Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 20
20 MORGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 Djúpstæður kerfisvandi ýtti sænsku krónunni á flot CARL Bildt forsætisráðherra Svíþjóðar var í viðtali við bandaríska dagblaðið Wall Street Journal í septembermánuði spurður hver væri hin sögulega reynsla af gengisfellingum. Hann svaraði: „Gengis- fellingar hafa alltaf jákvæð áhrif í skamman tíma. En þær eru hin auðvelda leið út úr vandanum. Þetta er eins og að vinna bug á áfeng- issýki. Daginn eftir að alkinn hættir að drekka líður honum illa. Ef hann fær sér smásopa líður honurn betur, en honum tekst þá ekki að komast út úr þessum vana.“ Klukkan hálfþijú að staðartíma á fimmtudag gafst sænski seðlabankinn upp við að reyna að verja krónuna. Tveggja mánaða hetjulegri baráttu var lokið. Sænska krón- an var látin fljóta á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum og gengi henn- ar lækkaði á örskömmum tima um tiu prósent. Gengisfelling hafði áður legið tvisvar í loftinu í septembermánuði. Þá brást sænski seðiabankinn harkalega við og keyrði millibanka- vexti, þ.e. þá vexti sem bankar greiða af skammtímalánum frá seðlabankanum, upp úr öllu valdi. Fyrst í 25%, svo í 75% og loks í hina ótrúlegu tölu 500%. Þessir himinháu vextir áttu að gera það of dýrt að stunda spákaupmennsku með krónuna. Þeir gátu þó einung- is haldið aftur af gengisfellingu í mjög skamman tima. I fyrsta lagi vegna þess að ekkert efnahagskerfi getur staðið undir slíkum vöxtum nema í örskamman tíma og í öðru lagi vegna þess að orsök vandans var miklu djúpstæðari. Hún fólst í hinni hrikalegu stöðu sænsks efna- hagslífs sem átti við mikinn kostn- aðarvanda að stríða. Og ekki síst átti vandinn rætur sínar að rekja til stöðunnar í ríkisfjármálum. Ára- tugum saman höfðu ríkisútgjöld þanist út og fyrirséð var að sú myndi áfram verða raunin á næstu áratugum. Þessi „innbyggði" fjár- lagahalli byggist á hinu rándýra millifærslukerfi Svíþjóðar og ekki síst lífeyrisskuldbindingum. Til að reyna að vinna bug á þessu tókst stjóm og stjómarandstöðu í tvígang að ná saman um víðtækar neyðaraðgerðir, sem annars vegar fólust í því að lækka kostnað at- vinnulífsins með svokallaðri „innri gengisfellingu", þ.e. kostnaðarhlið fyrirtækja var lækkuð með því að draga úr sköttum í stað þess að auka tekjuhliðina með gengisfell- ingu. Þá náðist samstaða um fjöl- margar aðgerðir sem áttu að taka á hinum innbyggða ijárlagahalla með niðurskurði á félagslegu hlið- inni. Þetta róaði gjaldeyrismarkað- ina og svo virtist sem tekist hefði að byggja upp traust krónunnar að nýju. Þrýstíngur á krónunna eykst á ný Um miðja sfðustu viku jókst hins vegar þrýstingurinn á krónuna að nýju. Fyrsta teikn um að ekki væri allt með felldu var orðrómur um að peningaskortur væri á sænska peningamarkaðinum. Þessi skortur sást best á vandræðum sænska rík- isins við að afla lánsfjár til að fjár- magna ríkissjóðshallann. Fjárfestar höfðu frá því í september ekki keypt ríkisbréf í þeim mæli sem vonir höfðu staðið til. Þegar svo ný út- gáfa ríkisvíxla, á fimmtudag í síð- ustu viku, mistókst hrapallega, hækkuðu vextir snarlega. Markað- urinn túlkaði þetta sem alvarlegt viðvörunarmerki og mönnum varð ljóst að ný gengiskreppa var hugs- anlega í uppsiglingu. Gjaldeyrisút- streymið var ótrúlegt og er talið að 158 milljarðar sænskra króna hafi streymt út úr landinu undan- fama viku. Þegar ástandið var sem alvarlegast í september streymdu mest út 59 milljarðar á einni viku. Ekki er alveg ljóst hver kom þessu útstreymi af stað. Fjármála- stjórar sænskra stórfyrirtækja, sem viðskiptablað Svenska dagbladet talaði við á fimmtudag vildu meina að það væru aðallega útlensk fjár- málafyrirtæki, fyrst og fremst bandarískir bankar og fyrirtæki. Á gjaldeyrismörkuðum sögðu menn hins vegar að það hefðu verið ein- staka sænsk