Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1992 Margrét G. Viggós- dóttír - Minning Fædd 25. ágúst 1934 Dáin 8. nóvember 1992 Það er oft þannig í lífinu að innri maður hvers og eins kemur best í ljós við mótlæti. Sumir bogna, aðrir brotna og gefast upp og við því er ekkert að segja. Aðrir eflast og verða sterkari og sýna jafnvel mun meiri styrk en áður. Magga frænka var ein þeirra. Hún tók veikindum sínum af slíku æðruleysi að það var mikill lærdómur þeim sem umgeng- ust hana. Hún gat rætt um dauð- ann eins og hvem annan eðlilegan hlut og horfðist óhrædd í augu við hann. í apríl síðastliðnum greindist hún með krabbamein og tók hún þeim tíðindum af slíku æðruleysi að undr- un sætti. Hún kvartaði ekki heldur tók því sem að höndum bar og gerði það besta úr aðstæðum sínum. Ekki er að efa að framkoma hennar og viðhorf hafa haft áhrif á fleiri en okkur ættingja hennar, svo sem starfsfólk lyflækningadeildar Landakotsspítala sem sýndi henni mikla alúð og umhyggju í veikind- um hennar. Eiga þau þakkir skilið fyrir það. Ekki má heldur gleyma hlut sr. Kjartans Amar sem sat oft hjá henni og ræddi við hana um þær mörgu spumingar sem leita á hugann við slíkar aðstæður. Magga frænka óttaðist einna mest að deyja ekki með reisn. Hún talaði oft um að verst þætti henni ef þrautimar sem fylgdu sjúkdómn- um yfirbuguðu styrk hennar og dugnað. Kom hún þá að máli við okkur systumar og bað okkur að biðja fýrir því að hún fengi að deyja sem fýrst. Við vorum í upphafi slegnar yfír þesari bón þar sem við erum böm ríkjandi menningar sem + ANNA M. INGVARSDÓTTIR, Mýrargötu 18, Neskaupstað, lést mánudaginn 16. nóvember. GuArún Jónsdóttir. t Móðir min, tengdamóðir og amma okkar, LAUFEY SAMSONARDÓTTIR, Efstasundi 14, Reykjavík, lést í Landakotsspítala 17. nóvember. Ómar Árnason, Ingibjörg Óskarsdóttir, Laufar S. Ómarsson, Fanney ðmarsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY ÞORGRÍMSDÓTTIR, Ólafsvík, andaðist á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi 15. nóvember. Útförin verður laugardaginn 21. nóvember kl. 14.00 i Ólafsvíkur- kirkju. Lára Jóna Ólafsdóttir, Jónas Guðmundsson, Sigrún Ólafsdóttir, Ragnar Ágústsson, Hulda Erla Ólafsdóttir, Hilmar Ólafsson, Sólveig Jóhannesdóttir, Ivar Steindórsson, barnabörn og barnabarnabörn. elur á hræðslu við dauðann. Menn- ingar sem lítur á dauðann sem óvin sem rænir okkur því dýrmætasta, ástvinum okkar og okkur sjálf líf- inu. Við gerðum þó eins og hún bauð og höfum haft um margt að hugsa síðan. Þama sannast enn einu sinni að mesti lærdómur okkar mannanna felst í samskiptum við aðra. Magga frænka kenndi okkur margt, á því er enginn vafi, og sumt að því tekur langan tíma að vinna úr. Kannski við skiljum eilífð- arspuminguna á annan hátt nú en áður. Hver veit. Allavega er það ljóst að samskiptin við Möggu í veikindum hennar nú hafa kennt okkur mikið og veitt okkur nýja sýn á lífið, dauðann og mannlegt eðli. Enginn skyldi telja sig þekkja aðra manneskju fyrr en hún mætir mót- læti í lífinu því þá kemur hið sanna eðli í ljós. Margrét frænka okkarf sýndi svo ekki varð um villst að hennar innri maður var bæði falleg- ur og dugmikill svo af bar. Styrk sinn sótti hún fýrst og fremst í trú á Guð og sannfæringu um að hjálp- ar væri að vænta að handan. Í veikindum hennar kom enn betur í ljós en áður hversu mikil væntumþykja ríkti á milli þeirra systra, Möggu og Bíbíar, móður okkar. Jóhannes maður hennar reyndist henni mjög vel, hann var við sjúkrabeð hennar dag og nótt + Ástkær móðir okkar, EVA SIGURÐARDÓTTIR, Austurbergi 20, lést í Landspítalanum 15. nóvember. Sigurður Vilhjáimsson, Ólafur Vilhjálmsson, Már Vilhjálmsson, Ari