Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 33 Kveðjuorð: Helga Jónsdóttir Fædd 5. ágúst 1892 Dáin 11. nóvember 1992 Sigurbjörg Áma- dóttir - Kveðjuorð Föstudaginn 20. nóvember var til moldar borin amma mín, Helga Jóns- dóttir, er lést 11. nóvember sl. á umönnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli, en þar dvaldist hún síðustu æviárin. Helga fæddist á Bakka í Ölfusi 5. ágúst árið 1892 og varð því ald- argömul síðastliðið sumar. Eg er sannfærð um að það þarf hugrekki og seiglu til að lifa svona lengi og sterkan persónuleika til að bera og það átti svo sannarlega við um hana ömmu. Frá Bakka fluttist hún að Læk í Ölfusi og ólst hún þar upp. Bjuggu þar búi foreldrar Helgu, Sig- ríður Guðmundsdóttir og Jón Símon- arson. Þau Sigríður og Jón áttu 16 börn og komust 12 þeirra á legg. Eftirlifandi systkini Helgu eru yngstu systur hennar, María og Sig- urbjörg. Um þrítugt reif sveitakonan sig upp og flutti til Reykjavíkur og bjó hún þar æ síðan. Þar kynntist hún góðum manni, afa mínum, Guðjóni Brynjólfssyni, og gengu þau í hjóna- band árið 1927. Guðjón lést árið 1986, 87 ára að aldri. Böm þeirra em Valgerður María, f. 1928, Rósa Örlítil og dálítið síðbúin kveðja til gamals vinar, Eyþórs Stefáns- sonar, Akurgerði, sem jarðsunginn var frá Bessastaðakirkju 6. nóvem- ber sl. Þó að um 30 ára aldursmunur hafi aðskilið okkur Eyþór á ég nokkrar minningar sem í hugann koma er ég iít á bak mínum ágæta sveitunga og vini. Eina vil ég nefna hér, atvik er átti sér stað þegar faðir minn lést árið 1955 ég þá nær 19 ára. Þá kom Eyþór hér í Gest- hús þeirra erinda að bjóða mér að- stoð sína. Ég held að ég muni enn orðrétt hvað hann sagði: „Einar minn, verður þetta nú ekki erfítt fyrir þig, ef ég gat eitthvað gert fyrir þig til hjálpar þá leitaðu til mín.“ Mér varð svarafátt við svo óvænt og einlægt boð, svo hann hélt áfram: „Ég get látið þig fá peninga ef þú þarft þess með eða eitthvað annað sem þig vantar og þú þarft ekki að borga mér aftur fyrr en þú getur með góðu móti.“ Þó að ég þæði ekki þetta vinarboð mun ég ávallt minnast Eyþórs sem góðs drengs er ávallt var reiðubúinn Fæddur 17. nóvember 1928 Dáinn 16. október 1992 Torbjöm Mork, landlæknir Norð- manna, er látinn. Hann fæddist 17. nóvember 1928. Lauk læknaprófi 1954 og starfaði við krabbameinsskráningu Norðmanna frá 1960-1971. Var „statssekreter" í félagsmálaráðu- neytinu um tíma. Árið 1972 var hann skipaður landlæknir. Við Tor- björn tókum við embætti um svipað leyti. Hann kom oft til íslands og áttum við margar samverustundir. Torbjörn var víðlesinn í bókmennt- um og ekki síst í fornsögum. Hann hreifst af íslensku viðmóti sem hon- um fannst hispurslaust og einlægt. Jafnvel íslensku flugfreyjurnar sögðu „velkominn heim“ við komu til Keflavíkur. íslensk náttúra varð Sigríður, f. 1929 — d. 1964, og Sig- uijón Óskar, f. 1930. Amma var orðin 74 ára þegar ég fæddist og því minnist ég hennar eingöngu eins og hún var á sínum efrí árum. Kemur þá fyrst upp í hugann fíngerð eldri kona með pijóna, útsaum eða hekl í höndunum með langa gráa fléttu sem sett var upp í hnút. Þessi kona var sífellt að og féll aldrei verk úr hendi, svo lengi sem hún gat aldurs vegna sat hún við pijónana, útbjó sokka