Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAPIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 skrásetningu Péturs Zophoníasson- ar. I Bók afmælisdaganna í saman- tekt Torfa Jónssonar eiga höfundar vísnanna afmælisdag á þeim degi sem vísa þeirra birtist. Hreint og beint er fyrsta ljóðabók Þorgeirs Ibs- en. Þar víkur höfundur að hluta út af troðnum slóðum í ljóðum sem hann nefnir „ljóðlíki". Að auki koma út þtjár erlendar skáldsögur sem Skúli Jensson þýðir. REYKHOLT Ritsafn Indriða G. Þorsteinssonar Reykholt HF. gefur út fjóra titla, en að auki nýtt ritsafn skáldverka Indriða G. Þorsteinssonar í níu bind- um. Hallberg Hallmundsson skrifar formála fyrir safninu. Smásögur Indriða eru í tveimur bindum, en leikritið Húðir Svignaskarðs, um Snorra Sturluson, nær yfir eitt bindi. Hin bindin samanstanda af skáldsögum Indriða. Myndband með kvikmyndinni Sjötíu og níu af stöðinni fylgir í tilboði útgáfunnar. „Ættjörð mín kæra“ er seinna bindi ævisögu Hermanns Jónassonar og nær frá upphafi þjóðstjómar til dánardægurs Hermanns, frá 1939- 1976. Höfundur er Indriði G. Þor- steinsson. Hersteinn Pálsson þýðir bók Clive Prew, VW Bjallan, um einn vinsælasta smábíl heims, sem átti upphaf sitt í Þýskalandi nasismans, þegar Adólf Hitler vildi skapa flutn- ingatæki fyrir íjöldann, en Ferdinand Porsche vildi framleiða smábíl sem allir hefðu efni á. „Heilbrigði njóttu, lífsspeki Edg- ars Cayce“ er byggð á kenningum hans til að auka vellíðan og koma í veg fyrir veikindi; Eric A. Mein lækn- ir er höfundur, en Björgvin M. Ósk- arsson læknir þýðir. Minnisstæðar tilvitnanir er safn spakmæla, sem höfundurinn, hinn 92. ára gamli kennimaður, Norman Vincent Peale, hefur dálæti á. Inger Anna Aikman þýðir. HIÐ ÍSLENSKA BÓK- MENNTAFÉLAG Utanríkisþjón- usta Islands og utanríkismál Hið íslenska bókmenntafélag gef- ur út sjö titla að þessu sinni. Mest áberandi eru ritsöfn og fræðibækur í sérstökum bókaflokkum. í tilefni af 50 ára afmæli utanríkisþjónustu íslands kemur út sögulegt yfirlit um íslenska utanríkisþjónustu í þremur bindum frá 1940 til ársloka 1990, einnig er sögulegt yfirlit yfir utanrík- ismál fyrr á öldum. Ritið er gefin út að tilhlutan utanríkisnefndar; höf- undur er Pétur J. Thorsteinsson. Hugvit þarf við hagleikssmiðar er 7. bindi í bókaflokkinum Safn til iðnsögu íslendinga. í þessu bindi er frætt um farartæki og ferðabúnað. Höfundar eru Haukur Már Haralds- son og Ögmundur Helgason. Skálholt, skrúði og áhöld, er þriðja bindi um Skálholt, en fjórða bindi í ritröðinni um Staði og kirkjur. Krist- ján Eldjám ritar um varðveittan skrúða og áhöld, en Hörður Ágústs- son aðallega um þann hluta sem glatast hefur. Formgerðir vitsmunalífsins eftir Sigutjón Bjömsson er fjórða bindi í ritröð sálfræðibóka og fjallar um kenningar Jeans Piagets um vits- munaþroskann. Fmmleg hreinskilni — Þórbergur Þórðarson og menningin á mölinni í byijun aldar — eftir Helga M. Sig- urðsson, er samantekt margra ára rannsókna höfundar á ferli Þór- bergs. Bókin fjallar einkum um Unu- húsárin 1912-1925. Útlegð nefnist ljóðabók með kvæðaflokkum eftir eitt fremsta ljóð- skáld Frakka á 20. öld, Saint-John Perse í þýðingu Sigfúsar Daðasonar. í Söguspegli, afmælisriti Árbæjar- safns, rita 22 höfundar 23 greinar. Að auki kemur út hjá útgáfunni haust-hefti Skímis. Whittard of London er