Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 Pressens Bild Sigraður Bengt Dennis, seðlabankastjóri Svíþjóðar, skýrir frá því á blaðamannafundi að sænska krónan fljóti á gjaldeyrismörkuðum. Gjaldeyrisvarasjóðir Sví- þjóðar eru tómir. Rúmlega tveggja mánaða baráttu hefur lokið með ósigri. viðbótar þurft að bæta við nokkrum prósentum sem „gengisfellingar- fyrirvara" og raunvextir því verið í kringum tíu prósent. Þetta hefur leitt til fjöldagjaldþrota fyrirtækja og hamlað nýjum íjárfestingum. Grundvallarvandi Svíþjóðar er hins vegar áfram annars vegar kerfísvandi atvinnulífsins og hins vegar kerfísvandi ríkisfjármálanna. Skattlagning er ein sú hæsta í heim- inum, jafnt á fyrirtæki sem einstak- linga, en samt er fjárlagahallinn mikilí. „Sænska kerfíð" kostar miklu, miklu meira en atvinnulífið hefur bolmagn til að standa undir og það_ heldur áfram að vinda upp á sig. A sama tíma dregur úr fram- leiðslu fyrirtækja vegna þess að skattbyrðin gerir þau ósamkeppnis- hæf. Þessi vítahringur er ekki nýtil- kominn. í haust var hins vegar þeim mörkum náð að ekki var leng- ur hægt að bíða með aðgerðir. Neyðaraðgerðimar í september voru skref í rétta átt en dugðu ekki tfl. Gengisfellingin á fimmtudag leysir engan vanda, rétt eins og Bildt og Dennis hafa margoft bent á. Þangað til kerfisvandinn hefur verið leystur mun þurfa að grípa til neyðaraðgerða númer ijögur, fimm, sex, sjö o.s.frv. Það verk mun líklega standa til áramóta. Stóra spumingin nú er hvort ríkisstjóm Bildts hafi til þess pólitískt bol- magn. Hún er háð lýðskrumara- flokki Ians Wachtmeisters, Nýju lýðræði, og getur, eins og kom í ljós á fimmtudag, ekki ávallt reitt sig á stuðning Jafnaðarmanna- flokksins. Jafnaðarmenn í stjórn? Bildt hefur lýst því yfir, þó að menn hafi tekið eftir að sú yfirlýs- ing var ekki mjög eindregin, að hann hyggist sitja áfram. Ingvar Carlsson sagði aftur á móti á fímmtudag að Svíþjóð þyrfti á „sterkari stjóm" að halda. Svipaðan tón var að finna í forystugrein Dagens Nyheter, stærsta dagblaðs Svíþjóðar í gær. Leiðarinn bar yfírf- skriftina „Tími sameiningarstjómar mnninn upp“ og sagði þar að minni- hlutastjómir með rústaðar stefnu- skrár gætu ekki tekist á við þau vandamál sem Svíþjóð stæði frammi fyrir. Auk vandans innan- lands séu blikur á lofti á alþjóða- vettvangi. Heimurinn rambi á barmi viðskiptastyijaldar vegna afstöðu Frakka í GATT-viðræðunum og mikil óvissa ríki um EB-aðild Svía vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Sviss um EES. Mikil þörf væri á breiðri samstöðu og erfitt að sjá hvemig jafnaðarmenn ættu bæði að vera í stjómarandstöðu og stjóma með stjóminni. Það væri þvi Svíþjóð fyrir bestu ef þeir myndu taka af skarið og bjóðast til að eiga aðild að stjóminni. St.S. Þýsku stjómmálaflokkarnir Yiðræður um nýja innflytjendalöggjöf Bonn. Rcutcr. STJÓRN og stjórnarandstaða í Þýskalandi ákváðu í gær að hefja brátt viðræður um breytingar á innflytjendalöggjöfinni með það fyrir augum að takmarka gífurlegt fólkstreymi til landsins. Koma viðræðurnar í kjölfar þess, að jafnaðarmenn kúventu í afstöðu sinni til innflytjendamálanna á aukaþingi flokksins fyrir nokkrum dögum. Viðræður flokkanna, stjómar- flokkanna þriggja og jafnaðar- manna, hefjast um aðra helgi en stefnt er að því, að samkomulag um nýja innflytjendalöggjöf takist fyrir jól. Er búist við, að um hálf milljón manna sæki um landvist í Þýskalandi á þessu ári en þar gætir nú vaxandi andúðar á út- lendingum. Óttast margir, að af- leiðingin verði meðal annars stór- aukið fylgi við hægriöfgaflokka í landinu. ■ BRESKA stjórnin hefur ákveð- ið að hætta að taka þátt í sam- starfi Evrópuríkja um kjarnorku- endurvinnslu með hraðtímguna- rofnum og binda þar með enda á 40 ára tilraunir á þessu sviði sem kostuðu Breta fjóra milljarða punda (360 milljarða ÍSK). Búist er við að 400-600 manns missi vinnuna í endurvínnslustöðvunum í Doun- reay í Skotlandi og Risley í Eng- landi vegna ákvörðunarinnar, sem tekur gildi f vor. ■ WARREN Christopher, sem hefur haft yfírumsjón með undir- búningnum vegna valdatöku Bills Clintons, verðandi Bandaríkjafor- seta, hefur haft samband við Lloyd Bentsen, formann fjárlaganefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, til að inna hann eftir því hvort hann hafi áhuga á embætti fjármála- ráðherra. Talsmaður Bentsens sagði að þingmaðurinn hefði sagt að hann væri ánægður í núverandi starfi sínu en hann mun þó ekki hafa hafnað embættinu algjörlega. Það er fleira til marks um aukið samstarf stjómar og stjómarand- stöðu. Af því má nefna, að Helmut Kohl kanslari og Björn Engholm, leiðtogi jafnaðarmanna, ætla að hittast á mánudag til að ræða niðurskurð á ríkisútgjöldum og aðrar leiðir til að íjármagna upp- bygginguna í Austur-Þýskalandi. Wolfgang Bötsch, þingflokksfor- maður Kristilega sósíalsambands- ins í Bæjaralandi, sagði þó, að ágreiningur milli stjórnar og stjómarandstöðu væri mikill og raunar einnig milli stjórnarflokk- anna og því hillti ekki undir póli- tíska einingu í Þýskalandi. BÍLALE/GA Úrval 4x4 fólksbfla og station bfla. Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bflar með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 sæta Van bilar. Farsimar, kerrur f. búslóðir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 interRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fáðu gott tilboð! Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070 Skyndisala, aðeins 3 dagar. Verð Verð nú: úður: I flokkur 872.* -UG9&T- II flokkur 792.- -990:- III flokkur692.- -mr,- Litlar 472.- -595:- ✓ Oflokkaðar jólastjörnur. ðeins kr. 590*-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.