stórfyrirtæki sem byij- uðu að losa sig við krónur. Þrýsting- ur að utan hefði komið síðar í kjöl- far vaxtahækkana. Á miðvikudag náði þrýstingurinn á krónuna hámarki en þá streymdu 25 milljarðar frá Svíþjóð þrátt fyrir að sænski seðlabankinn keypti grimmt til að veija stöðu krónunnar gagnvart evrópsku mynteiningunni ECU, sem sænsk stjómvöld höfðu einhliða tengt gengi krónunnar við. Seint á miðvikudagskvöld og að- faranótt fimmtudagsins var staðan orðin slík að enginn vildi lengur taka við sænskum krónum á gjald- eyrismörkuðum í Bandaríkjunum og Asíu og sala á þeim var stöðvuð. Þetta var staðan á fimmtudags- morgni er sænska ríkisstjómin kynnti neyðaraðgerðir sem hún hafði samþykkt um nóttina. Mark- mið þeirra var mjög svipað og að- gerðanna í september. Að lækka kostnað atvinnulífsins enn frekar (með 7% skattalækkun á fyrirtæki þann 1. apríl 1993) og draga úr fjárlagahallanum til lengri tíma (með ýmsum niðurskurðaraðgerð- um sem áttu að koma til fram- kvæmda 1995). Þetta nægði hins vegar ekki til að slá á óróleikann á gjaideyrismörkuðum, ekki síst vegna þess að jafnaðarmenn ákváðu að standa ekki á bak við þessar nýju neyðaraðgerðir. Klukk- an tuttugu mínútur yfir tvö hringir Bengt Dennis seðlabankastjóri í Bildt og Ann Wibble fjármálaráð- herra og skýrir þeim frá því að seðlabankinn geti ekki lengur varið krónuna. Sænski gjaldeyrisvara- sjóðurinn er tómur. Tilkynning um að krónan fljóti er skömmu síðar send út af seðlabankanum. Á blaða- mannafundi skömmu síðar viður- kenna þau Bildt og Wibble að stjóminni hafi mistekist. Bildt full- vissar hins vegar menn um að stjórnin hyggist sitja áfram. Hver er skýringin? Þegar skýringa er leitað á því hvers vegna svona fór verður að gera greinarmun annars vegar á yfirborðsástæðum, hins vegar efna- hagslegum aðstæðum og loks grundvallarástæðum. Yfírborðsá- stæðunum má skipta í þrennt og allar eru þær að hluta til réttar. I fyrsta lagi flokkspólitískar ástæður. Borgaralegu flokkamir munu halda því fram að jafnaðarmenn hafi koll- varpað efnahagsstefnunni með því að styðja ekki neyðaraðgerðimar. Jafnaðarmenn munu hins vegar kenna efnahagsstefnu stjómarinn- ar um. Þá munu margir skella skuldinni á spákaupmenn en á há- tæknivæddum gjaldeyrismörkuðum dagsins í dag er velt ótrúlegum upphæðum á örskömmum tíma og því mikið rými til spákaupmennsku. Loks munu margir segja að gengi krónunnar hafí einfaldlega verið of hátt skráð þegar hún var tengd við ECU á sínum tíma. Þá hafa efnahagslegar aðstæður, ytri jafnt sem innri, lagt sitt af mörkum. Allan síðasta áratug var útlánastreymi úr bönkunum óhóf- lega mikið og verðbólga há. Þetta leiddi til mikillar þenslu á fasteigna- markaði ekki síst vegna þess að slíkar fjárfestingar voru á þeim tíma skattalega hagstæðar. Þegar svo aðstæður breyttust, verðbólga lækkaði og vextir hækkuðu, sprakk blaðran og bankamir fengu harðan skell. Er nú jafnvel talið að enginn þeirra geti lifað af án þess að opin- ber stuðningur í einhveiju formi komi til. Hið háa vaxtastig í Svíþjóð á sér fyrst og fremst skýringar utan landsins, nánar tiltekið í Þýskalandi. Verðbólga þar er um fjögur prósent og raunvextir um fímm prósent. í Svíþjóð hefur til Stefnir í allsheijar- verkfall í Finnlandi Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgiinblaðsins. STÆRSTU launþegasamtök Finna, SAK (samsvarandi ASÍ), hefur fellt tillögu ríkisstjórnar um þjóðarsátt til að draga úr félagslegum útgjöldum ríkissjóðs. Ef ekki tekst að ná sáttum fyrir næstkomandi fimmtudag hóta aðildarfélög SAK með allsheijarverkfalli. Onnur launþegasamtök eru ennþá tvístígandi. Verkfallshótun SAK er af mjög óvenjulegum toga, því í þessu tilviki er verkfalli ekki beitt til þess að knýja fram hærri laun hjá vinnu- veitendum. Allsheijarverkfallið yrði Enginn vildi verk Hitlers Trieste. Reuter. ENGIN tilboð bárust í 20 vatns- litamyndir sem