Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1992 Heildarlöggjöf verði sett um viðskiptabanka og sparisjóði JÓN Sigxirðsson viðskiptaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um viðskiptabanka og sparisjóði. Frumvarpið miðar að því að sameina í einn lagabálk löggjöf um viðskiptabanka og löggjöf um sparisjóði. Þessum stofnunum verða veittar mun víðtækari starfs- heimildir til alhliða fjármálaþjónustu. Þeim verður m.a. heimilað að stofna dótturfyrirtæki til að stunda vátryggingarstarfsemi. Við- skiptaráðherra metur það svo að jafnvel sé rétt að sameina Banka- eftirlitið og Tryggingareftirlitið. Framsögumaður, Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra, gerði grein fyrir því að þátttakan í evrópska efnahagssvæðinu, EES, krefðist þess að sett yrðu ítarlegri ákvæði um stjómun, eignarhald og starf- semi viðskiptabanka en gilt hefðu hér á landi, auk ákvæða, sem bein- línis tengdust því að stofnunum væri heimilt að opna útibú og veita þjónustu sína hvar sem væri innan EES. væru mörkin hins vegar þau að eignarhlutur í einstöku félagi eða hlutir teknir að veði mættu ekki verða hærri en 15% af eigin fé við- komandi banka eða sparisjóðs. Samtala virkra hluta, þ.e. hluta umfram 10% af eigin eða atkvæðis- rétti í viðkomandi félagi, mætti ekki verða 'hærri en 60% af eigin fé viðkomandi banka eða spari- sjóðs. Loks mætti bókfært virði efla mætti trygg- ingar á innstæðum i bönkum og spari- sjóðum. Framsögumað- ur gerði við lok sinnar ræðu till- lögu um að þessu máli yrði vísað til efnahags- og við- skiptanefndar. Ríkisbankar eða hlutafélagabankar Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne) vildi inna viðskiptaráðherra nánar um áform ríkisstjórnarinnar um að breyta ríkisbönkunum í hlutafélagabanka. Hann spurðist Jón Sigurðsson hvort hann teldi bankaeftirlitið vera reiðubúið til að taka við því aukna hlutverki sem það hlyti að verða að leysa af hendi ef þetta frumvarp yrði að lögum. Steingrími J. Sigfússyni (Ab-Ne) var til efs að efnahags- og viðskiptanefnd gæti afgreidd alla þá viðamiklu og mikilvægu lög- gjöf sem nú lægu fyrir nefndinni. Steingrími sýndist við fyrstu sýn að ýmislegt í frumvarpi viðskipta- ráðherra gæti verið til bóta en fram- kvæmd og útfærsla hlyti að skipta miklu, t.d. að sparisjóðir fengju haldið sérkennum sínum. Stein- grímur taldi enga ástæður nú vera til að breyta ríkisbönkum í hlutafé- lagabanka, sú breyting ein og sér Viðskiptaráðherra sagði ljóst að mun fleiri sameiginleg ákvæði ættu við, bæði um viðskiptabanka og sparisjóði heldur en ólík. í frum- varpinu væri því lagt til að ákvæði um þessar stofnanir yrðu sameinuð í einn lagabálk. Framsögumaður vakti athygli á nokkrum atriðum frumvarpsins, s.s. að lagt er til að starfsheimildir við- skiptabanka og sparisjóða verði nokkru víðtækari en nú væri. Auk hefðbundinnar banka- og spari- sjóðastarfsemi fengju þessar stofn- anir nú fullar heimildir til að stunda verðbréfaviðskipti og fjármögnun- arleigu. Þá yrði og þessum stofnun- um heimilt að stunda vátryggingar- starfsemi en þó einungis í sérstök- um dótturfyrirtækjum. í frumvarpinu væri lagt til að bankar og