Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 9 Innanhússarkitekt ráðleggur viðskiptavinum Metró Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt, FHÍ, verður í versluninni Metró fimmtudag og föstudag kl. 14-18 og laugardag kl. 11-14 og veitir viðskiptavinum ráðleggingar um allt er varðar innréttingar, gólfefni, hreinlætistæki og litaval í málningu. GROHE Villeroy & Boch Verið velkomin í Metró og þiggið ókeypis ráðgjöf. JMkMETRÓ ___________í MJÓDD___________ ÁLFABAKKA 16 • REYKJAVÍK • SÍMI 870050 POTTÞETT HELGHRTILBOf) Súpa, salatbar og desertbar fylgja öllum réttum. Barnaréttir kr. 99.- í fylgd meö fullorðnum Lambalæri Bernaise kr.1390,- POTTURINNi OG ~ PRNB POTTURINN & PANNAN BRAUTARHOLTI 22 SÍM111690 V£JTINGASTAÐUR FJOLSKYLDUNNAR kvöldverður Verð kr. 1.890. Einnig bjóðum við uppá nýjan og giæsilegan matseðil á verði sem öllum líkar. POTTURINN OG PfiNNAN LAUGAVEGI 34 S: 13088 ' - kemur spánskt tyrtr sjónlr NYKOMIÐ Teg. Stresa Stgr. 4.850,- Teg. Megara Stgr. 6.980,- Teg. Torino Stgr. 11.780,- Allt úrvals stólar með hæðarpumpu. Stórkostlegt úrval af Dico járnrúmum, einstaklings- og hjónarúmum. T.d. teg. 596,160x200, m/springdýnu, 58.400,- stgr. Visa-Euro raðgreiðslur. OPIÐ í DAG TIL KL. 16 SUNNUDAG FRÁ KL. 14-16 □□□□□□ HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKUREGI 66, HAFNARFIRÐI, SÍMI654100. Fastgengisstefna og kaupmáttur Kollsteypur hafa orðið á gjaldeyrismörk- uðum síðustu mánuði. Einna mesta at- hygli vakti gengisfall sterlingspundsins. Nú hefur gengi sænsku krónunnar verið fellt og óljóst er um stöðugieika norsku krónunnar og reyndar fleiri gjaldmiðla. Hér á landi hafa komið fram kröfur um gengisfellingu, einkum aðila innan sjávar- útvegsins. Þáttaskil í ljósi umrótsins í al- þjóðlegum gjaldeyris- málum og umræðunnar hér á landi er ekki úr vegi að kynna grein, sem birtist í nýlegu tölublaði Vísbendingar, riti Kaup- þings hf., um efnahags- mál. Hún bar fyrirsögn- ina „Fast gengi tryggir kaupmátt". I greininni er ennfremur fjallað um stöðu sjávarútvegsins. Hún fer hér á eftir lítil- lega stytt: „'Áður fyrr var gengi krónunnar jafnan fellt þegar á bjátaði i sjávar- útvegi. Þáttaskil urðu í stjóm efnahagsmála i upphafi árs 1990, en síð- an hefur gengið verið óbreytt. Féll kaupmáttur launa Alþýðusambands- fólks miklu meira en raungildi þjóðartekna á mann á árunum 1983- 1984, en þá lækkaði gengið um helming. Hag- ur fyrirtækja batnaði heidur, þótt sjávarafli hefði snarminnkað. Frá 1990 hefur kaupmáttur haldist nær stöðugur, þótt þjóðartekjur hafi minnkað. Mörg fyrirtæki riða til falls, einkum í útgerð og fiskvinnslu. Háværar raddir heyrast um gengisfellingu frá forsvarsmönnum sjávar- útvegs. Þær hljóta þó ekki sama hljómgmnn og áður. Að vísu virðist ljóst að hér verður tals- vert atvinnuleysi næstu misseri ef ekkert verður að gert. Á hinn bóginn gera fleiri en áður sér grein fyrir þvi að gengis- felling myndi seinka nauðsynlegri hagræð- ingu og koma verðbólg- unni af stað aftur. Að undanförnu hafa for- svarsmenn samtaka launafólks og atvinnu- rekenda rætt um að auð- velda rekstur fyi-irtælga með því að létta skatt- byrði af þeim og færa yfir á einstaklinga. Ekkerthrun Að líkindum myndu þessar skattabreytingar ekki ýta verðbólgunni aft- ur af stað eins og gengis- felling