Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 Stofulyngrós. Stofulyngrós Rhododendron simsii lenskt enda oftast talin runnin upp í suðausturhluta Kína. Stofulyngrós getur verið fá- dæma blómfús og í tilhlýðilegri flarlægð er blómstrandi planta til að sjá sem dáindis blómvöndur bryddaður gljáandi laufi. Eðlilegur blómgunartími stofu- lyngrósar er að vori til en ræktun- armönnum hefur tekist að raska þessu og örva plöntumar til blómg- unar á öðrum árstíma, eða frá því snemma hausts og fram eftir öllum vetri, en þetta hefur gert hana mjög eftirsótta sem pottablóm að vetrarlagi, víða í Vestur- og Norð- ur-Evrópulöndum. Algengast er að rækta hana sem einnota plöntu á sama hátt og pottakrysa. Biómstr- andi lyngrósir sem nú þegar em byrjaðar að sjást í verslunum koma yfirleitt frá Belgíu, en Belgar hafa sérhæft sig í áfangaræktun plönt- unnar sem og kynbótum hennar og hafa lengi gegnt forystuhlut- verki á því sviði. Meðal stofulyngrósa hefur mikill flöldi ræktunaryrkna litið dagsins ljós og einatt er eitthvað nýtt á ferðinni. Blómin eru litfögur, rauð, bleik, hvít, stundum rauðblá, einnig tvílit og oft ofkrýnd. Stofulyngrós er tiltölulega auðveld meðferðar á blómgunarskeiðinu sé þess gætt að rætur nái aldrei að ofþoma og þarf moldin ætíð að haldast dálítið deig. Veljið plöntunni sem bjartast- an vemstað og umfram allt ekki mjög hlýjan. Meðan á blómgun stendur er ekki nauðsynlegt -að næra plöntuna, en eigi að glíma við áframhaldandi ræktun þarf hún súra áburðarblöndu sem og mold. ÓIi Valur Hansson. Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir Þáttur nr. 257 Sú planta sem nú skal vakin eftirtekt á mun mörgum kunnugri undir heitinu stofualparós eða jafn- vel azalea en undir því nafni geng- ur stofulyngrósin og reyndar nokkrir aðrir ættingjar hennar í sumum nágrannalöndum okkar. Það er stutt sfðan að tekið var upp á því að breyta íslenska ættkvíslar- nafninu, en það gerði nefnd sú um íslensk háplöntuheiti, sem verið hefur að störfum síðan 1987. Sjá nánarí Garðyrkjuritinu 1988,1989 og síðar. Stofulyngrósin sem telst til lyng- ættar, Ericaceae, er ein af þeim ótalmörgu tegundum sem em í ættkvíslinni Rhododendron en sum- ir álíta að tegundimar séu rösklega 1.000. Ættkvíslamafnið er sett saman af rhodon = rós og dendron = tré, þ.e. rósatré. Stofuiyngrósin hefur gengið undir ýmsum fræði- heitum eins og sést ef slegið er upp í bókum þar sem hennar er getið, en rétta heiti tegundarinnar mun nú vera það sem notað er í fyrir- sögninni. Stofulyngrósin er lágur, sígrænn mnni með þéttstæðum blöðum og allstórum blómum á endum sprota. Að útliti minnir plantan nánast á dvergvaxið tré og yfirbragð hennar virðist austur- Fjölþjóðlegt rannsóknarverkefni á botndýrum á íslandsmiðum Ný raimsóknarstöð opnuð í Sandgerði Rannsóknarskip munu safna 1.200 sýnum á næstu fjórum árum KeHavík. Fjöldi gesta var viðstaddur opnun nýju rannsóknarstöðvarinnar og þarna má sjá menntamálaráðherra, Ólaf G. Einarsson, og Árna John- sen alþingismann virða fyrir sér sýni af botndýrum sem verið er að rannsaka í stöðinni. EIÐUR Guðnason umhverfisráð- herra opnaði nýja rannsóknarstöð í Sandgerði á dögunum við hátíð- lega athöfn, en stöðin var sérstak- lega sett á laggirnar til að vinna að verkefninu Botndýr á íslands- miðum, sem er fjölþjóðleg rann- sókn á tegundasamsetningu og útbreiðslu botndýra í íslenskri efnahagslögsögu. Ætlunin er að hafrannsóknarskip frá íslandi, Noregi og Færeyjum muni safna flestum sýnanna á næstu fjórum árum, eða um 1.200 sýnum. Söfn- unarsvæðið er um 758.000 ferkm og nær allt frá fjöruborði niður á um 3.400 m dýpi. Verkefni þetta á að taka 6 ár og sagði Jón Gunn- ar Ottósson formaður verkefna- sljórnar við þetta