Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.11.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1992 31 íslensku keppendurnir, Helgi Sigurðsson og Vignir Agústsson ásamt danska keppandanum, Patrick Mortensen. Sigurvegararnir: Keppandinn frá Danmörku í 2. sæti, sigurvegarinn sem var frá Svíþjóð og Finninn í 3. sæti. Keppendurnir komu m.a. fram á samfellum með hálfsíðum skálmum og stigu nokkur dansspor. íklæddir gallabuxum, sýndu keppendurnir ýmiss konar æf- ingar. FEGURÐARSAMKEPPNI Karlarnir keppa Fegurðarsamkeppni karla hefur einhverra hluta vegna ekki náð sömu vinsældum og keppni stúlknanna og hefur keppnin um herra ísland ekki verið haldin um all nokkurt skeið. Nú hafa íslend- ingar hins vegar eignast karlkyns ljósmyndafyrirsætu Norðurlanda en Vignir Ágústsson hlaut þann titil í keppninni Herra Norðurlönd, sem haldin var fyrr í mánuðinum. Það eru Finnar sem standa að keppninni, sem var haldin í Hels- inki og um borð í ferjunni sem sigl- ir milli Helsinki og Stokkhólms. Keppnin var nú haldin í fyrsta sinn og tóku tveir keppendur þátt í henni frá hvetju Norðurlandanna. Auk Vignis keppti Helgi Sigurðs- son fyrir íslands hönd. Báðir hafa þeir komið nálægt sýningarstörf- um, en það voru Módel 79 samtök- in sem völdu keppendur tilþáttöku. Keppendur sýndu nokkur skemmtiatriði og komu ævinlega saman fram og eins klæddir. Fyrst sýndu þeir nokkrar líkamsæfingar, íklæddir gallabuxum og með rauða tóbaksklúta. Þá komu þeir fram í samfellum með hálfsíðum skálm- um og tóku nokkur létt dansspor. Næst mættu þeir í rauðum slopp- um og í hjólabuxum innanundir, þá í sundskýlu og að síðustu í jakkafötum. Auk þess að koma fram, ræddu strákarnir við meðlimi dómnefndar „Við Islendingamir vorum óttalega ræfilslegir miðað við þá keppendur sem stæltastir vom,“ segir Vignir. Fannst honum erfiðast að koma fram á sundskýlunni einni fata. „Þá var líka erfítt, þó á annan hátt væri, að koma fram á galla- buxunum. Ég gerði um 200 arm- beygjur á sviðinu og var alveg dauður á eftir. En þetta gekk ágætlega, enda hæfileg blanda af gamni og alvöru og gaman að kynnast hinum strákunum.“ Vignir segir undirbúning hafa verið af skomum skammti og vissulega varð ekki komist hjá smávægilegum óhöppum. „Vic vomm í sundskýlum undir hjóla- buxunum og áttum að fara úr þeirr síðarnefndu á milli atriða. Þegai við voram komnir fram á sviðic uppgötvaði ég hins vegar að ég var enn á hjólabuxunum og bjarg aði mér fyrir horn með því að skell; mér fram á sviðið og fara úr hjóla- buxunum með stæl. Þarna korr æfingin úr tískusýningunum ac góðu gagni,“ segir Vignir en hanr hefur starfað hjá Módel 79 í fjögui ár. Segist hann stefna á módel störf erlendis á næsta ári Vignir er 21 árs og atvinnulau; þessa dagana. Hann hefur því tím; með dóttur sinni, sem hann segi upprennandi sýningarstúlku. Vign ir var um það bil í miðri aldursröð inni í keppninni en elsti keppandim. var 33 ára og yngsti 18 en þa< var Helgi, hinn íslenski keppand inn. Skídasamfestingar á hreint ótrúlegu verdi I St. XS-XL kr. 7.990,- 5% staðgreiðsluafsláttur. Sendum í póstkröfu. »hummelA SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA 40, SlMAR 8 1 355 5, 8 1 365 5 St. 120-170 kr. 5.990,- f--------------------------\ fHfCO REIKNIVÉLAR ERU ÓDÝRARI OG BETRI ibico 1232 12 stafa reiknivél með minni Frábær vél á einstöku verði Strimill og skýrt Ijósaborð Svart og rautt letur Stærð: 210x290x80 mm IZI 0 0 0 0 Penninn, Hallarmúla, Kringlunni, Austurstræti. E.TH.MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUN 10 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 651000 GLERAUGNAMIÐSTÖÐIN LAUGAVEGI 24 • SÍMI 20800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.