og vettl- inga á nákomna sem alltaf kom sér vel. Veturinn 1987-88 hóf ég nám í Reykjavík og ákvað að búa hjá ömmu minni. Var þá amma 95 ára gömul og nánast rúmliggjandi. Stundum kom fyrir að ég settist hjá henni og fékk hana til að fara með vísur sem hún hafði lært og kunnað sem ung kona. Þetta voru einkum vísur eftir Davíð Stefánsson og Þorstein Erl- ingsson. Enda þótt árin hefðu sett sitt mark á hana var hún ótrúlega minnug á þessar vísur og mér fannst einhvern veginn eins og hún yngdist upp um mörg ár þegar hún hafði þær yfir fyrir mig. Amma var skapkona og skammaðist sín ekki fyrir það. Hún lét ekki segja sér fyrir verkum enda bar fólk virðingu fyrir henni og þótti vænt um hana, sama á til aðstoðar hveijum þeim sem hann taldi hjálpar þurfi. Um margra ára skeið var Eyþór kjörinn til forsvars fyrir þetta sveit- arfélag. Nær óslitið sat hann í hreppsnefnd Bessastaðahrepps frá 1946 til 1982 og þann tíma lengst af sem oddviti hreppsnefndar. Störfum sýslunefndarmanns fyrir Bessastaðahrepp gegndi hann um 30 ára skeið, auk margra annarra starfa fyrir sveitarfélagið. Stjórn- unarstörfum í Mjólkurfélagi Reykjavíkur gegndi Eyþór alllengi, sem fulitrúi mjólkurfélagsmanna í Bessastaðahreppi. Tíunda ég ekki frekar þau störf hér sem Eyþóri voru falin fyrir hönd sinna sveit- unga. Sem oddviti hreppsnefndar á þessum árum féll það í hlut hans að annast allar íjárreiður hreppsins. Má hér fullyrða að þar hafí hags- muna Bessastaðahrepps verið gætt, svo sem kostur var. Býst ég við að leitun hafí verið að jafnnákvæmum og áreiðanlegum reiknishaldara sem Eyþór var. Ég minnist þó þess að ýmsum sveitungum mínum honum oft að umræðuefni enda var hann hrifnæmur. Minnist ég þeirrar stundar er við hjónin stóðum í Námaskarði ásamt Torbimi eina morgunstund fyrir nokkrum árum. Kvaðst hann vel geta sett sig í spor forfeðra okkar sem völdu Island í stað Noregs. Torbjörn tengdist Is- landi í gegnum ættarbönd en hann og Theresía heitin veðurstofustjóri voru þremenningar. Hann veitti okkur oft góða aðstoð, meðal ann- ars með því að greiða götu í Nor- egi fyrir sjúklinga héðan er ekki áttu kost á meðferð hér. Hann var mikill mannvinur og skipaði manneskjunni efst í for- gangsröðina. Torbjöm var atkvæðamikill bar- áttumaður fyrir bættri heilbrigðis- og félagsþjónustu og lét sig miklu skipta umönnun þeirra er minna hveiju gekk. Þannig var hún þegar ég var lítil og þannig var hún líka þegar ég bjó hjá henni. Hún var ekki viljalaus gömul kona og fyrir það skilur hún einmitt svo mikið eftir. Eftirlifandi bömum Helgu, Val- gerði móður minni og Siguijóni bróð- ur hennar, votta ég samúð mína. Ég lýk þessu með nokkrum línum úr vísu sem hún fór svo oft með fyrir mig. „Þrek er gull en gull eru líka tárin, guðleg svölun hverri þreyttri sál.