sérverslun í Borgarkringlunni með fyrsta flokks kaffi og te. En þú færð líka fjölmargt fleira í Whittard. sem kitlar bragðlaukana og gleður augað. Auk ótal kaffi- og tetegunda seljum við konfekt ífá Bendicks of Mayfair, úrvals sultur og ávaxtamauk frá Crabtree & Evelyn og mikið úrval af kaffibúnaði, tekötlum og bollum ásamt margskonar gjafavöru. Ef þú ert að undirbúa kvöldverðarboð borgar sig að líta við í Whittard! Ljúktu vel heppnaðri máltíð með ilmandi kaffi ffá Whittard og ffeistandi konfekti ffá Bendicks of Mayfair. Við eigum mikið úrval af eðalkökum ffá William Lusty sem bragðbættar eru með líkjörum og koníaki og bakaðar effir pöntunum okkar í Bretlandi. Þessar kökur eru tilvaldar sem ábætisréttir eða í kaffiboðið. **JlZL*o Mikið úrval af vörum til jólagjafa Hjá Whittard fœrðu mikið úrval jólagjafa Ef þú ert í vandræðum með gjafahugmyndir skaltu heimsækja okkur í Whittard. Við eigum mikið úrval af hagnýtum jólagjöfum í öllum verðflokkum, t.d. kaffi og te í gjafaumbúðum, tekatla, expressovélar og bolla, en auk þess útbúum við gjafakörfur á staðnum eftir óskum þínum, allt eftir tilefhinu. Komdu í heimsókn í Whittard - við tökum vel á móti þér. BorSarks(mf(9U68i2Z3Vki*' 1886 Sinfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjóm Petri Sakari hélt tónleika í Háskólabíó sl. fimmtudag. Á efnis- skránni voru verk eftir Pál P. Páls- son, Sjostakóvítsj og Stravinskíj. Einleikari var FVans Helmerson. Tónleikamir hófust á Hugleiðingu um L eftir Pál P. Pálsson, verk sem hann samdi fyrir 15 ámm og ber þess merki, hvað þá var nýjast í tónsmíði. Verkið eiginlega hefst á tilvitnum í „fimmtu" eftir Beethov- en en síðan ekki söguna meir og er þetta skemmtilegt og ágætlega samið verk, er var í heild ágætlega leikið. Sellókonsert op. 107 eftir Sjostakóvítsj er sérkennileg tón- smíð, samin 1959 og hefst á fjög- urra tóna stefi, sem með ýmsum breytingum kemur fram í öllu verk- inu. Aukastefið heyrist á hásviði sellósins, laglína, er í öðmm þætti verksins á sér fallega bergmálun í ljúflegri tónhugmynd fyrir hom, sem Joseph Ognibene lék mjög vel. Þriðji þátturinn er kadensa og í lokaþættinum, þeim §órða, er aftur horfið til upphafsins, fyrst af hominu, síðan tréblásumnum og þar næst sellóinu. Frans Hel- merson er frábær sellisti og lék konsertinn af glæsibrag. Tónninn er einstaklega fallegur á öllu sviði hljóðfærisins og tæknin af þeirri gerðinni sem gerir allt svo sjálf- Petri Sakari sagt, eins heyra mátti t.d. í af- burðavel leikinni stórkadensunni (þriðja þættinum). Lokaverk tónleikanna var ball- ettsvítan Petrúska eftir Stra- vinskíj. Þetta glæsilega hljómsveit- arverk var mjög vel flutt en á köfl- um helst til hægt. Fyrir bragðið var verkið í heild mjög greinilegt í allri úrfærslu en missti nokkuð af þeim æsileik, sem hægt er að útfæra en þá í meiri hraða og með meiri hrynskerpu. Það var auð- heyrt að Sakari valdi þá leið að hafa verkið í jafnvægi og var margt mjög vel útfært af hljómsveitinni, sérstaklega nokkur áhrifamikil at- riði hjá blásurunum. Svítan er i mörgum smáköflum sem skipað er í fjórar sviðsmyndir og samkvæmt endurskoðuðu raddskránni frá 1947 bjó Stravinskíj til sérstakt niðurlag til að nota á konsertupp- færslum, sem ekki var notað að þessu sinni. Whittard of London í Borgarkringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.