Adolf Hitler mál- aði á listmunauppboði í Trieste á Ítalíu í gær. Myndimar voru málaðar í byijun aldarinnar og vom af kirkjum og byggingum í Vínarborg og MUnchen. „Það vora fleiri ljósmynd- arar og blaðamenn viðstaddir en kaupendur," sagði eigandi uppboðs- fyrirtækisins sem sá um söluna. einungis pólitískt í eðli sínu og telst þetta til undantekninga á finnska vinnumarkaðinum. Vinnuveitendur hafa orðið að gerast áhorfendur í einvígi ríkis- stjómar og launþegasamtakanna. Formenn launþega hafa aðeins litið við hjá vinnuveitendum á leið sinni af fundi með Esko Aho forsætisráð- herra og Iiro Viinanen Qármálaráð- herra. Ef viðræður ríkisins og laun- þegasamtaka bera ekki árangur verða líklega engar kjarasamninga- viðræður milli launþega og vinnu- veitenda í náinni framtíð. Eftir 30 klukkutíma samninga- lotu sem lauk á föstudaginn lýsti Esko Aho forsætisráðherra (Miðfl.) yfir því að nú hefðu náðst sáttir í málefnum varðandi útgjöld til at- vinnuleysingja og þátt launþega í að fjármagna atvinnuleysisbætum- ar. Talið er að munað hafi um 500 Innilegarþakkir sendi égðl/um þeim, erglöddu mig á 90 ára afmœli minu þann 27. sepíember sl. og gerðu mér daginn óg/eymanlegan með nœrveru sinni, gjöfum, skeytum og símtölum. Einnig þakka ég öllum, sem hjálpuðu mér á þessum degi viö undirbúning og fleira. GuÖ blessi ykkur öll. Guölaug Guðjónsdóttir, Stóru-Mörk, • V-Eyjafjöllum. milljónum fínnskra marka þegar upp úr slitnaði. Væntanlegt tap finnskra atvinnufyrirtækja í kom- andi allsheijarverkfalli er hins veg- ar talið verða um 1 milljarður finn- skra marka á dag. Útgjöld til atvinnuleysingja hafa hækkað ört undanfarið en síðustu tölur sýna að rúmlega 16% vinnu- færra manna í Finnlandi séu án atvinnu. Hingað til hafa atvinnu- lausir fengið bætur eftir 5 daga bið og getað fengið útborgað dagpen- ing sem hefur miðast við fyrri tekj- ur í allt að 500 daga. Nú ætlar ríkis- stjómin að spara, meðal annars með því að láta atvinnulausa bíða 9 daga og lækka útborganir fullra bóta úr 500 í 400 daga. Það hefur hins vegar verið kapps- mál launþegasamtaka að láta ekki kjör atvinnuleysingja rýrna þrátt fyrir fjárskort ríkissjóðs. Reuter Kókaín finnst í klæðnaði 34 ára maður frá Perú var handtekinn á Schönefeld-flugvelli í Berlín í gær þegar hann reyndi að smygla kókaíni til Þýskalands. Maðurinn kom frá Santiago í Chile með viðkomu í Moskvu og fíkniefnið var falið í klæðnaði í farangri hans. Á myndinni sýnir þýskur rannsóknarlög- reglumaður fatnaðinn. Spænska þingið og opinberar stofnanir Utlendingahatur fordæmt Madrid. Reuter. SPÆNSKA þingið og ýmsar opinberar stofnanir á Spáni mótmæltu á fimmtudag morði á konu frá Dóminíska lýðveldinu með mínútu þögn og fordæmdu ofbeldi gegn innfiytjendum. Konan var 33 ára og varð fyrir skoti manns sem huldi andlit sitt með hettu. Þetta er talið fyrsta kynþáttahatursmorðið á Spáni í áratugi og kom af stað mótmæla- öldu stjómmálaflokka og ýmissa félaga út um allt land. Þingmenn neðri deildar spænska þingsins mótmæltu morðinu með mínútu þögn fyrir framan þinghús- ið í Madrid á hádegi á fimmtudag. Embættismenn Madrid-borgar mót- mæltu á sama hátt í ráðhúsinu og spænska ríkisútvarpið hætti út- sendingu í mínútu. „Með þessu vilj- um við hvetja fólk til að hafna út- lendingahatri og kynþáttafordóm- um,“ sagði Jose Maria Alvarez de Manzano, borgarstjóri Madrid. Hægriöfgamenn minntust þess í gær að 17 ár era liðin frá dauða Franciscos Francos, fyrrverandi einræðisherra, með messu í graf- hýsi skammt frá Madrid þar sem hann hvílir. Þeir era vanir að efna til mótmæla á torgi við konungs- höllina í Madrid tveimur dögum eftir ártíð fasistaleiðtogans en búist er við að mun fleiri gangi um götur borgarinnar til að mótmæla útlend- ingahatri. Lögreglan verður með mikinn viðbúnað til að koma í veg fyrir átök.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.