórn Seðlabankans og fulltrú- um bankastjórna viðskiptabanka og sparisjóða. Viðskiptaráðherra boðaði til fund- arins. Hann sagði að ekki hafi verið stefnt að beinni niðurstöðu. „Þetta var fundur til þess að ræða hvaða úrræði menn teldu helst til þess fall- in að auka líkur á vaxtalækkun. Við skiptumst á skoðunum um hvaða skilyrði myndu duga best til þess,“ sagði Jón Sigurðsson. Hann sagði að Seðlabankinn muni halda áfram viðræðum við fulltrúa bankanna og sagðist reikna með að ræða við þá aftur síðar í vikunni eða í byijun næstu viku. „Á fundinum var á það bent að vextir hafa farið lækkandi á árinu. Nafnvextir hafa lækkað Um 2'A til 3‘/i% og raunvextir verðtryggðra lána um nálægt 1%. Þetta em býsna miklar breytingar. Það er von til að þetta geti haldið eitthvað áfram ef stöðugleika er náð og honum haldið. Mér finnst líklegt að nafnvaxtalækk- un geti orðið einhver ef það tekst að efla traust á framhaldi stöðugleik- ans, bæði á vinnumarkaði og annars staðar í þjóðfélaginu,“ sagði við- skiptaráðherra. Jón sagði að á fundinum hafí ver- ið rætt um þann þátt starfsskilyrða bankanna sem snúa að ríkisvaldinu og Seðlabankanum, bæði skattmeð- ferð banka og bindiskyldu og aðra skilmála sem þeir sæta hjá Seðla- banka. „Ég minni á að það gafst vel í ársbyijun 1990 og aftur í vor að ná samkomulagi um ákveðna stefnu í vaxtamálum sem byggist á fijálsum vaxtaákvörðunum. Þetta mál snýst um það, að reyna að skapa forsend- ur fyrir lækkun vaxta,“ sagði Jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.