sparisjóðir í öðrum EES- ríkjum fengju heimild til að stofna útibú hér á landi eða veita þjónustu hér á landi án þess að sækja þyrfti um sérstakt leyfi. Þetta væri ekki grundvallarbreyting því erlendum hlutafélagsbönkum hefði verið heimilt að opna útibú hér á landi frá byijun þessa árs. Aðlögunarfrestur í ræðu viðskiptaráðherra kom fram að í gildandi viðskiptabanka- lögum væri ekki sérstaklega kveðið á um heimildir erlendra aðila til að eiga hlut í íslenskum viðskiptabönk- um. Ákvæði þar að lútandi væri að finna í lögum um fjárfestingu er- lendra aðila í atvinnurekstri frá T991. Þar væri mælt fyrir um að erlendur aðili gæti í hæsta lagi átt 25% af hlutafé í íslenskum hlutafé- lagabanka. í gildandi sparisjóðslög- um væri kveðið á um að erlendur ríkisborgari, sem átt hefði lögheim- ili hér á landi og hefði átt það sam- fellt í að minnsta kosti eitt ár, gæti orðið aðili að sparisjóði. Ræðu- maður benti á að samkvæmt EES- samningum væri íslendingum heimilt að viðhalda gildandi reglu á þessu sviði til 1. janúar 1996 gagnvart ríkisborgurum og lögaðil- um í öðrum aðildarríkjum EES. Viðskiptaráðherra sagði það sína tillögu að sá aðlögunarfrestur yrði nýttur til fulls. Bankar í atvinnurekstri Viðskiptaráðherra taldi ástæðu til að benda á að í frumvarpinu vari lagt til að heimildir banka og sparisjóða til að eiga eða taka að veði hluti í félögum sem ekki stund- uðu viðskiptabanka- eða sparisjóði- sjóðsstarfssemi yrðu auknar veru- lega. Væri það í samræmi við regl- ur Evrópubandalagsins sem tæku mið af þýskum reglum. En eins og kunnugt væri háttaði því þar í landi $vo til, að þar væru bankar stórir e'igendur í fjölmörgum framleiðslu- fyrirtækjum. Samkvæmt núgildandi lögum mætti eignarhlutur banka í ein- stöku félagi og lán til félagsins ekki nema hærri fjárhæð en sem svaraði 2% af eigin fé bankans og samtala allra slíkra eignarhluta og lána mætti ekki fara yfir 15% af eígin fé bankans. í frumvarpinu allra eignarhluta sem banki eða sparisjóður hafi eignast ekki verða hærri en allt eigið fé viðkomandi banka eða sparisjóðs. í frumvarpinu væri áfram gert ráð fyrir tvenns konar viðskipta- bönkum hér á landi, ríkisviðskipta- bönkum og hlutafélagsbönkum. En viðskiptaráðherra ítrekaði þann ásetning ríkisstjórnarinnar að breyta ríkisviðskiptabönkunum tveimur í hlutafélagsbanka. Þar með yrðu öllum viðskiptabönkunum sköpuð sömu starfsskilyrði. Og eft- ir þá breytingu yrðu þau ákvæði frumvarpsins sem lytu sérstaklega að ríkisbönkunum óþörf. Tryggingarsjóðir í frumvarpinu er lagt til að ákvæði um tryggingarsjóð við- skiptabanka og tryggingarsjóð sparisjóða verði viðhaldið. En við- skiptaráðherra vakti athygli á því að unnið væri að samræmingu á reglum um tryggingarsjóði banka og sparisjóða á vegum EB. Þegar niðurstaða væri fengin yrðu þær reglur einnig teknar upp innan EES. Það væri því fyrirsjáanlegt að þessi ákvæði frumvarpsins kæmu til endurskoðunar í nánustu framtíð. Viðskiptaráðherra dró enga dul á þá skoðun að afar brýnt væri að hér störfuðu öflugir tryggingarsjóð- ir til að standa að baki innistæðum í bönkum og sparisjóðum. Ráðherra sagði sitt álit; að við ættum ekki aðf bíða