“ (Þýð. G.G.)' Hinsta kveðja, Rósa Signý Baldursdóttir. fannst nóg um samhaldssemi fjár- haldsmanns og höfðu á orði að ver- ið væri að safna í bankabókina og þá til hvers'. Flest orkar tvímælis þá gert er, ekki skal því neitað. En er ekki hugsanlegt að t.d. þjóð okk- ar sem nú á í dálitlum þrengingum stæði ögn betur að vígi í dag ef forgöngumenn hennar hefðu farið örlítið hægar-og sýnt dálítið meiri ráðdeildarsemi á því almannafé sem þeim hefur verið falið að ráðstafa og ávaxta. Stundum getur verið affarasælla að fara að ráðum eldri manna og reyndari, jafnvel þótt þessir sömu menn geti ekki státað af annarri menntun en þeirri sem skóli lífsins hefur kennt þeim. Eitt skulum við hafa í huga; Eyþór var bam síns tíma, þess tíma þegar fólk varð að gæta síns aflafengs og ráðstafa honum fyrst til brýnna lífsnauðsynja. Mér auðnaðist að starfa með Eyþóri í allmörg ár, nokkuð náið. Fyrir það samstarf vil ég þakka, auk þess sem ég tek mér það leyfi hér með að þakka honum fyrir hönd sveitunga trausta forystu og vel unnin störf í þágu Bessastaða- hrepps. Ég sendi Guðrúnu eiginkonu Eyþórs, börnum og öðrum ættingj- um innilegustu samúðarkveðjur. Einar Ólafsson. mega sín í samfélaginu. Oft rædd- um við þessi mál og vomm sam- mála um að læknar og annað heil- brigðisfólk væm í raun „umboðs- menn sjúklinga" og bæri því skylda til þess að vaka yfir hag þeirra, jafnvel standa og falla með því. Torbjöm var gjaman ómyrkur í máli enda ekki lágróma undirsáti að eðli. Hann naut því á stundum ekki hylli ráðamanna. í Noregi var fyrir skömmu lagt til að landlæknisembættið yrði að öllu leyti fært undir ráðuneyti. Stjómmálamenn ráða aðgerðum í heilbrigðis- og félagsmálum sem og öðmm opinberum aðgerðum í þjóð- félaginu, enda kosnir til þess. En nú er það svo að aðgerðir í stjórnmálum taka á stundum mið af sjónarmiðum sem mótast um of af efhahagslegum og jafnvel skammtíma viðhorfum en þar brennur eldurinn heitt. Langtíma, fagleg viðhorf eiga því stundum undir högg að sækja. Þess vegna er nauðsynlegt að þau sjónarmið heyrist skýrt og skorinort án stjórn- málalegrar íhlutunar. Torbjörn mælti gegn framan- greindri breytingu og hafði sigur. Nú er Torbjörn allur og góð sé hans minning. __ Inga og Ólafur Ólafsson. Fædd 21. nóvember 1910 Dáin 13. september 1992 Fagra haust þá fold ég kveð faðmi vef mig þínum bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. v (St. Th.) Sigurbjörg Árnadóttir frá Hrólfsstaðahelli, sem lést 13. sept- ember sl., fékk svipaðan legstað í Skarðskirkjugarði á Landi og Steingrímur Thorsteinsson óskaði sér og veit ég að bleik blöðin hafa búið henni fallegan beð. Já, fagra haust, einhver fallegasti árstími sem hugsast getur, með sína ynd- islegu litadýrð og svo óijúfanlega samofið lífí okkar mannanna — þá sofnaði Bagga hljóðlátlega og kvaddi þetta líf. í dag 21. nóvem- ber hefði hún orðið 82ja ára. Það var 15. september sl. þegar ég hafði komið mér makindalega fyrir í Flugleiðaþotu á leiðinni út í heim, með Morgunblaðið fyrir framan mig, að ég sá lát hennar. Það kom yfír mig tregi. Ég hafði látið undir höfuð leggjast þetta sumarið að heimsækja Böggu og þau systkini eins og ég hafði gert flest sumur frá því ég kynntist henni. Ég vissi líka að ég gæti ekki fylgt henni síðasta spölinn, þar sem ég yrði fjarverandi. Óneit- anlega fór fjögurra tíma þotuflug- ið í að rifja upp kynni okkar sem öll eru á einn veg. Flest okkar kynnast, einhvem- tíma um ævina, fólki sem öðrum fremur höfðar til okkar, eignast virðingu okkar og vináttu. Þannig var það með Böggu. Ég bar virð- ingu fyrir henni og þótti vænt um hana. Hún var sönn til orðs og æðis, hugur og hönd svo hrein- ræktuð, yfírlætislaus en sterkur