Vilhjálmsson. + Móðir okkar, HERDÍS GUSTAFSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum þriöjudaginn 17. nóvember. Linda Gustafson, John Gustafson, Ólöf Klemensdóttir. Faðir minn, + INGVAR HALLSTEINSSON frá Skorholti, lést á Hrafnistu Reykjavík 15. nóvember. Fyrir hönd annarra ættingja, Kristín Ingvarsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Mánagötu 6, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 16. nóvember. Júlinus G. Jóhannesson, Jóhanna R. Jóhannesdóttir, Erling Jóhannesson, Alfhild Nilsen. + Minningarathöfn um systur okkar og vinkonu, BERGÞÓRU ÞÓRDARDÓTTUR (frá Patrek8firði), Vesturgötu 55, Reykjavík, verður í Áskirkju fimmtudaginn 19. nóv- ember kl. 13.30. Útför hennar verður gerð frá Patreks- fjarðarkirkju föstudaginn 20. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn- ast hennar, er bent á Hjartavernd. Magnús Þórðarson, Einar Þórðarson, Jensina Sigurðardóttir, Sigurður Kr. Sigurðsson. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR ELI'N JÓNASDÓTTIR frá Lýsudal, Staðarsveit, til heimilis á Álfhólsvegí 30, Kópavogi, verður jarðsungin i Kópavogskirkju fimmtudaginn 19. nóvember kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Friðgeir Ágústsson, Jónas Friðgeirsson, Sigurveig Runólfsdóttir, Sigurveig Friðgeirsdóttir, Ágúst Friðgeirsson, Sigurbjörg Traustadóttir, Ásgeir Friðgeirsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS JÚLÍUSAR JÓNSSONAR, Reynistað, Sandgerði. Jóna Gunnarsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Óskar Gunnarsson, tengabörn, barnabörn og barnabarnabörn. mánuðum saman. Sama má segja um Helga son hennar sem kom oftar en einu sinni frá Svíþjóð til að vera hjá móður sinni. Synir henn- ar sýndu henni mikla alúð og um- hyggju í veikindunum og gáfu henni styrk. Við kveðjum frænku okkar og óskum henni velfarnaðar á nýjum leiðum. Jóhannesi, sonum, mömmu okkar og hinum systkinum hennar sendum við samúðarkveðjur. Guðný, Stefán, Elín, Lára, Kristján og Ósk. Nú er Magga frænka mín dáin. Hún var yndisleg kona. Þó að mér finnist skrýtið að Guð hafí valið hana hlýtur hann að hafa haft eitt- hvað sérstakt verkefni handa henni. Alltaf þegar ég kom í heimsókn til hennar þá gaf hún mér eitthvaðf fallegt sem hún bjó til sjálf, þvf að Magga frænka var mikil hannyrða- kona. Ég dáðist að Möggu, hvernig hún þraukaði aila þessa mánuði.. En það er ekki hægt að segja ann- að en að hún Magga var mikil bar- áttukona. Við biðjum Guð að blessa alla nákomna ættingja og hjálpa þeim á þessari sorgarstundu. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Katrín Guðbjörg. í dag kveðjum við ömmusystur okkar, Margréti Viggósdóttur, sem okkur þótti mjög vænt um. Magga frænka var ailtaf mjög góð við okk- ur og gaf okkur oft ýmislegt til að vinna í höndunum. Hún var mikil hannyrðakona og bjó til margt fal- legt í höndunum. Einnig málaði hún fallegar myndir sejn hún gaf okkur. Magga frænka var mikið veik síðustu mánuðina, en samt var hún alltaf brosandi og svo góð við okkur þegar við heimsóttum hana á spítal- ann. Hún var svo dugleg og kvart- aði aldrei þó hún væri mikið veik. Við söknum hennar, en við vitum að núna líður henni vel hjá Guði. Við biðjum Guð að styrkja Jóa, synina, ömmu og alla aðra ættingja og vini í sorg þeirra. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Ragnhildur Björg, Magnea Lára, Heiða Bára og Lovísa. Scrfræðingar i blóinaskroyliiigTMii ii«> öll tækilaT’i Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 Edklnkkjur (Uásiicgkíifli- hlaólK)n> lidlegir Síilir og nijög goö þjönusta. I jiplysingiu' ísínui22;V22 FLUGLEIDIR HðTCL LOFTLEIIIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.