eftir endanlegri niðurstöðu nágranna okkar í Evrópu. Við- skiptaráðherra sagðist hafa í hyggju á næstunni að skipa nefnd til að móta tillögur um annars veg- ar sameiningu tryggingarsjóðanna tveggja og hins vegar um hvernig MMIMSI fyrir um það hvort ráðherrann teldi að ríkið gæti takmarkað sína ábyrgð á skuldbindingum banka í rikiseign eingöngu við hlutaféð. Jóhannes efaðist um að þetta gengi upp. Það hefði komið fram við áföll banka i Noregi og Finnlandi að rík- isvaldið gæti ekki vikist undan ábyrgð á bankakerfinu. Hann taldi og að nú um stundir ætti ríkið ekki að draga til sín fjármagnið á hluta- bréfamarkaðinn. Nær væri að veita þeim atvinnufyrirtækjum sem þyrftu og vildu styrkja sína stöðu með hlutabréfaútboði forgang. Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv) taldi gagnrýnisvert að svo víðfeðm lagasmíð skyldi vera svo seint lögð fram og þingmönnum lítil tími gef- inn til kynna sér þetta frumvarp og afgreiða. Kristínu sýndist margt vera til bóta, s.s. að fella saman áður aðskilda lagabálka. Og henni var einnig sérstakt fagnaðarefni að í frumvarpinu virtist faglegum sjón- armiðum gefið aukið vægi. Þarna væru ákvæði um ráðningu og ráðn- ingartíma bankastjóra og áskilið væri að menntun og starfsreynsla og starfsferill bankastjóra væri þannig að þær gætu gegnt starfi sínu á forsvaranlega hátt. Kristín vildi meina að pólitísk sjónarmið hefðu hingað til ráðið miklu við ráðningu í bankastjórastöður. Kristín spurði viðskiptaráðherra gæti valdið óróa og röskun og margt benti til að bankar með ríkis- ábyrgð nytu meira trausts og betri kjara á alþjóðlegum lánamarkaði. Ræðumaður benti á að í frumvarp- inu væru ákvæði er snertu ríkis- banka sérstaklega og vildi hann inna eftir því hvort hann gæti gert sér einhveijar vonir um að ríkis- stjórnin hefði fallið frá söluáform- um varðandi banka. Steingrímur gerði 55. grein að umtalsefni. Þar er gert ráð fyrir að viðskiptabankar og sparisjóðir uppfylli erlendar reglur um eiginfjár hlutfall. Að eigið fé skuli á hveijum tíma eigi nema lægri fjárhæð sem sem svaraði 8% af áhættugrunni. Steingrímur hafði nokkrar áhyggj- ur af því að Landsbankinn væri á mörkunum. Vel skal vanda Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra hafði fullan skilning á því því að þingmönnum þætti frumvarpið heldur seint fram komið, hann hefði vonast eftir því að geta Iagt þetta frumvarp fram í vor en það hefði ekki tekist, m.a. vegna þess hve vel væri til þessa verks vandað. Við- skiptaráðherra sagði ekkert í reynslu annarra landa benti til að það væri röng stefna að breyta rík- isbönkum í hlutafélagsbanka. Breytingin hefði ekki eingöngu það gildi að takmarka ábyrgð. Þessi breyting hefði það gildi að veita aðhald, hún veitti stjórnendum það aðhald sem fælist í kröfu um arð- semi þess fjár sem bundið væri í fyrirtækinu. Þessi breyting setti og bönkunum sömu starfsskilyrði. En viðskiptaráðherra lagði áherslu á að eftir sem áður væri það eitt af mikilvægustu hlutverkum ríkisins að bera ábyrgð á heilbrigði fjár- málakerfisins. Viðskiptaráðherra sagði það sína skoðun, að þessu hlutverki væri þeim mun betur sinnt sem ríkið bæri minni