Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 11 Leiklist Tónlist Myndlist Kristskirkja Margrét Bóasdóttir sópransöng- kona og Chalumcaux-tríóið halda tónlcika í Kristskirkju þriðjudaginn 24, nóvember kl.20.80. Á cfnisskrá tónlcikanna cru verk eftir Graupn- er, Bach, Beethoven og Jón Leifs. Chalumeaux-tríóið er skipað klari- nettuleikurunum Kjartani Óskarssyni, Óskari Ingólfssyni og Sip-urði Ingva Snorrasyni. Þeir félagar hafa leikið saman á klarinettur í fjölmörg ár, en það var ekki fyrr en á síðasta vetri að þeir gáfu tríóinu nafnið Chalume- aux, en það hljóðfæri var forveri klari- nettunnar. Upplestur Gerðuberg í tcngslum við sýninguna „Orðlist Guðbergs Bergssonar" mun Guð- bergur Bergsson flytja skyggnufyr- irlesturinn „Ljóð: frá niði orða til myndar" í menningarmiðstöðinni Gerðubergi mánudaginn 23. nóvem- ber kl. 20.30. Fyrirlesturinn fjallar um tengsl mynd- og ljóðlistar og Guðbergur gengur út frá kveðskap Gríms Thomsens í erindi sínu. Á sýningunni „Orðlist Guðbergs Bergssonar" eru Ljóðmyndir sem eru konkretljóð Guðbergs frá SÚM-árun- um, teikningar, myndasögur, ljós- myndir, blaðagreinar, munir og fleira. Einnig gefst sýningargestum kostur á að hlýða á hljóðverk Guðbergs sem hann nefnir Ljóðhljóð. Sýningin er opin mánudaga til fímmtudaga kl. 10-22, föstudaga kl. 10-16, laugardaga kl. 13-16 og sunnu- daga kl. 14-17. Henni lýkur 29. nóvem- ber. UM HELGINA Hólmavík LEIKFÉLAG Hólmavíkur frumsýn- ir leikritið Allt í plati í dag, laugar- daginn 21. nóvember, kl. 17 i Gamla félagsheimilinu, Hólmavík. Önnur sýning verður kl. 21 sama dag en alls er stefnt að fjórum sýningum á Hólmavik. Leikritið Allt í plati er gamanleikrit fyrir alla fjölskylduna og er eftir Þröst Guðbjartsson. I leikritinu koma fram persónur úr vinsælustu barnaleikritum síðustu áratuga s.s. úr Línu Lang- sokki, Dýrunum í Hálsaskógi, Kard- imommubænum, Karíusi og Baktusi, Rauðhettu o.fl. Um fjörutíu manns unnu að uppsetningu verksins og með- al annars var stofnuð hljómsveit sem sér um undirleik í söngvunum sem eru í verkinu. Nemendur 4.-5. bekkjar Grunnskólans á Hólmavík sáu um að mála leiktjöldin og efnt var til sam- keppni yngstu nemendanna í Grunn- skólanum um forsíðumynd á leikskrá sýningarinnar og verður sýning á myndum þeirra sett upp við hveija sýningu. Með aðalhlutverk í sýningunni fer Herdís Rós Kjartansdóttir og leikstjóri er Sigurður Atlason. Fyrirhugað er að sýna leikritið á Drangsnesi, Laugar- bakka og Króksíjarðarnesi og einnig er ákveðið að sýna leikritið í Tjamar- bíó í Reykjavík 12. desember nk. - M.H.M. Snorri Sveinn Friðriksson við nokkrar mynda sinna. Listagil - Akureyri Sýning á smámyndum Soffíu Árna- dóttur verður opnuð laugardaginn 21. nóvember i Arkitektastofunni í Grófargili, Kaupvangsstræti 23 Ak- ureyri. í fréttatilkynningu segir: Á sýning- unni eru á annan tug litfagurra smá- mynda, málaðar með vatns- og gvas- slitum. Soffía er lærð frá Myndlista- og handíðaskóla Islands og hefur sér- hæft sig í leturgerð. Margar mynda hennar eru byggðar í kringum letur og minna um margt á handrit frá 12. öld. Meðal annars eru myndir með til- vitnunum í Ljóðaljóðin og gamla þulu. Sýningin stendur til 6. desember og er opin virka