myndi gera. Sumir hafa sett dæmið þannig upp að aðeins sé um tvo kosti að vejja, gengisfell- ingu eða skattabreytingu. Ekki verður séð að neitt hrun blasi við þótt hvorug leiðin sé farin. Þjóðhags- stofnun spáði nýlega 3,5% atvinnuleysi á næsta ári miðað við óbreytta efna- hagsstefnu. Sú spá kann að vera í lægri kantinum en flest bendir þó til þess að það verði áfram mim minna en í flestum ná- gramialandanna. Ekki er þar með sagt að atvinnu- leysi verði ekki verulegt vandamál hér á landi á næstunni. Skattabreyting myndi hægja á hagræð- ingu í íslensku atvinnulífi, en á móti kann hún að taka mesta kúfinn af at- vinnuleysinu. Hagur útvegs batnar við óbreytt gengi Þjóðhagsstofnun telur að miðað við rekstrarskil- yrði í september 1992 og áætlaðan afla ársins 1993 yrði halli sjávarútvegs um 8% tekna. Talið er að tæpur þriðjungur fyrir- tækja í greininni eigi ekki fyrir skuldum. Það hljóm- ar því ef til vill einkenni- lega að kalla fiskimiðin auðlind og ræða jafnvel gjaldtöku ríkissjóðs af þeim. En þegar málið er skoðað betur kemur í ljós að aðalvandi greinarinn- ar er offjárfesting, en ekki slæm ytri skilyrði. Kúveitar gætu eflaust tapað á oliuvinnslu sinni ef þeir notuðu nógu marga bora. Fræðimenn hafa deilt allhart um stjórn fisk- veiða undanfarin misseri. Sumt hefur þó ekki verið dregið í efa: Við óbreytt kerfi skilar útgerð með tímanum meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar hér á lándi. Ef fiskimiðin eru eign þjóðarinnar jafngildlr það styrk við útgerðina að láta lijá liða að heimta gjald fyrir not af þeim. Þessi styrkur gæti numið 15-20 inillj- örðum króna á ári. í gögnum Þjóðhags- stofnunar má sjá að af- koma sjávarútvegsfyrir- tækja er mjög misjöfn. Að vísu geta sveiflur í veiði einstakra tegimda ráðið miklu um afkom- una. í fyrra veiddist til dæmis lítið af loðnu og þau fyrirtæki gengu illa sem gerðu út á hana. En hvað sem þvi líður er ljóst að mörg fyrirtæki hafa verið rekin með tapi árum saman og meðalaf- koma sjávarútvegsfyrir- tækja myndi batna ef þau væru slegin af. Þá myndi hagur sjáv- arútvegs batna á nokkr- um árum ef dregið yrði úr sókn. Eftir 6 ár myndi veiðast- meira en nú, en útgerðarkostnaður yrði mun minni. Veiðigjald Kvótakerfið hvetur til hagræðingar í útgerð, en ekki er Jjóst hvað hún verður hröð. Þorvaldur Gylfason hefur fært rök að því að hún yrði hrað- ari en ella ef veiðigjald yrði heimt af sjávarafla, en ekki eru allir sammála honum. Sumir tejja veiði- gjald skaðlegt, þvi að rik- ið veiji fé jafnan verr en einstaklingar. Hér koma eimiig til réttlætissjón- armið: Allir landsmenn eiga fiskimiðin og eiga þeir þá ekki að njóta aðrs af þeim? Norðmenn áttu ekki í erfiðleikum með að ákveða hvort arður af oliulindum í Norðursjó skyldi renna til olíuféiaga eða ríkisins. Ástæður þess að veiðigjald hefur vafist meira fyrir íslendingum eru líklega einkum tvær: Útvegsmenn hafa ekki greitt slíkt gjald til þessa og það leggst einkum á landsbyggðina, sem stendur höllum fæti fyrr. Ef vel er að verki stað- ið gætu útvegsfyrirtæki ekki aðeins skilað góðum hagnaði eftir nokkur ár, heldur einnig greitt arð af fiskimiðunum í ríkis- sjóð. Gengisfelling eða skattabreytingar geta tafið þróunina, en vart stöðvað hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.