ábyrgð á ein- stökum stofnunum þessa kerfis og ætti sem minnst að vasast í því hvernig þessar stofnanir væru rekn- ar á viðskiptagrundvelli. Viðskiptaráðherra kvaðst hafa leitað til þeirra sérfræðinga sem gerst þekktu til um hvort svigrúm væri fyrir sölu á hlutabréfum ríkis- banka, sérstaklega Búnaðarbanka. Þeim bæri öllum saman um að áform ríkisstjórnarinnar sem kæmu fram í fjárlagafrumvarpinu væru mjög vel innan þeirra marka sem mögulegt væri. Vegna áhyggna Steingríms J. Sigfússonar um hvort bankar myndu fullnægja svonefndum BIS- reglum varðandi eigninfjár hlutfall, sagðist viðskiptaráðherra hafa þá trú að bankar myndu uppfylla þessi skilyrði um næstu ármót. Því væri þó ekki að neita að vissir erfiðleikar hefðu verið í rekstri sumra bánk- anna. En viðskiptaráðherra vildi fullvissa þingmanninn um að þess- um kröfum yrði mætt. Til þess yrðu fundin þau ráð sem þyrfti. Við- skiptaráðherra vísaði til ábyrgðar- kenndar í þessu sambandi, hann sagðist treysta mjög á að þessi sjón- armið réðu þá öðrum ákvörðunum sem.teknar væru í landinu, m.a. um skattlagningu og vexti. Sameining banka- og tryggingareftirlits Viðskiptaráðherra tók undir með Kristínu Ástgeirsdóttur að mikil- vægt væri að starfsemi Bankaeftir- litsins væri öflug og styrk. Við- skiptaráðherra vildi þó alls ekk^ gera því skóna að þar væri fjölgun ráðgerð. Hann benti á að þróunin væri í þá átt að vátryggingarfélög gerðust umsvifamikil í verðbréfa- sýslan og lánastarfsemi og einnig að þetta frumvarp heimilaði bönk- um tryggingarstarfsemi í gegnum dótturfyrirtæki. Sennilega væri rétt að tengja saman Tryggingareftirlit- ið og Bankaeftirlitið. Þetta væri mál sem hefði verið rætt innan þessara starfsgreina og innan ríkis- stjórnarinnar. Eftir ræðu viðskiptaráðherra skiptust hann og þingmenn á and- svörum. Steingrími J. Sigfússyni voru það vonbrigði ríkistjórnin hefði ekki fallið frá einkavæðingaráformum með bankana. Viðskiptaráðherra lagði áherslu á að sú breyting á breyta ríkisbönkum í hlutafélög væri fyrst til að bæta skipulag bankanna. Fjáröflunarsjónarmiðið hlyti að koma síðar. Að sjálfsögðu yrði að meta markaðsástandið og ástandið í þjóðarbúskapnum þegar ákvörðun um sölu væri tekin. STUTTAR ÞINGFRÉTTIR Sveitarfélögin greiða í Atvinnuleysistryggingar- sjóð í samræmi við samkomulag milli ríkisstjórnarinnar og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga hefur verið lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um Avinnuleysistryggingasjóð. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að a næsta ári greiði sveitarfé- lög 500 milljónir króna til At- vinnuleysistryggingasjóðs. Sveitarfélög með 300 íbúa greiði 1.950 krónur á hvern íbúa en sveitarfélög með færri en 300 íbúa greiði 1.170 krónur á íbúa. Frumvarpið gerir ráð fyrir að þessu fjármagni verði ráð- stafað til þess að styrkja sér- stök verkefni á vegum sveitar- félaganna til eflingar atvinnu- lífs, enda dragi samsvarandi úr greiðslum atvinnuleysisbóta á hveijum stað. Uthlutun styrkja skal vera í samræmi við reglur sem heilbrigðis- og tryggingaráðherra setur að fenginni umsögn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.