persónuleiki. Hún gladdist með góðum vinum, las og velti fyrir sér hinum ýmsu hlutum, skemmti- leg, glettin og snögg í tilsvörum með blik í augum. Höfðingi var hún heim að sækja og virtist eiga auðvelt með að láta fara saman veitingar og viðræður, þegar gesti bar að garði. í vissum skilningi fannst mér hún líkjast heimskonu, þó vissu- lega hefði hún hvorki farið í heims- reisu né kynnst framandi þjóðum. Hún bar einfaldlega svo gott skyn- bragð á ólíkustu hluti, gæfíst ráð- rúm til að ræða hugðarefnin. Ég var svo lánsöm að fá þau tækifæri í nokkur skipti, mér til mikillar ánægju. Mér er minnisstæð sum- amótt ein, er við Bagga áttum saman í Hrólfsstaðahelli. Hús- bóndinn, Sigurþór, hafði eftir mjaltir og annasaman dag um hásláttinn, ekki talið eftir sér, að fara með unglingana á bænum í bíltúr. Ég sé hann enn fyrir mér, glettinn og spaugsaman, sópa unglingunum, gestum og heima- krökkum upp í bílinn sinn og keyra af stað. Þá höfðum við Bagga gott næði að spjalla saman og bar þá vísast margt á góma. Mér er ljúft að vitna um það, að sama virtist hvert umræðan beindist, alls staðar var áhuginn og skoðan- ir viðraðar við viðmælanda. Það var gott að vera gestur Böggu. Það var gott að láta hana leiða sig um tún og hlaðvarpa í Hrólfsstaðahelli, um fallegu skóg- arlundina sem bera henni fagurt vitni, vera „kynnt“ fyrir skóla- skáldinu góða og „kirkjuhvolnum hans“, heyra hana fara með ljóðin hans. Þarna var þessi hreinrækt- aða íslenska sveitamenning á ferð- inni. Þetta eru mér ljúfar minning- ar. Það er rétt um áratugur síðan þau systkinin (fyrir mín orð) tóku til sumardvalar unga dótturdóttur mína, þegar þau enn bjuggu í Hrólfsstaðahelli. Það var ánægju- legt að fylgjast með því hve ein- stakt lag þau systkini höfðu á unglingunum sem hjá þeim voru. Það var ekki talað niður til þeirra á bænum þeim, allt viðmót þeirra einkenndist af hlýju og jafnrétti í garð unglinganna. Dvöl á slíku heimili er unglingum sannarlega góður skóli og víst er að mér leið vel að vita af nöfnu minni í skjóli þessa elskulega fólks í tvö sumur og augljós er væntumþykja hennar til þeirra. Það kom að því er árin færðust yfír systkinin í Hrólfsstaðahelli að þau urðu að bregða búi og síðustu 5 árin hafa þau búið á Hellu, þar sem Bagga bjó þeim einstaklega fallegt og smekklegt heimili. Aldr- ei gætti þess hjá henni að hún tregaði þau umskipti, þó eflaust hafi henni fundist blærinn stijúk- ast mýkst við kinn á sínum æsku- stöðvum. Henni var sýnt um að láta skynsemina ráða, enda fór mjög vel um hana á nýja fallega heimilinu hennar og jafn elskulegt að heimsækja hana þangað — sitja í sólhúsinu hennar, ganga um garðinn hennar, horfa á rósimar hennar útsprungnar og bústnar, sem hún fór um nærförnum hönd- um. Það var líka lærdómsríkt að sjá og heyra þá samheldni, virð- ingu og kærleika sem ríkti með þeim systkinum. Ég þakka Böggu fyrir það sem hún gerði fyrir mig og mitt fólk. Ég tel mér það til tekna að hafa kynnst henni. Mín blessunarorð fylgja þessari mætu konu og henn- ar nánustu. Steingerður Þorsteinsdóttir. Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Eyþór M. Stefáns son - Kveðjuorð In memoriam Torbjöm Mork landlæknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.