tækifæri að reikna mætti með að uppgötvaðar yrðu nokkur hundruð nýjar teg- undir í þessari könnun. Eiður Guðnason umhverfisráð- herra sagði í ræðu sem hann flutti við þetta tækifæri að sjórinn og sjáv- arútvegur væri og yrði þungamiðja efnahagslífs landsmanna. Við ættum nú við tímabundna erfiðleika að etja en ljóst væri að við yrðum um ókomna tíð háð sjónum um afkomu. Eiður sagði að við ættum langt í land með að skilja hið flókna vist- kerfí sjávar og vísaði til að þekking okkar á botndýralífinu væri heldur brotakennd. Sú þekking sem fyrir lægi um útbreiðslu botndýra á haf- svæðinu við ísland væri að verulegu leyti byggð á sýnum sem hefðu verið tekin fyrir næstum einni öld, á árun- um 1894 til 1895 í tveim leiðöngrum danska hafrannsóknarskipsins Ing- olf. Síðan hefðu verið gerðar stað- bundnar rannsóknir á botndýralífi á grunnslóð og innfjarða á helstu nytjategundum eins og humri og hörpuskel en hafsvæðið innan lög- sögunnar sem spannaði 758 þúsund ferkílómetra væri að mestu ókannað. „Botndýralífið er auðvitað einn af meginþáttunum í lífríki sjávar enda má rekja viðurværi margra helstu nytjafískanna til botndýra og ýmist éta fiskarnir þau sjálfír eða físka sem á botndýrunum lifa. Það er því brýnt að 'kanna þennan hluta náttúru ís- lands. Ég tek þannig til orða vegna þess að við höfum lagt áherslu á að skrásetja náttúru landsins, fá sem nákvæmastar upplýsingar um þær tegundír plantna og dýra stórra og smárra sem byggja landið sjálft. Við getum sagt með nokkurri vissu hvaða tegundir mosaj fiðrilda og ánamaðka megi finna á Islandi og hvar þeirra sé helst að leita. Við þekkjum lífríki fjörunnar að sama skapi nokkuð vel, en þegar ofan í sjóinn er komið verð- ur vitneskjan svolítið gloppóttari. Þar er því lýsingu íslands einna helst ábótavant. Þetta verkefni, botndýr á íslandsmiðum, sem hrundið var af stað fyrr á þessu ári er því nokkurs konar landkönnun. Það miðar að því að skrásetja botndýrategundir sem lifa innan íslenskrar efnahagslög- sögu, skrá útbreiðslu þeirra, magn og tengsl við aðrar lífverur sjávar. Jafnframt er fyrirhugað að afla upp- lýsinga um ýmsa aðra hluti eins og áhrif botnvörpuveiða á lífríki sjávar- botnsins, ætisskilyrði fiska í tengsl- um við fjölstofna verkefni hafrann- sóknar og dýr sem nota má til að vakta og meta mengun í hafinu,“ sagði Eiður Guðnason ennfremur. Jón Gunnar Ottósson formaður verkefnisstjómar sagði að hvatinn að þessu verkefni væru rannsóknir Færeyinga sem fram fóru á árunum 1987 til 1990 fyrir forgöngu Norður- landaráðs þar sem botndýralíf var kortlagt frá flæðarmáli niður á 1.000 m dýpi. Miðað við reynslu Færeyinga mætti búast við að nokkur hundruð nýrra tegunda uppgötvuðust en ákaf- lega lítið væri til af sjávardýrum í náttúrugripasöfnum hérlendis sem ekki væri gott til afspurnar fyrir þjóð sem byggði afkomu sína að verulegu leyti á lífríki sjávar. Jón Gunnar sagði að kostnaður við þetta verkefni næmi nú um 27 milljónum og áætluð fjár- þörf á næsta ári væri um 28 milljón- ir. Fjórir heimamenn vinna við nýju rannsóknarstöðina sem er til húsa í gömlu frystihúsi sem nú er búið að endurbyggja. - BB Húsnæði nýju rannsóknarstöðvarinnar er í gömlu frystihúsi sem nú hefur verið gert upp. ► i i I Anemon _ Eru rómantískir druumar þínir i lit -eaa einfaldlega i hwítum blmbrigéum f o Þeir litaglöðu velja sér nýju mynstrin frá BORAS, ANEMON eða HAMBOSTINTA, aðrir kjósa auðvitað hvítt ss. TRIANON eða OLYMPIA. Straulétt 100% bómull, laus við sterkju og aukaefni. Góður og fallegur sœngurfatnaður, alveg eins og rómantíkin. Sœngurver 140 x 200 sm og koddar 50 x 70 sm Fœst í öllum helstu vefhaðarvöruverslunum um land aUt. borás m&Mi —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.