daga kl. 15-18, um helg- ar kl. 14-19. Gallerí Borg „JÓN I Brauðhúsum" er yfirskrift sýningar á málvcrkum Snorra Sveins Friðrikssonar, sem var opn- uð föstudaginn 20. nóvember í Gall- erí Borg. Á sýningunni eru 11 vatnslitamynd- ir sem Snorri Sveinn málaði við sögu Halldórs Laxness, Jón í Brauðhúsum, sem Vaka-Helgafell gaf út f viðhafnar- útgáfu í tilefni níræðisafmælis nóbels- skáldsins á þessu ári. Jón f Brauðhús- um er ein af smásagnaperlum Halldórs Laxness, sem hann skrifaði árið 1964 og birtist fyrst í Sjöstafakverinu sama ár. í sögunni segir frá lærisveinunum Andrisi og Filpusi sem hittast og taka tal saman eftir að meistari þeirra, Jón f Brauðhúsum hefur verið fjarri í meira en tíu ár. Snorri Sveinn Friðriksson er fæddur 1. desember 1934. Hann stundaði nám við Myndlistaskólann f Reykjavfk, Myndlista- og handíðaskóla íslands og Chalumeaux-tríóið og Margrét Bóasdóttir sópransöngkona. framhaldsnám við Konstfackskolan í Stokkhólmi. Hann hefur haldið 6 einkasýningar á árunum 1964 til 1989. Ennfremur hefur hann tekið þátt í samsýningum á vegum Félags ís- lenskra myndlistarmanna heima og erlendis. Snorri Sveinn hefur starfað sem leikmyndateiknari við Ríkisút- varpið-Sjónvarp frá 1969 og veitir nú forstöðu leikmyndadeild Sjónvarpsins. Sýningin er opin alla daga kl. 14-18 og stendur til 29. nóvember. Roð-í-gúl STEINGRÍMUR St. Th. Sigurðsson myndlistarmaður opnaði sýningu á verkum sínum í vinnustofu sinni, Galerie Roð-í-gúl, Hallveigarstíg 7, fimmtudaginn 19. nóvember. Steingrímur segist tileinka þessa 73. málverkasýningu sína Stokkseyri og fólkinu þar. Og hann kennir vinnustofu sína, Galerie Roð-í- gúl, við gamla bæinn sinn, „Roðgúl“ á Stokkseyri. Eins og segir í sýningarskrá: „Um hríð lifði ég og hrærðist þar — bjó í Roðgúl. Lifði þar sterkar stundir. Gætir áhrifa enn í dag.“ Steingrímur fór gamlar slóðir til Stokkseyrar og vann þar að sýning- arundirbúningi, einkum í frystihúsinu og þar í grennd. Ennfremur hafðist hann við um tfma á Fljótshólum í Gaul- veijabæ, þar sem Þjórsá fellur í hafíð. A sýningunni, sem er 5. sýning hans í Roð-í-gúl frá 1990, eru 37 verk. Mik- ið er af sjávarmyndum, en einnig fant- asíur og portrettmyndir. Sýningin er opin föstudaga, laug- ardaga og sunnudaga frá kl. 14 til kl. 22 eða 23 á kvöldin. Henni lýkur 7. desember. Nýjar bækur ■ Fatlaðir: Ritaskrá 1970- 1990 er unnin af bókasafns- fræðingunum Jóhönnu Guð- rúnu Aðalsteinsdóttur og Kolbrúnu Andrésdóttur. Formála ritar Jóhanna Sig- urðardóttir félagsniálaráð- herra. Vísað er í rúmlega 850 heimildir. ■ Umhverfi: Ritaskrá 1970-1990 er unnin af bóka- afnsfræðingunum Elínu Ei- ríksdpttur og Steinunni Þór- dísi Árnadóttur. Formála ritar Eiður Guðna- son, umhverfísráðherra. 750 færslur eru í ritinu sem er ætl- að bæði almenningi og sérfræð- ingum. ■ Reykjavík: Valdar heim- ildir 1974-1991 er unnin af Bryndísi Áslaugu Óttarsdótt- ur, bókasafnsfræðingi. Þórdís Þorvaldsdóttir, borgarbókavörður ritar for- mála. Skráin er byggð á heim- ildum sem birst hafa í bóka- formi á tímabilinu 1974-1991 og auk þess Reykjavíkurefni úr Lesbók Morgunblaðsins. Vísað er í rúmlega 500 heimild- ir í ritinu. Utgefandi þessara þriggja skráa er Lindin og kostar hver 1.970 krónur. ■ Geturðu ekki staldrað við eina stund heitir bók eftir Larry Lea í þýðingu Sigur- laugar Árnadóttur húsfreyju, Hraunkoti í Lóni. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Höfundurinn leiðbeinir okkur í notkun Faðir vorsins sem grundvallar að daglegri klukkustundar bæn fyrir sjálf- um okkur og okkar nánustu o.fl. og fylgir því eftir með sér- stæðum dæmum úr eigin lífi og/eða_ einhverra í fjölskyldu sinni. í hveiju einasta tilfelli snýst ósigur í sigur fyrir iðkun bænarinnar." Utgefandi er Orð lífsins. Bókin er prentuð lyá prent- smiðju G. Ben. og kostar 2.870 krónur. FASTEIGIMASALA Suðurlandsbraut 10 Ábyrgð - Reynsla - Öryggi Hilmar Valdimarsson. SÍMAR 687828 og 687808 Opið í dag frá kl. 11.00-14.00 Einbyli - raðhus LÆKJARTÚN - MOS. Vorum að fá í sölu einbhús 136 fm. 52 fm tvöf. bilsk. 1000 fm verðlauna- lóð. Mikið endurn. og falleg eign. DALHÚS Vorum að fá i sölu glæsil, eínb- hús á tveimur hæðum 208 fm. 40 fm innb. bílsk. Fráb. stað- satn. ÐÍSARÁS Raðh. 170 fm. auk 42 fm tvöf. bftsk. Góðar innr. Arinn í stofu. Mögul. á 6 svefnherb. Góð langtímalán. Elgnask. mögul. 4ra—6 herb. GRÆNAHLÍÐ Til sölu 4ra herb. 114 fm íb. á 3. hæð með 29 fm bfl3k. Arinn í stofu. Tvennar svalir. Fallegur garður. Mjög góð lán áhv. NEÐSTALEITI Til sölu stórglæsil. 4ra-5 herb. 121 fm ib. á 3. hæö. Parket. Þvottaherb. og búr innaf eldh. Tvennar svalir. Mikið útsýni. Bílskýli. •> HRAUNBÆR Mjög góð 4ra herb. ib. á 2. hæð. Sérþvottahús í kjallara. KLEPPSVEGUR Vorum að fá í sölu mjög fallega 4ra herb. 83 fm íb. í kj. Lítið niðurgr. GÓÐ KAUP Til sölu við Dalsel góð 4ra herb. 106 fm Ib. á 1. hæð. Nýtt bH- skýli. Góð langtimalán áhv. Verð aðelns 7,5 millj. ■ 3ja herb. GRETTISGATA Til söiu ný glæsil. og fullb. 100 fm íb. á 1. haeð. Tvö elnkabíla- stæði fylgja. Verð 7,6 miilj. Sklpti á ódýrarl eign mögul. ÁLFTAMÝRI Til sölu góð 3ja herb. endaíb. á 4. hæð. Suðursvalir. Áhv. 2,3 millj. húsnstjlán. UÓSHEIMAR Vorum að fá i sölu mjög góða 3ja herb. 83 fm Ib. á jarðh. Suðursv. Góð lán áhv. Fjöldi eigna á skrá. Leitið nánari upplýsinga. Hilmar Valdimarsson, ■I Sigmundur Böðvarsson hdl., Brynjar Fransson. Metsölublad á hverjum degi! Heimspekirit eftir Þorstein Gylfason ÚT ER komið heimspekiritið Tilraun um heiminn eftir Þor- stein Gylfason. í kynningu útgefanda segir: „Gerir heimspeki gagn? Er andinn ódauðlegur? Er geðveiki til? Á meirihlutinn að ráða? Skiptir rétt- læti máli? Þessar stóru spumingar eru viðfangsefni bókarinnar. Til- gangi sínum með ritun hennar lýs- ir höfundur svo: „Kver mitt er ekki kennslubók í samtímaheim- speki, hlutlaus endursögn á kenn- ingum helstu heimspekingá, lield- ur er það tilraun til fijálslegrar heimspekiiðkunar. Fijálsleg iðkun heimspeki leyfir manni að henda á lfoti glefsur héðan og þaðan og leika sér að þeim eftir eigin höfði til að komast að eigin niðurstöð- um.“ Þorsteinn Gylfason er prófessor í heimspeki við Háskóla íslands og hefur ritað og rætt margt um fræði sín og önnur málefni." Útgefandi er Heimskringla- liáskólaforlag Máls og menning- ar. Bókin er 161 bls. prentuð í G. Ben prentstofu hf. Hún kost- ar 2680 krónur. Meiriháttar ný skósending

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.